Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                       !!"#          $"%&' (!!)(         *  + , ')                        ) *++( ,- ./   - .( /0 12 "&# 3&)- "&#  0! /0 12 "&# .( ' /0 12 "&# 4 !! .%0 /0 12 "&#  5607' "&# 8 /0 12 "&# /3('(0 6 '!( "&# $ 129('5 6 '!( "&# 8 '6 '!( :3 ' "&#  0)3 "&#   (-  "( ' "&# ; 3 '(- )0 3)1< 0 1<10=410> 0? @?0&#6# "&# A10 "&# 0 1-    B( "&# 3 5 /0 12 "&# *-)3 '(- /0 12 "&# C")0@( "&# 0D55('5 <(>%>(' "&# E(''31%>(' "&# 2 1  34 3?10&F3 5 1>103 ' .&# 3 $     *G   .                                                                             H)(3 0= .(>!(2(  5(' (36 > I 3 !  5J $ 12 3 ## ## # #  ## ## =  ## # #  # # # # ##  ## =  # #  # # # # ##  ## = # # = = # #                                       = =  E(>!(2( I !0K'1< H# L "151' 03(( @%3( .(>!(2   =    =   =  = = I>  .(>!#.)0> ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● YFIRTÖKU- TILBOÐ Baugs Group í versl- anakeðjuna House of Fraser hefur hlotið sam- þykki breskra dómstóla. Baugur gerði í lok ágúst tilboð í hlutafé House of Fraser upp á 148 pens á hlut og var því tekið af hlut- höfum breska félagsins hinn 3. októ- ber. Kaupverðið nemur alls rúmum 350 milljónum punda, eða um 45,5 milljörðum íslenskra króna. Samþykki fæst fyrir kaupum á HoF ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,44% í Kauphöll Íslands í gær og var lokagildið 6.292,87 stig við lok- un markaða. Icelandic Group hækk- aði um 0,63% en Marel lækkaði um 1,89%. Þá veiktist gengi krónunnar í gær, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengi dollara er 68,22 krónur, punds 130,3 og evru 87,37. Úrvalsvísitalan lækkar um 0,44% ALÞJÓÐAVÆÐINGIN hefur gert fyrirtæki og heilu fjármálakerfin berskjölduð gagnvart umtalsáhættu, að mati Jónasar Friðriks Jónssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, en ársfundur eftirlitsins var haldinn í gær. Að mati Jónasar brugðust við- skiptabankarnir rétt og vel við um- fjöllun erlendra aðila, sem hófst með útgáfu skýrslu Fitch Ratings í febr- úar. Segir hann bankana hafa lagt mikla vinnu í að auka gagnsæi og koma upplýsingum á framfæri, en ekki síður að sanna í verki að þeir gátu bæði skilað góðri afkomu og náðu að endurfjármagna rekstur sinn þegar á móti blés. Jónas segir Fjármálaeftirlitið hins vegar hafa átt sinn þátt í þeirri breytingu til batnaðar sem orðið hafi á umræðunni um íslensku bankana. Um 54 fundir hafi verið haldnir með um 250 erlendum gestum á árinu. Þessi fundir hafi flestir tekist vel. Sparisjóðum fækki „Þrátt fyrir að árið í ár sé kannski ekki dæmigert fyrir framtíðina, þá er ég sannfærður um að auknar kröf- ur um upplýsingagjöf séu komnar til að vera,“ sagði Jónas. Þá vék Jónas að stöðu sparisjóð- anna í íslensku efnahagslífi. Sagði hann að það kæmi sér ekki á óvart þótt sameiningar sparisjóða yrðu fleiri á næstunni og að sparisjóðum ætti eftir að fækka. Í slíku sameiningarferli bæri hins vegar að hafa í huga sérstöðu spari- sjóðanna, þ.e. að hluti eigin fjár þeirra sé ekki eign stofnfjáreigenda þeirra. „Það er svo annað mál hvort að tími sé kominn til að endurskoða lagaákvæði um sparisjóði í ljósi þró- unar á fjármálamarkaði,“ sagði Jón- as. Aukin umtalsáhætta íslenskra fyrirtækja Morgunblaðið/Eyþór Upplýsingar Forstjóri FME segist sannfærður um að auknar kröfur um upplýsingagjöf íslenskra fyrirtækja séu komnar til að vera. Frekari fækkun sparisjóða kæmi ekki á óvart Í HNOTSKURN » Fjármálaeftirlitið ersjálfstæð ríkisstofnun með sérstaka stjórn, sem skipuð er til fjögurra ára. Hlutverk þess er að fylgjast með starfsemi aðila á fjár- málamarkaði, s.s. banka og verðbréfafyrirtækja. » Fjármálaeftirlitið heyr-ir undir fjármálaráð- herra, en starfsmenn eft- irlitsins eru um 40 talsins. ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina þrenn samtök fjármálafyrir- tækja hér á landi í einum frá og með næstu ára- mótum undir heitinu Samtök fjármálafyrir- tækja. Þetta eru Samtök banka og verð- bréfafyrirtækja (SBV), Samband ís- lenskra tryggingafélaga (SÍT) og Samband íslenskra sparisjóða (SÍSP). Hin nýju samtök verða heildar- samtök fyrirtækja á fjármálamark- aði hér á landi með aðild að Sam- tökum atvinnulífsins. Bjarni Ármannsson hefur verið kjörinn formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja. Grundvallaratvinnuvegur Að sögn Bjarna er markmið hinna nýju samtaka að vera upplýsinga- veita bæði fyrir innlenda og erlendra aðila um fjármálamarkaðinn og að standa vörð um starfsumhverfið og auka skilning á þessum markaði. Hann segir að fjármálaiðnaðurinn á Íslandi hafi vaxið í það að vera einn af grundvallaratvinnuvegum þjóðar- innar á undanförnum árum. Ef litið sé til síðustu fimm ára þá sé vöxt- urinn í umsvifum fjármálamarkaðar- ins ábyrgur fyrir um þriðjungi af vexti landsframleiðslunnar. Sameining í einum samtökum Bjarni Ármannsson DAVÍÐ Oddsson, formaður banka- ráðs Seðlabankans, segir að of snemmt sé að ætla að kaflaskil hafi orðið þegar Seðlabanki Íslands til- kynnti sl. fimmtudag að halda ætti stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta kom fram í erindi Davíðs sem hann flutti á fundi Viðskiptaráðs Ís- lands í gær, en yfirskrift fundarins var „Hagstjórnarvandinn, horft til framtíðar“. Sagði Davíð að niðurstaðan væri fremur frestun á hækkun vaxta en ákvörðun um að vaxtahækkunarferl- inu væri lokið. „Langtímaspár og viðmið við verðbólgumarkmið bankans voru til þess fallin, ein og sér, að vextir yrðu fremur hækkaðir en látnir vera óbreyttir. Og sumir hafa í framhald- inu spurt sem svo: Fyrst líkur og rök stóðu til slíkrar ákvörðunar, því þá að bíða?“ Svaraði Davíð spurningunni með vísun til þess að verðbólguhorfur til skemmri og lengri tíma hefðu mild- ast frá því að bankinn gaf síðast út efni sitt. Verðbólguþróun hefði orðið hagfelldari en gert var ráð fyrir. Launahækkanir og launaskrið hefði einnig orðið minna og framgangur í fasteignaviðskiptum hægari en þá hefði verið gert ráð fyrir. Til viðbót- ar hefði olíuverð farið lækkandi og nokkuð dregið úr útlánaaukningu. „Ekkert má út af bera“ Þrátt fyrir að verðbólguhorfur hafi batnað á síðastliðnum vikum sagði Davíð spennuna mjög mikla í efnahags- og atvinnulífi, nánast sama hvert litið væri. Vinnumarkaður væri enn mjög þaninn og útlánaaukning bankakerf- isins væri ennþá mjög mikil þótt dregið hefði úr hraðanum. „Hætta er á að nú, þegar banka- kerfinu hefur tekist góðu heilli að fjármagna sig til næstu missera og ára, dagi úr aga þar á bæ og slakað verði á kló. Við þykjumst þegar sjá merki þess. Fasteignamarkaður virðist vera að taka við sér á ný og væntingar einstaklinga og fyrir- tækja eru ennþá mjög hátt stemmd- ar. Loks búum við nú við viðskipta- halla sem er meiri en þekktur er annars staðar á byggðu bóli,“ sagði Davíð og bætti við að uppsafnaðan halla þyrfti að fjármagna sem yrði til þess að þjóðarbúið yrði mjög háð lánveitendum á markaði. „Íslenskt efnahagslíf er því ber- skjaldað fyrir höggum, sem snúið kann að vera að fást við,“ sagði Dav- íð. Frestun á hækkun vaxta Berskjaldað Davíð Oddsson segir íslenskt efnahagslíf berskjaldað. Morgunblaðið/Eyþór Símar : 551 7270, 551 7282 og 893 3985 Þjónustusími utan skrifstofutíma 893 3985 Ferjubakki, 4ra herb. Til afhendingar strax Lækkað verð Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteigna- og skipasali hibyliogskip@hibyliogskip.is • www.hibyliogskip.is Mjög góð 4ra herb. íbúð á góðum stað í Breiðholtinu, alls 105,2 fm. Íbúðin er með góðu parketi á gólfum, með stórum og góðum herbergjum og góðum skápum. Björt og rúmgóð stofa, opið milli stofu og eldhúss sem er með mjög góðri innréttingu. Góðir skápar í holi. Stórt baðherbergi með þvottaað- stöðu. Mjög áhugaverð eign. HLUTAFÉÐ, sem renna mun inn í Kaupþing banka í væntanlegu hlutafjárútboði til alþjóðlegra fjár- festa, mun að mati sænskra sér- fræðinga verða notað til kaupa á norrænum banka eða fjármálafyr- irtæki, að því er segir í sænska blaðinu Dagens Industri. Hins veg- ar er Kaupþing ekki sagt hafa áhuga á að festa kaup á verðbréfa- fyrirtæki eða fjárfestingarbanka. Segir í fréttinni að starfs- mannastefna Kaupþings hafi verið með sterkasta móti og að bankinn hafi náð til sín starfsmönnum frá mörgum keppinautum bankans í fjárfestingarbankageiranum. Því finni Kaupþing síður fyrir þörfinni til að bæta við sig eignum á því sviði. Á meðal hugsanlegra skotmarka Kaupþings nefnir DI fyrirtækin Storebrand, Sampo og SBAB, en einnig sé mögulegt að einhver smærri danskur banki verði fyrir valinu. Að mati sérfræðinga sem rætt var við sækist Kaupþing eftir stöðugri tekjulindum en bankinn hefur nú og því komi til greina að kaupa fyrirtæki á sviði fjár- málaþjónustu við einstaklinga. Vandamálið sé hins vegar það að í þeim geira er ekki mikið um álitleg kauptækifæri. Norrænar fjárfestingar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.