Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 27
tök af öllum náttúrugripum og náttúrufyr- irbærum landsins, hvort heldur það eru dýr, plöntur eða steinar, til að staðfesta til- vist umræddra fyrirbæra í landinu og út- breiðslu þeirra. Sökum þessa er NÍ með mikið geymslurými á sínum snærum, en auk áðurnefnds frystiklefa er stofnunin með 800m² geymslu í Súðarvogi, 600m² geymslu á Akureyri og mikið geymslu- pláss í Sandgerði. „Þessar geymslur eru satt að segja ekki forsvaranlegar þegar lit- ið er til þeirra krafna sem gera þarf um varðveislu slíkra muna,“ segir Jón Gunnar og bendir þar á almennar öryggiskröfur sem snúast um fullnægjandi brunavarnir, rakavarnir og stýringu ljósmagns, en safn- gripir eru misljósnæmir. „Skortur á fullnægjandi geymsluað- stöðu er vandamál sem hefur verið viðloð- andi safnastarf á Íslandi um árabil,“ segir Jón Gunnar og tekur fram að margar geymslur sem nýttar eru í dag séu ekki forsvaranlegar þegar um sé að ræða varð- veislu á þjóðminjum. Bendir hann á að vís- indasöfn NÍ séu að stofni til mjög gömul, en meðal þeirra náttúruminja sem NÍ varðveitir eru minjar sem Jónas Hall- grímsson safnaði á sínum tíma. Að mati Jóns Gunnars er geymsluvandi stofnunar- innar hluti af heildarhúsnæðisvanda NÍ. Rifjar hann upp að húsnæðisvandi NÍ og geymsluaðstæður íslenskra safna hafi verið til umræðu árum saman. „Húsnæðismál NÍ er áratugagamalt mál og í raun ein allsherjarsorgarsaga. Rík- isstjórn eftir ríkisstjórn hefur lofað úrbót- um og tekið ákvörðun um nýtt húsnæði fyr- ir NÍ og Náttúruminjasafn, en því miður virðist aldrei ætla að rætast úr þessu eilífð- armáli,“ segir Jón Gunnar. Aðspurður segir hann það kosta 1–2 milljarða að koma öllum húsnæðismálum NÍ í viðunandi horf, þ.e. bæði geymslumálum og sýningarsafni stofnunarinnar. „Hins vegar væri hægt, ef vilji er fyrir hendi, að koma geymslumálum stofnunarinnar í viðunandi ástand með mun ódýrari hætti,“ segir Jón Gunnar og bendir á að fleiri söfn hafi verið í sömu aðstöðu hvað ófullnægjandi geymslurými viðkemur. Vísar hann m.a. til þess að óbætanlegt tjón hafi orðið þegar hluti af safnkosti Listasafns Íslands brann í geymslum í Faxafeni og þess þegar skipakostur Þjóðminjasafnsins brann á sínum tíma. rir NÍ og söfn tengd hún á að geta borið ég ekki hvað þarf til,“ ekur fram að það hljóti að iði að tekin verði ákvörð- næstu mánuðum hvernig r að geymslumálum NÍ til g varanlegu framtíð- stofnunina. „Ég mun með gja þessu máli eftir,“ segir z umhverfisráðherra. Gunnars er starfsemi NÍ kum þess að eitt af hlut- rinnar er að geyma ein- rðveislu þjóðarverðmæta RN orstjóra NÍ eru nú- eymslur stofnunar- andi m.t.t. til bæði kavarna. rinn við að koma málum NÍ í við- nemur á bilinu 1–2 róna. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 27 BALDUR Elíasson, fv.umhverfisstjóri ABBfyrirtækisins, kemurvíða við í hressilegu við- tali í Morgunblaðinu sl. sunnudag þar sem rætt er um orku og um- hverfi og m.a. mikla trú Baldurs á metanóli, öðru nafni tréspíra. Baldur bendir á að tréspíri sé miklu vænlegra eldsneyti hér á landi heldur en vetni og gerir til- raun til að rökstyðja það. Vegna ábyrgðar okkar á stefnu í vetn- isrannsóknum hér á landi teljum við nauð- synlegt að svara þeim dæmum sem Baldur nefnir máli sínu til stuðnings. Um leið ætl- um við að gera tilraun til að upplýsa les- endur um þá hugsun og forvinnu sem búið hefur að baki vetnisverkefnum hér á Ís- landi undanfarin ár í þessu greinarkorni. Við komum hins vegar ekkert inn á önnur atriði í viðtalinu og teljum að aðrir verði að svara fyrir fullyrðingar Baldurs um til dæmis útflutning á rafmagni. Tvær meginforsendur Forsendur verkefna okkar hafa verið tvær: annars vegar að stuðla að fram- leiðslu eldsneytis úr innlendum orkugjöf- um og hins vegar að slík framleiðsla myndi leiða til ávinnings með því að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Eins og kunnugt er þá er losun þessi hlut- fallslega há á alþjóðlegan mælikvarða. Þannig höfum við stuðst við sterkan vilja ríkisstjórna til að taka á þessum vanda. Vandi okkar Íslendinga þegar rætt er um eldsneyti hefur alltaf verið sá að tilfall- andi kolefni (lykilfrumefnið í jarðefnaelds- neyti) hér á landi er mjög takmarkað. Frumframleiðsla á lífmassa hér er til dæmis frekar lítil og hefur gert erfitt fyrir um áætlanir um hvers kyns framleiðslu líf- ræns eldsneytis þótt slíkar áætlanir hafi verið kynntar til sögunnar sbr. á nýaf- stöðnu orkuþingi sem skipulagt var af Samorku nú í haust. Metanól leið fyrir galla Ein af þeim hugmyndum sem við skoð- uðum mjög snemma var sá möguleiki að vinna tilbúið eldsneyti úr kolmónoxíði sem fellur til við framleiðslu í Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga og framleiða metanól. Um þetta var okkur boðið að birta hugmyndirnar á alþjóðavettvangi og rituðum við grein í tímaritið Journal of Metals fyrir sjö árum (Bragi Árnason and Thorsteinn I. Sigfússon, „Converting C02 emissions and Hydrogen into Methanol Vehicle Fuel“, JOM, Vol 51, No. 5, maí 1999, bls. 46, þar sem við magntókum slíka framleiðslu.) Einnig væri hægt að fram- leiða það beint úr CO2, en eins og Baldur veit er það miklu meira orkukrefjandi ferli. Um tíma var vinna Íslenskrar NýOrku miðuð við að hlutverk félagsins yrði að vinna „eldsneyti með vetnissamböndum“. Félagar okkar frá Daimler Benz höfðu einnig reiknað með metanóli til þess að knýja bílaflota sinn um það leyti er þeir voru að hefja samstarf við Íslendinga. Hins vegar kom á daginn að metanól leið fyrir ýmsa galla. Fyrst viljum við nefna að til þess að framleiða metanól hér heima án þess að nýta kolefni stóriðjunnar þurfti að flytja inn kol eða jarðgas til vinnslunnar og Kýótó-bókhaldið hefði ekkert breyst hér við það. Í öðru lagi reyndist metanól sem efni skaðlegt fyrir umhverfið. Menn óttuðust endingu þess í sambandi við jarðveg og jarðvatn þar sem leysni efnisins er mikil. Við sáum metanól falla mjög í gildi og hurfum frá þessum áformum ásamt al- þjóðlegu stórfyrirtækjunum sem voru með okkur í samlaginu. Svo dæmi sé tekið þá kom fram í skýrslu American Association of Poison Control Centers (AAPCC) fyrir árið 2002 voru tilgreind 2.610 tilvik met- anól eitrunar og 18 dauðsföll rakin til efn- isins auk 55 tilvika þar sem sjúklingar voru hætt komnir. Vetni hafði vinninginn Einnig höfum við verið að athuga mögu- leika á bindingu vetnis og kolefnis í svo- kölluðum Fischer-Tropsch dísilvökva og séð það sem hugsanlega millileið sem við gæti blasað, einkum í fiskiskipunum. Bæði metanól-leiðin og dísil-leiðin hafa í för með sér að koltvíildi sleppur út. Vetni, og þar með hreint vetni, hafði vinninginn eftir þessa greiningu. Við viss- um auðvitað að heilmiklar áskoranir voru fólgnar í að fara þá leið. Og þótt fram- leiðsla vetnis í heiminum væri þá þegar um 50 milljónir tonna á ári, voru óleyst grund- vallarvandamál samhliða vetninu eins og reynt hefur verið að takast á við í vetn- isverkefnum hér á landi og víðar. Grund- vallaratriðið er hins vegar að þegar vetni er framleitt á Íslandi er það til dæmis nán- ast algjörlega án þess að gróðurhúsagös sleppi út. Í heiminum er almennt talið að stutt sé í að vetnisbílar hefji innreið sína fyrir al- vöru. Bandaríski aðstoðarorkumálaráð- herrann, David Garman, sem Morg- unblaðið ræddi við hér á landi í september sl. staðfesti að bandarísk stjórnvöld gerðu ráð fyrir fjöldaframleiddum vetnisbílum eftir rúman áratug. Úrelt stuðningsdæmi Baldur gerir mikið úr þeirri eðl- isfræðilegu staðreynd að vetni er létt frumefni og erfitt að þjappa saman svo úr verði hátt rúmhlutfall í geymslu. Hann nefnir 200 loftþyngda þjöppun sem dæmi en tekur ekki mið af því sem tíðkast hefur allan síðasta áratug að reikna með milli 400 og 700 loftþyngda geymslu. Hann sér fyrir sér gamaldags vörubíla sem flytji vetnið á stálflöskum milli stöðva en gleym- ir því að ný létt koltrefjaefni geyma nú vetni í hylkjum sem spunnin eru úr slíkum þráðum og sameina þrýstiþol og léttleika. Hugmyndir hans minna helst á sviðs- myndina sem við blasti eftir síðari heims- styrjöldina. Annað sem Baldur gleymir er að í ís- lensku áformunum er rætt um að fram- leiða vetni á staðnum með því að nota raf- magn til þess að kljúfa vatn með rafgreiningu og gera það á hverri vetn- isstöð. Íslenska sviðsmyndin gerir alls ekki ráð fyrir þungaflutningum á vetni, gagnstætt þeirri mynd Baldurs af þunga- flutningum eldsneytis sem rataði í útsíðuf- rétt Morgunblaðsins. Í ljósi mikillar um- ræðu undanfarið um hættuna af þungaflutningum fyrir umferðina og vega- kerfið er því um allveigamikið atriði að ræða. Menn hafa hugsað sér að koma mætti fyrir vetnisstöðvum við hringveginn þann- ig að 6–8 stöðvar gætu annað þörfinni sem lágmark. Út frá því yrði nýtt kerfi stöðva byggt upp. Í verkefnum Íslenskrar Ný- Orku hefur þekkingu verið safnað saman sem leitt hefur til hugmynda um bestu út- færslu slíkra stöðva. Hin þunglamalega mynd sem Baldur kynnti fyrst á orkuþingi fyrir fimm árum, af þungaflutningum á stálflöskum, á engan veginn við í þeim til- vikum. Stöndum á tímamótum Heimurinn stendur á afar mikilvægum tímamótum. Heimsbyggðin leitar að lausn- um á þeirri vá sem blasir við ef gróð- urhúsagös halda áfram að sleppa út í vax- andi mæli stjórnlaust í nánustu framtíð. Framlag Íslendinga til vetnismála er við- urkennt um alla heimsbyggðina. Það er starf frumherja þar sem lausnin hefur ekki verið upplögð eða sjálfsögð. Þrotlaus vinna við vetnisverkefni hefur fært okkur nær einni lausninni. Okkur þykir því miður að Baldur hafi samt ekki nálgast viðfangs- efnið af nógu mikilli sanngirni, en líkt og stuðningsdæmi hans sanna skorti þar nokkuð á þekkingu á nýjustu þróun í vetn- istækni eða þeim verkefnum sem unnið er að hér á landi. Tréspírinn og vetnið Eftir Þorstein I. Sigfússon og Braga Árnason Bragi Árnason » Okkur þykir því miður aðBaldur hafi samt ekki nálgast viðfangsefnið af nógu mikilli sanngirni en líkt og stuðningsdæmi hans sanna skorti þar nokkuð á þekkingu á nýjustu þróun í vetnistækni … Höfundar eru prófessorar við Háskóla Íslands. Þorsteinn I. Sigfússon innig fjölgað jafnt og þétt f eftirfarandi tölum: Árið ald á amfetamín í 169 til- 2004 voru málin næstum mabili fjölgaði e-töflumál- son, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík, segist ekki heyra eins mikið um neyslu e-taflna og áður og einnig sé minna tekið af efninu en það sé hans tilfinning að neysla á e- töflum haldist í hendur við magn hald- lagðra efna. „Það var miklu meira af henni en svo fór framboðið að minnka. Refsingarnar fyrir e-töflusmygl þyngdust og um tíma var töluverður áróður í gangi,“ segir hann og bætir við að lögreglumönnum hafi sýnst sem harðari refsingar hafi slegið á e-töflusmygl. Aðspurður segir Ásgeir að málin sem komu upp um helgina veki ekki endilega grun um að neysla á e-töflum sé að aukast á nýjan leik heldur þýði það einfaldlega að mjög hættulegar töflur séu nú í um- ferð. „Þetta er ekki framleiðsla sem er unnin samkvæmt einhverjum gæðastöðl- um heldur eru það krimmar sem búa þetta til við mjög misjafnar aðstæður.“ Ásgeir vonar að fíkniefnasalar taki mark á viðvörun lögreglunnar í Reykjavík á mánudagsmorgun um að hættulegar töfl- ur væru í umferð, hann ætlar engum það óhæfuverk að dreifa efnum sem viðkom- andi veit að eru lífshættuleg. Hertar refsingar árið 2001 Þær hertu refsingar sem Ásgeir Karls- son vísar hér til voru settar í lög árið 2001 en það ár samþykkti Alþingi að hækka hámarksrefsingu fyrir fíkniefnabrot úr 10 árum í 12. Í greinargerð með frum- varpinu er bent á að undanfarið hafi dóm- ar í fíkniefnamálum þyngst mjög og var sérstaklega vísað til tveggja héraðsdóma sem féllu árið 2000 en í báðum tilvikum voru sakborningar dæmdir í níu ára fang- elsi fyrir e-töflusmygl. Þar með höfðu refsimörkin nánast verið nýtt til fullnustu og af þeim sökum þótti rétt að hækka refsimörkin til þess að dómstólar gætu ákveðið þyngri refsingu ef reyndi á „enn alvarlegri brot“. Í grein í Úlfljóti um þyngingar refsinga við fíkniefnabrotum, tveimur árum eftir að lögin voru sett, benti Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Há- skóla Íslands, á að rannsóknir sýndu að varnaðaráhrif fangelsisrefsinga ykjust ekki með lengri fangelsisdómum, heldur minnkuðu jafnvel. Fíkniefnavandinn væri heldur ekki einkamál réttarkerfisins heldur mikið félagslegt og heilsufarslegt vandamál. „Væri ef til vill nær að verja meiri orku í að grafast fyrir um rót vand- ans og byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann? Að minnsta kosti er ljóst að ekki hefur dregið úr böli af völd- um fíkniefna á Íslandi þrátt fyrir mjög þungar refsingar,“ sagði Ragnheiður. Um 160 e-töflufíklar Tölur um fjölda eiturlyfjafíkla sem hafa lagst inn á Sjúkrahúsið Vog á síð- ustu árum staðfesta þessi orð Ragnheið- ar, ekkert hefur dregið úr fíkniefnavand- anum heldur þvert á móti. Á árinu 2005 voru um 650 fíklar í örv- andi fíkniefni lagðir inn á Sjúkrahúsið Vog, um eitt hundrað fleiri en lögðust inn árið 2000. Langflestir þeirra töldust am- fetamínfíklar eða tæplega 600 og kók- aínfíklar voru um 220. E-töflufíklar voru 160 talsins og hafði heldur fækkað frá árinu 2003 þegar þeir voru flestir eða um 180. Til skýringar er rétt að taka fram að margir fíklanna hafa notað fleiri en eitt fíkniefni og að sá telst fíkill sem hefur um langt skeið notað tiltekið fíkniefni a.m.k. vikulega. Um 450 þeirra sem lagðir voru inn á Vog sögðust einhvern tíma hafa prófað e-töflu. Meiri neysla en í „faraldrinum“ Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ á Vogi, minnir á að um miðjan síð- asta áratug hafi verið rætt um e-töfluf- araldur á Íslandi og í nágrannalöndunum en síðan hafi dregið úr neyslunni eftir að hún náði hámarki árið 1996, hugsanlega vegna mikillar umræðu, m.a. um dauðs- föll af völdum e-töfluneyslu í útlöndum. Síðan hefði e-töfluneysla aukist og væri miklu meiri en hún varð í toppnum sem varð 1995–1996. Enginn þeirra sem komi á Vog neyti þó einungis e-taflna heldur noti þær með öðrum örvandi fíkniefnum. Neytendur e-taflna eru yfirleitt ungir en um 50 af 156 stórneytendum, sem lagðir voru inn á Vog árið 2005, voru 20 ára og yngri. Valgerður segir að aðalvandinn sem steðji að sé hin mikla aukning á neyslu örvandi fíkniefna. Þar sé amfetamín fremst í flokki en síðan komi kókaín og e- töflur. uneysla en í 995–1996 Morgunblaðið/Kristinn ð dauða. Ekkert annað ar, jafnvel aðeins af ein- Í HNOTSKURN » Árið 2005 voru 156 stórneyt-endur e-taflna lagðir inn á Sjúkrahúsið Vog. » Ung kona lést á laugardag eftirað hafa tekið e-töflu og tveir piltar voru lagðir alvarlega veikir inn á sjúkrahús. » Árið 2003 lést ung kona í húsivið Lindargötu eftir ofneyslu e- taflna og kókaíns. » Neysla örvandi fíkniefna hefuraukist mjög á síðustu árum og aldrei hefur verið tekið jafnmikið af amfetamíni og á þessu ári. »Lagt hefur verið hald á um 950e-töflur á þessu ári. nús að yfirleitt séu um g misjafnt er hversu urnar og þau tilvik lvarlegar eitranir, veki Töflurnar séu því t mál. Allir sem kaupi höndunum sem veldur skipti, er minnisleysi, ykst á Parkinsonsveiki.    .%>>?@*++A   O O O O fnið“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.