Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING www.torhildur.is Andri Snær Magnason rithöfundur Ingibjörg Hafstað kennslustjóri Alþjóðahúss Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar Rögnvaldur Sæmundsson forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir Hannes Smári Halldór Gylfason leikari og Geirfuglarnir Stjórnmál snúast um framtíðina Spáð í spilin með Þórhildi Þorleifsdóttur Fundarstjóri: Edda Björgvinsdóttir Allir velkomnir. Kaffi og með því. ÍSLENSKI saxófónkvartett- inn leikur í kvöld verk eftir Astor Piazzolla og Isaac Alben- iz ásamt verkum franskra tón- skálda. Tónleikarnir fara fram í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli og hefjast klukkan 20.30. Íslenski saxófónkvartettinn er skipaður þeim Vigdísi Klöru Aradóttur á sópran-saxófón, Sigurði Flosasyni á alt-saxófón, Peter Tompkins á tenór-saxófón og Guido Bäumer á barítón- saxófón. Tónleikarnir eru liður í verkefninu Tónleikar á landsbyggðinni. Saxófóntónleikar Fjórir saxófónar á Hvolsvelli Saxófónn. GUÐRÚN Jóhanna Ólafs- dóttir heldur tónleika með trúarlegri tónlist í Dómkirkj- unni í kvöld klukkan 20.30. Guðrún syngur m.a. lög eftir Hugo Wolf, Gabriel Fauré, A. Dvorak, Knut Nystedt og Pet- er Eben, en þeir hafa báðir verið tónskáld Tónlistardaga Dómkórsins, og aríuna „Laudamus te“ eftir Mozart, sem kom henni í verðlaunasæti í alþjóðlegri söngvakeppni fyrir tveimur árum. Þá syngur Guðrún Jóhanna spænska kirkjutónlist og lög eftir John A. Speight við gítarundirleik eig- inmanns síns, Francisco Javier Jáuregui. Einsöngstónleikar Með trúarlegu ívafi í Dómkirkjunni Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir UNGLIST er nú í fullum gangi og verður kvöldið í kvöld til- einkað ungum og efnilegum dönsurum sem koma úr ólíkum áttum. Þeir hittast á jafnrétt- isgrundvelli og sýna helstu stíla og stefnur íslenskrar dansmenningar í dag. Þátttakendur atriða kvölds- ins koma frá Íslenska dans- flokknum, Listaháskóla Íslands, Listdansskóla Ís- lands, Dansrækt JSB, Dansskóla Birnu Björns, Klass- íska listdansskólanum, Kramhúsinu, Árbæj- arþreki og Strákaverkefni Íd. Herlegheitin fara fram í Tjarnarbíói klukkan 20. Danssýning Hvað er betra en að dansa? Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is LISTAMAÐURINN Sigurður Guð- mundsson vinnur þessa dagana að uppsetningu verka sem hann hefur unnið inn í sjö anddyri nýrra bygg- inga í hinu ört rísandi Skuggahverfi í Reykjavík. „Verkin eru úr graníti, málmi og bronsplötum,“ upplýsir listamað- urinn um verkin sjö, sem tengjast öll innbyrðis að hans sögn. „Þau eru mjög keimlík. Þarna getur að líta form sem ég hef unnið mikið með í gegnum áratugina: húsform og pílur ásamt „ófígúratífum“ formum.“ Sigurður segist ekki hafa unnið mikið í tvívíðum verkum á sínum listamannsferli en hann hafi hins vegar gert grafíkverk. „Ég fór í það eldhús mitt fyrir þetta verkefni og lét það „inspíra“ mig. Það er kveikj- an að þeim hugmyndum sem seinna urðu þessi verk.“ Hann neitar því hins vegar að hafa farið af stað með ákveðið mótíf. „Mín nálgun er frekar abstrakt, meira huglæg, getur maður sagt.“ Virðingarvert framtak Verkin eru horn í horn á einum vegg í hverju hinna sjö anddyra. En er ekki að praktískum hlutum að hyggja þegar um er að ræða lista- verk fyrir anddyri húsa? Sigurður segir að hann hafi að sjálfsögðu þurft að hafa í huga hvar verkunum ætti að koma fyrir. „Það er alltaf svoleiðis. Maður þarf alltaf að laga sig að aðstæðum, t.d. rýminu, og eins að hafa í huga endingargildi og að verkið þoli þá umgengni sem fylgir stað af þessu tagi. Svo ef eig- endurnir eru mjög mótfallnir verk- inu þá er það augljóslega ekki gott, hvorki fyrir þá eða mig. Þó maður sé sem listamaður ekki beint í þjónustu eins eða neins þá líður manni betur þegar eigendurnir eru sáttir.“ Það var félagið 101 Skuggahverfi hf. sem ákvað á sínum tíma að leita til Sigurðar til að þróa og skapa listaverkin fyrir 1. byggingaráfanga félagsins á þessum fallega útsýn- isstað. Framtak félagsins segir Sig- urður vera bæði virðingarvert og skemmtilegt. „Þetta var nú gert nokkuð mikið í gamla daga hér á Íslandi. Síðan hef- ur það af einhverjum ástæðum dott- ið niður. Ég get ekki verið annað en mjög jákvæður gagnvart svona framkvæmdum.“ Myndlist | Sigurður Guðmundsson sinnir óvenjulegu verkefni í Skuggahverfinu Vinnur verk inn í sjö anddyri Í HNOTSKURN »Sigurður Guðmundsson erbúsettur í Kína. Hann kemur þó reglulega til Íslands til að sinna minni og stærri verkefnum. »101 Skuggahverfi er félagí eigu Þyrpingar hf. og Fasteignafélagsins Stoða hf. Félagið stendur að bygg- inarframkvæmdum á reit sem afmarkast af Skúlagötu, Lind- argötu og Frakkastíg. SIGURÐUR Guðmundsson leggur senn lokahönd á sjö listaverk sem félag- ið 101 Skuggahverfi hf. hefur fengið hann til að skapa inn í anddyri nýrra íbúðarbygginga í Skuggahverfi. Að auki hannaði Sigurður listaverk sem félagið ætlar kaupendum íbúðanna; egg sem táknar upphaf að nýju lífi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nýtt líf í nýju húsi Á AFI-hátíðinni í Hollywood er frumsýnd heimildarmyndin Se- arching for Orson, sem gerð er af króatísku kvikmyndagerðarmönn- unum Jakov og Dominik Sedlar. Myndin fjallar um Orson Welles en kunnugir furða sig lítt á tengslum króatískra kvikmynda- gerðamanna við umfjöllunarefnið. Welles varði síðustu árum ævi sinnar með króatísku leikkonunni og myndlistakonunni Oja Kodar, þrátt fyrir að vera kvæntur ann- arri konu. Kodar kom fram í kvik- myndum Welles og aðstoðaði hann við að skrifa mörg handrit þeirra. Kodar veitti löndum sínum aðgang að filmugeymslum sínum og Welles og veitti viðtöl í heimildarmynd- inni. Kvikmyndagerðarmennirnir endurguldu henni greiðann með því að minnast hvergi á eiginkonu Welles í myndinni eða ágreining þann sem hefur verið á milli Kodar og dætra Welles um eignarréttinn yfir umtöluðustu ókláruðu kvik- mynd Welles, The Other Side of the Wind. Myndin er að mestu leyti um efri ár Welles og tilurð The Other Side of the Wind. Leikstjórinn Peter Bogdanovich staðhæfir að Other Side sé ein af mörgum ókláruðum kvikmyndum Welles sem hægt væri að ljúka við án meistarans og að Welles hafi einmitt farið þess á leit að hann gerði þetta að Welles gengnum. Hinir króatísku leikstjórar myndarinnar hyggjast leita fjár- magns til þess að ljúka gerð mynd- arinnar og með Bogdanovich við stjórnvölinn. Þeir voru hins vegar ekki mjög skýrir í tali um réttinn á myndinni. Í heimildarmyndinni kemur einnig fram að Welles átti barnabarn sem hann vissi aldrei að væri til. Dóttir hans, Rebecca Wel- les Manning, sem lést 2004, átti dreng, sem heitir Marc, í lausaleik og gaf hann til ættleiðingar. Ný heimild- armynd um Welles Deilt um rétt að ókláraðri mynd hans Orson Welles VIÐTAL Bergþóru Jónsdóttur við Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara sem birtist í Morgunblaðinu á laug- ardag, er nú að finna í lengri útgáfu á mbl.is. Víkingur á mbl.is TENGLAR .............................................. mbl.is/itarefni Morgunblaðið/Eyþór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.