Morgunblaðið - 29.12.2006, Síða 35

Morgunblaðið - 29.12.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 35 UMRÆÐAN FYRIR nokkru var Forvarn- ardagurinn haldinn hér á landi. Með deginum var m.a. ætlunin að vekja athygli ungmenna, foreldra og forráðamanna á mikilvægi skipulagðs félagsstarfs, eins og íþrótta, til að koma í veg fyrir vímu- efnaneyslu ungs fólks. Með átakinu var einn- ig lögð áhersla á að hvert ár sem unga fólkið okkar neytir ekki vímuefna skiptir máli. Rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi hafa um árabil sýnt fram á mikilvægi skipulagðs tómstundastarfs sem forvarna gegn vímuefnum. Þau ungmenni sem ekki taka þátt í slíku starfi eru líklegri til að nota vímu- efni en þau ungmenni sem eru virk í hefðbundnu íþrótta- og tóm- stundastarfi. Því er mikilvægt að unglingarnir okkar stundi skipulagt tómstundastarf sem lengst til að sporna gegn neyslu vímuefna. Í íþróttastarfinu hafa augun mik- ið til beinst að brottfalli úr íþrótt- um. Brottfall er talið stórt vanda- mál því þau ungmenni sem hætta í skipulögðu íþróttastarfi lenda sum hver í áhættuhóp þeirra sem helst neyta vímuefna. Lausnirnar sem við höfum beint sjónum okkar að hafa sérstaklega litið til þess hvað sé hægt að gera til að halda krökk- unum okkar lengur í íþróttum. Hvert ár skiptir máli og því þrýst- um við sífellt á þau að vera eitt ár í viðbót í íþróttastarfinu. En með þessum aðferðum erum við ekki að komast að rót vandans. Væri ekki nær að fyrirbyggja brottfall með því að sinna forvörnum gegn brott- fallinu sjálfu? Ættum við ekki frek- ar að reyna að leita leiða til að gera börnunum okkar kleift að finna sinn rétta farveg í íþróttum? Að þau séu að stunda íþróttir á eigin forsendum? Með því móti vinnum við að forvörnum gegn brottfalli úr íþróttum. Helsti brottfallsaldur úr íþróttum er 12 – 15 ára og helsta ástæða brottfalls er áhugaleysi. Börnin hafa ekki áhuga á að æfa íþróttina sem þau stunduðu. Það er kjarni málsins. Iðkendur eru að stunda íþróttagreinar sem þeir hafa ekki raunverulegan áhuga á að stunda og eðli- lega hætta því þátt- töku þegar þau sjálf gera sér grein fyrir því. Það er reynsla und- irritaðs sem og margra annarra íþróttaþjálfara að mörg börn eru einmitt að stunda íþróttir sem þau hafa ekki raunverulegan áhuga á. Ætla má t.d. að um þriðjungur ungra pilta sem æfa fótbolta hafi engan sérstakan áhuga á fótbolta. Það eru þessir iðkendur sem mæta verr á æfingar, mæta of seint á æfingar, leggja sig ekki fram á æfingum, taka ekki framförum og ná ekki ár- angri. Það eru þessir iðkendur sem hætta í íþróttum fyrr en seinna. Þetta er brottfallshópurinn sem við höfum áhyggjur af. Hópurinn sem valdist ekki í rétta íþróttagrein. En hverjar eru ástæður þess að börnin okkar eru ekki að finna sér íþróttir eða tómstundir við hæfi? Sökin liggur bæði hjá íþróttahreyf- ingunni sem og okkur foreldrunum. Íþróttafélögin bjóða í vaxandi mæli upp á sérhæfingu fyrir ung börn í ákveðnar íþróttagreinar í stað þess að bjóða upp á fjölbreyttar íþróttir fyrir alla. Börnin flokkast því strax á unga aldri í ákveðna íþróttagrein sem við foreldrarnir viljum svo að þau nái árangri í. Við foreldrar er- um svo oft haldin þeirri tálsýn að gera börnin okkar að íþróttastjörn- um og teljum í því skyni að sérhæf- ing á unga aldri sé rétta leiðin til þess. Rannsóknir sýna, þvert á þessar hugmyndir, að ótímabær sérhæfing í íþróttir dregur úr lík- um á árangri og eykur brottfall úr íþróttastarfinu. Til að sporna við brottfalli barna og ungmenna úr íþróttum, og til að sinna öflugu forvarnarstarfi, þurf- um við því að skipuleggja íþrótta- starf ungs fólks á þann hátt að það séu ekki foreldrarnir, félagarnir, fjölmiðlarnir, þjálfarar hinna ýmsu íþróttagreina eða íþróttafélögin sem segja börnunum okkar hvaða íþróttagrein þau eigi að stunda og sérhæfa sig í frá unga aldri. Áhug- inn verður að koma frá þeim sjálf- um. Að innan. Börnin eiga sjálf að taka þá ákvörðun þegar þau hafa þroska til. Það gera þau ekki fjög- urra ára, eða fimm ára. Þau gera það löngu síðar. Því er mikilvægt að hætta að setja börn í sérhæfðar íþróttagreinar á unga aldri. Íþróttahreyfingin og við foreldrar þurfum að taka höndum saman og bjóða börnunum okkar upp á al- mennar og fjölbreyttar íþróttir sem gerir þeim kleift að efla hreyfi- þroska sinn, prófa sem mest og velja svo þá íþróttgrein eða greinar sem þau hafa virkilegan áhuga á að stunda, á sínum eigin forsendum. Það er áhuginn og ástríðan sem er lausnin að vandamálinu. Veitum börnunum okkar raunverulegt val til að leggja áherslu á það sem þau sjálf vilja gera í íþróttunum. Afleið- ingar þess verða minna brottfall úr íþróttastarfi sem og meiri og betri árangur í öllum íþróttum. Þannig virka íþróttir best sem forvarnir! Íþróttir og forvarnir Viðar Halldórsson fjallar um forvarnargildi íþrótta fyrir ungmenni » Íþróttafélögin bjóðaí vaxandi mæli upp á sérhæfingu fyrir ung börn í ákveðnar íþrótta- greinar í stað þess að bjóða upp á fjölbreyttar íþróttir fyrir alla. Viðar Halldórsson Höfundur er sviðsstjóri íþróttafræða- sviðs Háskólans í Reykjavík. HRAÐINN í okkar þjóðfélagi er orðinn mikill. Enginn má vera að því að bíða, allt þarf að fara af stað sem fyrst og klárast á mettíma. Börnin okk- ar verða sífellt meira dregin inn í þessa tímavél sem snýst hraðar og hraðar. Aldrei hefur kynslóð verið vanrækt andlega jafn mikið og sú sem vex úr grasi núna. Börnin eru aftarlega í forgangsröðinni í dag. Þeim er komið fyrir í dagvistun, oft meira en 8 tíma á dag, í pössun á kvöldin og um helgar. Á meðan eru foreldrarnir að vinna langan vinnudag og sinna sínum áhuga- málum þar fyrir utan. Síðastliðin helgi fór ég eins og oft áður í sumarhúsið okkar, lít- ið hús við stöðuvatn. Þar sat ég á verönd- inni og naut kyrrð- arinnar, leyfði mér þann lúxus að gera ekkert neitt og lét hugann reika. Það var fallegur haustdagur og sólin skein á litadýrðina. Öllum há- værum vélbátum hafði verið komið fyrir í skýlunum og enginn var á svæðinu. Ég velti fyrir mér öll þessu stóru og glæsilegu frístund- arhús sem stóðu ónotuð. Í sumar var ekki jafn friðsælt og stundum spurði ég manninn minn í gríni: „Eigum við að vera heima í garð- inum að hlusta á hávaða í list- flugsmönnum eða eigum við að fara í sumarbústað að hlusta á vélbát- ana?“ En án gríns: Þurf- um við ekki aðeins að staldra við og spá í há- vaðann í kringum okk- ur? Er ekki þörf á lög- um um hávaðamengun? Mega einkaflugvélar, spítt- bátar, mótorhjól og vélsleðar vaða enda- laust yfir rétt þeirra sem vilja slaka á án hávaða? Og svo eitt: Þurfa menn virkilega öll þessi dýru tól og tæki til þess að öðlast hamingju? Eigum við kannski frekar að sleppa að kaupa allt þetta dót og gefa börnunum okkar meiri tíma í staðinn? Umræðan um hrað- akstur á þjóðvegum stendur núna hátt. Á leiðinni heim úr sum- arhúsinu fylgdist ég með ökumanni sem fór fram úr mér þar sem ég ók á eftir þungaflutningabíl á 80 km hraða. Hann rétt slapp fram fyrir mig vegna þess að ég bremsaði harka- lega niður. Ég sá ekki betur en að hann var með 2 börn í bílnum. Svo endurtók hann þennan hættulega leik með bílinn fyrir framan mig. Lengra komst hann ekki þegar ég beygði út af aðalveginum í Mos- fellsbæ þar sem akreinin verður tvöföld. Hann græddi 5 sekúndur en setti sig og börnin tvisvar í lífs- hættu. Svona mönnum er ekki bjargandi og hér dugar ekkert nema öflugt lögreglueftirlit og háar sektir. Þessir menn setja svo sann- arlega sig og aðra í hættu, miklu frekar en mótmælendurnir við Kárahnjúka. Þarna var á sínum tíma ekkert mál að vera með tugi lögreglumanna að abbast upp á friðsælt fólk. Mikið væru nú gott að hafa jafn öflugt lögreglulið í um- ferðaeftirliti. Ég hugsa mikið um hvort hrað- inn, stressið, hávaðinn og tímaleys- ið sé ekki afleiðing af skökku lífs- gæðamati. Oft er minna meira. Það er svo hollt að geta sagt nei við sumt sem verið er að telja okkur trú um að maður verði að eiga. Og eitt í lokin: Lífshamingjan reiknast ekki í mínútum og klukkutímum. Ég er ekki sammála Illuga Gunn- arsyni þegar hann fjallar um að umferðarhnútar skerði lífskjör (Fréttablað 8. október) Þar reiknar hann upp hve mikinn tíma og pen- ingar tapast með því að sitja í um- ferðarteppu. Maður verður bara að læra að lifa með þessu, draga úr óþörfum ferðum á álagstímum og reyna að hvíla bílana sem oftast. Í raun og veru getur maður nefni- lega notið lífsins þótt hægar kemst en ætlast er. Ef þú lendir í um- ferðateppu, reyndu þá að setja græjurnar á fullt og syngja með, það hefur slakandi áhrif. Og aldrei er maður jafn frjáls og þá því eng- inn heyrir hvort maður syngur vel eða illa. Því þessi læti? Úrsúla Jünemann fjallar um hraða í nútíma samfélagi »Maður verð-ur bara að læra að lifa með þessu, draga úr óþörfum ferðum á álagstímum og reyna að hvíla bílana sem oft- ast. Úrsúla Jünemann Höfundur er kennari. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERR- ANN okkar, Einar K. Guðfinnsson, er býsna pennaglaður þessa dagana enda styttist í kosningar. Samt sem áður forðast hann að tala um það sem nær honum snýr, það er að segja sjávar- útveginn á Íslandi að undanskildum hval- veiðum og veiðum er- lendra skipa sem eru langt fyrir utan okkar 200 mílna lögsögu sem hann flokkar undir sjó- ræningaveiðar sem vel má vera. Hvernig væri nú að líta sér nær og ræða ástand sjávarþorpa vítt og breitt um lands- byggðina sem svipt hafa verið lífsvið- urværi sínu með því fá- ránlega fyrirkomulagi sem núverandi kvóta- kerfi hefur í för með sér? Síðan er hnífnum snúið í sárinu með því að hleypa dragnótabát- um upp í fjörur inni á flestum fjörðum og fló- um landsins með þeim hörmulegu afleið- ingum sem dragnótin hefur í för með sér varðandi botngróður og lífríki sjávar. Sjóræningjaveiðar á grunnslóð Í Skagafirði hafa undanfarin ár verið stundaðar dragnóta- veiðar allhömlulaust og síðasta sum- ar tók nú steininn úr. Alls stunduðu meira og minna tíu dragnótabátar veiðar á firðinum, að stórum hluta innan við eyjar og nánast inn í fjarð- arbotn. Einnig hefur stærð drag- nótabáta farið vaxandi og eru nú sumir dragnótabátar á stærð við minni gerð skuttogara. Dæmi: KLÆNGUR ÁR20 sem er 38 metra langur, 299 brúttótonn, 913 hestöfl og togkraftur 13,2 tonn. Þessum bát hefur nú verið flaggað á Skagafjörð undir nafninu MARGRÉT SK20. (Hegranes SK2, fyrsti skuttogari Skagfirðinga, var 38 metra langur með 1060 hestafla vél.) Þessi veiðiskapur telst löglegur, en að margra mati siðlaust athæfi sem flokka ætti með sjóræningaveiðum. Þetta er nú samt látið viðgangast í skjóli sjávarútvegsráðuneytisins og ráðherra. Þrátt fyrir að 400 manns hafi skrifað undir áskorun um að banna þessar veiðar, samþykki sveit- arstjórnar og fundi með ráðherra hefur ekkert fengist að gert. Eftir stendur auðnin ein Hvað segja fiskifræðingar um þessi vinnubrögð nú þegar fisk- stofnar eiga erfitt uppdráttar? Vissu þeir kannski ekkert um það þegar dragnótabátar voru að rótast í klak- fiski á Húnaflóa fyrir innan Blönduós síðasta vor? Eða er kannski allt í lagi að umgangast viðkvæmar uppeld- isstöðvar með þessum hætti? Skagafjörður var að komast á það stig að vænlegt var að stunda þar bæði handfæra- og línuveiðar og stefndi í að þar gætu í framtíðinni orðið sjálfbærar vistvænar veiðar. Sú von er nú fyrir borð borin þar sem dragnótabátar hafa skrapað fjörðinn þannig að ekkert er að hafa. Að- komubátar sem stunduðu línu- og handfæraveiðar eru allir farnir og heimamenn búnir að gefast upp og í þann veg að selja frá sér kvótann. Sömu sögu er að segja um að- komubáta sem voru á dragnót. Þeir eru farnir, enda allt uppurið og ekk- ert að hafa lengur, eftir stendur auðnin ein. Ríkisstjórnin, að tillögu Einars K., hefur ákveðið að setja á fót starfshóp til að fara yfir hvaða breytingar þurfi að gera á íslenskri löggjöf til að geta tekið fastar á svokölluðum sjóræn- ingjaveiðum vegna örfárra veiðiskipa einhvers staðar úti í ballarhafi og skal hún vinna hratt og vel. Hvernig væri nú að byrja á heimavinnunni og setja á fót starfshóp til þess að kanna hvaða áhrif dragnótaveiðar, og það upp í landsteina, hafa á lífríki sjávar, ný- liðun og uppeld- isstöðvar fiskstofna. Til þess að þessi nefnd geti unnið af heilindum og skilað marktækum ár- angri þyrftu fleiri aðilar að koma að henni en LÍÚ og Hafró. Skagafjörður jafnmikilvægur og Faxaflói Reglugerð um drag- nótaveiðar útgefin af sjávarútvegsráðuneyt- inu er í 11 greinum og er 5. grein sérstaklega bundin við dragnóta- veiðar í Faxaflóa. Þar gilda þær reglur að bátar mega ekki vera lengri en 22 metrar, sem er góð ákvörðun, en þegar kemur að öðrum fjörðum og flóum lands- ins má allt í einu lengd dragnótabáta fara upp í 42 metra og vélarstærð 1.200 hestöfl (aflvísir 2.500). Þetta er fráleitt og með ólíkindum að nokkur maður skuli láta sér detta í hug að hleypa þessari stærð dragnótabáta upp í fjörur landsins. Við frekari lestur 5. greinar kemur í ljós að hlutfall þorsks og ýsu má ekki fara yfir 15% af afla kola í sum- um tilvikum, undanþága í 30%. Þeg- ar kemur að öðrum svæðum kveður við annan tón því þar eru engar slík- ar reglur í gildi, t.d. í Skagafirði hef- ur hlutfall kola verið langt innan við 10% þrátt fyrir það að forsendur fyr- ir því að dragnót var leyfð í Skaga- firði væri nýting kolastofnsins þar. Þá er einnig tekið fram að á Faxa- flóasvæðinu sé óheimilt að nota steinastiklara (rockhoppara). Það er ekki tekið fram að á öðrum veiði- svæðum séu þeir ekki leyfðir, hins vegar tekið fram að óheimilt sé að nota hlera og það nánast það eina sem skilur dragnótina frá hinu hefð- bundna botntrolli. Hins vegar er not- uð margföld víralengd á dragnót miðað við troll þannig að dragnóta- bátarnir ná ansi góðu togi áður en dragnótin kemur saman og lokast. Þetta er í rauninni opið bréf til sjávarútvegsráðherra og svara að vænta ef einhver dreitill er eftir í pennanum. Sjávarútvegsráð- herra hunsar óskir Skagfirðinga Steinar Skarphéðinsson skrifar opið bréf til sjávarútvegsráðherra Steinar Skarphéðinsson »Hvernigværi nú að byrja á heima- vinnunni og setja á fót starfshóp til þess að kanna hvaða áhrif dragnótaveiðar, og það upp í landsteina, hafa á lífríki sjávar, nýliðun og upp- eldisstöðvar fiskstofna. Höfundur er vélstjóri. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.