Morgunblaðið - 29.12.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 29.12.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 31 gur fram neyslu , sýslu- i, sagði tu svo árangri það væri sla hefði elstu inn- flutningsleiðunum, þ.e.a.s. Keflavík- urflugvelli, Reykjavíkurhöfn og Seyðisfirði. Markviss uppbygging tollgæslu og þjálfun tollvarða væri greinilega að skila árangri. Að- spurður hvort að hugsanlega væri innflutningurinn orðinn mun meiri sagði Jóhann að ekkert hefði komið fram um að einhvers stökkbreyting hefði orðið á fíkniefnaneyslu á milli ára. “Þó svo að einhver aukning í neyslu harðari efna sé sennilega staðreynd er hún í engu ekki sam- ræmi við þann gríðarlega mikla ár- angur sem hefur náðst.“ Að hans áliti væri það alveg ljóst að lögregla og tollgæsla hefðu náð mjög háu hlutfalli, og hærra en áður, af þeim efnum sem smyglað var inn í landið á árinu sem er að líða. Jóhann vildi ekki gefa upp í hverju uppbygging og þjálfun hjá tollgæslunni hefði fal- ist. „Menn hafa haldið þeim spilum mjög þétt að sér en það er þó hægt að segja að miklum fjármunum hef- ur verið varið í að bæta þjálfun og tækjubúnað. Við höfum líka þétt samskiptanetið, bæði innanlands og við önnur ríki svo sem Danmörku, Eystrasaltsríkin, Bretland og Hol- land. Allir þessir þættir hafa skilað árangri,“ sagði hann. „En við höld- um okkar rannsóknaraðferðum kyrfilega leyndum því um leið og ég fer að ústkýra hvernig við bætum okkar rannsóknaraðferðir er ég að upplýsa um hvernig við vinnum. Þessi árangur er ekki tilviljun, hann er árangur þrotlausrar vinnu í mörg ár og markvissrar uppbyggingar.“ Breyta aðferðum Þó að vel hafi tekist til á þessu ári er það síður en svo ávísun á vel- gengni á því næsta, að sögn Jó- hanns. Afar erfitt yrði að bæta þennan árangur og raunar væri varla hægt að ætlast til þess. Smygl- arar breyttu vinnubrögðum sínum í sífellu og lögregla og tollgæsla yrðu áfram að vera á tánum gagnvart nýjum aðferðum. Aðspurður sagði Jóhann að greina mætti ákveðnar tilhneig- ingar hjá smyglurum eftir árum. Þannig hefði í ár verið tiltölulega lít- ið um að menn reyndu að smygla fíkniefnum innvortis og einnig hefði fremur lítið fundist af efnum sem höfðu verið falin á líkama. Á hinn bóginn hefði verið algengara að fíkniefni væru falin í farangri og í byrjun ársins komst upp um tvær tilraunir til að smygla amfetamín- basa hingað í vökvakenndu formi. „Smygltilraunirnar eru stöðugt að breytast og það ganga yfir ákveðnar bylgjur í þessum málum eins og öðr- um,“ sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Milljarða markaður SÁÁ hefur sagt frá því að neysla á örvandi fíkniefnum fari stöðugt vax- and og í grein sem birtist á vef sam- takanna í apríl sl. sagði m.a. að út frá fjölda amfetamínfíkla mætti álykta að heildarinnflutningur gæti numið 640 kílóum árlega. Miðað við það og verðkannanir SÁÁ má áætla að viðskipti með amfetamín nemi um 2,7 milljörðum króna á ári. Verð- mæti þess amfetamín og kókaín sem haldlagt var á árinu nemur um 330 milljónum króna. g stórar fíkniefnasendingar á þessu ári mfetamín og árin 2000-2005 Morgunblaðið/Árni Sæberg : !" !$" 1% 1& Q#!150 $  & $/ #!.J$0& /$C$"##!:$0& -! ' " $0" $   '    12  ?   + 2 + 2 /, 2  ,  (  ; R$     Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Árleg pílagrímsferð músl-íma, haj, til hinnarhelgu borgar Mekka íSádi-Arabíu er nú hafin og lýkur hátíðinni á mánu- dag. Er fetað í fótspor spámanns- ins Múhameðs sem fór fyrsta haj sögunnar snemma á sjöundu öld eftir Krists burð. Talið er að gest- irnir verði að þessu sinni um þrjár milljónir en alls eru múslímar í heiminum nú vel á annað þúsund milljónir, að sögn fréttavefs breska ríkisútvarpsins, BBC. Hátíðin hefst ávallt í mánuði er nefnist á arabísku Dhu al-Hiijah en tímasetning hans fer eftir tunglkomum. Ein af hinum helgu skyldum múslíma, hvort sem þeir eru af grein súnníta eða sjíta, er að fara minnst einu sinni á ævinni til Mekka, fæðingarborgar Múham- eðs, og fylgja þeim helgisiðum sem ferðinni tengjast. Skilyrðið er að þeir hafi til þess heilsu og að sjálf- sögðu verða þeir að hafa efni á ferðinni. En sádi-arabísk stjórn- völd hafa á síðari áratugum orðið að setja kvóta á hvert land til að koma í veg fyrir að allt fari úr böndunum, svo mikill er fjöldinn sem vill sinna pílagrímsskyldu sinni. Gefa Sádi-Arabar út sérstök vegabréf fyrir pílagríma til að ekk- ert fari milli mála. Ekki er amast við að konur taki þátt í hátíðinni en þeim er ráðlagt að fara í hópi með öðrum konum, koma ekki stakar. Best er samt að þær séu í fylgd með föður, eig- inmanni eða bróður. Hins vegar er fólki af annarri trú en íslam strangleg bönnuð þátttaka. Hefðin fyrir haj gömul og eldri en íslam Enginn villutrúarmaður má fara til Mekka og hefur fáum tekist að brjóta það bann. Borgin er helgasti staður íslams. En að sögn eins þekktasta Miðausturlandafræðings heims, Karen Armstrong, er hefðin fyrir pílagrímsferð til Mekka samt mun eldri en íslam og er bundin við Kaba-steininn fræga sem hul- inn er svörtu klæði á torginu við moskuna miklu í Mekka. Þangað héldu þúsundir manna frá nálæg- um löndum á hverju ári til að dýrka guðinn, Al Lah. Heitið varð síðar nafnið á guði íslams. En Mekka naut og nýtur enn góðs af þeim geysimiklu tekjum sem ár- viss ferðamannastraumurinn til borgarinnar færir henni. Eitt af því sem lengi hefur varpað skugga á hátíðarhöldin er að oft lætur fjöldi fólks lífið í troðningnum sem myndast á staðnum. Þannig fórust nær 400 manns í janúar á þessu ári. Enn minnast menn skelfing- anna árið 1990 þegar talið er að rúmlega 1400 manns hafi farist í troðningi í jarðgöngum. En stjórn- völd í Sádi-Arabíu segjast hafa hert öryggisreglur svo mjög að þessu sinni að ekki eigi að vera hætta á mannskæðum uppþotum vegna troðnings. Geysilegur fjöldi fólks streymir nú í áttina að tjaldborginni Mina, skammt frá Mekka, en þar verður heimili pílagrímanna næstu sólar- hringana. Þegar pílagrímurinn kemur til Mekka fer hann vand- lega eftir ýmsum helgisiðum sem eiga að tákna líf Abrahams (Ibra- hims) og Hagar (Hajarah), for- feðra araba og reyndar einnig gyð- inga sem að vísu eru synir Söru. Einnig eiga siðirnir að minna á samheldni múslíma um heim allan. Helstu siðirnir eru þessir: Gengið er hratt þrisvar um- hverfis Kaba, síðan aftur fjórum sinnum en þá nær steininum, hæg- ar og í öfuga átt við fyrri ferðirnar. Gengið er sjö sinnum fram og aftur milli tveggja hæða, Safa og Marwah. Er með þessu líkt eftir örvæntingarfullri leit Hagar að vatni áður en guð sendi engil sem vísaði Hagar á brunninn Zamzam. Þessi hluti ferðarinnar nefnist Umrah, hið minna haj, og margir heimsækja síðan Medina þar sem þeir berja augum gröf Múhameðs. En mikilvægasti hlutinn er eftir, hið meira haj, sem hefst áttunda dag Dhu al-Hijah. Þá halda píla- grímarnir til tjaldborgarinnar Mina þar sem þeir dvelja það sem eftir lifir dagsins. Að grýta sjálfan Satan Daginn eftir er haldið á fjallið Arafat og verða pílagrímarnir að halda sig á ákveðnu svæði á fjall- inu þar til eftir sólsetur. Tímanum er varið til bænahalds og íhugunar. Næsta skrefið er að eftir sól- setur er farið á svæði er nefnist Muzdalifah, milli Arafat og Mina, og er þar safnað smásteinum sem notaðir eru til að grýta skrattann (Shaitan) daginn eftir. Er þá fyrst fleygt sjö steinum í múr nokkurn í Mina, síðan er dýri fórnað en margir láta þó duga að kaupa svo- nefnd fórnarskilríki í Mekka. Er þá fórnað dýrum fyrir marga í senn án þess þeir séu viðstaddir. Sama dag láta pílagrímar raka höfuð sitt og afklæðast Ihram-bún- ingnum heilaga; þeir eru nú orðnir syndlausir. Næstu tvo daga heim- sækja þeir helgistaðinn Masjid-al- Haram í Mekka og að kvöldi 11. dags mánaðarins verða þeir að fleygja steinum í alla þrjá múra Mina og endurtaka athöfnina dag- inn eftir. Mikil virðing fylgir því að hafa farið í pílagrímsferð til Mekka og eru slíkir múslímar gjarnan heiðr- aðir með virðingarheitinu haj-inn í sinni heimabyggð þótt lög og regl- ur trúarinnar mæli alls ekki fyrir um neitt slíkt. Þess ber einnig að geta að sannir múslímar eiga að gefa fátækum ölmusu og ein af reglunum varðandi haj er að eng- inn á að leggja upp nema hann sé búinn að tryggja fátækum í næsta nágrenni sínu brýnustu nauðsynj- ar. Þetta segir að minnsta kosti múslími sem blaðamaður hitti í flóttamannabúðum Vestur-Sahara- manna á dögunum. Sagði maður- inn, sem var mikill trúmaður, að stundum gætti skinhelgi hjá píla- grímum. „Þeir sýna auð sinn með því að fara til Mekka og hirða ekki um að liðsinna fátækum,“ sagði maðurinn, hneykslaður á þessum trúsystkinum sínum. En fyrir sanntrúaða múslima er haj afar mikilvægur atburður í líf- inu, tímamót sem líkja má við and- leg hvörf. Margir múslímar benda líka á að hefðin sé einstök í menn- ingarsögunni í þeim skilningi að hún sameini fólk um allan heim. Og rétt er að þátttakendur koma úr öllum heimshornum. Íslam er ekki síður hnattræn trúarbrögð en kristnin og litlu fámennari. Reuters Á bæn Tugþúsundir múslíma á bæn við Kaba-steininn, bak við svarta tjaldið, á torgi moskunnuar miklu í Mekka. Milljónir pílagríma sameinast í haj Í HNOTSKURN »Karlar sem koma tilMekka sem pílagrímar eiga að klæðast eingöngu sandölum og hvítum klæðum í tveimur hlutum, fatnaður- inn nefnist Ihram. »Þeir mega ekki raka sig,klippa hár sitt eða bera skartgripi meðan þeir klæð- ast Ihram. » Ihram táknar einfald-leika, sakleysi og fyr- irgefningu allra synda. Kon- ur bera oft hvítan eða svartan klæðnað og hylja hár sitt.  6. júlí voru tveir Litháar handteknir eftir að um 12 kíló af amfetamíni fundust í bensíntanki bifreiðar þeirra sem flutt var með Norrænu. Mennirnir voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi. Þennan sama dag var íslenskt par á tvítugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Frankfurt með um kíló af kókaíni sem þau höfðu falið í holum skósólum. Jafnframt fannst kíló af hassi við húsleit hjá fólkinu. Í fyrirsögn Morgunblaðsins var þetta sagt eitt stærsta kókaínmál síðari ára.  9. ágúst fundust tæplega tvö kíló af kókaíni í farangri ís- lenskrar konu sem var að koma til landsins frá Spáni.  19. október fundust 14 kíló af hassi í póstsendingu frá Dan- mörku. Fjórir menn sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins.  17. nóvember fundust um 800 e-töflur í póstsendingu frá Hollandi.  21. nóvember fundust um þrjú kíló af kókaíni í farangri ís- lensks manns sem kom til landsins frá Kaupmannahöfn. Þetta er mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einni sendingu hér á landi. m í héraði. ík 3 kíló af amfeta- renni Reykjavíkur en kniefni. Eigandi eða Keflavíkurflugvelli efði nægt til að fram- hlaut fjögurra ára 2 flöskur með fíkni- nnihéldu flöskurnar af hassi. Lögreglan lum við málið en rir innflutninginn, Þetta er stærsta andi í fjölda ára. Sá í 8½ árs fangelsi, mdur í fjögurra ára málið rak annað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.