Morgunblaðið - 29.12.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.12.2006, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Kárahnjúkavirkjun | Til stendur að setja rafmagn á Fljótsdalslínur 3 og 4 í janúarbyrjun á nýju ári. Línurnar munu veita rafmagni frá Kára- hnjúkavirkjun til álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Búið er að reisa öll möstur undir línurnar, nema fyrsta mastrið við Fljótsdalsstöð. Línur hafa verið dregnar og vírar strengdir og er stefnt að því að setja bráðabirgða- rafmagn á línuna til álversins 8. jan- úar nk. Endanleg tenging kemur fljótlega upp úr því og verður rafmagnið tekið af byggðalínu frá Kröflu og Hrygg- stekk til að prófa búnað álversins. Í apríl verður full orkuafhending af landsnetinu uns skipt verður yfir á rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun og þá byrjað að koma kerum álversins í gang einu af öðru. Fyrsta vélin í launaflskeyrslu Guðmundur Pétursson, yfirverk- efnisstjóri Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun, segir að fyrsta vél virkjunarinnar verði gangsett eftir áramót í svokallaðri launaflskeyrslu, án vatns. „Hún mun snúast með og vera drifin af landsnetinu þannig að hún segulmagnar, heldur uppi spennu og styður við kerfið. Hún bætir öryggið á orkuafhendingunni til álversins þar til við verðum komn- ir inn með vél í fulla orku,“ segir Guðmundur. Álverið verður komið í fulla keyrslu í október á næsta ári. Bæði vélar virkjunarinnar og ker álvers- ins verða tekin hraðar inn en gert var ráð fyrir til að standast áætlanir. Beðið eftir fjórum spennum Það er ekki aðeins þjónustustöð Kárahnjúkavirkjunar sem komin er í gagnið heldur hefur undanfarið verið unnið í tengivirkishúsi virkj- unarinnar í Fljótsdal. Þar er m.a. háspennutengivirki fyrir allar sex aflvélar virkjunarinnar og milli- spennar. Að auki er þar tengivirki til að taka orku af Kröflu- og Hrygg- stekkslínum. Tveir spennar af sex sem færa raforku af vélum Kárahnjúkavirkj- unar í háspennulínur eru komnir á sinn stað í sérstökum spennahellum í stöðvarhúsinu í Valþjófsstaðarfjalli og er mjög tryggilega um þá búið. Úr þeim er tenging upp á háspennu- strengi sem liggja síðan út 1 km löng strengjagöng í tengivirkishús. Um 220 manns eru að jafnaði við vinnu í Fljótsdal en 1.800 manns alls vinna við Kárahnjúkavirkjun að sögn Guðmundar Péturssonar. Rafmagn á Fljótsdalslín- ur í janúar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Stöðvarhússmenn F.v. Árni Benediktsson, yfirvéla- og rafmagnsverkefn- isstjóri, Joseph Mosman frá VA Tech, Guðmundur Pétursson yfirverkefn- isstjóri Kárahnjúkavirkjunar, Sveinn Ólafsson vélahönnuður VST og Helgi Þór Helgason rafmagnsverkfræðingur hjá Rafteikningu. Strengjagöng Göngin sem leiða rafmagn frá aflvélum Kárahnjúkavirkj- unar út í háspennumöstur Fljótsdalslína eru 1 km löng. Fyrsta vél Kárahnjúkavirkjunar fer í launaflskeyrslu eftir áramótin Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ALVARLEGUM slysum hérlendis fyrstu 10 mánuði þessa árs hefur fjölgað um 28,7% frá því sem var á sama tíma í fyrra samkvæmt sam- antekt slysaskráningar Umferðar- stofu. Ef októbermánuði er sleppt og borinn er saman fjöldi alvarlegra slysa fyrstu 9 mánuði ársins er mun- urinn töluvert meiri eða samtals 43,6%. Að teknu tilliti til október- mánaðar hefur samkvæmt þessu dregið úr þeim mikla mun sem fram að þessu hefur verið á slysatölum ársins í ár og í fyrra. 30 látnir það sem af er ári Alls hafa orðið 27 banaslys þar sem 30 létust í umferðinni það sem af er ári. Þrjú algengustu banaslysin voru árekstur tveggja bíla sem mættust á beinum vegi eða í beygju (18,5%), var ekið út af beinum vegi hægra megin (11,1%) og slys í eða eftir vinstri beygju – ekið út af hægra megin (7,4%). Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, bendir á að þær leiðir sem farnar eru í áróðri og fræðsluskyni séu stöðugt í endurskoðun. „Í rannsókn- um sem gerðar hafa verið á bílbelt- anotkun kemur t.d. fram að hún hef- ur stóraukist,“ bendir hann á. „Í kjölfar mikils áróðurs okkar í sum- ar, sjáum við breytingar til hins betra í þessum efnum sem koma fram í mánaðarlegri athugun lög- reglunnar í Keflavík. Samt örkum- last ótrúlega mikill fjöldi fólks og lætur lífið vegna þess að bílbeltin eru ekki notuð.“ „Þarna er um að ræða sífellt minni hóp sem er þó í margfalt meiri hættu en aðrir. Einnig má velta fyr- ir sér afleiðingum þess að ekki var staðið fyrir þessum áróðri.“ Er áróður hættur að virka? Einar veltir því fyrir sér hvort komið sé að þeim tímapunkti að fólk sé hugsanlega orðið fullmett af „hræðsluáróðri“. „Það má velta því fyrir sér hvort þessi tegund áróðurs sé hætt að virka á suma, þá einna helst þann hóp ökumanna sem er haldinn áhættufíkn og erfitt er að ná til með áróðri og fræðslu. Hér á landi sem og annars staðar er stöðug verið að leita nýrra leiða til að hafa áhrif á þennan hóp öku- manna.“ Í nýliðnum októbermánuði urðu fjögur banaslys. Hinn fyrsta októ- ber var ekið á fótgangandi mann á gatnamótum Miklubrautar og Háa- leitisbrautar og hálfum mánuði síðar var bifreið ekið út af á Kjósar- skarðsvegi. Hinn 21. október varð útafakstur á vegarslóða við Hrauneyjar og 26. varð útafakstur fyrir neðan safnað- arheimilið í Vopnafirði. Í þessum eina mánuði slösuðust 10 manns al- varlega í jafnmörgum slysum, þar af 2 fótgangandi vegfarendur. Alvarlegum slysum hefur fjölgað um nærri þriðjung Banaslys 2006 Algengustu orsakir banaslysa Árekstur úr gagnstæðum áttum 18 Útafakstur á beinum vegi 11 Slys eftir beygju 7 Umferðarstofa Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FJÖLDI framleiðslu- og innflutn- ingsfyrirtækja sem tilkynna um verðhækkanir í byrjun næsta árs fer sífellt vaxandi, og virðist sem birgjar séu almennt að hækka verð um 3–5%. Hækkanirnar koma til nokkr- um mánuðum áður en virðisauka- skattur á matvæli lækkar í 7% og vörugjöld verða felld niður, hinn 1. mars nk. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, segir að tilkynningar um hækk- anir frá birgjum berist nú svo til daglega. Ljóst sé að stórmarkaðir og verslanir hafi lítið svigrúm til að taka hækkanir á vörum á sig, sér í lagi þegar margir séu að reyna að taka á sig innlendar hækkanir, til að mynda vegna launaskriðs. Því sé hætt við því að matarverð hækki um 3–5% í smásölu á næstunni, í það minnsta á þeim tegundum sem hækka í verði frá birgjum. Gos, bökunarvörur og sultur Þeir framleiðendur og innflytjend- ur sem tilkynnt hafa hækkanir eru t.d. Vífilfell, Katla, Papco og Kjarna- vörur, auk heildverslananna Danól og Ásbjörns Ólafssonar. Í tilkynningu frá Vífilfelli til smá- sala kemur fram að nýr verðlisti taki gildi þann 20. janúar nk., og hann feli í sér meðaltalshækkun upp á 4,6%. Ástæðurnar séu umtalsverðar kostnaðarhækkanir, t.d. hækkanir á þykkni til safagerðar, á umbúðum, sem og korni, malti, maís og sykri. Einnig geri launaskrið og verðbólgu- þróun hækkanir óumflýjanlegar. All- ar tegundir af Trópí og Brazza ávaxtasöfum, fyrir utan eplasafa, munu hækka um 8%, allir gosdrykk- ir um 4,8%, léttöl um 5% og bjór um 4%. Katla mun hækka vöruverð hinn 1. febrúar um 4,9%, en fyrirtækið selur vörur fyrir matvælaiðnað, t.d. bök- unarvörur. Tryggvi Magnússon, framkvæmdastjóri Kötlu, segir ástæður hækkunarinnar verðhækk- anir á hráefni, t.d. hveiti og umbúð- um á undanförnum mánuðum. Einn- ig hafi verið umtalsvert launaskrið sem hafi þau áhrif að það þurfi að hækka verð. Papco, sem framleiðir hreinlætis- vörur úr pappír og pappa, hefur til- kynnt um verðhækkun frá 12. janúar nk., en verð mun hækka um 6,2%. Kjarnavörur, sem eru stór fram- leiðandi á iðnaðarvöru á borð við sultur, grauta og smjörlíki hafa boð- að 5% hækkun í janúar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ástæðan fyr- ir verðbreytingunum sé hækkun á hráefnum, umbúðum og flutningum, auk þess sem laun hafi hækkað. Innlendum hækkunum mætt með hagræðingu Danól, heildsali sem flytur inn bæði mat- og sérvöru, t.d. vörur frá Nestlé, Oroblu og Sanpellegrino, til- kynnti um 3–5% hækkun á nokkrum flokkum nýverið. Skýringar sem fram koma í tilkynningu frá fyrir- tækinu eru m.a. hækkandi hráefnis- verð – t.d. á sykri, hveiti, pakkning- um o.fl., sem leitt hafi til verðhækkana hjá erlendum birgjum fyrirtækisins. Innlendum kostnaðar- hækkunum verði eftir fremsta megni reynt að mæta með aukinni hagræð- ingu í rekstri á komandi ári. Ýmis vörumerki Danól munu hækka í verði, t.d. Blue Dragon- núðlur um 3%, Pickwick-te um 4%, Weetabix um 4%, nokkrar sælgæt- istegundir frá Nestlé um 4%, Hatt- ing um 5% og Daloon um 4%. Heildverslunin Ásbjörn Ólafsson hefur einnig tilkynnt hækkun vegna þróunar gengis. Ásbjörn Ólafsson flytur t.d. inn vörur frá Knorr og So- nax. Verðhækkunin verður á bilinu 3–4% og tekur gildi 8. janúar nk. Birgjar tilkynna nær daglega um hækkanir Búast má við hækkunum á matarverði í smásöluverslunum Í HNOTSKURN » Verð hækkar um eða uppúr áramótum hjá Vífilfelli, Kötlu, Papco og Kjarnavörum, auk heildverslananna Danóls og Ásbjörns Ólafssonar. » Áður hefur verið sagt fráhækkunum hjá Kexsmiðj- unni, Kexverksmiðjunni Frón, Kornaxi, Myllunni, Nathan & Olsen, Ora og Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. » Algengt er að verðhækk-anir birgja til smásala séu á bilinu 3–5% og líklegt að þær hækkanir skili sér út í vöru- verðið til neytenda. NÝ STJÓRN Landsvirkjunar var skipuð í gær, en hún tekur við stjórn fyrirtækis- ins um áramót, þegar ríkið tekur yfir eignarhlut Reykjavíkur- borgar og Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun. Þá flyst forræði ríkisins yfir Lands- virkjun einnig frá iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti til fjármálaráðu- neytisins, en fyrirtækið verður sameignarfélag í eigu ríkisins og Eignarhluta ehf. Nýja stjórnin var skipuð tíma- bundið fram til næsta reglulegs aðal- fundar, í apríl nk., á sérstökum auka- fundi í gær og verður hún skipuð fimm mönnum í stað sjö áður. Jóhannes Geir Sigurgeirsson verður stjórnarformaður áfram í nýrri stjórn, en auk hans skipa stjórnina þau Ágúst Einarsson pró- fessor, Margrét Sanders, löggiltur endurskoðandi, Valur Valsson, fyrr- verandi bankastjóri, og Jóna Jóns- dóttir viðskiptafræðingur. Fulltrúar Reykjavíkur og Akureyrar úr stjórn Varamenn í stjórn verða þau Vig- dís M. Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Agnarsson, Valdimar Hafsteinsson, Þórður Sverrisson og Ágústa Björnsdóttir. Úr stjórninni ganga Álfheiður Ingadóttir, Illugi Gunnarsson, Krist- ján Þór Júlíusson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Ný stjórn LV skipuð Jóhannes Geir Sigurgeirsson Forræði yfir LV til fjármálaráðuneytis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.