Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 29 Haustþing Rannís 2006 Hóte l Loft le iðum 9. nóvember DAGSKRÁ R a n n s ó k n a m i ð s t ö ð Í s l a n d s • L a u g a v e g i 1 3 • 1 0 1 R e y k j a v í k • w w w. r a n n i s . i s Vís indamaður inn í samfélag inu – ábyrgð, skyldur og hagsmunir 13.00 Setning Hans Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Rannís 13.15 TENGSL VÍSINDAMANNS OG FJÁRMAGNS Hamlar fjármögnun rannsókna frelsi vísindamannsins? Magnús Karl Magnússon, sérfræðingur í blóðmeinafræði við blóðmeinafræðideild og erfða- og sameindalæknisfræðideild LSH Hver eru áhrif verkkaupa á álitsgerðir vísindamanna? Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík Er sjálfstæði vísindamanna stefnt í hættu með kostun fyrirtækja á akademískum störfum og rannsóknum? Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu og gæðastjóri Háskóla Íslands 14.10 Kaffihlé 14.25 ÁBYRGÐ, SAMVISKA OG HEILINDI VÍSINDAMANNSINS Er vísindamaðurinn ábyrgur fyrir því hvernig niðurstöður hans eru notaðar? Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands Getur öflun þekkingar verið neikvæð? Þórarinn Guðjónsson, sérfræðingur við læknadeild Háskóla Íslands og verkefnastjóri við blóðmeinafræðideild LSH Hvenær má vísindamaðurinn þegja og hvenær ekki? Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor rannsóknarmála Landbúnaðarháskóla Íslands 15.30 Kaffihlé 15.45 VÍSINDAMAÐURINN OG ÞJÓÐFÉLAGSUMRÆÐAN Hvernig geta vísindamenn tekið þátt í pólitískri umræðu? Vilhjálmur Árnason, prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands Eiga vísindamenn að hafa áhrif á samfélagsumræðuna? Jón Ólafsson, prófessor og deildarforseti Háskólans á Bifröst Skulda vísindamenn samfélaginu skýringu á vinnu sinni? Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands Hvers virði er þekking ef hún nær ekki út fyrir hóp sérfræðinga? Páll Valdimarsson, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands 17.00 Léttar veitingar Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins, er þingstjóri og stýrir umræðum. Haustþing Rannís er öllum opið. Skráning er í síma 515 5800 eða á rannis@rannis.is. Á haustþingi Rannís verður athyglinni beint að vísindamanninum í samfélaginu, ábyrgð hans, skyldum og hagsmunum. Fjöldi fyrirlesara fjallar um efnið frá ólíkum sjónarhornum. Í LEIÐARA Morgunblaðsins á mánudag er óskað eftir að stjórn- málamenn svari þeirri samvisku- spurningu Vésteins Lúðvíkssonar hvort Ís- lendingar ætli sér að halda áfram að græða á því að menga loftið með útblæstri gróð- urhúsalofttegunda, einkum frá álverum. Vésteinn vakti at- hygli á því í ágætri grein um helgina að á Íslandi er þessi losun orðin meiri á mann en að meðaltali í Evrópu- sambandinu þar sem gömlu iðnríkin eru þó nær öll samankomin. Hann benti líka á það að þeir sem tapa þegar Íslendingar „græða“ eru einkum fátækustu þjóðir heims. Og leið- arahöfundur Morg- unblaðsins spáir því að fari fram sem horfir geri fátæka fólkið í heiminum aðsúg að borgarhliðum hinna ríku. Nóg komið Ég tek hér með áskorun Morg- unblaðsins. Í mínum augum er kom- inn tími til þess að við íhugum alvar- lega hvert við stefnum í atvinnumálum og umhverfismálum, í hverskonar framtíðarlandi við ætlum að búa. Stóriðja verður að sjálfsögðu áfram ein af meginatvinnugreinum okkar. Engum dettur í hug að leggja niður álverið í Straumsvík frá árinu 1966. Ég tel hinsvegar nóg komið af stóriðjuverum á Íslandi. Af umhverf- isástæðum, af efnahagslegum ástæð- um og vegna skuldbindinga okkar og ábyrgðar í loftslagsmálum. Við stöndum á þröskuldi nýrra tíma í atvinnu- og efnahagslífi. Ekki er lengur spurt um aflamet í tonnum eða fallþunga heldur um gæði, ný- sköpun, vöruþróun, markað. Þekk- ingariðnaður og hátækni knýja dyra ásamt nýjungum í hefðbundnu at- vinnugreinunum, sjávarútvegi, land- búnaði og ferðamennsku. Náttúra Ís- lands verður uppspretta auðs og atvinnu sé hún nýtt með verndun, ekki rányrkju. Auk frumframleiðslu, iðnaðar og þjónustu er nú að myndast fjórða stoðin í atvinnulífi menntaðrar menningarþjóðar, hinar svokölluðu skapandi greinar. Menningar- starfsemi myndaði 4% landsfram- leiðslu okkar í fyrra, næstum helming á við sjálfan sjávarútveginn 9,6% (sjá grein Ágústs Einarssonar í Hag- málum 44). Á næstu árum eigum við að beina sjónum okkar að þessum framtíð- argreinum, styðja þær til þroska og styrkja þær með öllum ráðum. Fyr- irmyndin er til: Gríðarlegur opinber stuðningur með skattfé og nið- urgreiðslum aðfanga marga síðustu áratugi við eina atvinnugrein öðrum fremur, stóriðjuna. Aðeins hluti af þeim stuðningi nægir hinum nýju greinum. Alþjóðleg ábyrgð Fáir efast lengur um að lofts- lagsváin er eitthvert brýnasta úr- lausnarefni mannkyns. Vísindamenn segja að ógnin sem að steðjar hafi að 95% skapast af mannavöldum. Enn eru að vísu til fróðleiksmenn sem tala um „hugsanlegar loftslagsbreyt- ingar“ en þeir ná ekki máli í al- þjóðlegri umræðu, enda margir í dul- arfullu sambandi við auðhringa sem telja að aðgerðir gegn loftslagsvá skaði hagsmuni sína. Iðnríkin bera mesta ábyrgð á hitn- un og mengun andrúmsloftsins. Þau hafa líka nema Bandaríkin og Ástr- alía tekið á sig skuldbindingar um- fram þróunarlöndin með Ríó-ferlinu og Kýótó-bókuninni. Fyrsta skrefið var að vísu stutt en í vændum eru miklu metnaðarfyllri áfangar. ESB- ríkin hafa haft forystu á þessu sviði, enda lætur evrópskur almenningur sig þetta miklu skipta. Núverandi ríkisstjórn hefur leitast við að gera Lýðveldið Ísland að undantekn- ingarríki í loftslags- málum. Þegar svo er komið að hver Íslend- ingur mengar meira en meðalíbúi í Evrópusam- bandinu ætti mönnum að verða ljóst að leið undantekningarinnar er ekki lengur fær. Við höfum engan siðferð- islegan rétt til að heimta leyfi til mengunar um- fram aðrar þjóðir. Þeir sem halda því fram að orkufrek álbræðsla eigi hér sérstakan griðastað af því að orkulindirnar séu svo hreinlegar, þeir verða líka að skýra út fyrir okkur hvað það kostar íslenska náttúru að nýta orkuna frekar en orðið er og sýna okk- ur það fólk um heims- byggðina sem vill að við leggjum Fagra Ísland fram til slíkra fórna. Og fyrir hvað, með leyfi? Gosdósir? Verum óhrædd! Samviskuspurning Vésteins kann að fela í sér að ef við stöndum okkur í loftslagsmálum þurfi að láta af græðgi í sífellt aukin veraldargæði. Það gæti raunar verið hollt fyrir mörg okkar að velta því fyrir sér. Ég tel þó að möguleikar Íslendinga og tækifæri í atvinnumálum aldarinnar nýju og hins nýja efnahagskerfis séu svo mikil að ekki þurfi að óttast snögg umskipti. Ef við berum gæfu til að virða gömul og góð gildi í sam- félagi okkar, samhjálpina ann- arsvegar, frelsi til orðs og æðis hins- vegar, þá er engin þörf að kvíða nýjum tímum. Spurning Vésteins snýst ekki eingöngu um samvisku okkar gagnvart fátæku þjóðunum. Hún varðar líka okkur sjálf. Við eig- um ekki að vera hrædd við að hafna náttúruspjöllum og einhæfu atvinnu- lífi. Vel má þó vera að við þurfum fyrsta kastið að efla eigið traust á sjálfum okkur, hugviti og hæfi- leikum. Og vonandi kjósum við í framtíðinni að breyta lífsháttum okk- ar, draga úr síneyslu, fjölga sam- verustundum fjölskyldu og vina, efl- ast að heilsu og íþrótt, læra að meta náttúru okkar og allt umhverfi með öðrum hætti en almennt tíðkaðist á 20. öld. Það er enginn heimsendir. Við skulum ganga óhrædd til fram- tíðarinnar. Göngum óhrædd til framtíðar Mörður Árnason skrifar um umhverfis- og atvinnumál Mörður Árnason » Við eigumekki að vera hrædd við að hafna nátt- úruspjöllum og einhæfu at- vinnulífi. Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættumati fyrir Kárahnjúka- virkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættumati fyrir Kárahnjúka- virkjun er ábótavant. www.mbl.is/profkjor Guðmundur Guðmundsson styður Steinunni Guðnadóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Suðvesturkjördæmi. Ingibjörg Hinriksdóttir styð- ur Kristrúnu Heimisdóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. María Kristín Gylfadóttir: Kjósum hugrakka konu á þing! Stuðningsyfirlýsing við Steinunni Guðnadóttur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokks í Suð- vesturkjördæmi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.