Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 51 Glanni Solla Guðrún* Nenni Siggi *fyrir okkur hin ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 33 63 9 11 /0 6 NÝVERIÐ lauk hinum árlega verðlaunaleik „Skjóttu á úrslitin í Formúlu 1“ á mbl.is. Að venju var til veglegra verðlauna að vinna og þátttaka því góð. Rétt eins og í sjálfum kappakstrinum er þó aðeins einn sem í lok keppnistímabils stendur uppi sem sigurvegari og í ár var það Grímur Lúðvíksson sem reyndist getspakastur og hlaut hann að launum glæsilega fartölvu frá Opnum kerfum. Á myndinni eru frá vinstri Arna María Gunnarsdóttir frá Opnum kerfum, sigurveg- arinn Grímur Lúðvíksson, Kristín, dóttir Gríms, og Jón Agnar Ólason á markaðsdeild Morgunblaðsins. Morgunblaðið óskar Grími hjartanlega til hamingju með frammistöðuna og þakkar um leið öllum þeim fjölmörgu sem skutu á úrslitin á mbl.is nú í sumar. Skaut rétt á úrslitin Morgunblaðið/Ásdís Maksim Myaskovskiy, 18 áraRússi, hefur verið handtekinn í Los Angeles fyrir að hóta að drepa leikkonuna Hilary Duff. Talið er að Myaskovskiy hafi setið um Duff og hótað henni. Vefurinn TMZ.com seg- ir Myaskovskiy hafa verið handtek- inn á hóteli eftir að hafa sagt einka- spæjara frá áformum sínum um að myrða hina 19 ára gömlu Duff síðast- liðinn sunnudag. Duff og unnusti hennar, Joel Mad- den, hafa óskað eftir því að nálg- unarbann verði sett á Rússann. Sam- kvæmt lagaskjölum í málinu kom Myaskovskiy til Bandaríkjanna í þeim tilgangi einum að hefja ást- arsamband við Duff. Það gekk hins vegar ekki eftir eins og fyrr segir.    Rapparinn Snoop Dogg hefur gef-ið sig fram við lögregluna í Bandaríkjunum sem hefur ákært hann fyrir að hafa gert tilraun til þess að bera árásarvopn inn í flugvél. Snoop Dogg, sem heitir réttu nafni Calvin Broadus og er 35 ára gamall, var stöðvaður þar eð hann var með kylfu, sem hægt var að fella saman, í farangri sínum er hann var á leiðinni inn í flugvél í Kaliforníu þann 27. september síðstliðinn. Snoop var leystur úr haldi gegn greiðslu 150.000 dala (rúmar 10 millj- ónir kr.) tryggingargjalds eftir að hann var ákærður. Rapparinn mun mæta fyrir dóm- ara þann 12. desember næstkom- andi. Hann gæti átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsi. Snoop sagði við lögreglumennina þegar hann var handtekinn að um- rædd kylfa, sem er rúmir 50 cm á lengd, væri leikmunur úr kvikmynd.    Áhugasamir eiga nú kost á því aðláta nafn sitt koma fram í mynd- bandi hljómsveitarinnar Westlife. Aðdáendur sveitarinnar geta skráð nöfn sín á heimasíðu hennar og nöfnin dúkka svo upp á boðskortum í brúðkaup eða í smáskilaboðum til hljómsveitarmeðlima í myndbandi við nýjustu smáskífu þeirra „The Rose“. Smáskífan er sú tuttugasta sem Westlife sendir frá sér en af þeim hafa 13 ratað á topp vinsældalista í Bretlandi. Sveitin hefur verið ein- hver vinsælasta strákasveit síðustu ára og hafa þeir fjórmenningar selt rúmlega 35 milljónir platna um heim allan. Westlife hefur starfað í átta ár en fyrir tveimur árum sagði fimmti liðs- maðurinn, Bryan McFadden, skilið við hljómsveitina. Fólk folk@mbl.is Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.