Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 20
|miðvikudagur|8. 11. 2006| mbl.is daglegtlíf Dr. Sigmundur Guðbjarnason segir efni í grænmeti og heilsu- jurtum sem styrkja forvarnir gegn ýmsum sjúkdómum. »24 jurtir Upplýst skrifstofa að næturlagi sóar jafnmikilli orku og þarf til að hita upp eitt þúsund kaffibolla.»22 vistvænt Skammdegið fer misvel í landsmenn. Margir kunna vel við sig í rökkrinu en aðrir sakna birtunnar. »24 heilsa Zlatko Novak dreymdi um að eignast eigin verslun og nú geta Eyfirðingar nálgast pólskar vörur í verslun þeirra hjóna. »21 neytendur Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Það er afskaplega skemmtilegtað fá að vinna við það semmann langar virkilega til aðgera. Ég er að rúlla mér af stað í þessu, er á hálfgerðum byrj- unarreit, en byrjunin lofar bara góðu,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, 23 ára nýútskrifaður fatahönnuður. Hún hef- ur fengið mjög góðar viðtökur við peysum, sem hafa undanfarnar vikur fengist í verslunum í Reykjavík og í Kaupmannahöfn. Í Reykjavík hafa peysurnar verið til sölu í Nakta ap- anum við Bankastræti og í versluninni Address í Ahornsgade í Nörrebro í Kaupmannahöfn. „Nú þarf ég að fara að framleiða meira því peysurnar mínar seldust nánast upp um daginn,“ segir Helga Lilja, „en nú langar mig að fara að bæta við, kjólum og fleiru fíneríi, en ég legg mig fram við að hanna þægilegan og flottan hversdagsfatnað fyrir bæði kynin, alveg frá unglingsaldri og upp undir þrítugt. Annars er hverjum sem er velkomið að ganga í flíkunum. Ætli ég sé nokkuð komin með þá sýn ennþá að geta hannað fyrir allan aldur. Það kemur seinna. Mér fannst auðveldast að byrja á peysum því þær eru mikið í tísku núna. Það vilja allir vera í flottum þægilegum peysum. Mínar peysur hef ég saumað úr jogg- ingefni, en ætla nú að fara að sauma peysur og kjóla úr flottu prjónaefni frá Janus í Kópavogi. Ég notast bæði við bútasaum og silkiprent á peys- urnar og nota ég þá gráan, svartan og hvítan lit í grunninn og skreyti svo með litríkari litum,“ segir Helga Lilja, sem er búin að koma sér upp vinnustofu að Vesturgötu 17 ásamt átta öðrum starfandi hönnuðum úr fjölmörgum hönnunargeirum. Hún framleiðir undir vörumerkinu „Hele- copter“. Helga hefur nýlega opnað eigin heimasíðu undir veffanginu www.helecopter-design.com. Fór óvart í fatahönnunina Helga Lilja útskrifaðist úr Listahá- skólanum sl. vor, fékk sér sum- arvinnu við alls óskyld störf, en skellti sér svo út í fagið þegar líða tók að hausti. „Mér sýnist ég geta lifað af þessu ef rétt er á málum haldið. Reyndar slysaðist ég hálfpartinn út í fatahönnunina. Ég ætlaði mér alltaf annaðhvort í íslensku eða listasögu í Háskóla Íslands. Systur minni leist ekkert á þá fyrirætlan þar sem ég var alltaf eitthvað að leika mér í hönd- unum. Hún hvatti mig til að sækja um í Listaháskólanum og ég lét til leiðast með hálfum huga þó. Ég var með lé- lega möppu og bjóst alls ekki við að komast inn. Spá mín gekk þó ekki eft- ir og þegar ég fór sem skiptinemandi til Amsterdam á þriðja ári fór ég að blómstra og finna mig í þessu.“ Morgunblaðið/Sverrir  Peysur Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað peys- ur undanfarið en hyggst nú snúa sér að kjólum og öðru fíneríi. „Peysurnar seldust upp“  Fatahönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir er 23 ára og farin að hanna eigin línu. TENGLAR ..................................................... www.helecopter-design.com Ínágrannalöndum okkar,Noregi og Svíþjóð, hafa ver-ið gerðar kannanir á þvíhversu margir búa einir. Í Svíþjóð búa fjórir af hverjum tíu einir, eða 40%, en í Noregi einn af hverjum fjórum, eða 25%. Þrátt fyrir að fjöldi þeirra sem búa einir hafi vaxið mikið er talsvert ódýrara að vera í sambúð, að því er nýjar tölur frá Svíþjóð sýna. Sagt er frá þessu á vef Aftenposten. Karlmaður sem býr einn er með útgjöld upp á 1.587.113 kr. Kona sem býr ein er með útgjöld upp á 1.534.114 kr. en til samanburðar er einstaklingur sem er í sambúð með útgjöld upp á 1.375.119 kr. á árs- grundvelli. Sérstaklega er húsnæðiskostn- aður hærri, matvörur og nytja- hlutir eru sömuleiðis dýrari fyrir einstæðar konur og karla en þá sem eru í sambúð. Einstæð kona notar 463.736 kr. til húshaldsins en það kostar ein- stæðan karlinn 459.000 kr. að halda heimili. Fólk í sambúð þarf hins vegar einungis að punga út 300.955 á mann til heimilishaldsins. Hjá einstæðu konunni fara auk þess 39.748 kr. í nytjahluti en karl- inn notar 18.928 kr. til kaupa á því sama og sambýlisfólk 24.606 kr. Þegar kemur að því að borða úti horfa hlutirnir hins vegar aðeins öðruvísi við. Sambýlisfólk eyðir 56.784 kr. árlega í að borða úti, einstæð kona borðar úti fyrir 50.159 kr. en karl sem býr einn eyðir litlum 81.390 kr. í að borða úti. Mestur munur er þó á útgjöldum sem snúa að klæðnaði og skófatn- aði á milli einstæðra og sambýl- inga. Einstæð kona eyðir sam- kvæmt sænsku tölunum 105.996 kr. í slíkt en karlinn 44.480 kr. Mann- eskja sem er í sambúð eyðir 64.355 kr. að meðaltali í klæðnað og skó- fatnað. Sænskar krónur eru umreikn- aðar í íslenskar samkvæmt gengi 6. nóvember 2006. Dýrt að búa einsamall Morgunblaðið/Sverrir Einhleypingar Húsnæðiskostnaður, matvörur og nytjahlutir eru dýrari fyrir einstæðar konur og karla en þá sem eru í sambúð. Einar Kolbeinsson íBólstaðarhlíð tók eftir því hvað frambjóðendur eru unglegir og smáfríðir á auglýsingamyndum í prófkjörum: Létt mun ná á listans topp, lofsins æðsta verður, frambjóðandi í photoshop, fagurlega gerður. Jón Arnljótsson tók saman helstu niðurstöður prófkjörs Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi, vitaskuld í bundnu máli: Skólastjóri fyrstur fer, til framboðs talinn bestur. Þar í sæti öðru er afturgenginn prestur. Í þriðja sæti felld var frú, fer því víst af þingi sú. í sæti fjórða öslar inn Ísafjarðardrengurinn. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Fegurð og prófkjör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.