Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 23

Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 23
mælt með … MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 23 w w w . l e i r v o g s t u n g a . i s B Æ JA R Ú T G E R Ð IN · A 4 /H G M D R A u M A s T A Ð u R sumarið 2006 var fyrsta skóflustunga tekin að íbúðabyggð í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. skömmu síðar hófust framkvæmdir og sala lóða. Eftirspurn reyndist mikil og eru margir byrjaðir að byggja upp sinn draumastað. Við þökkum fyrir góðar viðtökur og hlökkum til að reisa framúrskarandi byggð á nýju ári með væntanlegum íbúum. Bjarni Sv. Guðmundsson og Katrín Sif Ragnarsdóttir Á skautum er skemmtilegt að vera Þá er síðasta helgi ársins runninn upp, ótrúlegt en satt. Árið 2006 er á enda og við hæfi að kveðja það með hæfilegri blöndu af afþreyingu og menningarneyslu, hreyfingu og að sjálfsögðu samveru með öllum þeim sem manni finnst skemmtilegastir um helgina. Það hefur ekki beinlínis verið vetrarlegt um að litast á höfuðborg- arsvæðinu um jólin, rigning, hífandi rok og beinlínis svo mikið slagveður að X-kynslóðin man varla annað eins. En það má alltaf snúa á veður- guðina og upplifa vetrarstemningu á skautum undir björtum og vel stillt- um rafmagnsljósum í Skautahöllinni í Laugardal www.skautaholl.is eða Egilshöllinni www.egilsholl.is. Það er opið á báðum stöðum á laugardag frá kl. 13 til 17 í Egilshöll en kl. 18 í Skautahöllinni. Á gamlársdag er op- ið frá 10.30–15 í Laugardalnum. Fánar feðranna í Krýsuvík Þeir sem hafa áhuga á stríðs- myndum ættu ekki að láta Fána feðranna (Flags of Our Fathers) fara fram hjá sér, hún fær fjórar stjörnur af fimm hjá kvikmynda- gagnrýnanda Morgunblaðsins. Þeir sem finna til þjóðarstoltsins þegar þeir sjá íslenskt landslag í erlendum myndum ættu líka að drífa sig. Krýsuvík er trúðverðug sem jap- anska eyjan og vígvöllurinn Iwo Jima. 200 metrarnir á gamlársdagsmorgun Það er ekkert sem hressir, bætir og kætir jafnmikið og sundlaug- arferð. Á gamlársdagsmorgun er til- valið að skella sér í laugarnar, þar sem þær eru opnar, synda 200 metr- ana og slaka svo á í heitu pottunum. Það er mismunandi eftir sveitar- félögum hvort og hversu lengi sund- staðir eru opnir á landinu en á höf- uðborgarsvæðinu eru laugarnar víðast hvar opnar fyrir hádegi. Kynnið ykkur hvenær opið er á heimasíðum sundlauganna. Kristinn Sigmundsson í Hallgrímskirkju Fyrir tón- listarunn- endur er varla hægt að kveðja gamla árið með meiri viðhöfn en á hinum ár- legu áramóta- tónleikum Hallgrímskirkju sem verða haldnir kl. 17 á gamlársdag. Það er stór- söngvarinn Kristinn Sigmundsson sem verður gestur Trompeteria- hópsins að þessu sinni. Á efnis- skránni verða m.a. bassaaríur úr Messíasi eftir Georg Friedrich Händel og Jólaóratóríunni eftir Jo- hann Sebastian Bach. Árið kvatt og íþyngjandi byrðar Þá eru það auðvitað brennurnar á gamlárskvöld. Það er best að horfa í logana og láta táknrænt flest það sem var íþyngjandi á árinu 2006 fuðra upp og hverfa með reyksúl- unum upp í himininn og snúa svo baki við brennunni og árinu. Það er best að lifa í núinu, læra af fortíðinni en velta sér ekki upp úr henni og láta tímann bera sig inn í framtíðina – svona eiginlega án þess að maður viti af. Gleðilegt nýtt ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.