Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 35
til svangra námsmeyja sem sátu yfir
heimaverkefnum. Hann hvatti okkur
áfram í náminu og lá aldrei á liði sínu
við að aðstoða þegar þess var þörf.
Íslenska var hans hjartans mál og
ábendingar frá honum við gerð ís-
lenskuritgerða voru gulls ígildi.
Hann var einstaklega ljúfur og hlýr
maður, réttsýnn og fróður með ein-
dæmum. Á mikilvægum mótunarár-
um var gott að kynnast manni eins
og Gylfa. Vegna búsetu minnar er-
lendis síðasta áratuginn hitti ég
Gylfa sjaldnar. Kynnin héldust þó og
hann fylgdist með lífi og störfum
vina Gerðar úr fjarlægð. Fjölskyldan
var Gylfa allt og ekkert var of gott
fyrir Þórönnu og börnin. Fyrir
tveimur árum greindist Gylfi með
krabbamein í briskirtli. Við tók
ströng meðferð sem ég veit var hon-
um erfið. Fjölskyldan sýndi einstak-
an styrk og studdi hann á allan hátt.
Sjálfum sér samkvæmur hafði hann
dauðveikur mestar áhyggjur af því
hvernig Þórönnu liði. Hann barðist
æðrulaus við örþreyttan líkamann
þar til yfir lauk og kvaddi að lokum
heima á Hlíðarveginum með sína
nánustu hjá sér. Kæru Þóranna,
Gerdur, Sigga og Gylfi, orð mega sín
lítils en megi minningin um einstak-
an mann milda sorgina og sefa sökn-
uðinn.
Helga Guðmundsdóttir.
Kveðja frá
Rótarýklúbbi Kópavogs
Félagi okkar og vinur, Gylfi Grön-
dal rithöfundur, er látinn langt um
aldur fram eftir hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm. Gylfi var ein-
lægur rótarýfélagi og tók virkan þátt
í störfum og stefnumálum hreyfing-
arinnar. Hann gegndi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir Rótarýklúbb
Kópavogs, síðast sem forseti starfs-
árið 2005–2006. Til hans var oft leitað
þegar semja þurfti eða ganga frá
texta í bundnu eða óbundnu máli við
hátíðleg tækifæri í klúbbnum okkar.
Gylfi var þjóðþekktur fyrir ritstörf
sín og hlaut margar viðurkenningar.
Hér skal aðeins fátt eitt nefnt sem
tengist Kópavogi. Hann var útnefnd-
ur heiðurslistamaður Kópavogs,
Eldhugi Kópavogs og hlaut Steininn,
viðurkenningu Ritlistarhóps Kópa-
vogs.
Hvers vegna var ég ekki ákafari
í aðdáun minni og yndi
á meðan þess naut við?
(Eitt vor enn?)
Þannig spurði Gylfi í orðastað
allra þeirra sem skynja til fullnustu
hvað lífið er dýrmætt. Ljóðabókin
„Eitt vor enn?“ er í senn óður hans til
lífsins og hinsta kveðja þessa góða og
hrifnæma drengs. Þar eru strengir
hörpunnar slegnir af því ljóðræna
listfengi sem Gylfi átti í svo ríkum
mæli og tónninn er bæði einlægur og
sannur. Einmitt þannig birtist Gylfi
okkur félögunum, heilsteyptur og
hlýr og ákaflega háttvís. Það var
mannbætandi að vera nálægt honum
og skemmtilegt að heyra þegar hann
miðlaði okkur af þekkingu sinni á
listinni og kynnum sínum af eftir-
minnilegu og litríku fólki. Allt var
það borið fram af sjóði hjartans af
næmi og mannskilningi. Og yljað
hlýrri og græskulausri kímni.
Hugur okkar og hluttekning er
hjá Þórönnu konunni í lífi hans og
fjölskyldunni allri. Megi minningin
um góðan dreng efla þau og styrkja
og trúin sem hann sjálfur vitnar um
varða leiðina framundan.
Við byggjum allt
á bjarginu
sem opnaði gröf Krists
Án upprisu: engin trú
án trúar: ekkert líf.
(Eitt vor enn?)
F.h. Rótarýklúbbs Kópavogs
Þórir Ólafsson, forseti.
Kveðja frá
Ritlistarhópi Kópavogs
Gylfi Gröndal var frá upphafi virk-
ur félagi okkar í Ritlistarhópi Kópa-
vogs. Hann las úr bókum sínum,
bæði ljóðabókum og ævisögum á
upplestrarsamkomum hópsins.
Hann kunni að flytja ljóð með sinni
hljómmiklu rödd svo unun var á að
hlýða. Það var ævinlega fagnaðarefni
þegar von var á nýrri ljóðabók frá
honum. Gylfi átti ljóð í öllum útgáfu-
bókum Ritlistarhópsins. Í þeirri síð-
ustu, Sköpun, sem kom út árið 2001
var ljóðið Griðland birtu, við málverk
Elíasar B. Halldórssonar:
Vertu mér hugur
nýi dagur
með glaða sól
við ægi
greiðan veg
og gítarhljóma
sem streyma
um æðar mínar
gleymdu mér ekki
griðland birtu
morgunljósa tíð
á milli stríða
hjá himinvatni
er værðin sterk
og blíð.
Fyrir tæpu ári, í desember 2005,
var Gylfa afhentur Steinninn, sem er
heiðursvottur Ritlistarhóps Kópa-
vogs og er það til marks um hug fé-
laganna til hans, sem persónu og
skálds. Við þá athöfn var kynnt nýj-
asta ljóðabókin hans, Eitt vor enn?
Ritlistarhópur Kópavogs þakkar
góða viðkynningu og gott samstarf og
sendir fjölskyldu Gylfa innilegar sam-
úðarkveðjur.
Við fráfall Gylfa Gröndal kom mér
fyrst í hug að þrátt fyrir langt og náið
samstarf minnist ég þess ekki að okk-
ur hafi nokkru sinni orðið sundur-
orða. Við vorum samstarfsmenn hjá
Fræðsludeild Sambands íslenskra
samvinnufélaga um margra ára skeið
og unnum mikið og náið saman. Á
þessum árum var oft hart sótt að
Sambandinu og samvinnuhreyfing-
unni, og störf okkar beggja fólust
meðal annars í því að mæta þeim
áróðri. Vissulega gat manni hitnað í
hamsi í hita baráttunnar, og skemmti-
leg var hún oft á tíðum, því er síst að
leyna. En Gylfi var þeirrar náttúru að
hann skipti aldrei skapi, og hann var
prúðmenni alveg fram í fingurgóm-
ana. Sjálfsstjórn hans var slík að í til-
finningar hans var ekki hægt að ráða.
Hann var lipur og laginn í samskipt-
um og lagði sig fram um að leysa úr
málum án átaka.
Hann tók við tímaritinu Samvinn-
unni á erfiðum tímamótum, þegar eld-
móðurinn í kringum stofnun kaup-
félaganna var kannski dálítið farinn
að dvína og hugsjónirnar ekki alveg
eins brennandi og í byrjun. En í hönd-
um hans var Samvinnan gott tímarit.
Þar skipti máli að ritstjórinn var
traustur blaðamaður og efnið, sem
hann valdi, var bæði þaulunnið og í
alla staði vandað. Þar var ekki unnið
með margumtöluðum hraða samtíma-
fjölmiðlunar, heldur af yfirvegaðri
kunnáttusemi og fagmennsku hins
þrautreynda blaðamanns.
Og máski réð þar líka úrslitum að
Gylfi var ástríðufullur unnandi ís-
lenskrar tungu. Hann var ekki bara
góður ritstjóri og höfundur margra
frábærra bóka í lausu máli, heldur
einnig mjög gott ljóðskáld. Í ljóðabók-
um hans birtist lesandanum ekki síst
takmarkalaus metnaður hans fyrir
hönd móðurmálsins. Ég er svo lán-
samur að á samstarfsárum okkar
færði hann mér gjarnan að gjöf árituð
eintök af nýútkomnum bókum sínum.
Þær eru meðal helstu dýrgripa á
heimili mínu.
Eysteinn Sigurðsson.
Fleiri minningargreinar um Gylfa
Gröndal bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga. Höf-
undar eru: Kjartan P. Kjartansson,
Tryggvi V. Líndal og Kristjón Kol-
beins.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
ANDRÉS MAGNÚSSON,
Kleppsvegi 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudag-
inn 10. nóvember kl. 11 fyrir hádegi.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess.
Svava Jónsdóttir,
Jóna Andrésdóttir, Sigurður Ingi Ingólfsson,
Edda Andrésdóttir, Stefán Ólafsson,
Gunnar Andrésson, Margrét Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Elskulegur frændi okkar,
KÁRI KÁRASON,
til heimilis á Dalbæ,
Dalvík,
verður jarðsunginn frá Stærri-Árskógskirkju laugar-
daginn 11. nóvember kl. 14:00.
Aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
sem lést þriðjudaginn 31. október, verður jarð-
sungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. nóv-
ember kl. 13.00.
Anna Jóna Óskarsdóttir, Þórir Þorsteinsson,
Auður Inga Óskarsdóttir Hansen, Bent V. Hansen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
JÓSEFÍNA ARNDÍS
ÓSKARSDÓTTIR HORNBACH
(Dísa),
lést á heimili sínu í San Francisco fimmtudaginn
2. nóvember.
Systkini og aðrir aðstandendur
hinnar látnu.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ERLA GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
áður til heimilis á Ásvegi 21,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn
10. nóvember kl. 13.30.
Antonía Lýðsdóttir, Sigurður Hermannsson,
Elín Margrét Lýðsdóttir, Atli Sturluson,
barnabörn og langömmubarn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma, dóttir og tengdadóttir,
MARÓLÍNA ARNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
(Malla),
lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi mánu-
daginn 6. nóvember.
Bogi Sigurðsson,
Sigurður Bogason, Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir,
Magnús Bogason,
Bogi Arnar Sigurðarson,
Sigurjón Andri Sigurðarson,
Þóranna Vigdís Sigurðardóttir,
Arnheiður B. Magnúsdóttir,
Elín Sigurðardóttir,
Sigurður B. Sigurðsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
RÓBERT LÁRUSSON,
Hólmgarði 25,
lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn
6. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Dóróthea S. Róbertsdóttir, Sverrir Jensson,
Jónína Róbertsdóttir, Benedikt Guðbrandsson,
Lárus Róbertsson, Harpa Karlsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hins látna.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir,
ANNA SIGURLAUG GUÐMANNSDÓTTIR,
Sunnubraut 2,
Blönduósi,
lést sunnudaginn 29. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Katrín Líndal, Jakob J. Jónsson,
Guðmann Jónasson,
barnabörn og langömmubörn,
Valdimar Guðmannsson og fjölskylda.