Morgunblaðið - 29.12.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 29.12.2006, Síða 29
börn MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 29 ÞÆR eru margar góðu reglurnar sem kenna þarf börnum og ungling- um í nútímaþjóðfélagi. Fjölskyldan er mjög mikilvægur mótunaraðili en góð tengsl innan fjölskyldu skipta miklu máli fyrir velferð barna og unglinga. Samanhópurinn er sam- starfshópur um forvarnir sem stuðla að velferð barna og unglinga en meginmarkmiðið er að styðja for- eldra í uppeldishlutverkinu. Í frétta- tilkynningu frá hópnum segir að leiðarljósið frá upphafi hafi verið fræðsla og skilaboð með jákvæðum formerkjum. Samanhópurinn sendir nú í átt- unda sinn áramótakveðu til lands- manna þar sem hvatt er til aukinnar samveru foreldra og barna en þær rannsóknir sem hópurinn hefur lagt til grundvallar starfi sínu sýna já- kvæð áhrif á líðan og líf barna eftir því sem samvera þeirra við foreldra er meiri. Þær sýna að börn sem eyða oftar tíma með foreldrum sínum eru í betri tengslum við foreldra sína, þeim líður betur og þau leiðast síður út í neyslu vímuefna. Áramótakveðju Samanhópsins til íslenskra fjölskyldna verður dreift með stuðningi Póstsins á öll heimili dagana 27.–29. desember. Yfirskrift- in er: „Framtíðin er óskrifað blað sem fjölskyldan fyllir út með sam- verustundum. Gleðilegt samveruár 2007.“ Í kveðjunni eru fjölskyldur á Íslandi hvattar til þess að verja tíma sínum saman og hugmyndir eru gefnar að skemmtilegum sam- verustundum á nýju ári. Morgunblaðið/Golli Tengsl Betri tengsl eru milli þeirra foreldra og barna sem eyða miklum tíma saman, en fjölskyldan er mikilvægur mótunaraðili. Samvera með fjölskyldunni Séra Hjálmar Jónsson samdi sálmvið mynd eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur og er hann á jólakorti Thorvaldsens-félagsins í ár: Svalt er á heimsins hjarni og hverfandi skjól en lífið brosir í barni sem birtist um jól. Drúpa dýrðinni tæru dalir og fjöll. Baðast í skini skæru sköpunin öll. Móðirin dreymin með drenginn, hið dafnandi ljós. Í kvöld er fundin og fengin hin fegursta rós. Sigurður Sigurðarson yrkir jólavísu til félaga sinna á leirnum, póstlista hagyrðinga: Ég finn að jólabarnið biður, að betri ljóð í fjórum línum og hagmælt tunga, helgi og friður, hlotnist leirfélögum mínum. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Sálmur og jólavísa Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma vínbúða er að finna á vinbud.is 11:00 - 20:00 LOKAÐ Lau. 30. des Sun. 31. des Reykjavík og nágrenni Opnunartími vínbúða helst óbreyttur nema ofangreinda daga. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.