Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 15
ERLENT
Stefnumót á
Nasa í dag!
Í tilefni af prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík
býð ég til stefnumóts á Nasa í dag, miðvikudaginn
8. nóvember, kl. 17-19. fiar mæta frambjóðendur
Samfylkingarinnar í Reykjavík og nýkjörnir
forystumenn flokksins úr öðrum kjördæmum.
Hljómsveitin Baggalútur treður upp og fleira
verður til skemmtunar í bland við pólitíska brýningu
og léttar veitingar.
Ég hlakka til að sjá ykkur á Nasa í dag og hvet alla til
að taka þátt í prófkjöri okkar á laugardaginn.
Nú leggjumst við öll á eitt við að mynda samhenta
sigursveit. Framtíðin er okkar!
London. AFP. | Dhiren Barot, 34 ára Breti sem hafði
snúist til öfgafullrar og herskárrar útgáfu af ísl-
amstrú, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi af
breskum dómstóli fyrir að undirbúa hryðjuverka-
árásir í Bretlandi og Bandaríkjunum sem ætlað
var að valda dauða þúsunda manna.
Hugðist Barot þannig koma fyrir sprengju í
jarðlest í Lundúnum undir ánni Thames, ásamt
því sem hann undirbjó meðal annars árásir á höf-
uðstöðvar Alþjóðabankans í Washington og kaup-
höllina í New York.
Ásetningur Barots, sem saksóknarar sögðu
hafa tengst al-Qaeda-hryðjuverkanetinu, þótti
skýr en hann fór t.a.m. í skoðunarferðir með þyrlu
yfir New York-borg til að
kynna sér fyrirhuguð skot-
mörk sín.
Barot var handtekinn árið
2004 en hann er einnig eftir-
lýstur í Bandaríkjunum vegna
ákæra um að hafa undirbúið
notkun gereyðingarvopna þar í
landi og í Jemen.
„Hann fór í þjálfunarbúðir
hryðjuverkamanna árið 1995,
löngu fyrir [árásirnar] 11. sept-
ember,“ sagði Peter Clarke, yfirmaður gagn-
hryðjuverkadeildar lögreglunnar í New York.
„Hann er ekki einhver sem hefur nýlega laðast að
málstað hryðjuverkamanna. Hann var hryðju-
verkamaður í fullu starfi.“
Undirbjó „svartan dag fyrir óvini íslams“
Barot viðurkenndi í síðasta mánuði að hafa ráð-
gert mannskæðar hryðjuverkaárásir, með þeim
orðum að hann hefði unnið að undirbúningi
„svarts dags fyrir óvini íslams og sigurs múslíma“.
Hann snerist frá hindúatrúa á þrítugsaldri þeg-
ar hann komst í kynni við róttæka og herskáa út-
gáfu af íslam og ferðaðist til Filippseyja, þar sem
saksóknarar segja hann hafa fengið þjálfun í æf-
ingabúðum hryðjuverkamanna.
Liðsmaður al-Qaeda-netsins
dæmdur í lífstíðarfangelsi
Undirbjó hryðjuverkaárásir í Bretlandi sem hefðu kostað þúsundir mannslífa
Barot
NÍU manns týndu lífi þegar hvirf-
ilbylur gekk yfir norðurhluta Jap-
ans í gær, nánar tiltekið allra
nyrsta hluta eyjunnar Hokkaido,
en nánast óþekkt er að nátt-
úruhamfarir af þessari tegund
geri óskunda á þessum slóðum.
Hvirfilbylurinn lagði í rúst
bráðabirgðahúsnæði sem verka-
menn í bænum Saroma hafa búið
í, en þeir hafa verið að grafa göng
í nágrenninu. Sem fyrr segir dóu
níu og tuttugu og einn til viðbótar
var lagður inn á sjúkrahús. Alls
eyðilagði hvirfilbylurinn 33 heimili
og 29 til viðbótar skemmdust að
hluta.
„Ég hef aldrei á ævinni vitað
um að hvirfilbylur léti finna fyrir
sér á þessum slóðum,“ sagði
Katsuya Watanabe, sem rekur
veitingastað og hótel nærri Sam-
ora en um sex þúsund og tvö
hundruð manns búa í bænum.
Hvirfilbyljir eru fátíðir í Japan
þó að mikil óveður geri þar oft og
ýmsar aðrar náttúruhamfarir
verði reglulega, s.s. jarðskjálftar.Reuters
Níu fórust
í hvirfilbyl
Bagdad. AFP. |
Saddam Huss-
ein, fyrrverandi
forseti Íraks,
sneri aftur í rétt-
arsal í gær,
tveimur dögum
eftir að hann var
dæmdur til
dauða fyrir morð
á sjítum í þorp-
inu Dujail árið 1982. Nú var hann
mættur til að svara frekari ásök-
unum um fjöldamorð á Kúrdum
seint á níunda áratug síðustu aldar
og bar hann sig vel, þrátt fyrir
dauðadóminn sl. sunnudag.
Saddam var klæddur í dökk
jakkaföt í gær, hann var öruggur í
fasi og brosti nokkrum sinnum í
réttarsalnum. Hann vísaði alger-
lega á bug framburði vitnis, sem
kom fyrir réttinn í gær og stað-
hæfði að tugir Kúrda hefðu verið
drepnir í þorpi í Norður-Írak 1988.
Sagði Saddam að engar sannanir
væru til fyrir þessum staðhæf-
ingum er hann hafði hlýtt á vitn-
isburðinn. „Það getur enginn stað-
fest þennan vitnisburð. Hver
styður ásakanir hans? Enginn,“
sagði Saddam rólegur.
Voru skotnir einn af öðrum
Vitnið, Qahar Khalil Moham-
med, sagði frá því að hann og
nokkrir menn til viðbótar úr þorp-
inu hans hefðu gefist upp fyrir
hersveitum Saddams, eftir að þeim
hafði verið heitið vægð. Hermenn
Saddams hefðu hins vegar stillt
mönnunum upp og byrjað að
skjóta þá, einn af öðrum. Sagði
Qahar að hann hefði lifað af, þrátt
fyrir að hafa verið skotinn nokkr-
um sinnum, en að 33 aðrir úr þorp-
inu hans hefðu ekki verið svo
heppnir.
Sá hluti réttarhaldanna yfir
Saddam, sem fram var haldið í
gær, hófst í ágúst sl. Saddam og
sex öðrum er gefið að sök að hafa
stýrt Anfal-aðgerðunum svo-
nefndu, en þar er vísað til fjölda-
morða á Kúrdum, þ.m.t. gasárás-
arinnar í bænum Halabja 1988.
Saddam
aftur í
réttarsal
Saddam Hussein
Þögul og sparneytin Breskir og bandarískir sérfræðingar kynntu í fyrra-
dag áform um smíði þögulla flugvéla sem þurfa 25% minna af eldsneyti en
flugvélar sem eru nú í notkun, að sögn talsmanna Silent Aircraft Initiative,
samstarfsverkefnis fyrirtækja á borð við Boeing og British Airways.
1( M#
00)0
&D0(0
%
%
*
'
%
*
'
!"#$"%
5$ - .2 6 7
682.
9 1.
#
.-
" .
.
/ &'(')*'
D0(0 1
' &315.)33( .)0>10 "3@K>D0!10('' &0?
.F3(''( .(2
>10 5 &0? 9.
.F3 )>
%>01<
")(<(3(0
&N!@1<#
/)0 )0 0?> &D0(0 9.I
> .F3(' 5)( &31 &
09)5
5 .)0>( )!(' I ' !1' ?0(>
EN'5"
&(> )0 < 5 3)'5(' <#
EF3(' .)0>10 ? N0> .(> 4 )('5 :1
$
. /
1/
/ .
../
3
"
1
.
1
. /
, 1/
.
.
.
; .
.1 1/
#
.
. 1/ <
. ./
. +,,$-./ .,0'110 2)101%
8 &0)D<( ? 3)'('5
067'
>(
8 &0)D<( ? .N'56%0>1<
H0)D&3
0