Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÚTLITIÐ SKIPTIR EKKI MÁLI FEGURÐIN KEMUR AÐ INNAN ÞÚ GETUR EKKI DÆMT BÓK EFTIR KÁPUNNI HVER ÆTLI SÉ AÐ FARA Á BLINT STEFNUMÓT Í KVÖLD? FÍFLIÐ ÞITT! AUMINGI! HÁLFVITI! KJÁNI! HELDURÐU AÐ HANN HAFI HEYRT ÞETTA? ÉG ER VISS UM ÞAÐ... ÉG PASSA MIG ALLTAF AÐ MÓÐGA HANN Í MEÐVINDI! ÉG VAR AÐ FÁ FLUGVÉLA- MÓDEL! VILTU HJÁLPA MÉR AÐ SETJA ÞAÐ SAMAN? JÁ! ORUSTUÞOTA! ÉG HLAKKA TIL AÐ SJÁ HANA ÞEGAR VIÐ ERUM BÚINIR SJÁÐU ALLA LITLU HLUTINA! ÞÚ FESTIR SAMAN ÞETTA SPJALD OG ÉG HITT! SÍÐAN ÞEGAR VIÐ ERUM BÚNIR ÞÁ LÍMUM VIÐ BARA HELMINGANA SAMAN ÆTTUM VIÐ EKKI AÐ LESA LEIÐARVÍSINN? HELDUR ÞÚ AÐ ÉG SÉ AUMINGI? AF HVERJU ERTU MEÐ HAUSKÚPU Á SKRIFSTOFUNNI ÞINNI? ÞETTA VAR SJÚKLINGUR. ÉG GEYMI HANA TIL ÞESS AÐ MINNA MIG Á EINKUNNARORÐ LÆKNA OG HVER ERU ÞAU? „ÞÉR TEKST EKKI ALLTAF ÞAÐ SEM ÞÚ REYNIR.“ ÞÚ FÉLLST Í ÖLLU! SITJA, BÍÐA, RÚLLA ÞÉR OG TALA! HVERNIG FELLUR EINHVER Í ÞVÍ AÐ BÍÐA? ÉG MÆTTI FREKAR ILLA AF HVERJU FELLDI KENNARINN ÞIG Í ÞVÍ AÐ RÚLLA ÞÉR HANN KOMST AÐ ÞVÍ UPP ÚR HVERJU ÉG VAR AÐ RÚLLA MÉR VIÐ ERUM KOMIN Í MÚSAVERÖLD! KOMUM Í SKEMMTIGARÐINN! BÍÐIÐ AÐEINS KRAKKAR... ÞETTA ER STÓR STAÐUR OG VIÐ ÆTTUM AÐ SKOÐA BÆKLINGINN OG ÁKVEÐA HVAÐ VIÐ ÆTLUM AÐ GERA FÆRIÐ YKKUR VIÐ ERUM EKKI BYRJUÐ OG ÞETTA ER STRAX ORÐIÐ YFIRÞYRMANDI LÖGGAN ÞARNA STARIR Á MIG EINS OG HÚN VITI AÐ ÉG SÉ HINN RAUNVERULEGI NASHYRNINGUR... EN ÞAÐ ÞARF MEIRA EN BARA HANN TIL ÞESS AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ ÉG KÁLI KÓNULÓNNI! Gísli Hrafn Atlason heldurá morgun, fimmtudagfyrirlesturinn Ég þarf aðpassa í kvöld –vinnan og fjölskyldan. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Há- skóla Íslands, RIKK. Í fyrirlestrinum mun Gísli Hrafn segja frá framhaldsverkefni Evrópusambandsins um samþætt- ingu fjölskyldu og atvinnulífs með sérstaka áherslu á karlmenn: „Rannsóknarverkefnið nær til Ís- lands, Litháen, Danmerkur og Ítalíu en hér á landi hefur Jafn- réttisstofa haft umsjón með fram- kvæmd rannsóknarinnar,“ segir Gísli Hrafn sem hefur stýrt rann- sókninni hérlendis. „Annars vegar var framkvæmd könnun þar sem spurt var um fjölskyldu og atvinnu- líf, og hins vegar tekin viðtöl við 8 pör um daglegt líf, hlutverkaskipt- ingu og helstu hindranir, og einnig tekin viðtöl við stjórnendur fyrir- tækja og stofnana.“ Að sögn Gísla Hrafns hefur rannsóknin leitt í ljós ýmsar áhugaverðar niðurstöður um ís- lenskt samfélag og fjölskyldur: „Það er þekkt að íslendingar eru mjög vinnusöm þjóð. Atvinnuþátt- taka er mest á Íslandi af öllum löndum Evrópu. Sömuleiðis er skipting hlutverka á heimilinu milli húsmóður og fyrirvinnu löngu horf- in úr Íslensku samfélagi. Um leið eignast Íslendingar flest börn í Evrópu, rétt rúmlega tvö börn á hverja konu, en af þjóðum Evrópu eru það aðeins Íslendingar og Tyrkir sem eignast nógu mörg börn til að ekki verði fólksfækkun,“ útskýrir Gísli Hrafn. „Gerð var könnun hérlendis árið 1995 þar sem 39% svarenda voru fylgjandi því að báðir foreldrar væru útivinn- andi. Í könnuninni nú, 11 árum síð- ar, eru 75% á því að það sé sam- félaginu fyrir bestu að báðir foreldrar vinni og skipti með sér ábyrgð heimafyrir. Eins má sjá af könnuninni að karlar eru í auknum mæli að vakna til vitundar, þó hægt gangi, og taka virkari þátt í heimilishaldi.“ Gísli Hrafn segir niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mikið mæði á íslensku fjölskyldu- fólki: „Í viðtölunum var sérstaklega áberandi að fólk er sífellt að streða við að samþætta starfsframa og fjölskyldulíf. Margir nefna sveigjanleika sem lausnarorð: það skiptir máli að geta fengið hlé frá vinnu ef þarf að sinna fjölskyldu- málum, en hins vegar bjargar sveigjanleiki fólki ekki frá því að þurfa að ljúka verkefnum sínum. Raunar getur sveigjanleikinnverið álagsaukandi því um leið reynist fólk alltaf vera ‘í vinnunni’, með kveikt á símanum öllum stundum,“ segir Gísli Hrafn. „Samvinna heimafyrir virðist skipta sköpum þegar fólk samþættir atvinnu og heimili. Er áhugavert að skoða það í ljósi þess að rannsóknir benda til að karlar sem taka fæðingarorlof reynast sinna meira uppeldi og umönnun barna sinna eftirleiðis.“ Gísli Hrafn flytur fyrirlestur sinn í Norræna húsinu kl. 12.15. Fyrirlesturinn, eins og aðrir í fyrirlestraröð Rannsóknarstofu í kvenna og kynjafræðum er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kynjafræði | Rannsókn um hvernig Íslendingar samþætta frama og fjölskyldulíf Jafnvægi vinnu og fjölskyldu  Gísli Hrafn Atlason fæddist í Reykjavík 1974. Hann lauk stúd- entsprófi frá MS 1994 og B.A. prófi í mann- fræði frá Há- skóla Íslands 1999. Gísli legg- ur nú stund á meistaranám í mann- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla. Gísli Hrafn hefur fengist við rannsóknarstörf og kennslustörf. Hann er ráðskona í karlahópi Feiministafélags Íslands. Gísli á eina dóttur og eina stjúpdóttur en sambýliskona hans er Ingibjörg Stefánsdóttir verkefnastjóri. HÉR halda þær Emma Dodson og Alexandra Dages, starfsmenn hjá Christiés uppboðshaldaranum, á verkinu Angel Fernández de Soto eftir Pablo Picasso. Verkið, sem Picasso málaði árið 1903, hefur nú komist í fréttirnar vegna deilu um eignarrétt á því. Listaverkasjóði breska tónskálds- ins Andrew Lloyd Webber hefur nú verið meinað að selja verkið, sem talið er allt að fjögur þúsund millj- óna króna virði, þar sem Þjóðverji nokkur, Julius Schoeps, segist eiga verkið. Schoeps er erfingi ónefnds bankamanns af Gyðingaættum sem hann segir hafa verið neyddan til að selja verkið árið 1934 vegna ofsókna nasista. Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að ekki verði af fyrirhug- uðu uppboði á verkinu í dag, bíða verði þar til dómur hefur úrskurðað um málið. Reuters Deilt um eignaréttinn að Picasso-verki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.