Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 12

Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sýslumannsembættið áKeflavíkurflugvelli hafði íhaust áhuga á því að sendamann til starfa hjá gagn- njósnadeild NATO í Kabúl í Afgan- istan. Forsvarsmenn í utanríkis- ráðuneytinu töldu hins vegar ekki að slíkt samrýmdist áherslum utanrík- isráðherra. Var sú ákvörðun tekin, að ekki yrði af þessu verkefni, skömmu áður en umræddur starfs- maður átti að halda til Afganistans. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, segir þó rangt að tala um að ráðuneytið hafi skorist í leikinn. Full sátt hafi verið um niðurstöðuna milli hans og sýslumannsins, Jóhanns R. Bene- diktssonar. Eins og Morgunblaðið greindi frá 9. desember sl. hefur undanfarin tvö ár verið starfrækt fjögurra manna greiningardeild við sýslumannsemb- ættið á Keflavíkurflugvelli sem sinnt hefur gerð reglubundins hættumats fyrir utanríkisráðuneytið í tengslum við verkefni Íslensku friðargæslunn- ar í Afganistan, á Sri Lanka og víð- ar. Um tildrög þess að til tals kom, að Íslendingur færi til starfa hjá gagnnjósnadeild NATO í Kabúl, segir Jóhann að starfsmenn grein- ingardeildarinnar hafi sótt námskeið erlendis til að þeir væru sem best í stakk búnir til að greina upplýsingar sem frá NATO og öðrum koma, varðandi ástand á hættuslóðum, og til að þjálfa þá til umsjónar með þeim gagnagrunnum og beinteng- ingum, sem um ræðir. „Við höfum meðal annars verið í starfsmannaskiptum við deild í Brunssum í Hollandi, sem á ensku er kölluð Allied Command Counter Intelligence, ACCI,“ sagði Jóhann. „Þangað hafa þrír menn farið til stuttrar dvalar. Yfirmaður deildar- innar var hins vegar að fara til starfa í Kabúl og hann óskaði ein- faldlega eftir því að fá einn Íslend- inganna með sér til að vinna í höf- uðstöðvum þar.“ Átti Íslendingurinn að fá starfstit- ilinn „Special Agent“ í fíkniefna- verkefnum NATO, hjá deild sem kallaðist „source operations“. Hann hefði verið áfram á launaskrá sýslu- mannsembættisins en NATO hefði greitt tilheyrandi kostnað, dagpen- inga og annað, á vettvangi. Bendir Jóhann á í þessu samhengi að Íslendingur sé nú þegar starfandi hjá umræddri gagnnjósnadeild, Al- lied Command Counter Intelligence, hjá yfirherstjórn NATO í Mons. Þar er um að ræða Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjón, sem fyrir rúmum tveimur árum hélt til starfa hjá ACCI í Mons. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, hefði greint frá því á sínum tíma og ekki þótt neitt sérstakt tiltökumál. „Það er að vísu rétt að menn ótt- uðust, að þetta væri meira en skrif- stofustarf því að hann átti að hluta til að vera í samskiptum við innlenda aðila,“ segir Jóhann um eðli starfs- ins, sem umræddur Íslendingur átti að sinna í Kabúl. „Hins vegar var það smæstur hluti starfs hans og það fólst ekkert í því annað en við- töl.“ Hættu við fleiri verkefni Utanríkisráðuneytið taldi þetta verkefni hins vegar ekki, eins og áð- ur kom fram, samrýmast þeim áherslum sem Valgerður Sverris- dóttir hefur sett síðan hún varð ut- anríkisráðherra sl. sumar og segir Grétar Már Sigurðsson ráðuneytis- stjóri að þeir Jóhann hafi ekki þurft langan tíma til að verða sammála um þá niðurstöðu. „Það varð ákveðin áherslubreyt- ing með nýjum ráðherra og eitt af því sem við nú leggjum áherslu á er að gera ekkert sem ekki hefur verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd Al- þingis áður. Og þetta verkefni hafði ekki verið kynnt þar,“ segir Grétar Már. Segir Grétar að í þessu felist eng- inn sérstakur dómur yfir verkefninu sem slíku. Það hafi einfaldlega ekki hentað á þessum tímapunkti, m.a. vegna þess að utanríkismálanefnd Alþingis hefur ekki enn verið gerð grein fyrir starfsemi greiningar- deildar sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli. Grétar Már tekur fram að þetta verkefni hafi ekki verið það eina, sem hætt var við. Nefnir hann til dæmis að ákveðið hafi verið í haust að senda ekki sprengjuleitarmenn til starfa í Helmand í Suður-Afganist- an, eins og til stóð. Ýmis fleiri áform hafi verið uppi um þátttöku í starfi NATO í suðurhluta Afganistans, þar sem aðstæður hafa verið mjög hættulegar, „en allir þeir vinnuferl- ar voru stöðvaðir“. Jóhann segir um þá ákvörðun, að ekki verði af því að Íslendingurinn fari til Kabúl, að menn hafi talið að á meðan ekki væri búið að fjalla betur um þessa hluti á opinberum vett- vangi væri ástæða til að fara sér hægt. „Það er ekkert tortryggilegt, óeðlilegt eða undarlegt við þetta. Hitt verða menn að tryggja að allt sé þetta uppi á borðum og sé í opinni umræðu, annars er hætta á að vakni tortryggni,“ segir Jóhann. Segir Jóhann augljóst af eftir- grennslunum Morgunblaðsins og umfjöllun Blaðsins fyrir jól, þar sem því var slegið upp að greiningar- deildin á Keflavíkurflugvelli hefði á ensku haft vinnuheitið Icelandic In- telligence Service-NATO, sem Blað- ið þýddi sem Íslenska leyniþjónust- an, að einhver vildi gera störf hans tortryggileg. Vísar hann hér til þess að einhver hefur lekið til Blaðsins bréfum, sem Jóhann hafði skrifað norsku herleyniþjónustunni og varnarmálaráðuneytinu í Noregi í nafni þessarar „íslensku leyniþjón- ustu“. „Það að einhver skuli leka þessu bréfi [í Blaðið] eins og gert var er auðvitað stórfrétt,“ segir Jóhann. „Ekkert sem ég hef gert hefur ekki áður hlotið samþykki minna yfirboð- ara og verið gert að höfðu samráði við þá,“ segir hann líka. „Það er ver- ið að reyna að láta hlutina líta þann- ig út að ég sé að gera eitthvað sem ég megi ekki, sem ég hafi ekki um- boð til að gera, sem ég hafi ekki rætt áður við menn. Það er það sem er svo ódrengilegt í þessu.“ Segir Jóhann að hann vonist hins vegar til þess að þessi umræða og umfjöllun verði til þess að íslensk stjórnvöld komi þessum málefnum í fastan farveg og að það verði tryggi- lega gengið frá lagaumgjörð og öðru sem fylgir því að við Íslendingar séum að taka öryggismálin í auknum mæli í okkar hendur. Segir mun á gagn njósnum og njósnum En er þá enginn munur á því að starfrækja greiningardeild hjá sýslumannsembættinu á Keflavíkur- flugvelli annars vegar og hafa menn við störf í gagnnjósnadeild hjá NATO á vettvangi hins vegar? Jaðr- ar það ekki við að geta talist „leyni- þjónustuvinna“? Jóhann svarar þessari spurningu svona: „Eigum við ekki að segja að við nánari skoðun vildu menn alveg vera 100% öruggir um að þetta væri ekki í neinni mótsögn við neitt sem við höfum áður gert. Við þurfum hins vegar að hafa það hugfast að þeir starfsmenn Íslensku friðargæslunnar sem eru að vinna í Afganistan hafa þetta sama hlutverk nú þegar á margan hátt. Friðar- gæsluliðar þar eru að taka saman upplýsingar og gefa skýrslur um hættu, eftir að hafa talað við heima- menn. Þetta var ekkert öðruvísi. Svo það sé alveg á hreinu þá fólst ekki í þessu að verið væri að fylgjast með mönnum eða hlera. Eini mun- urinn er sá að þessi starfsmaður átti að fara að vinna fyrir NATO í þess- ari deild og það gat skapað tor- tryggni.“ Jóhann heldur áfram: „Sú þjálfun sem menn hafa fengið í Brunssum hefur snúið að því hvernig þú vernd- ar og verð hagsmuni NATO og hún felur í sér þjálfun í því að meta ein- stakar ógnir sem steðja að ein- stökum ríkjum og NATO í heild. Ís- lenska heitið sem útskýrir þetta best er forvarnadeild. Þú ert í forvörnum og þú ert í því að taka við upplýs- ingum. Ef þetta væri njósnadeild NATO þá værirðu að afla upplýsinga með óhefðbundnum hætti. Þetta er gagn- njósnadeild, ekki njósnadeild.“ Og Jóhann heldur áfram: „Ef menn spyrja: hver var tilgangurinn með þessu? Hver er tilgangurinn með allri okkar vinnu á þessu sviði? Tilgangurinn er sá að finna leiðir til að tryggja sem mest og best upplýs- ingaflæði til íslenskra ráðamanna um aðstæður á þeim stöðum þar sem Íslendingar eru að störfum. Það er tilgangurinn. Tilgangurinn með því að efla tengslin við þessa deild [í Brunssum] var að tryggja hámarks- vernd og öryggi íslenskra starfs- manna erlendis.“ Greiningardeildin áfram undir utanríkisráðuneyti Rétt er að fram komi að ný lög- reglulög taka gildi um þessi áramót og flyst sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli þá frá utanríkis- ráðuneytinu og tilheyrir framvegis dómsmálaráðuneytinu. Skv. heim- ildum Morgunblaðsins eru mál greiningardeildarinnar umræddu til algerrar endurskipulagningar í ut- anríkisráðuneytinu en þar á bæ munu menn vilja taka greiningar- vinnuna yfir með einhverjum hætti. Er gert ráð fyrir því að utanríkis- ráðherra kynni nýtt fyrirkomulag fyrir utanríkismálanefnd Alþingis á nýju ári. Greiningardeildin verður því ekki áfram á forsvari Jóhanns R. Bene- diktssonar, enda verður hann fram- vegis lögreglu- og tollstjóri á Suð- urnesjum. „Ég verð að koma hreinn og óskiptur yfir til Björns [Bjarna- sonar, dómsmálaráðherra]. Ég get ekki þjónað tveimur herrum,“ segir Jóhann. david@mbl.is Vildu senda mann til starfa hjá gagnnjósnadeild NATO í Kabúl Fréttaskýring | Hvenær verður upplýsinga- og gagnaöflun að leyniþjón- ustu? Davíð Logi Sig- urðsson fjallar um greiningardeild sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli. Reuters Land átaka Það er afar kalt í Kabúl í Afganistan um þessar mundir. Í HNOTSKURN »Greiningardeild sýslu-mannsembættisins á Keflavíkurflugvelli var sett á laggirnar í utanríkisráð- herratíð Davíðs Oddssonar. »Hún hefur það hlutverk aðsinna reglubundnu hættu- mati fyrir utanríkisráðuneytið í tengslum við verkefni Ís- lensku friðargæslunnar. »Sýslumannsembættið flystundir dómsmálaráðuneyti um áramót. Í STYRKTARÁTAKI Sparisjóðsins fyrir átta félagasamtök til verk- efna á sviði uppbyggingar, fræðslu, og þróunar í geðheilbrigðismálum söfnuðust alls 21.433.000 kr. Styrktarátakinu lauk á aðfangadag jóla en styrkirnir voru afhentir for- svarsmönnum félaganna í gær. Til að taka þátt í átakinu þurftu viðskiptavinir Sparisjóðsins ekki að kosta neinu til, heldur aðeins að velja eitt af verkefnunum átta og gaf Sparisjóðurinn jafnharðan þús- und krónur til þess verkefnis. Við- skiptavinir voru þó hvattir til að bæta við viðbótarframlagi, en einn- ig var opnaður söfnunarsími svo allir landsmenn gætu tekið þátt í verkefninu. Styrkirnir skiptust samkvæmt vilja viðskiptavina og annarra þátttakenda. Hæstan styrk hlaut Geðhjálp, 4,8 milljónir króna sem verður varið til eflingar og uppbyggingar fé- lagsins á landsbyggðinni með stofnun sjö nýrra deilda. Önnur fé- lög sem fengu styrk eru: ADHD- samtökin, til fræðslu- og kynning- arstarfs á landsbyggðinni um mál- efni þeirra sem glíma við ofvirkni og athyglisbrest; Forma, til að stofna ráðgjafarsetur á vegum Forma þar sem átröskunar- sjúklingar geta átt öruggt athvarf; Hugarafl, til undirbúnings Hlut- verkaseturs, þar sem fólki á bata- vegi eru veitt tækifæri á almennum vinnumarkaði; Klúbburinn Geysir, til uppbyggingar atvinnu- og menntadeildar þar sem fólk á bata- vegi getur tekið fyrstu skrefin í vinnu eða skóla; Ný leið, til til- raunaverkefnisins „Lífslistin“ sem er námskeið fyrir unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða; Rauði krossinn, til fræðslu- námskeiða víða um land fyrir að- standendur geðfatlaðra og áhuga- fólk um geðheilbrigðismál, og Spegillinn, til fræðsluátaks og for- varna gegn átröskunum og sjálfs- eyðandi lífsstíl í grunnskólum og framhaldsskólum. Sparisjóðurinn styrk- ir geðheilbrigðismál um 21,4 milljónir Styrkir Sparisjóðurinn afhenti í gær styrki til uppbyggingar þróun og fræðslu á sviði geðheilbrigðismála. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.