Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 22

Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 22
|föstudagur|29. 12. 2006| mbl.is Góð tengsl skipta miklu fyrir velferð barna og unglinga og um áramótin ætti fjölskyldan að vera saman. » 29 börn Það finnst mörgum tilheyra að skála í kampavíni þegar nýja árið gengur í garð og vissulega fylgir því hátíðarstemning. » 28 vín Geitur, fasanar, kanínur og gull- fiskar eru meðal ábúenda í gömlu fjósi skammt frá Ak- ureyri. » 24 daglegt Smáréttir njóta sín vel á ára- mótaveisluborðinu og þá er gaman að leita fanga sem víð- ast. » 26 matur Það hefur slæm áhrif á heilsu foreldra að eignast mörg börn og sérstaklega eru áhrifin á heilsu mæðranna slæm. » 28 heilsa Flugeldar verða í forgrunnium helgina hjá HaraldGunnari Halldórssyni hjáFlugbjörgunarsveit Reykjavíkur enda sér hann um flugeldamarkaði sveitarinnar ásamt fleirum. „Laugardagurinn verður dálítið sérstakur hjá mér því þá verður mestu vinnunni í kringum flugeld- ana lokið og við eigum bara eftir að selja,“ segir hann. „Það fylgir því mikil vinna að breyta björgunar- miðstöðvunum okkar í sölustaði. Við þurfum að setja upp hillur og raða vörunum í þær þannig að þetta verði þokkalega neyt- endavænt.“ Selt án afláts Hann segir vissulega þurfa að huga að eldvörnum í þessu sam- bandi enda strangar reglugerðir við lýði til að tryggja öryggi í kringum hinn eldfima söluvarning. Öflugur slökkvibúnaður sé á öllum sölustöðum en mesta vinnan í sam- bandi við eldvarnir gangi þó út á forvarnir. „Við þurfum að passa upp á að fólk sé ekki að skjóta í kringum staðina eða reykja inni í sölurýminu en það kemur fyrir að fólk áttar sig ekki á þeirri hættu sem er því samfara.“ Laugardagurinn verður því helg- aður flugeldasölunni. „Ég á nú ekki von á því að gera mikið annað en að vakna, selja flugelda og fara svo heim að sofa þann daginn.“ Stærsti hluti sunnudagsins verð- ur á svipuðum nótum hjá Harald. „Ég tek daginn snemma og fer yfir það sem þarf að redda fyrir dag- inn. Svo er selt án afláts fram að lokun sem er um fjögurleytið og eftir það þarf að ganga frá. Ætli við hugsum okkur ekki til hreyf- ings um sex- eða sjöleytið.“ Farinn að líta í kring um sig Harald segist heppinn því á gamlárskvöld er oftast hlaðborð hjá fjölskyldu hans svo það gerir ekki mikið til þótt honum seinki svolítið. „Maður hefur hlaupið upp úr baðinu og í fötin og oftast sleppur það rétt fyrir matinn. Á eftir er svo fólkinu smalað saman og farið á brennu, sem er alveg nauðsynlegt, þótt ekki sé nema til að ná flug- eldasýningunni.“ Fjörið byrjar svo fyrir alvöru þegar heim er komið af brennunni. „Þá tökum við gjarnan góða skot- törn fyrir skaupið sem öll fjöl- skyldan horfir saman á. Reyndar fer ég yfirleitt út í bílskúr þegar skaupið er hálfnað til að kíkja að- eins á flugeldana og undirbúa skot- in.“ Eins og að líkum lætur er flug- eldasýningin hjá Harald ekki af verra taginu. „Reyndar hef ég að- eins reynt að slaka á að undan- förnu og horfa svolítið í kringum mig. Það eru bara nokkur ár síðan ég uppgötvaði að fleiri voru að skjóta upp en ég og ég varð mjög hissa þegar ég leit upp í himininn. Þegar grannarnir eru svo búnir að skjóta set ég allt í gang hjá mér.“ Hann segir það hefð hjá fjöl- skyldunni að skála í freyðivíni þeg- ar nýja árið gengur í garð. „Ann- aðhvort gerum við það inni í húsi þegar búið er að skjóta eða bara úti á miðnætti ef veðrið er gott.“ Morgunblaðið/ÞÖK Flugeldafjör Fjörið byrjar svo fyrir alvöru hjá Harald Gunnar Halldórs- syni, þegar heim er komið af brennunni. „Þá tökum við gjarnan góða skot- törn fyrir skaupið sem öll fjölskyldan horfir saman á.“ Horft til himins Morgunblaðið/Þorkell Ljósadýrð Það er gaman að litast um loftin á gamlárskvöld. Að styrkja gott málefni og kaupa flugelda hjá Flugbjörgunarsveitunum. Að fara á góða brennu og sjá flugeldasýningu. Að njóta samverustundarinnar með fjölskyldunni á gamlárskvöld. Að nota hlífðargleraugu og hanska þegar flugeldunum er skotið á loft og vera ekki í eldfimum klæðnaði á meðan. Að fara í góðan göngutúr á nýársdag. Harald mælir með... LÍTIÐ og loðið vélmenni, sem lít- ur út eins og selkópur, hefur ver- ið heiðrað af japönsku ríkisstjórn- inni fyrir umönnunarstörf sín í þágu eldra fólks þar í landi, að því er netmiðill BBC greindi frá í vikunni. Í róbótanum Paro hefur verið komið fyrir, undir loðfeldi og veiðihárum, nema sem gerir litla kópnum kleift að bregðast við í anda sprelllifandi gæludýra. Ró- bótinn, sem getur bæði deplað augum og hreyft hreifana, vann til verðlaunanna í vélmenna- keppni, sem haldin var að til- stuðlan japönsku ríkisstjórn- arinnar, en hún stofnaði til verðlaunanna til að stuðla að rannsóknum og frekari þróunum í róbóta-iðnaðinum. Við verðlauna- afhendinguna komu líka verðlaun í hlut risaryksugu, sem vinnur verk sín í skýjakljúfum Tókýó- borgar um nætur, og sérstakrar gjafavélar, sem ætlað er að mata þá, sem eru ófærir um það sjálfir. Róbótar eru notaðir mjög víða í japönsku samfélagi, aðallega sem hjálpartæki til að fást við vaxandi öldrun. Um 19% af 130 milljón íbúum Japana eru 65 ára og eldri. Því er spáð að hlutfall þetta vaxi í 40% árið 2055. Japanir telja að róbótar komi til með að gegna lykilhlutverkum í hjálp og umönnun eldriborgara. Paro var einkum hannaður með þarfir eldra fólks að leiðarljósi, en getur einnig komið að góðu gagni meðal einhverfra og fatl- aðra barna. Róbótum eru einkum ætlað að fá fólk til að slaka á og æfa sig. Auk þess að bregðast við snert- ingu í gegnum snertinema á lík- amanum bregst Paro einnig við nafninu sínu og öðru hjali mann- fólksins, líkt og raunverulegir sel- kópar. Róbóti heiðraður fyrir umönnunarstörf Loðin og líflegur Paro bregst við áreiti eins og lifandi gæludýr. FLUGELDAR eru nokkuð sem við Íslendingar tengjum áramót- unum og fagnaðarlátunum er gamla árið kveður og hið nýja tekur við órjúfanlegum böndum, en víst að skoteldagleðin getur oft verið meiri en góðu hófi gegn- ir. Ekki fagna allar þjóðir nýju ári hins vegar með sama hætti eða krafti og við, kráarferðir, grímu- dansleikir og annað í þeim dúr þykir víða fullgildur áramóta- fögnður þó vissulega grípi aðrar þjóðir einnig til flugeldanna. Það er heldur ekki hægt að segja annað en að það sé örlítið „íslenskur“ bragur á þessari glæsilegu Nýárs flugelda- og ljósasýningu sem íbúar í síber- ísku borginni Krasnoyarsk dást hér að á sýningu í vetrar- miðstöðinni þar í borg. Forskot tekið á nýársfögnuð Reuters daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.