Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 31 MINNINGAR Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÍSLENSKIR fjárfestar keyptu á skömmum tíma mörg þekkt dönsk fyrirtæki og í kjölfarið vöknuðu spurningar. Hvernig stendur á þessu? Hvaðan koma þessir pen- ingar? Erlend lán, mikill hugur í íslensk- um fjárfestum og gott bankakerfi á Íslandi? Það verður að teljast ólík- legt að danskir fjölmiðlar fari þá leið- ina. Slíkar fréttir seljast ekki eins vel og yrðu ekki vinsælar hjá öllum Dön- um, síst hjá þjóðernissinnuðum Dön- um. Magasinet Penge Danski sjónvarpsþátturinn Magas- inet Penge birti hinn 12. des. 2005 umfjöllun um Baug Group og aðra ís- lenska fjárfesta. Áhugasamir biðu spenntir eftir þættinum en til lítils, því ekkert nýtt eða marktækt kom fram. Stórum spurningum var varp- að fram en svarað með myndum af flottum bifreiðum og glæstu líferni hinna íslensku fjárfesta. Magasinet Penge tók viðtal við manninn á bak við Baug, Jón Ásgeir Jóhannesson, og úr vopnabúrinu var dregið fram skakkt sjónarhorn myndarvélar. Að- ferð sem dregur úr trúverðugleika viðmælanda. Dagsbún og Nyhedsavisen Dagsbrún skýrði frá fyrirhugaðri út- gáfu á dönsku fréttablaði. Þetta voru miklar fréttir fyrir lesendur dag- blaða í Danmörku, en ekki síður frétt sem varðar danskra fjölmiðla og þeirra framtíð. Helstu keppinautar Nyhedsavisen hafa síðan kappkostað að birta neikvæðar fréttir um Ny- hedsavisen. Það er í sjálfu sér ekki athugunarefni, það er allavega ekki ólöglegt. Ekstra Bladet Nú seinast er Ekstra Bladet mætt á sviðið með umfjöllum um íslenska fjárfesta og bankastarfsemi. Blaðið selst í smásölu og þar skiptir öllu máli að forsíðan fangi augað. Athygli vekur að Ekstra Bladet er fyrst allra danska fjölmiðla sem kaf- ar ofan í málið með ítarlegri og kostnaðarsamri rannsókn, fjárfest- ing sem mun sennilega margborga sig fyrir Ekstra Bladet því þeir munu fjalla um málið á komandi vikum og selja ófá blöð fyrir vikið. Innihaldið í greinum Ekstra Bladet skiptir ekki öllu máli. Greinarnar eru fyrst og fremst skrifaðar með skemmtigildi í huga og þar að auki er alið á for- dómum fólks og það einfaldlega selur blöð. Ef Ekstra Bladet skýrir frá lög- brotum eða siðleysi með öruggum hætti er tekið mark á því en það virð- ist ekki vera tilfellið í umfjöllun þeirra á íslensku útrásinni. Öllum er ljóst hlutverk Ekstra Bladet og þess vegna er ekki hægt að segja að blaðið hafi brugðist sínum lesendum. Ímynd Íslendinga og hvalveiðar Fjölmargar erlendar þjóðir telja það rangt að veiða hval og hafa haft í frammi mótmæli vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Það er hægt að hunsa mótmælin eða taka upp um- ræðu en það má hins vegar ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að ímynd okkar Íslendinga er nú á viðkvæmu stigi. Er ekki óþarfi að landa og verka hval beint framan nefið á al- menningi og fjölmiðlum? Aðalbáturinn í hvalveiðiútgerðinni er Hvalur 9 en hann er svartur að lit. Það getur ekki talist heppilegt litaval á hvalveiðibát og styður einungis hugmyndir útlendinga að Íslend- ingar stunda rányrkju. Erlendir fjölmiðlar birta nú í gríð og erg fréttir um hvalveiðar Íslend- inga og nú er ímynd okkar í mótast. Það vill enginn að útlendingar líti á okkur sem tillitslaust fólki sem rænir auðlindum. Til að styðja þessa full- yrðingu gætu fjölmiðlar jafnvel beint athygli sinni að Kárahnjúkavirkjun. Sitt sýnist hverjum þegar fjölmiðlar leggja í veiðar. HANNES BERGMANN EYVINDSSON, búsettur í Danmörku. Ímynd Íslendinga Frá Hannesi Bergmann Eyvindssyni: ✝ Einar Jónssonfæddist í Ytra- Kálfskinni á Ár- skógsströnd 12. nóv- ember 1922. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 27. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Einarsson, f. 12.10. 1892, d. 21.11. 1981 og Rósa El- ísabet Stefánsdóttir, f. 12.7. 1888, d. 2.2. 1929, bændur í Kálf- skinni. Móður sína missti Einar þegar hann var á 7. ári. Seinni kona Jóns, Jóhanna Mar- grét Sveinbjarnardóttir, f. 4.12. 1893, d. 16.12. 1971, gekk Einari í móðurstað. Einar ólst upp í Kálf- skinni í hópi 6 systra og seinna bættist við einn bróðir. Systurnar eru: Brynhildur, f. 24.6. 1916, Gunnhildur, f. 24.6. 1916, látin, Helga, f. 2.2. 1921, Bergrós, f. 2.2. 1921, og Þórey, f. 30.8. 1927. Sveinn Elías, sonur Jóns og Mar- grétar, fæddist 13.1. 1932. Einar kvæntist 29. 9. 1948 Huldu Jóhannsdóttur, f. 12.4. 1927, dóttur Önnu Maríu Ein- arsdóttur, f. 6.10. 1899, d. 10.8. 1972 og Jóhanns Jóhannssonar, f. 7.6.1899, d. 15.12. 1964. Einar og Hulda eignuðust tvær dætur: a) Mar- íu, f. 2.11. 1945, maður hennar Karl Gunnar Gíslason og eiga þau tvö börn, Huldu, f. 12.1. 1969 og Karl Gunnar, f. 12.8. 1975 og b) Mar- grét, f. 17.11. 1953, maður hennar var Guðjón Erlendsson, f. 14.6. 1952, þau slitu samvistum. Synir þeirra eru Einar, f. 25.5. 1971 og Árni Þór, f. 2.10. 1980. Seinni maður Margrétar er Guð- mundur Þ. Gíslason, f. 22.10. 1945. Einar ólst upp við almenn sveitastörf, fór svo ungur að stunda sjómennsku og verka- mannastörf. 1948 réðst hann 26 ára gamall í þjónustu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og vann þar í upphafi við útivinnu ýms- skonar en fór svo í útfararþjón- ustu Kirkjugarðanna og var þar útfararstjóri mörg síðustu ár- in.Hann lét af störfum vegna ald- urs í árslok 1992. Einar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þau unnu bæði hann og hún uns holtinu var breytt í tún. Þau ristu sundur brunabörð og breyttu þeim í græna jörð. Svo kvað Davíð Stefánsson um landnemana, sem mér finnst minna nokkuð á lífshlaup Huldu og Einars. Bóndinn stakk og bóndinn hlóð, uns bærinn þar í hvammi stóð. Í þeim bæ hefur þeim vegnað vel um langa hríð og við sem til þekktum höfum dást að ástúð þeirra og elsku hvort til annars, sama á hverju gekk. Alltaf erum við óviðbúin þegar kemur að endalokum og erfitt að sætta sig við aðskilnað ástvina. Við trúum og treystum á það góða og viljum fá að halda í það sem okkur þykir vænst um, en allt hefur sín endalok, þar ræður hinn hæsti höf- uðsmiður. Nú við leiðarlok hrannast upp minningarnar allt frá bernskudögum til nútímans. Við bræður ólumst upp í 5 systra hópi og stutt á milli bæja þar sem einnig voru hópar barna og unglinga svo oft var kátt á þeim ljúfu æskudögum. Allir urðu snemma að taka til hendinni. Einar var fljótt laghentur og útsjónarsamur að leysa hin ýmsu heimilisverk þótt ekki væru áhöldin alltaf stórbrotin, þá reyndi á að geta bjargað sér. Hann fór ungur til sjós og undi sér vel á hinum ýmsu gerðum báta. Á sjómannsárum sínum gekk hann að eiga sína einstöku og mikilhæfu konu Huldu Jóhannsdóttur sem alist hafði upp í Reykjavík en þó dvalið á sumrum tíma og tíma í Kálfsskinni. Á fyrstu búskaparárunum fluttu þau í Kópavoginn og áttu þar mikinn yndisreit sem ætíð stóð opinn ætt- ingjum og vinum, alltaf nóg pláss, þótt ekki þætti sú íbúð stór í dag, en hjartarýmið var þeim mun meira. Ég á þeim hjónum margt að þakka. Ósjaldan fór ég þangað til að fá mér gott að borða á námsárum mín- um í borginni. Hulda var slíkur lista- kokkur, en ekki síður með innsæi sín og næmi var hún einstök hjálpar- hella þegar eitthvað bjátaði á. Þau voru samhent og samstiga hjónin í verkum sínum og gjörðum, innan dyra sem utan. Garðurinn að Melgerði 8 naut sömu umhyggju og annað á heimilinu, fallegu dæturnar tvær og fjölskyldur þeirra, ættingjar og vinir, svo og málleysingjar. Einar varðveitti ætíð sveitadreng- inn í sjálfum sér, þrátt fyrir að eiga heima og starfa í annasömu um- hverfi höfuðborgarinnar í meir en hálfa öld. Hann starfaði sem útfar- arstjóri í rúm 30 ár. Hann átti til léttan húmor og æðruleysi þótt hann kæmi oft að erf- iðum úrlausnarefnum samborgar- anna í blíðu og stríðu. Hann lofaði samstarfsmenn sína og sagðist einn- ig hafa haft einstaka „viðskiptavini“ sem aldrei kvörtuðu. Ekki svo hann heyrði! Hann átti ýmis áhugamál; söng í kór, starfaði í Félagi frí- merkjasafnara, byggði sumarhús í Borgarfirði. Þar áttu þau hjón ynd- isstundir í ró og næði og nutu þess einnig að taka á móti gestum þar. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og þorði að halda þeim fram. Með honum er genginn góður drengur og vammlaus. Elsku Hulda mín, Magga, Mæja og fjölskyldur, við Ása sendum ykk- ur hlýjar samúðarkveðjur og biðjum Guð að vera með ykkur. Sveinn Jónsson. Hvernig annaði hann þessu öllu? Eg minnist hans, þar sem hann sat við skrifborð sitt með penna í hönd og ritaði á laus blöð sér til minnis: óskir syrgjenda; óskir presta; óskir organista; óskir söng- fólks. Síðan felldi hann óskirnar saman, færði til bókar lausnir, sem allir sannfærðust um, að væru þær beztu er næðust um stund og stað og umgjörð, því að af kunnáttu – virð- ingu og fádæma dugnaði hefði þeirra verið leitað. Já, það fundu þeir, er á skrifstofu útfararstjórans áttu erindi, að þar sat sá er góðvildin og hlýjan höfðu tamið til verka, maður sem hafði tíma til að ljá erindi þínu eyra – mað- ur sem kunni að gefa þér ráð. Hreinn og beinn – heiðarleikinn einn. Já, hann kunni sitt fag, gerði mikl- ar kröfur til sjálfs sín, minni til ann- arra. En yrði fella á því er hann hafði tekið að sér að leysa, ráðið aðra til, þá ólgaði skap hans, því stutt var í kviku, og hann því auðsærður, en eins og hjá mörgum slíkum, þá var sáttarviljinn að baki allra hvassra orða. Enn er spurt: Hvernig annaði hann þessu öllu? Nú er fyrrverandi vinnustaður hans breyttur: sérfræðingar með tölvur teknir við, og starfsvangi hans skipt. Já, kröfur okkar aukast og aukast, fínna og fínna skal tilstand okkar landanna vera. Einar gladdist yfir mörgu er hann sá, fylgdist glað- ur með, en um annað notaði hann orðin: „Æ, æ vinur, eg skil það ekki!“ Í eðli sínu var hann mikill grúskari, unni garði sínum og landi; unni fróð- leik um fólk og byggð – las fræði- bækur, og gæfist tími til spjalls, þá logaði hann af áhuga við að bera saman skoðanir, kryfja til mergjar. Þökk til skaparans, er gaf mér Einar að vini, lífið er svo miklu betra eftir. Kveðja okkar Kristínar til Huldu og barna þeirra, hvort sem eru af holdi eða tengdum. Sig. Haukur. Einar Jónsson Í FORYSTUGREIN Moggans 6. nóvember sl. er vitnað í Véstein Lúðvíksson rithöfund og spurt hvort Íslendingar geti verið þekktir fyrir að auka álvinnslu, því að það komi til með að drepa fjölda manna í Bangladesh og víðar vegna út- streymis á gróðurhúsaloftteg- undum. Í faggreinum sem ég hef lesið um gróðurhúsavandann er hvatt til að framleiða sem mest af vistvænni orku. Aukning í notkun áls er nú hvað mest í Kína og sjálfsagt fylgir Ind- land á eftir og jafnvel Bangladesh innan tíðar. Við framleiðum ál á eins vistvænan hátt og hægt er. Halda menn að Kínverjar sem framleiða rafmagn að miklu leyti með kolum muni gera það líka? Er ekki nokkuð augljóst að það dregur úr fram- leiðslu þeirra ef við framleiðum ál á samkeppnisfæru verði? Röksemdafærsla Moggans og Vé- steins minna mig á Mikka ref þegar hann var ásakaður fyrir að elta mús- ina og hann sagði að músin hefði verið að elta sig og ætlað að éta sig. Nú reynir á hvort Íslendingar eru trúgjarnari en dýrin í Hálsaskógi. Hitt er svo annað mál að við Ís- lendingar sóum orku óspart, við ökum á eyðslufrekum bílum, þvæl- umst út um allan heim í flugvélum og göngum svo nærri fiskistofn- unum að miklu meiri orku þarf til að veiða fiskinn en annars væri. Af hverju er ekki meira fjallað um það, er það ef til vill af því að þeir sem eru að skrifa um náttúruvernd eru eins eigingjarnir og við hinir? HARALDUR SVEINBJÖRNSSON, verkfræðingur. Um Moggann og Mikka ref Frá Haraldi Sveinbjörnssyni: Jóhann Sigurjónsson skrifar um hrun fiskstofna, fiskvernd og miðl- un upplýsinga í Morgunblaðið sl. mánudag. Tilefni hans er að eigin sögn leiðaraskrif Morg- unblaðsins 5.11. vegna greinar í vís- indatímaritinu Science um hrun fisk- stofna og stutt við- talsgrein við hann sjálfan á síðum blaðs- ins af því tilefni. Í orðum forstjórans kemur fram misskiln- ingur, eða röng túlk- un, varðandi ástæður þess að rætt er um þann möguleika, að algjört hrun fiskstofna geti verið framundan. – Í grein forstjórans segir orðrétt: „Höfundar hennar (þ.e. vís- indagreinarinnar) gerðu athugun á afmörkuðum þáttum málsins og komust að þeirri niðurstöðu, að of- veiði og mengun hefði leitt til þess að gengið hefði verið á fjölbreyti- leika lífríkis sjávar undanfarna áratugi.“ Þetta er rangt. Hvergi er minnst á ofveiði í vísindagrein- inni. Ástæður fyrir ástandinu í höfunum skipta afgerandi máli og það er vont, að forstjóri Hafrann- sóknastofnunar skuli mistúlka skýringar höfunda á þeim. Þeir ræða ítrekað um missi á fjöl- breytileika í lífríkinu (declining biodiver- sity) og þar sé skýr- inganna að leita. Á fá- einum stöðum kemur fram í greininni sá skilningur höfunda, að líffjölbreytileiki sé tegundafjöldi eða erfðafræðilegur fjöl- breytileiki sbr. „mar- ine diversity (genetic or species richness)“. Þannig getur fjöl- breytileiki minnkað innan einnar fiskteg- undar án þess að hún hverfi af sjónarsviðinu. Þetta er sér- staklega umhugsunarefni þar sem undirstofnum íslenska þorsksins við Ísland getur hafa fækkað og að hver undireining getur hafa breyst til hins verra vegna fækk- unar á góðum erfðaeiginleikum. Erfðamengi þorsksins er að sjálf- sögðu flókið, en fækkun á „góðum genum“ er þá minnkun á líffjöl- breytileika og um leið ástæða fyrir versnandi eiginleikum fiskstofns- ins í heild eða hnignun hans; með nýtingu stofnsins getur orðið minnkun á líffjölbreytileika. Þar sem einmitt erfðabreytingar þorsksins eru nú umfjöllunarefni sífellt fleiri vísindamanna, þá er villa forstjórans um ástæður fyrir minnkandi líffjölbreytileika sér- staklega bagaleg. Hann segir sjálfur, að ábyrgð vísinda- og fræðimanna í samfélaginu sé mik- il. Þar sem höfundur þessarar at- hugasemdar hefur lesið umrædda vísindagrein telur hann sig knúinn til að koma þessu efni á framfæri. Misskilningur forstjóra Hafrannsóknastofnunar Jónas Bjarnason gerir at- hugasemd við skrif Jóhanns Sigurjónssonar um hrun fisk- stofna »Erfðamengi þorsks-ins er að sjálfsögðu flókið, en fækkun á „góðum genum“ er þá minnkun á líffjölbreyti- leika og um leið ástæða fyrir versnandi eig- inleikum fiskstofns- ins … Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.