Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 25
kúmen, fennel, epli, karrí, kanill, sí- trónur, lime, piparminta, oregano og rósmarín. Hvönn, fjallagrös og vallhumall hindra fjölgun magabaktería, sem valda magabólgum. Blóðberg, hrein- dýramosi, vallhumall og ætihvönn eru með efnum, sem hindra fjölgun kvefveira og veiruvirk efni gegn kvefpestum er líka að finna í selleríi, blómkáli, hvítkáli, rauðkáli, agúrk- um, gulrótum, bláberjum, lauk og kóríander. Virkni í hvannalaufi dregur úr tíðum þvaglátum á nóttu. Vandamálið hrjáir helst karla með góðkynja stækkun á blöðruháls- kirtli. Virkni í hvannafræjum dregur svo úr kvíða og vægu þunglyndi. Krabbamein og ástardrykkir Krabbamein er talið geta myndast vegna breytinga eða skemmda á erfðaefni, eða genum, af völdum efna úr umhverfinu, t.d. efna í mat, vatni eða lofti. Skemmdir á erfðaefninu geta einnig orðið af völdum sólar- ljóss eða veira. Skemmdir á þessum genum eða stökkbreytingar geta raskað stjórnun á frumustarfsem- inni. Þessi röskun getur leitt til auk- inna frumuskiptinga og frumufjölg- unar sem getur valdið æxlismyndun. Virkni í hvannafræjum og laufi hindrar myndun og fjölgun krabba- meinsfrumna. Á miðöldum var hvönnin notuð í ástardrykki, en virkni í hvannafræjum og hvanna- laufi örvar blóðrásina og dregur úr ristruflunum. Efni hvannarinnar slaka á æðaveggjum og auka blóð- streymi í svampkenndum vef limsins sem fyllist blóði við stinningu. Efni þessi virka þá á svipaðan hátt og lyf- ið Viagra. Jurtin hefur lengi verið notuð í Kína til að bæta þar kyngetu karla. Lífvirku náttúruefnin, sem hafa lækningamátt, eru einkum fenolar, terpenar, fúranókúmarín, flavonoid- ar og isoflavonoidar. Flest eru þau beisk og bragðvond, að sögn Sig mundar, og því fjarlægir mat- vælaiðnaðurinn þessi efni úr plöntum með kynbótum og öðrum aðferðum. Því mætti hugsa sér fæðubótarefni með þessum heilsu- bótarefnum sem valkost. sér sjálft Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Lækningajurt Ætihvönn hefur reynst vel við síþreytu, streitu, vægu þung- lyndi, magakvillum, kvefi, flensu, kransæðasjúkdómum, ristruflunum, tíð- um þvaglátum og þrálátum bólgum. join@mbl.is urinn varð stuttur um morguninn getur samviskubit læðst að okkur síðar. Til þess að minnka neikvæð áhrif skammdegisins er mikilvægt að hlúa að geðheilsunni. Grunn- urinn að góðri geðheilsu og lykill- inn að vellíðan er nægur svefn, gott mataræði, regluleg hreyfing, jákvætt viðhorf og góð félagsleg samskipti. Þegar þessir þættir eru í ójafnvægi getur það haft neikvæð áhrif á líðan okkar. Það er mik- ilvægt að vera meðvituð um að minni birta í skammdeginu geti leitt til ójafnvægis í dægursveiflu og þannig truflað svefn og aðra lykilþætti geðheilsunnar. Til að vinna gegn þessum neikvæðu áhrifum er gott að huga að geð- rækt, til dæmis með því að:  fara fyrr að sofa til að eiga auð- veldara með að vakna að morgni,  hreyfa sig reglulega,  reyna að nýta dagsbirtuna eins vel og hægt er  borða vel og reglulega  forðast álag Fyrir þá sem vilja meiri dags- birtu en hægt er að fá utandyra í skammdeginu, er hægt að kaupa lampa sem líkir eftir dagsbirtu og ljósameðferðarlampa er einnig að finna á opinberum stöðum eins og í Vesturbæjarlauginni. Það hjálpar að viðurkenna að skammdegið er manni erfitt og bregðast við því til dæmis með því að búa til notalega stemmningu með ilmi og ljósum, fara í freyðibað, kveikja á kertum, líka inni á baði og dekra aðeins við sig, hvort sem það er með því að fara í jóga, nudd eða að láta annað eftir sér sem við vitum að hefur góð áhrif á líðan okkar. Morgunblaðið/Ómar Hollt Það er gott að huga að geðrækt með því að hreyfa sig reglulega Dóra Guðrún Guðmundsdóttir verk- efnisstjóri á Lýðheilsustöð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 25 FEÐUR hafa meiri áhrif en mæður á málþroska barna á aldrinum tveggja til þriggja ára í fjölskyldum þar sem báðir foreldrarnir vinna úti, samkvæmt rannsókn vísindamanna við Norður-Karólínuháskóla í Bandaríkj- unum. Vísindamennirnir notuðu myndbandsupptökuvélar til að taka upp samtöl foreldra við tveggja ára börn heima hjá sér. Börn feðra, sem notuðu stærri orða- forða, höfðu náð meiri málþroska þegar hann var kannaður ári síðar. Orðaforði mæðranna hafði á hinn bóginn ekki veruleg áhrif á málþroska barnanna. „Flestar fyrri rannsóknir á málþroska ungra barna hafa beinst að mæðrunum,“ sagði Nadya Panscofar, sem tók þátt í rannsókninni. „Þessar niðurstöður sýna Feður hafa meiri áhrif á málþroska barna Morgunblaðið/Ásdís að taka þarf feðurna með í öllum tilraunum til að bæta málþroska barna fyrir skólagöngu í fjölskyldum þar sem báðir foreldrarnir vinna úti.“ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.