Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Norðlæg átt,
víða 5-10 m/s og
dálítil él, léttir til
sunnan- og vest-
anlands. Vaxandi sunnanátt
vestan til í nótt. » 8
Heitast Kaldast
0°C 8°C
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
„ÉG var stödd í einu herberginu að
tala í heimasímann þegar strákurinn
kemur fram og segir: Mamma, eld-
ur,“ segir Brynhildur Ólafsdóttir.
Hún slapp ásamt átta ára dóttur sinni
og fjögurra ára syni úr brennandi
íbúð í Keflavík í fyrrakvöld. Þau voru
öll vakandi þegar eldurinn kom upp í
barnaherberginu. Brynhildur sagði
að fyrsta hugsun sín hefði verið að
koma börnunum út. Hún kom þeim
fram á svalir eða stigapall fyrir fram-
an, svo fór hún aftur inn í brennandi
íbúðina og hringdi í Neyðarlínuna.
„Ég var með Neyðarlínuna í sím-
anum og sagði: Það er eldur uppi á
Hringbraut. Þá slitnaði sambandið.
Ég var komin með vatnsfötu í hönd-
ina og reyndi að hella á eldinn. Ég
náði í aðra fötu en sá að það varð
engu bjargað og fór út,“ sagði Bryn-
hildur. Um leið og hún var komin út
mundi hún eftir að kötturinn á heim-
ilinu, lítill högni, var enn inni. Hún fór
að dyrunum en varð ljóst að hún gat
ekki farið inn vegna eldsins. Í staðinn
reyndi hún að kalla á kisa, en hann
svaraði engu. Hann fannst svo dauður
í íbúðinni.
Brynhildur sagði að eldurinn hefði
magnast upp á nokkrum mínútum og
mikill eldsmatur verið í herberginu,
filtteppi á gólfinu, rúmin úr tré og í
þeim svampdýnur. En hverju þakkar
hún viðbrögð sín við eldsvoðanum?
„Ég þakka þau námskeiði sem við
vorum sendar á, Kvennasveitin Dag-
björg, sem er stuðningssveit Björg-
unarsveitar Suðurnesja, fyrir flug-
eldasöluna um áramótin í fyrra. Það
fólst í að slökkva eld og bregðast við
eldi. Þar var okkur kennt að ef eldur
magnaðist skyldi maður fara út. Mað-
ur þakkar fyrir það nú að hafa sótt
þetta námskeið.“
Brynhildur sagði að allt væri ónýtt í
íbúðinni. Hún væri tryggð, en trygg-
ingar bættu ekki persónulega muni og
minningar. Börnin eru búin að jafna
sig að mestu en Brynhildur sagðist
enn vera að átta sig á hlutunum.
„Mamma, eldur!“
Brynhildur Ólafsdóttir bjargaðist ásamt börnum sínum úr eldsvoða í Keflavík
Morgunblaðið/Kristinn
Björguðust Brynhildur ásamt börnunum, Kristlaugu Lilju og Ólafi Ómari.
MEIRIHLUTINN í borgarstjórn
Reykjavíkur leggur til rúmlega 150
milljóna króna aukafjárveitingu til
leikskólaráðs borgarinnar fyrir ár-
ið 2007. Annars vegar er um að
ræða u.þ.b. 40% hækkun á nið-
urgreiðslu borgarinnar til dagfor-
eldra og hins vegar hækkun á nið-
urgreiðslu til sjálfstætt rekinna
leikskóla þannig að framlag til
þeirra sé ekki minna en meðaltals-
kostnaður borgarrekinna skóla. | 6
Morgunblaðið/Sverrir
Aukin þörf 9% fleiri börn fæddust
árið 2005 en árið áður.
Hækka
niðurgreiðslu
REKSTRARVÖRUR (RV) hafa
keypt danska hreinlætisvörufyrir-
tækið Unique. RV tók yfir rekstur
Unique 1. nóvember sl. Kaupverðið
er trúnaðarmál.
Kristján Einarsson, stofnandi og
forstjóri RV, segist sjá ýmis sam-
legðaráhrif með kaupunum á Unique
í innkaupum og á ýmsum öðrum
sviðum. Þá sé Danmörk umtalsvert
stærri markaður en Ísland sem
skapi ýmsa möguleika fyrir RV.
Með hagkvæmari hætti
„Þróunin á þeim markaði sem fyr-
irtækin starfa á hefur gengið hraðar
fyrir sig hér á landi en í Danmörku,“
segir Kristján. „Við erum að gera
hlutina að mörgu leyti á hagkvæmari
hátt en gengur og gerist í Dan-
mörku. Þar eru því mikil tækifæri.“
Frá stofnun RV árið 1982 hefur
meginhlutverk fyrirtækisins verið
að sinna þörfum stofnana og fyrir-
tækja fyrir almennar rekstrar- og
hreinlætisvörur. Hjá RV starfa 42
menn en 14 starfa hjá Unique.
Rekstrar-
vörur í
útrás til
DanmerkurLÖGREGLA og toll-gæsla lögðu hald á 950 e-
töflur frá ársbyrjun fram
í september sl., en í fyrra
var lagt hald á 1.500 töfl-
ur á árinu öllu. Þetta er
mun minna en á árunum
1998–2004, þegar lagt
var hald á að meðaltali
8.000 e-töflur á ári.
Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefna-
deildar lögreglunnar í Reykjavík, segist
ekki heyra eins mikið um neyslu e-taflna og
áður og einnig sé minna tekið af efninu.
„Það var miklu meira af henni en svo fór
framboðið að minnka. Refsingarnar fyrir e-
töflusmygl þyngdust og um tíma var tölu-
verður áróður í gangi,“ segir hann.
Rannsókn á láti ungrar konu sem hafði
tekið inn e-töflu heldur áfram, en hún lést
aðfaranótt laugardags. Sigurbjörn Víðir
Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá
lögreglunni í Reykjavík, segir að nokkur
fjöldi hafi verið yfirheyrður vegna málsins,
þar með talinn kærasti konunnar, sem var
með henni þegar hún tók inn töfluna. Sig-
urbjörn segir að rannsóknin snúist nú um
að reyna að komast að því hvaðan konan
fékk efnið.
Mun meiri | Miðopna
Margir
verið
yfirheyrðir
Minna haldlagt af
e-töflum hér á landi en
fyrir nokkrum árum
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhjúp-
aði í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur brjóstmynd af Dav-
íð Oddssyni, fyrrverandi borgarstjóra. Davíð ávarp-
aði viðstadda og þakkaði þann heiður sem sér væri
sýndur. Hann kvaðst hafa kynnst öllum borg-
arstjórum Reykjavíkur að undanskildum fjórum
fyrstu. Hann minnist þess að bæði Geir Hall-
grímsson og Gunnar Thoroddsen hafi sagt við sig,
hvor í sínu lagi, að hann skyldi vera eins lengi borg-
arstjóri og hann gæti. Það myndi honum þykja
skemmtilegasta starf sem hann hefði gegnt. Voru
þeir báðir forsætisráðherrar þegar þessi orð féllu.
Davíð uppljóstraði í gær því leyndarmáli að horn-
steinn að Ráðhúsinu hefði í sinni borgarstjóratíð
verið lagður á afmælisdegi móður sinnar og horn-
steinn að Perlunni á afmælisdegi föður síns.
Brjóstmyndina gerði Helgi Gíslason myndhöggv-
ari. Sagði Davíð að ævintýralegt hefði verið að sitja
fyrir hjá Helga, „því hann hljóp til og frá og var allt-
af eins og hann væri að skylmast við mig.“
Morgunblaðið/Sverrir
Davíð afhjúpaður