Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STAFNESVITI á Romshvalanesi horfir mót haf- inu sem oft getur verið mjög úfið. Þótt ströndin sé eyðileg og sjórinn illúðlegur á stundum var þarna fjölmennasta verstöð á Suðurnesjum á 17. og 18. öld, að því er segir í bókinni Landið þitt. Konungsútgerð hófst þar um miðja 16. öld og stóð til 1769. Landsetar af konungsjörðum suð- vestanlands voru skyldugir að róa á árabátum þaðan fyrir lítil laun. Útræði hélst frá Stafnesi að einhverju marki fram til 1945 en lítið síðan. Nú er Stafnesið vinsæll viðkomustaður nátt- úruunnenda sem leggja leið sína að þessari strönd við ysta haf til að fylgjast með fuglum og heyra nið úthafsöldunnar. Ef til vill einnig til að fá svolítinn gust í hárið og seltu á vangann. Morgunblaðið/ÞÖK Stafnesviti stendur vörð MARGIR leiða hugann að reykleysi um áramót og nota tækifærið til að strengja áramótaheit þess efnis að gefa reykingarnar alfarið upp á bát- inn. Þetta endurspeglast í fjölda námskeiða gegn reykingum sem boðið er upp á í janúar, bæði hjá Krabbameinsfélaginu og heilsu- gæslum um land allt. Að sögn Guðlaugar B. Guðjóns- dóttur, framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, berast flestar fyrirspurnir um reykbindind- isnámskeið á þessum tíma árs og eru fjölmennustu námskeið félagsins ávallt haldin í janúar. Segir hún fé- lagið þegar farið að taka við skrán- ingum á námskeið sem haldin eru í næsta mánuði, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Símaráðgjöf gegn reykingum Eitt af því sem fólk getur nýtt sér er símaþjónusta sem nefnist Ráðgjöf í reykbindindi sem er í síma 800 6030. Um er að ræða símaþjónustu þar sem sérþjálfaðir hjúkrunarfræð- ingar veita ráðgjöf um hvernig best er að undirbúa það að hætta að reykja, hvaða leiðir helst geti gagnast, auk þess sem boðið er upp á eftirfylgni í formi reglubundinna símhringinga í allt að eitt ár, kjósi fólk það. Að sögn Guðrúnar Árnýjar Guð- mundsdóttur, hjúkrunarfræðings og faglegs umsjónaraðila með símaráð- gjöfinni, hefur símaþjónustan verið starfrækt hérlendis sl. sex ár, en hún er rekin að erlendri fyrirmynd. Segir hún álagið ávallt aukast í janúar og því sé gripið til þess ráðs að lengja símatímann og er hann frá kl. 17–21 alla virka daga fyrstu tvær vikurnar í janúar, en á öðrum árstímum er síminn opinn milli kl. 17 og 19 alla virka daga. Drepið í um áramót Fjölmennustu námskeiðin í janúar „ÞETTA er einn annasamasti tími ársins. Fólk er sólgið í ferskmeti eftir allt kjötátið yfir hátíðirnar. Menn þrá að fá soðningu,“ segir Eiríkur Auð- unn Auðunsson, verslunarstjóri í Fiskbúðinni Vör að Höfðabakka. Að- spurður segir hann það reynslu sína til margra ára að eftirspurnin haldist mikil langt fram í janúarmánuð. Víðast hvar hefur verið fullt út úr dyrum í fiskbúðum landsins, enda finnst mörgum gott að hvíla sig á kjötneyslunni eftir jólin og fá sér eitt- hvað létt og hollt í maga. Eftir því sem blaðamaður kemst næst eru ýsa, lúða og lax vinsælasta fiskmetið nú um stundir, en flestir kjósa einfalda soðningu eftir kjötveislu jólanna. Fiskur hefur selst upp Hjá Óskari Guðmundssyni, starfs- manni í Fiskisögu í Skipholtinu, fengust þær upplýsingar að eftir- spurn eftir fiski hefði verið svo mikil að allt hefði klárast um miðjan dag sl. miðvikudag sem var fyrsti af- greiðsludagur eftir jólalokun. Sagði hann framboð hafa aukist til muna enda fleiri sjómenn að róa. Fólk þyrfti því ekki að óttast að koma að tómum kofunum. Að sögn Geirs Vilhjálmssonar, sem á og rekur Fiskbúðina Hafberg í Gnoðarvoginum ásamt föður sínum Vilhjálmi Hafberg, er fiskneysla mik- il allan desembermánuð og helst auk- in eftirspurn eftir fiski út febr- úarmánuð. „Hér er reyndar alltaf mikið að gera,“ segir Geir þegar hann er inntur eftir því hvort sér- stakt álag hafi verið allra síðustu daga. Örtröð hjá fisksölum eftir hátíðarhaldið Morgunblaðið/Árni Sæberg Fisk í soðið Nóg var að gera í Fiskbúðinni Vör þegar ljósmyndari átti þar leið um. Þar stendur vaktina Eiríkur Auðunn Auðunsson verslunarstjóri. Almenningur sólginn í soðninguna DAVÍÐ Oddsson, seðlabankastjóri og fyrr- verandi forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að brotthvarf sitt af vettvangi stjórnmálanna hafi ekki skaðað Sjálfstæðisflokkinn, heldur þvert á móti sem sýni að hann hafi farið á réttum tíma. Þetta kemur m.a. fram í viðtali Örnu Schram blaðamanns við Davíð sem birtist í nýjasta hefti norræna tímaritsins Nordisk Tidskrift. Í viðtalinu er farið yfir stjórnmálaferil Dav- íðs og hvaða áhrif starf á nýjum vettvangi hefur haft á líf hans og tómstundir. Davíð er m.a. spurður um átök fylkinga í Sjálfstæðisflokknum og segir: „Ég heyrði að ungur maður sem ætlar að verða framkvæmdastjóri flokksins, sagði að sitt fyrsta verk yrði að sam- eina flokkinn fyrir kosn- ingar. Ég veit ekkert um hvað þessi ágæti maður er að tala.“ Aðspurður kveðst Davíð sakna svolítið átakanna í lífi stjórnmálamannsins – þess að takast á um hvort hugmynd verði að veruleika. Hins vegar telur hann þátttöku í stjórnmálum ekki eftirsóknarverða. „Þegar fólk segist ætla í prófkjör segist ég vona að það nái árangri og að ég virði hug- rekki þess og vilja, en þar með hafi það tekið ákvörðun um tvennt: að vera fátækt fólk allt sitt líf og í öðru lagi að sitja undir dylgjum, rógburði og svívirðingum, ef það nær ein- hverjum pínulitlum árangri,“ segir Davíð. Meðal annars er Davíð spurður um fram- boð Íslands til setu í Öryggisráðinu. Hann kveðst hafa stutt þessa hugmynd í upphafi en horfið frá henni síðar meir. Fjárhagslegur kostnaður hafi m.a. vaxið honum í augum en síðan hafi verið reynt að draga mjög úr kostnaðinum. Nú óttist hann að nægum fjár- munum verði ekki varið til verkefnisins. Þá segir Davíð að ráðamenn séu að lofa því að tvöfalda þróunaraðstoð sem kosti millj- arðatugi, í tengslum við framboðið. Honum finnst mjög óskynsamlegt að gera það of hratt. Framlag Íslendinga til þróun- araðstoðar hafi aukist mikið því það sé hlut- fall af þjóðarframleiðslu. Spurður um aðild að Evrópusambandinu (ESB) segir Davíð að Ísland hafi ekkert í ESB að sækja. Engin rök séu með aðild Ís- lands heldur einungis rök á móti. Aðild Norð- manna að ESB myndi heldur ekki breyta neinu fyrir Íslendinga að mati Davíðs. Segir stjórnmálastarf ekki eftirsóknarvert Davíð Oddsson EFTIRLITSNEFND með fjármál- um sveitarfélaga hefur lagt til við sveitarstjórnir Breiðdalshrepps og Djúpavogshrepps að þær undirriti samning um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit milli nefndarinnar og sveitarstjórnanna. Þá mun nefndin hafa fjármál Seyðisfjarðarkaupstað- ar áfram til skoðunar á árinu 2007 vegna viðvarandi halla á rekstri sveitarsjóðs. Fjármál Vestmanna- eyjabæjar hafa og verið til skoðunar vegna hallareksturs. Í ágúst sl. var undirritaður samningur um fjár- hagslegar aðgerðir og eftirlit milli nefndarinnar og bæjarstjórnar Vest- mannaeyja. Eftirlitsnefndin hefur nú yfirfarið ársreikninga 101 sveitarfélags fyrir árið 2005 með hliðsjón af fjárhags- áætlunum áranna 2005 og 2006. Einnig var farið yfir greinargerðir sveitarfélaga þar sem rekstrarniður- staða var neikvæð 2005. Eftir það var óskað upplýsinga um hvernig sveitarstjórnir Bolungarvíkurkaup- staðar, Ísafjarðarkaupstaðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hyggjast bregðast við viðvarandi hallarekstri sveitarsjóða og hver þróun varð í fjármálum á árinu 2006 samanborið við fjárhagsáætlanir. Sveitarfélög undir eftirliti ♦♦♦ HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest farbann allt til 18. janúar yfir pólsk- um manni sem dæmdur var í 18 mán- aða fangelsi fyrr í þessum mánuði fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar en formleg ákvörðun um það hafði ekki borist ríkissak- sóknara 20. desember. Féllust héraðsdómur og Hæsti- réttur á það með ríkissaksóknara að brottför mannsins af landinu gæti tafið framgang málsins meðan áfrýj- unarfresturinn liði og því væri nauð- synlegt að tryggja nærveru hans þar til fyrir liggur endanlega hvort dóm- inum verði áfrýjað. Dæmdur nauðgari í farbanni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.