Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 39 Atvinnuauglýsingar Grunnskólinn á Hellu auglýsir! Kennarar Forfallakennara vantar til starfa við Grunnskól- ann á Hellu. Helstu kennslugreinar: Öll almenn kennsla m.a. íslenska, stærðfræði og enska. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um skólann má nálgast á heima- síðu skólans http://hella.ismennt.is Vinsamlegast hafið samband við undirritaða og fáið upplýsingar um kjör og aðstöðu. Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri í símum 487 5441/894 8422, Steinar Tómasson aðstoðarskólastjóri í símum 487 5442/845 5893. Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Tangarhöfði – hagstæð leiga Glæsilegt 200 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð til leigu. Skiptist í rúmgott anddyri, 7 herbergi með parketgólfi, fundar- og eldhúsaðstöðu, geymslu og snyrtingu. Uppl. í símum 562 6633 og 693 4161. Til sölu Hringstigi til sölu Tilboð óskast í þennan sérsmíðaða hringstiga til flutnings. Stiginn nær þremur hæðum, ca 7 m hæð og radíus ca 2,2 m. Nánari upplýsingar veitir Aron í s. 861 3889. Tilboð/Útboð Óskað er eftir tilboðum í verkið: Kjalarnes, aðfærsla að Melavöllum Verkið felst í lagningu 4,5 km stofnlagnar hitaveitu og vatnsveitu frá Grundarfirði á Kjalarnesi að Melavöllum. Helstu magntölur eru: Skurðlengd 4.500 m Hitaveitulagnir 4.410 m Kaldavatnslagnir 4.170 m Verkinu skal lokið fyrir 1. maí 2007. Útboðsgögn verða seld frá og með þriðjudeginum 7. nóvember, hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð útboðsgagna er 5.000 kr. Tilboð verða opnuð á sama stað, í fundarsal á 3.hæð, vesturhúsi, miðvikudaginn 15. nóvember 2006 kl. 11:00. OR 2006/53 Útboð Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 7000 www.or.is/utbodTilkynningar Sveinspróf í bíliðngreinum Umsóknarfrestur vegna þátttöku í sveinsprófi 2. febrúar 2007 í bifvélavirkjun rennur út þann 8. desember nk. Fyrirvari er gerður um næga þátttöku. Umsóknareyðublöð fást hjá Fræðslumiðstöð bílgreina hf., Gylfaflöt 19, Reykjavík. Jafnframt ber að skila umsóknum ásamt fylgi- gögnum þangað og greiða tilskilin gjöld í síð- asta lagi 8. desember nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 586 1050. BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýtt deili- skipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi og tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Reitir 1.116 og 1.115.3, Slippa- og Ellingsenreitur. Með vísan til úrskurðar þar sem deiliskipulag Ellingsensreits var fellt úr gildi hefur nú verið unnin ný tillaga sem afmarkast af nýrri Mýrargötu til suð- urs, Grandagarði til vesturs, hafnarbakka til norðurs og Tryggvagötu til austurs, þar sem Ellingsenreitur og Slippareitur hafa verið sameinaðir í einn reit, Slippa- og Ellingsenreit. Deiliskipulagið er unnið í samræmi við forsendur og markmið rammaskipulags fyrir Mýrargötu og Slippasvæði. Gert er ráð fyrir að nýbyggingar verði almennt fjórar hæðir með eða án kjallara. Þó eru hærri hús vestast á reitnum á lóðunum Grandagarði 2 (Ellingsen) og Mýrargötu 26, en þau geta orðið allt að sjö hæðir auk bílgeymslum í kjall- ara. Bílageymslur eru fyrirhugaðar undir íbúðarhús- um og görðum þeirra, þær eru allar á lóðum og í einkaeign. Ekki er gert ráð fyrir íbúðarbyggingum á byggingarreitum meðfram sjó og ekki verður heim- ilt að koma fyrir íbúðum á efri hæðum bygginga á hafnarsvæðum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Reitur 1.140.4, Landsímareitur. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.140.4, Landsímareit sem afmarkast af Thorvaldsensstræti, Vallarstræti, Aðalstræti og Kirkjustræti. Breytingin felst í því að hækka þakkant Aðalstrætis 11 um 1,2 metra og að leyft verði að setja lyftu á sunnanverða bygginguna með anddyri á fyrstu hæð. Heildarstækkun verður um 10,5 m². Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 8. nóv. til og með 20. desember 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www. skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfull- trúa) eigi síðar en 20. desember 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 8. nóv. 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 9187110881/2 I.O.O.F. 18  1871188  9.O* I.O.O.F. 7  1871187½  II.*  GLITNIR 6006110819 I  HELGAFELL 6006110819 VI  Njörður 6006110819 III Fjárfestar einstakt tækifæri Leita að fjárfestum sem áhuga hafa á að koma sem hluthafar í nýtt arðbært félag í ferða- mannaþjónustu hér á landi og erlendis. Gæti orðið mjög spennandi og skemmtilegur rekstur ásamt góðum atvinnumöguleika. Þuríður Halldórsdóttir hdl., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. S. 551 7280 thuridurkh@islandia.is Ýmislegt Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 UNDIRRITAÐIR forystumenn í stjórnmálum ungs fólks lýsa von- brigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokkn- um að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í til- raunum sínum til að auka fylgi flokks síns, segir í yfirlýsingu sem Morg- unblaðinu hefur borist. „Þannig popúlískur málflutningur er meiðandi gagnvart hópi Íslend- inga og stuðlar að sundrungu í sam- félaginu. Popúlismi sem þessi marg- faldar hættuna á því að þau meintu vandamál, sem Magnús Þór Haf- steinsson og Jón Magnússon sjá fyr- ir sér, verði að veruleika í íslensku samfélagi. Mikilvægi þess að spyrna fótum gegn þessum málflutningi verður því ekki ofmælt. Ofsinn og orðfærið sem einkennir málflutning Magnúsar Þórs og Jóns er bersýnilega til þess eins ætlaður að kalla fram ótta og reiði í hugum kjósenda. Nægir þar að nefna fjar- stæðukenndan hræðsluáróður Jóns Magnússonar í viðtali í Silfri Egils á sunnudag og málflutningur Magnús- ar Þórs Hafsteinssonar að verið sé að „kaffæra íslensku þjóðina“ í frjálsu flæði vinnuafls. Þessi mál- flutningur er ekki yfirvegaður, ekki öfgalaus og ekki byggður á rökum. Þau álitamál sem snúa að þjóðinni varðandi aukinn áhuga útlendinga til að starfa á Íslandi, og sívaxandi fjölda fólks sem ákveður að ganga inn í íslenskt samfélag, eiga ekkert skylt við þær rakalausu upphrópanir sem Magnús Þór og Jón hafa uppi. Í stað þess að stuðla að klofningi milli Íslendinga af ólíkum uppruna ber stjórnmálaflokkum, og öðrum þátt- takendum í stefnumótun, að stuðla að því að hér þróist áfram samfélag þar sem fólk er boðið velkomið, en sé ekki hafnað á grundvelli pólitísks po- púlisma, hræðsluáróðurs eða for- dóma. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálaflokkar haldi áfram að byggja stefnu sína í málefnum inn- flytjenda á því skynsamlega sjónar- miði að hér á landi geti menn lært og starfað, þrifist og dafnað, óháð því hver sé þeirra uppruni. Agnar Freyr Helgason, ritstjóri Veftritsins, Andri Heiðar Kristinsson, for- maður Vöku, Ásgeir Runólfsson, framkvæmda- stjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands, Auður Lilja Erlingsdóttur, for- maður Ungra vinstri grænna, Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Drífa Kristín Sigurðardóttir, rit- stjóri Deiglunnar, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar, Eva María Hilmarsdóttir, formað- ur Röskvu, Friðbjörn Orri Ketilsson, formað- ur Frjálshyggjufélagsins, Helga Tryggvadóttir, ritstjóri Veftritsins, Jakob Hrafnsson, formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna, Magnús Már Guðmundsson, for- maður Ungra jafnaðarmanna, Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku í stúdentaráði Háskóla Ís- lands, Þórlindur Kjartansson, ritsjóri Deiglunnar.“ Yfirlýsing forystumanna ungs fólks í stjórnmálum um umræðu um innflytjendur UMHVERFIS- og ferðamálanefnd Kjósarhrepps lýsir yfir undrun sinni á ítrekuðum fréttaflutningi af fyrir- huguðum verksmiðjubyggingum á Grundartanga í Hvalfirði. Mótmælir nefndin fyrirhuguðum framkvæmdum og hvetur fólk, á þessu svæði sem og annars staðar, til að taka höndum saman og stöðva þessa slæmu þróun. Þetta kemur fram í ályktun sem nefndin sam- þykkti á fundi sínum nýverið. „Með því að gera einn fallegasta fjörð landsins að allsherjar iðnaðar- svæði er verið að taka óþarfa áhættu á röskun dýralífs, flóru og mannlífs á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Mótmæla fyrirhug- uðum fram- kvæmdum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.