Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gylfi Gröndalrithöfundur
fæddist í Reykjavík
17. apríl 1936. Hann
lést á heimili sínu
29. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigurður
B. Gröndal, veit-
ingamaður og rit-
höfundur, og Mikk-
elína Sveinsdóttir
Gröndal húsmóðir.
Systkini hans eru
Benedikt, fyrrv.
ráðherra og sendi-
herra, f. 7. júlí 1924, Sigurlaug,
fyrrv. læknafulltrúi, f. 8. maí 1926,
Halldór, fyrrv. sóknarprestur, f.
15. október 1927, Ragnar, fyrrv.
verslunarmaður, f. 17. júlí 1929,
Þórir, framkvæmdastjóri og ræð-
ismaður, f. 8. maí 1932, og Ragn-
heiður, fyrrv. læknafulltrúi, f. 20.
september 1934.
Gylfi kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Þórönnu Tóm-
asdóttur Gröndal 30. apríl 1966,
íslenskufræðingi og framhalds-
skólakennara. Foreldrar hennar
voru Tómas Gíslason, rafvirki og
Gerður Magnúsdóttir, kennari.
Börn Gylfa og Þórönnu eru: 1)
hann ljóð sín í skólablöðum og
bókmenntatímaritum og einnig í
Ljóðum ungra skálda sem Magnús
Ásgeirsson gaf út og Árbók skálda
sem Kristján Karlsson annaðist.
Hann gaf út alls sjö ljóðabækur og
ljóð eftir hann hafa verið valin í
kvæðasöfn. Ljóðabækur hans
heita Náttfiðrildi, Draumljóð um
vetur, Döggslóð, Hernámsljóð, Ei-
líft andartak, Undir hælinn lagt og
Eitt vor enn? Gylfi sendi frá sér
um 30 ævisögur og viðtalsbækur.
Sjö af bókum hans fjalla um ævi
kvenna, ekki síst þeirra sem voru
á undan samtíð sinni í jafnrétt-
ismálum, eins og Ástu Árnadóttur
málara, Helgu M. Níelsdóttur ljós-
móður og Jóhönnu Egilsdóttur
verkalýðsforingja. Hann ritaði
sögu þriggja fyrstu forseta lýð-
veldisins, Sveins Björnssonar, Ás-
geirs Ásgeirssonar og Kristjáns
Eldjárns auk fjölda annarra
merkra Íslendinga. Gylfi hlaut
fjöldamargar viðurkenningar um
ævina. Hann var m.a. tilnefndur til
íslensku bókmenntaverðlaunanna
árið 2001 fyrir bók sínar um Stein
Steinar, kjörinn eldhugi Rót-
arýklúbbs Kópavogs 2001, valinn
heiðurslistamaður Kópavogs 2003
og hlaut Steininn, viðurkenningu
Ritlistarhóps Kópavogs, árið 2005.
Útför Gylfa verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Gerður Gröndal, lyf-
og gigtarlæknir,
maki Þórður Þórð-
arson lögmaður,
barn þeirra Sigríður
Þóra; 2) Sigríður
Gröndal viðskipta-
fræðingur, maki Ing-
ólfur Bender hag-
fræðingur, dætur
þeirra Þóranna Dís
og óskírt stúlkubarn
og 3) Gylfi Freyr
Gröndal stjórnmála-
fræðingur. Þá átti
Gylfi son af fyrra
hjónabandi, 4) Jóhann Gröndal,
starfsmann hjá Ásgarði. Gylfi lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1957 og
lagði stund á nám í íslenskum
fræðum við Háskóla Íslands. Hann
starfaði við blaðamennsku í rúm
þrjátíu ár og var lengst af ritstjóri
en stundaði sjálfstæð ritstörf síð-
ustu árin. Gylfi var virkur í Rót-
arýklúbbi Kópavogs um árabil og
var forseti klúbbsins 2005–2006.
Hann átti sæti í stjórn Bókasafns
Kópavogs 1978–1986 og Héraðs-
kjalasafns Kópavogs 2001–2005.
Gylfi fékkst við ljóðagerð frá
unga aldri. Á skólaárum birti
Andlát vinar míns og mágs Gylfa
Gröndal kom ekki á óvart. Hann
hafði um nær tveggja ára skeið barist
við örðugan sjúkdóm sem að lokum
lagði hann að velli. Ég kynntist Gylfa
fyrst fyrir rúmum 45 árum. Hann var
þá nýtekinn við ritstjórn vikublaðs-
ins Fálkans og réð mig sem blaða-
mann. Blaðið var að jafnaði um 40
bls. í stóru broti og það var verk okk-
ar Gylfa að sjá um að það kæmi út.
Sannast sagna skrifuðum við sjálfir
oftast nær allt blaðið, lítið var keypt
af efni og markmiðið var aðeins eitt:
blaðið varð að vera læsilegt svo að
það seldist, annars fengjum við ekki
kaupið okkar. Það var ekki aðeins að
Gylfi semdi sjálfur efni og þýddi
heldur braut hann blaðið um sjálfur,
teiknaði upp hverja blaðsíðu og lagði
fyrir prentarana. Gylfa fórst rit-
stjórnin ákaflega vel. Honum féll
sjaldnast verk úr hendi og hann var
laginn við að fá menn til að vinna fyr-
ir sig, og gat þá verið svolítið ýtinn.
Hann var jafnlyndur og þolinmóður,
skipti nær aldrei skapi og honum
reyndist létt að umgangast annað
fólk, sjá bestu hliðarnar og draga
fram kosti manna. En því fór fjarri að
Gylfi væri skaplaus maður, undir
niðri gat honum á stundum orðið
heitt í hamsi, hann var tilfinninga-
maður og ef hann reiddist mönnum
mundu þeir það ævalengi. Mannkost-
ir hans dugðu honum vel í annríku
starfi blaðamanns, fyrst á vikublaði
síðan á dagblaði, því að eftir að Gylfi
lét af störfum við Fálkann tók hann
við ritstjórn Alþýðublaðsins og tókst
á skömmum tíma að gera það svo vel
úr garði að eftir var tekið og höfðu þó
engir aukvisar starfað þar áður sem
ritstjórar. Það þurfti meira en jafn-
aðargeð á þessum árum til að stjórna
pólitísku dagblaði; á hverjum degi
dundi á ritstjórum margs konar
kvabb flokksmanna og annarra og
öllum þurfti að sýna alúð og tillits-
semi. Þetta tókst Gylfa mjög vel en
eins og fleiri blaðamenn dagblaða
þreyttist hann á sífelldum barningi
og þrasi og sneri sér brátt aftur að
ritstjórn vikublaðs og að þessu sinni
Vikunni og síðar Samvinnunni, þar
sem gafst betra tóm til annarra rit-
starfa.
Gylfi átti sér hauk í horni, sjálfa
ljóðlistina. Hann hafði þegar á
menntaskólaárum sínum birt ljóð í
Árbók ungra skálda og hafði þar sýnt
mikil og góð tilþrif. Á sjötta áratugn-
um var mannshöfuðið „nokkuð
þungt“ svo að gripið sé til orða Sig-
fúsar Daðasonar, en „Brussan – ella“
átti þó til að svissa sér í „Spánýja
Rússskinns Skó“ og slá um sig „Bera
– líni“ en ljóðagerð var – þrátt fyrir
gamansama orðaleiki Jónasar Svaf-
árs sem vitnað var í hér að ofan – al-
vörumál og fáir gátu leyft sér þann
munað að helga sig einvörðungu ljóð-
listinni og Gylfi gaf ekki út sína
fyrstu ljóðabók fyrr en 1975, þá nær
fertugur að aldri. Síðan rak hver
ljóðabókin aðra og alls urðu þær átta.
Gylfa var mjög lagið að geta í örfáum
dráttum töfrað fram hið gullna and-
artak, hann var framar öllu skáld til-
finninga. Þetta kemur skýrast fram í
síðustu bók hans og jafnframt hans
bestu bók, Eitt vor enn, þar sem
hann sýnir lesandanum í glöggum
meitluðum myndum inn í biðsal
dauðans og glímuna við finngálkn
krabbameinsins.
Önnur ritstörf kölluðu og á hann.
Hann tók að semja ævisögur, fyrst
erlendra manna en sneri sér síðan að
samlöndum sínum. Honum féll sú
vinna vel, var vakinn og sofinn við
heimildaöflun og kunni að velja úr
þeim og gera úr merkisbækur. Þar
má nefna ævisögur forsetanna
þriggja, Sveins Björnssonar, Ásgeirs
Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns,
en bókin hans um Stein Steinarr er
þó stórvirki hans á þessu sviði. Bæði
var það efnið var honum hugleikið og
hann dáði skáldskap Steins og mundi
hann sjálfan í lifanda lífi.
Gylfi giftist systur minni Þórönnu
1966; hann reyndist fjölskyldu minni
afar vel og foreldrum mínum var
hann sem besti sonur. Hann sá að
vísu vel galla frænda minna sem töl-
uðu helst ekki um annað en bækur og
drukku of mikið brennivín, en hann
hafði einstakt lag á að breiða yfir
bresti þeirra og gera gott úr öllu. Um
Gylfa má þau orð hafa sem sagt er
um helgan mann í fornu riti, að fjöl-
skylda hans og vinir sóttu til hans
fulltingi gæsku og hann leysti jafnan
úr vanda þeirra. Við hefðum viljað
eiga lengri dag með honum; eftir lifir
minningin um vandaðan mann – og
svo hinn síkviki tregi.
Sverrir Tómasson.
Mætur drengur hefur kvatt þenn-
an heim eftir snarpa baráttu við ill-
vígan sjúkdóm, krabbamein. Mörg-
um vinum hans komu þessi tíðindi
ekki að óvörum. Hann deildi með
okkur raunum sínum og þrautum á
óvenjulegan hátt, greindi frá tilfinn-
ingum sínum og fjölskyldunnar í við-
tölum við fjölmiðla og það sem merk-
ast var, hann gaf út ljóðabókina „Eitt
vor enn“ um sjúkdómsbarráttu sína.
Þar lýsir hann af mikilli næmi frá-
bærri skynjun á stöðu sinni og um-
hverfi, einnig eru þar hugleiðingar og
mat á lífi og dauða.
Í bókinni segir m.a.
Yfirgef mig ekki
ákafa þrá
himinhrópandi löngun
til að lifa
eitt vor enn
eitt vor enn
Við Gylfi vorum í góðu vinfengi til
margra ára, grannar í Suðurhlíðun-
um, samherjar í pólitík og Rótarý-
félagar. Mæður okkar voru auk þess
báðar Önfirðingar. Á vikulegum Rót-
arýfundum eflast vinabönd, spjallað
er um alla heima og geima. Hugur
minn hvarflar til langferðar á slóðir
Vestur-Íslendinga í hittifyrra. Í þess-
um góða Rótarýhópi lagði Gylfi mikið
lið. Fróðleiksþorsti í bland við mikla
vitneskju, hlýja og glaðvær nálægð
voru eigindir hans. Nú telur maður
sér til tekna síðdegisstund í þessari
mögnuðu ferð með þeim ágætu hjón-
um, Þórönnu og Gylfa, en hún hefur
stutt hann og leitt af fádæma dug frá
fyrsta degi sjúkdómsins svo og allir
afkomendur hans.
Líklega liggja sterkustu tengsl
okkar þó í gegnum ljóð. Við vorum
sjö félagar úr Rótarýklúbbnum sem
hittumst mánaðarlega á vetrum á
heimilum hver annars, lásum ljóð og
skýrðum þau. Þær stundir voru dýr-
mætar, fræðandi og innihaldsríkar.
Þar lagði Gylfi mikið til mála á sinn
hógværa hátt, enda hafði hann yfir-
burða þekkingu og skilning á ljóð-
máli. Gylfi gaf út átta ljóðabækur,
skrifaði fjöldann allan af ævisögum
og fræðiritum. Nægir þar að nefna
tveggja binda verðlaunaritverk um
Stein Steinar í því skyni.
Ég þakka gengin spor, umhverfið
er snauðara. Samhentri fjölskyldu
vottum við hjónin dýpstu samúð.
Drottinn gef þú dánum ró,
hinum líkn er lifa.
Kristján Guðmundsson.
Samstarf okkar Gylfa Gröndal
hófst árið 1989 þegar hann skrifaði
fyrir mig bókina Dúfa töframannsins,
söguna af Katrínu Hrefnu, yngstu
dóttur Einars Benediktssonar skálds.
Samstarf okkar hélst alla tíð síðan og
síðasta bókin, ljóðabókin Eitt vor enn,
kom út síðastliðið ár.
Sú verður að teljast tímamótaverk
hjá Gylfa í ýmsum skilningi. Hún er
ort í kringum þá reynslu að hann
greindist með ólæknandi sjúkdóm
sem nú hefur haft yfirhöndina. Í þess-
ari bók sýnir Gylfi óhikað inn í sína
innstu kviku. Það hafði hann alltaf
varast enda hlédrægur maður og
feiminn að eðlisfari. Gylfi barði sér
aldrei á brjóst né ometnaðist af verk-
um sínum. Hann var afar viðkvæmur
maður og dagfarsprúður en langt í frá
skaplaus.
Á samstarf okkar bar aldrei skugga
og aldrei kastaðist í kekki milli okkar
sem væri þó ekkert óeðlilegt í náinni
útgáfusamvinnu til margra ára. Gylfi
var fagmaður fram í fingurgóma og
mjög agaður í öllum vinnubrögðum,
vinna útgefandans við verk hans í al-
gjöru lágmarki. Það var helst að það
þyrfti að stappa í hann stálinu þegar
bækur hans komu út. En á þeim
stundum kom viðkvæmni hans glöggt
fram.
Gylfi naut aldrei sérstakrar hylli
hjá þeim sem helst hafa haft atvinnu
af að fjalla um bókmenntir. Hann til-
heyrði engri klíku heldur vann sín
störf í hljóði. Það voru aldrei barðar
bumbur honum til heiðurs en ég full-
yrði að hann var mun merkari höf-
undur en ýmsir hafa viljað viður-
kenna. En Gylfi var fyrst og fremst
afar góður og vandaður drengur sem
mátti ekki vamm sitt vita og um það
vitnuðu vinnubrögð hans öll og fas.
Jóhann Páll Valdimarsson.
Nafn Gylfa Gröndals heyrði ég
fyrst strákur um fermingu í tengslum
við Ljóð ungra skálda, en kynni okkar
hófust fyrir meira en fjörutíu árum
þegar ég var árlangt blaðamaður við
Alþýðublaðið, en hann ritstjóri inn-
blaðsins. Blaðamennska, ritstjórn og
fjölbreytt ritstörf urðu atvinna hans
og ævistarf. Afköstin voru mikil og
allt sem hann skrifaði var ljóst og til-
gerðarlaust – alþýðlegt í besta lagi
eins og hann var sjálfur í dagfari og
viðkynningu og ekki þurfti hann að
kvarta yfir því að bækur hans væru
ekki lesnar. Ævisögur hans og minn-
ingabækur, margar byggðar á viðtöl-
um við þekkta Íslendinga, karla og
konur, nutu vinsælda og stóðu stund-
um hátt á sölulistum. Af þeim hygg ég
að Gylfi hafi unnið af mestum metnaði
að bókunum um Stein Steinarr og
lagt mesta ást á það viðfangsefni enda
mat hann Stein um önnur skáld fram.
Ljóðagerð Gylfa var saga fyrir sig
og ég þykist fara nærri um að hún
hafi staðið hjarta hans nær en þau
skrif hans sem ætla má að fleiri hafi
lesið og meira bar á. Því hélt ég fram
án andmæla af hans hálfu þegar hon-
um var sýndur heiðurs- og viðurkenn-
ingarvottur á samkomu sem Ritlist-
arhópur Kópavogs og bæjarfélagið
héldu honum fyrir tæpu ári þegar út
var komin sú ljóðabók hans sem að
mínu áliti ber samfelldastan heildar-
svip og er þeirra áhrifamest. Það er
ljóðaflokkurinn „Eitt vor enn?“ sem
lýsir sálarstríði hans og reynslu,
kvíða og lífsvon andspænis þeim vá-
gesti sem kvaddi dyra hjá Gylfa fyrir
nokkrum misserum og örvænt var um
að hann gæti varist til lengdar. Það er
vandþræddur vegur að yrkja um svo
nærgöngular tilfinningar, en það varð
Gylfa ekki að falli, heldur snerist upp í
mesta ljóðsigur hans.
Gylfa Gröndal átti ég gott að gjalda
fyrir vinsemd og velvild í minn garð.
Við áttum sameiginleg áhugamál,
störfuðum á svipuðum vettvangi,
höfðum um margt lík viðhorf, mætt-
umst oft á sömu slóðum og höfðum
lengi átt heima í sama sveitarfélagi.
Stutt var á milli okkar þegar annar
starfaði við útvarpið á Skúlagötu 4, en
hinn ritstýrði Samvinnunni á Sölv-
hólsgötu. Þá bað hann mig stundum
um efni til birtingar, braut textann
fallega um og myndskreytti, því að
ritstjórinn var þaulvanur maður, nat-
inn og smekkvís og lét sér annt um
fráganginn. Það vinarbragð þótti mér
vænt um.
Ég sem fyrstur set nafn mitt undir
þessi orð hafði lengri kynni af Gylfa
Gröndal en Hilmar Björgvinsson, for-
maður stjórnar Héraðsskjalasafns
Kópavogs, og Hrafn Sveinbjarnarson
héraðsskjalavörður. En allir viljum
við votta Gylfa þakkir fyrir ánægju-
legt samstarf í stjórn þeirrar stofn-
unar og ástvinum hans samúð á útfar-
ardegi. Samstarfið er á enda, en
meðan það stóð bárum við hag safns-
ins fyrir brjósti og vildum að það yrði
ekki aðeins skjalageymsla bæjarins í
þröngri merkingu, heldur lifandi
fræða- og menningarsetur. Vonandi
rætist sá draumur. Í þeim efnum
strandaði ekki á Gylfa sem af eigin
reynslu var ljóst gildi heimilda, hafði
metnað og var tillögugóður. Margar
glaðar stundir áttum við með honum
sem geymast í minni.
Hjörtur Pálsson,
Hilmar Björgvinsson,
Hrafn Sveinbjarnarson.
Ungur getur maður allt, kann flest,
veit margt. Og sem stráklingar komn-
ir á efri ár lítum við nú yfir farinn veg
til að meta þær væntingar og þau lof-
orð, sem gefin voru á þessum forsend-
um.
Unglingurinn Gylfi hafði flest.
Hann var námsmaður með ágætum,
framagjarn og lesinn vel, með sér-
staka tilfinningu fyrir orðum – í sam-
hengi sem án. En hann var líka gleð-
innar maður með gítar um öxl,
trúbador, sem flutti frumsamin gam-
anmál í góðum hópi, ætíð velkominn
og hvers manns hugljúfi. Og í kvist-
herberginu hans Gylfa svifu andarnir
stundum æði frjálslega, þá var loft
mettað af djúpri speki og græskulaus-
um galsa.
Í okkar gamla vinahópi hvarflaði
aldrei að nokkrum manni annað en að
ævistarf Gylfa yrði á sviði orðins.
Ljóðið var frá upphafi hans eftirlætis
tjáningarform, en hann var sannar-
lega enginn aukvisi heldur á hálu svelli
prósans, og einhvern veginn gólu
nornirnar honum þau örlög frekar,
hvað sem annars kann að koma í ljós
þegar færi gefst til að líta yfir ritstörf
hans öll.
Látum fagmenn um að staðsetja
Gylfa á víðáttum íslenzkra bók-
mennta. En gamlir vinir og félagar
minnast og mæra að leiðarlokum hæfi-
leika hans, tryggð og vináttu.
Hrafnkell Thorlacius,
Jón Einar Jakobsson,
Ólafur Gíslason.
Gylfi var yngstur sjö systkina,
barna hjónanna Mikkelínu og Sigurð-
ar B. Gröndal. Ég kynntist þessum
drengskaparmanni þegar hann var að-
eins 18 ára gamall og alla tíð síðan hefi
ég metið hann mikils. Hjá honum fóru
saman hógværð, tillitssemi og góðar
gáfur. Ljóðabækur hans og ævisögur
eru gott dæmi um þessa eiginleika
hans. Með þeim hefur hann reist sér
minnisvarða sem mun lifa um ókomna
tíð.
Með eiginkonu sinni, Þórönnu Tóm-
asdóttur Gröndal, eignaðist Gylfi þrjú
börn og bera þau foreldrum sínum
fagurt vitni hvað varðar hlýju og
mannkosti. Gylfi átti einnig einn son
frá fyrra hjónabandi. Það var sérstak-
lega ánægjulegt að fylgjast með hvað
þau hjónin voru samrýnd og máttu
helst ekki hvort af öðru sjá. Á þetta
reyndi ekki síst þegar Gylfi veiktist.
Þóranna og börnin þeirra hjúkruðu
honum af einstakri alúð og kærleika.
Við Systa sendum þér, Þóranna,
börnum ykkar, mökum þeirra og
börnum, innilegar samúðarkveðjur.
Megi minningin um Gylfa ykkar veita
huggun harmi gegn. „Gylfi á söguna
stutta en göfuga.“
Birgir Þorgilsson.
Enn og aftur erum við minnt á það
hversu hratt tíminn líður. Ég var ung-
lingur þegar ég kom í fyrsta skipti inn
á heimili Gylfa og Þórönnu með Gerði
vinkonu minni, elstu dóttur þeirra.
Heimsóknirnar urðu margar, oft lang-
ar og gestrisnin var takmarkalaus.
Gylfi hafði vinnuaðstöðu sína heima,
hann sat við skriftir og árangurinn er
öllum kunnur. Aldrei fann ég fyrir því
að við trufluðum vinnufrið hans þó
ýmislegt hafi verið brallað á þessum
árum. Hann tók okkur alltaf fagnandi.
Aldrei síðar hefur ristað brauð og
heitt kakó bragðast eins vel og verið
eins styrkjandi og framreitt af Gylfa
Gylfi Gröndal