Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 21

Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 21 Jólablað Morgunblaðsins Glæsilegt Jólablað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 1. desember 2006 Blaðið verður prentað á hvítan 60 g pappír í sömu stærð og Morgunblaðið Meðal efnisþátta í Jólablaðinu eru: • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur • Smákökur • Gjafapakkningar • Jólakonfektið • Jólaföndur • Jólabækur og jólatónlist • Jólasiðir og jólamatur í útlöndum • Kertaskreytingar • Villibráð • Fullt af öðru spennandi efni Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16.00 föstudaginn 24. nóvember Skilatími auglýsinga er fyrir kl. 12 miðvikudaginn 29. nóvember Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Húsaskilti Pantið tímanlega fyrir jólin Klapparstig 44 • sími 562 3614 Pólskar niðursuðuvörur,þurrvörur og safi úr öllummögulegum ávöxtum oggrænmeti er meðal þess sem Eyfirðingar geta nú nálgast í versluninni Hreiðrinu, sem var opn- uð við Norðurgötu á Akureyri í sept- ember síðastliðnum. Eigandi versl- unarinnar er Króatinn Zlatko Novak en auk hans starfar kona hans Anna Guðrún Kristjónsdóttir í versl- uninni. „Mig hefur alltaf dreymt um að opna búð og nú hef ég látið verða af því,“ segir Zlatko sem kom hingað til lands fyrir þremur árum til að vinna við Kárahnjúkavirkjun. „Ég vann þar alltaf tíu daga í einu með fjög- urra daga hléum og náði að leggja nægilega mikið fyrir til að festa kaup á húsnæði undir verslunina. Síðustu mánuði hefur verið gríð- armikil vinna við undirbúning en núna er búðin sumsé orðin að veru- leika.“ Flestar vörurnar fær Zlatko beint frá Póllandi sem er hagstætt að hans sögn. „Við erum mikið með niður- suðuvörur, s.s. skinku, kjúklinga- paté og papriku en líka aðra geymsluvöru,“ útskýrir Anna og bætir því við að ekki sé eingöngu um pólsk vörumerki að ræða. „Mörg þessara vörumerkja eru vel þekkt annars staðar frá þótt við kaupum þau flest inn frá Póllandi.“ Kaupmaðurinn á horninu Þau segja versluninni hafa verið vel tekið, ekki síst meðal pólskra ný- búa sem eru fjölmargir á Norður- landi, s.s. á Dalvík, Húsavík og í Eyjafirði. „Pólverjar eru þó alls ekki einu viðskiptavinirnir heldur eru Ís- lendingar alveg jafn margir,“ bætir Zlatko við. Þá hafi íbúar á Eyrinni tekið þess- ari nýju viðbót í verslunarflóru Ak- ureyringa vel. „Fólki finnst gaman að sjá svona litla hverfisverslun dúkka upp í nágrenninu,“ segir Anna. „Hérna býr mikið af eldra fólki sem finnst gott að fá persónu- lega þjónustu í stað þess að fara í stórmarkaðina. Enda hafa margir talað um hvað þeim finnst notalegt að komast aftur til kaupmannsins á horninu.“ Pólskar vörur á Eyrinni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kaupmenn Síðustu mánuði hafa Zlatko og Anna Guðrún unnið hörðum höndum við að koma búðinni sinni Hreiðrinu á legg. Úrval Hillurnar eru drekkhlaðnar af niðursuðuvörum og fleiru. SUMIR segja að almættið eða náttúran sjálf sjái til þess að börn líkist feðrum sínum mjög mikið við fæðingu og því geti þeir ekki velkst í vafa um að þeir eigi bless- uð börnin og annist fyrir vikið vel um barn og móður. Nýleg rann- sókn sem sagt er frá á vefútgáfu Evening Standard leiðir í ljós að kannski séu þessi „sannindi“ meiri óskhyggja en raun, því tilfellið er að börn líkjast frekar mæðrum sínum við fæðingu. En þrátt fyrir það finnst mæðrum að börn þeirra líkist feðrunum og þær fullyrða: „Hann er með augun hans pabba síns.“ Þetta er talið vera að hluta til ómeðvitað til að sannfæra pabb- ann um að hann sé faðir barnsins. Í fyrrnefndri rannsókn kom í ljós að allar mæður sem tóku þátt í henni sögðu að synir sínir líktust feðrum sínum en 77% þeirra sögðu dætur sínar líkjast feðrunum. Áttatíu prósent feðra sögðu börn sín líkjast sér. Þegar bláókunnugu fólki voru hins vegar sýndar myndir af viðkomandi fjölskyldum sagði það helming barnanna líkj- ast mæðrum sínum og aðeins eitt af hverjum þremur líktist feðr- unum. Reuters Feðgar Ekki svo ólíkir. Eins og pabbi?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.