Morgunblaðið - 08.11.2006, Page 33

Morgunblaðið - 08.11.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 33 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HALLVARÐSSON rafvirki, Kristnibraut 33, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 5. nóv- ember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudag- inn 9. nóvember kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Málhildur Þóra Angantýsdóttir, Angantýr Sigurðsson, Erla Björk Gunnarsdóttir, Hallvarður Sigurðsson, Anna Margrét Ingólfsdóttir, Elín Fríða Sigurðardóttir, Davíð Þór Óskarsson og afabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EINARSSON vélstjóri frá Smyrlabjörgum, Suðursveit, lést á Sóltúni 2 sunnudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Alda Júlíusdóttir, Jón Ívar Einarsson, Dóra Kristín Briem, stjúpbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn, ÓLAFUR SVERRIR SÖLVASON, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju laugardaginn 11. nóvember kl. 14.00. Sölvi Ólafsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ragnheiður, Vera, Guðrún og Anna Elísabet, Sverrir Sveinsson, Guðrún Maack. ✝ Ástkær eiginkona mín, fósturmóðir og amma, BIRNA INGIBJÖRG EGILSDÓTTIR frá Miðgrund í Skagafirði, Stórholti 6a, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 6. nóvember. Sigurður Sigmarsson, Helgi Jónsson, Nótt Magdalena Helgadóttir. ✝ Elskulegur faðir minn, sonur og bróðir, STEFÁN KARL KRISTINSSON, lést af slysförum sunnudaginn 29. október. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 10. nóvember kl. 13. Hansína Guðný Stefánsdóttir, Kristinn Ingimar Karlsson, Una Ósk Kristinsdóttir. ✝ Okkar yndislega móðir, tengdamóðir og amma, EVA KRISTINSDÓTTIR sjúkraliði, Austurströnd 10, Seltjarnarnesi, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánu- daginn 6. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Kristinn Ólafsson, Laufey Elísabet Gissurardóttir, Berglind Ólafsdóttir, Dag Helge Iversen, Anna Lóa Ólafsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir, Jóhann Pétur Reyndal, Magnús Sverrir Ólafsson og barnabörn. Elsku Skafti. Til hamingju með daginn. Þú hefðir orðið 35 ára í dag. En þú stoppaðir ekki hjá okkur nógu lengi til þess. Varst tekinn óvænt í burtu, alltof snemma. Enginn veit af hverju. Við söknum þín mikið og hugsum um þig á degi hverjum. Þú varst ávallt svo glaðlyndur og skemmtilegur. Fjölskyldurækinn og góður drengur. Það vantar svo mikið þegar þú ert farinn. Það vantar dag- legu símtölin og reglulegu heimsókn- irnar. Það vantar nærveru þína sem var svo góð. Við munum alltaf minn- ast þín og geyma þig í okkar hjarta. Guð blessi þig, elsku drengurinn okkar. Pabbi og mamma. Skafti Kristján hefði orðið 35 ára í dag, 8. nóvember, en hann lést 14. ágúst sl. Skafti var næstelstur af þremur sonum Atla Skaftasonar og Jónu Báru Jakobsdóttur frá Fá- skrúðsfirði. Skafti Kristján Atlason ✝ Skafti KristjánAtlason fæddist í Neskaupstað 8. nóvember 1971. Hann lést á Land- spítalanum 14. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð 19. ágúst. Hvernig er hægt að skilja þegar maður í blóma lífsins er hrifinn á brott frá eiginkonu, ungum börnum og öðrum ástvinum? Skafti sem var svo sterkur og hraustur og átti allt lífið framund- an. En sjúkdómarnir eru stundum óþekkj- anlegir og ekki í mannlegum mætti að greina þá fyrr en allt er um seinan. Það er erfitt að sætta sig við að þessi hrausti maður sé ekki leng- ur með okkur. Sjáumst oft og verum hress, voru orðin sem Skafti notaði mikið. Hann sem var alltaf hrókur alls fagnaðar og var duglegur að hafa samband við ættingja og vini. Honum var umhug- að um afa sína og ömmur og ræktaði samband við þau á fallegan hátt. Af öðrum barnabörnum ólöstuðum má segja að Skafti hafi verið afa sínum og ömmu í Sigtúni mjög náinn. Hann kom oft til þeirra og hringdi til þeirra þegar hann var á sjó. Þeir nafnarnir voru vinir og báðir áhugamenn um sjómennsku. Á Fáskrúðsfirði ólust bræðurnir upp við leik og störf. Ég fylgdist með þeim vaxa úr grasi og fannst mér alltaf léttleiki og innilegur vinskapur einkenna samband þeirra. Á ung- lingsárum mætti Skafti mótlæti sem erfitt var að takast á við. Kom þá í ljós hversu sterkur hann var. Skafti var mjög söngelskur maður og kunni marga texta. Ég man sér- staklega eftir lagi sem hann söng fyrir mig einu sinni. Lagið var um vorið sem kom að sunnan, fallegt lag og texti sem hrífur þá sem eru næm- ir. Þetta lag var síðan sungið við út- för Skafta. Ungur hóf hann sambúð með unn- ustu sinni, Þóreyju Eiríksdóttur frá Borgarfirði eystra. Þau eiga börnin Örnu sem er 5 ára og Atla 3 ára. Skafti var stoltur af fjölskyldu sinni og umhugað um velferð hennar. Þrátt fyrir að búa á Borgarfirði stundaði hann sjóinn á skipum frá Fáskrúðsfirði og var lengst stýri- maður á Hoffellinu. Á fallegum júlídegi á liðnu sumri, þegar Borgarfjörður skartaði sínu fegursta, heimsótti ég og mitt fólk Skafta og fjölskyldu. Skafti var glað- ur og hress og spaugaði eins og hon- um einum var lagið. Við áttum sam- an skemmtilegt síðdegi sem ég mun aldrei gleyma. Hann leiðbeindi okk- ur um áframhaldandi ferðalag til Loðmundarfjarðar. Þegar við kvöddumst þennan fallega dag ætl- uðum við að sjást fljótlega aftur, jafnvel næsta dag, við messu í Loð- mundarfirði, en það varð ekki. Nú þegar Skafti er farinn situr eft- ir mikil sorg en minning um góðan og elskulegan dreng lifir. Ég vil þakka fyrir þær stundir sem ég átti með frænda mínum. Megi góður Guð styrkja Þóreyju og börnin í sorginni, foreldra hans, bræður og fjölskyldur þeirra, móðurömmu og afa og ömmu í Sigtúni sem ég veit að syrgja hann mjög mikið. Blessuð sé minning um góðan dreng. Erla frænka. ferðalögin, skólafélagana og öll bernskubrekin. Uppátækin voru af ýmsu tagi, frá því að fara í leyfisleysi á Selfoss, keyra skellinöðrur um þorpið, synda í Varmá, heimsækja spákonur, og slást við strákana. Auja var hetjan okkar, bjargaði okkur iðu- lega út úr slagsmálunum því hún var sterkust. Það var kannski ástæða fyrir því að hún var send í Kvenna- skólann í Reykjavík: „að gera úr henni dömu“. Auja fluttist með fjölskyldu sinni ung að aldri úr Skagafirðinum til Hveragerðis. Við kynntumst henni þegar við byrjuðum í barnaskólan- um. Þar hófst vinskapur okkar sem hélst alla hennar tíð. Við vorum oft samferða úr skólanum, komum við heima hjá Auju þar sem amma henn- ar beið okkar með heitt kakó. Við bárum óttablandna virðingu fyrir ömmu Sigurlínu sem var peysufata- klædd upp á hvern einasta dag. Hún leyfði okkur líka stundum að malla kökur í litla eldhúsinu sínu. Auja var vel gefin, skapmikil, glað- lynd og skemmtileg. Hún var afar hlý og það var gott að vera nálægt henni, enda gaf hún mikið af sér, var kraftmikil og heilsteypt manneskja. Hún var vinamörg og átti gott með að umgangast fólk. Það var sama hver umræðan var, aldrei kom mað- ur að tómum kofunum hjá henni. Það er ekki hægt að ljúka þessum kveðjuorðum án þess að minnast á ógleymanlegu stundirnar sem við áttum með þeim hjónum Andrési og Auju þegar þau bjuggu á Bragagöt- unni. Elsku Andrés, Sigurlína, Sighvat- ur, Ómar Andrés og aðrir ættingjar, missir ykkar er mikill, megi guð gefa ykkur styrk og frið á erfiðum tímum. Einlægar samúðarkveðjur, Ragnheiður og Kristín. Haustið 1970 hittist hópur ung- menna í gamla iðnaðarmannahúsinu að Vonarstræti 1 til að hefja nám í líf- fræðideild Háskóla Íslands sem þá var nýstofuð. Í þeim hópi var Auður Antonsdóttir sem nú er kvödd. Líffræðin var að mestu kennd fyrsta árið í Vonarstrætinu og auk þess voru lesstofur í sama húsi. Þetta varð til þess að við nemendurnir bjuggum þar nánast, sóttum kennslustundir, lásum á lesstofun- um, spiluðum og spjölluðum á kaffi- stofu og notuðum þann tíma sem af- gangs var til að skemmta okkur af öllum lífs- og sálarkröftum. Þarna var Auður hrókur alls fagn- aðar. Hún var ljós yfirlitum, þétt á velli og þétt í lund, ljóngreind og full af lífskrafti. Hún spilaði brigde við strákana, og lét engan eiga neitt hjá sér. Þá var ekkert til sem hét að hafa áhyggjur af morgundeginum; menn nutu líðandi stundar til fullnustu og lífið blasti við með öllum þess gæðum og vonum. Þarna hófst vinátta sem hefur enst fram til þessa dags. Þegar Auður fékk sinn óvæga dóm fyrir réttum tveimur árum ákváðu nokkrir gamlir félagar að hittast vikulega í hádeginu og borða saman. Skömmu síðar fékk annar skólafélagi okkar, Árni Heim- ir, sem einnig er nýlátinn, sama dóm og slóst hann í för með okkur. Þessar hádegisstundir urðu okkur öllum mikils virði. Þótt heilsufarið væri misjafnt tókst okkur undantekninga- laust að njóta stundarinnar bæði með gamni og alvöru. Þau Auður og Árni deildu með okkur reynslu sinni af veikindunum og meðferðinni og tókst þeim á undraverðan hátt að halda sjó þótt þau gerðu sér ljósa grein fyrir því hvert stefndi. Nú þegar Auður hefur þurft að láta undan því eina sem við eigum víst í þessu lífi þökkum við fyrir að hafa átt svo stórbrotna og merkilega konu að vini. Við sendum Andrési, börnum hennar Línu og Sighvati, dóttursyninum Ómari Andrési og öðrum ættingjum og vinum einlægar samúðarkveðjur. Marta, Bergþóra, Gísli, Hrefna, Margrét og Sigríður. Við Auður kynntumst á okkar ung- lingsárum í Hveragerði. Það var Guðrún Aðalsteinsdóttir sem leiddi okkur saman og áður en varði urðum við þrjár óaðskiljanlegar. Við vorum stundum nefndar hin heilaga þrenn- ing, því þegar ein birtist komu venju- lega hinar tvær töltandi á eftir. Við vorum saman í hópi sem hittist í litlu húsi sem kallað var Skátaheimilið og þar var hlustað með andakt á nýjustu afurðir Bítlanna og stór stund þegar nýtt albúm kom í hús. Síðan var tek- inn rúnturinn um plássið með þeim sem voru komnir með próf og sungið: „Baby you can drive my car...“ Þetta voru góðir tímar og skemmtilegar konur. Nú hafa þær báðar kvatt. Guðrún lést í Danmörku fyrir all- mörgum árum þar sem hún hafði verið búsett og starfað sem kennari og nú er Auður kvödd. Alltaf voru sterkar taugar á milli okkar þótt samvistir yrðu stopulli með árunum. Við hittumst nokkrum sinnum þegar hún átti í sínu veik- indastríði og enn var húmorinn og kjarkurinn óbilandi. Mér þótti vænt um að geta kvatt hana á Landspítala þegar hún var orðin mikið veik Nú er orðið lítið eftir af hinni heil- ögu þrenningu en minningar lifa um góðar samverustundir. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Auður Aðalsteinsdóttir. Fyrir tveimur árum endurnýjuð- um við Auður gömul kynni, ýmist tvær einar eða með gamla sauma- klúbbnum úr Kvennó. Við gengum eftir Ægisíðunni, heimsóttum gróðrarstöðvar og fjárfestum í suð- rænum plöntum, sigldum í kvöldsól á Eyjafirði, dáðumst að útsýninu af Veiðileysuhálsi á Ströndum og nut- um haustlitanna á Þingvöllum. Oft- ast fórum við þó á kaffihús í Reykja- vík og gerðum kökum og sætabrauði góð skil. Við tókum tæknina í þjón- ustu okkar og sms-skeytin flugu á milli. Við töluðum í kapp og hlógum að bröndurum hvor annarar rétt eins og fyrir fjörutíu árum. En nú er komin kveðjustund: Í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veist nú, í kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna (Hannes Pétursson). Ég þakka Auði gömlu og nýju kynnin, hún er kært kvödd. Guðrún Þorbjarnardóttir.  Fleiri minningargreinar um Auði Kristínu Antonsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Bergþóra, Val- gerður Sverrisdóttir, Bekkj- arsystur, Starfsfólk á veirufræði- deild LHS, Sigríður Guðmundsdóttir, Margrét Guðna- dóttir, Sigrún Guðnadóttir, El- ínborg Hilmarsdóttir, Páll Hall- dórsson og Ína Björg Hjálmarsdóttir, Arthúr Löve og Unnur B. Johnsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.