Morgunblaðið - 29.12.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 39
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝ Árni GunnarPálsson fæddist
á Litlu-Reykjum í
Hraungerðishreppi
3. maí 1920. Hann
lést 23. desember
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Páls Árnasonar
bónda, f. 27. októ-
ber 1889, d. 24. júní
1975, og Vilborgar
Þórarinsdóttur
Öfjörð, f. 12. febr-
úar 1892, d. 7. júlí
1975. Þau eignuðust
6 börn, þau eru: Gunnar, sem hér
er minnst, Guðný, f.
1921, d. 1990, Þór-
arinn Öfjörð, f.
1922, d. 2006, Guð-
rún, f. 1924, d.
1983, Ingibjörg
Guðrún Öfjörð, f.
1926, d. 1967 og
Stefanía Ragnheið-
ur, f. 1931.
Útför Gunnars
verður gerð frá Sel-
fosskirkju í dag og
hefst athöfnin
klukkan 14. Jarð-
sett verður í Hraun-
gerðiskirkjugarði.
Þegar ég nú rita niður minningar
um minn elskaða bróður Gunnar,
sem nú hefur kvatt þessa jarðvist 86
ára gamall hvarflar hugurinn til
bernskuáranna og allra hinna systk-
ina minna sem nú eru gengin. Við ól-
umst upp í litlum bæ með grænu túni
í kring. Þar var líf og fjör og góðar
stundir, gleði að vera til. Það dimmdi
í lofti þegar mófuglarnir komu fljúg-
andi í stórum hópum og settust á tún-
ið. Glóðvolg áveitan við túnjaðarinn,
þar sem við systkinin böðuðum okkur
á sólardögum. Hreiður mófugla í mó-
um og mýrum, fuglasöngur, þá var
enginn minkur kominn í Flóann, ilm-
ur af slegnu grasi. Pabbi og mamma
léku sér við okkur krakkana á túninu
þegar búið var að hirða heyið. Það
voru sannarlega ljúfar stundir sem
vert er að minnast. Gunnar var
snemma rólyndur og traustur. Hann
hafði yndi af góðum bókum og gaf sér
góðan tíma við lestur þeirra. Eitt
sinn vorum við stödd saman úti á
hlaði að kvöldi til, ég hef líklega verið
7–8 ára. Það var stjörnubjart og jólin
voru að nálgast. Ég tók eftir sérstak-
lega stórri og bjartri stjörnu á himn-
inum. Ég segi við Gunnar í barns-
legri einlægni „Er þetta
Betlehem-stjarnan?“ Gunnar leit á
mig og þagði við, ég áttaði mig á að
ég hafði sagt einhverja vitleysu og að
þetta gat ekki verið sú stjarna. Þá
sagði hann eftir skamma umhugsun.
„Ætli það ekki, Stebba mín.“ Og ég
skildi að hann vildi ekki skerða mína
saklausu barnatrú. Hann hæddist
ekki að mér fyrir kjánaskapinn og
hann sagði engum frá þessari fávisku
minni, ég var honum mjög þakklát
fyrir. Þannig var snemma samband
okkar, trúnaður og kærleikur á báða
bóga.
Bræður mínir voru einstaklega
samrýndir þótt þeir væru ákaflega
ólíkir. Doddi eldhugi sem datt margt
skemmtilegt í hug og réð hann oftast
ferðinni. Þeir fóru snemma að færa
björg í bú með silungsveiðum. Þeir
voru einstakir aflamenn báðir tveir.
Mamma sagði mér frá fyrstu veiði-
ferð þeirra, þá voru þeir 8 og 10 ára
þegar þeir fengu að fara með færin
sín fram að Vola, (Hróarsholtslæk).
Mömmu var um og ó að láta þá fara
eina því lækur þessi er bæði straum-
harður og vatnsmikill og þeir ósynd-
ir. Þeim dvaldist æði lengi dags og
var hún orðin mjög óróleg. Allt í einu
sér hún þann yngri koma hlaupandi,
þá varð hún alvarlega hrædd. Hún
hélt að Gunnar hefði drukknað. En
Doddi var bara kominn til að ná í hest
því þeir voru búnir að veiða svo
marga fiska að þeir gátu ekki borið
þá. Þannig hófst aflasæld þeirra, sem
aldrei þraut. Eftir þetta skort ekki á
nýjan silung til bragðbætis á heim-
ilinu og var það mikil búbót því fæðið
var nú ekki margbrotið í þá daga.
Bræður mínir voru einstaklega góðir
við litlu systur sína, fékk ég oft að
fara með fram að Vola. Þá áttu þeir
báðir reiðhjól og sat ég þversum á
slánni fyrir framan annan hvorn
þeirra og hélt mér í stýrið. Það voru
nú skemmtilegar ferðir og horfði ég á
veiðiskapinn og naut veiðigleðinnar
með þeim.
Móðir mín lék í flestum leikritum
hjá ungmennafélaginu í sveitinni, við
fjölskyldan fórum á allar þessar sýn-
ingar. Einn vetur var mamma að
leika og við ætluðum að fara að sjá
sýninguna en þá var ég lasin og með
hita svo ekki þótti æskilegt að ég færi
á samkomuna. Var ég mjög sorg-
mædd yfir því en þá buðust báðir
bræður mínir til að vera heima hjá
mér og það kvöld er mér alla ævi
mjög hugstætt því þeir lögðu sig alla
fram til að gleðja mig. Þeir hituðu
kakó og höfðu mig á milli sín uppi í
rúmi, lásu fyrir mig og spiluðu við
mig á spil, ég man enn hvað ég var
hamingjusöm.
Gunnar var veiðimaður af Guðs
náð eins og sagt er um listamenn.
Hann fór víða og veiddi lax og silung í
ám og vötnum, þá eignaðist hann vini
víðsvegar því hann var greiðvikinn
og veiddi þá fyrir búendur á viðkom-
andi stöðum og fékk þá að veiða fyrir
sjálfan sig í staðinn. Hann stundaði
veiði í Hvítá í Suðurkoti og Önd-
verðanesi fyrir bræðurna Árna og
Ólaf Tryggvasyni í mörg ár og veiddi
þá upp á hlut. Þetta var mikil og erfið
vinna því það veiddist mikið. Hann
var einn á bát og með mörg látur, bar
allan aflann á bakinu frá veiðistað oft
um langan veg. En þetta var það
starf sem hann kunni að meta. Þá
lagði hann líka minkagildrur og var
mikill áhugamaður við útrýmingu á
þeim vágesti í íslenskri náttúru. En
refi skaut hann aldrei, hann hafði
samúð með refnum. Eitt sinn datt
hann útbyrðis úr bátnum og var ekki
í björgunarvesti, hann var það sjald-
an. Hann var í klofstígvélum það varð
honum til bjargar að hann reyndi
ekki að klæða sig úr, hvorki þeim né
fötum. Heldur fór strax að synda og
hélt fast í spotta sem bundinn var í
bátinn, en í bátnum voru nokkrir lax-
ar sem hann hafði veitt, og í land
komst hann með bátinn í eftirdragi,
þá var hann á áttræðisaldri.
En hann var alla tíð sterkur mað-
ur.
Gunnar áttaði sig snemma á að
sveitabúskapur var ekki að hans
skapi, það var of bindandi starf.
Hann þráði að læra en efni og ástæð-
ur voru af skornum skammti, hann
var 2 vetur á íþróttaskólanum í
Haukadal hjá Sigurði Greipssyni.
Þar eignaðist hann vini sem hann
hélt sambandi við alla ævi. Hann var
einn vetur á bílaverkstæði hjá Stein-
dóri, þá 20 ára. Þá var hann til húsa
hjá Benedikt Péturssyni og fjöl-
skyldu á Öldugötu 32, vinafólki for-
eldra okkar. Þar var heimasæta sem
hann felldi hug til en hún var þá ekki í
þeim hugleiðingum. Sjálfsagt fundist
hann of ungur því hún var 9 árum
eldri. Eftir það fer hann á Bifreiða-
verkstæðið á Selfossi og í Iðnskólann
og útskrifast þaðan sem bifvélavirki.
Vann við það á veturna en við hey-
skap á sumrin hjá pabba og mömmu.
Hann giftist júgóslavneskri konu,
hún var kölluð Djúdda, þá byggði
hann hús, Heiðarveg 1 á Selfossi, en
þau skildu tveim árum síðar. Þá vann
hann við virkjunina við Efrafall í
Grímsnesi ásamt Dodda bróður. Þeir
unnu einnig saman á verkstæðinu á
Selfossi og þóttu með afbrigðum úr-
ræðagóðir, svo sögur voru á kreiki
um afrek þeirra á því sviði. Eitt sinn
bilaði vörubíll uppi í Grímsnesi og
þeir voru sendir til að sækja hann,
stýrismaskínan var biluð. Þeir þurftu
að koma honum niður á verkstæði
svo þeir tóku á það ráð að Gunnar sat
inni í bílnum og stjórnaði bensíngjöf.
Þórarinn sat framan á húddinu og
stýrði hjólunum með staur. Þetta
þótti skemmtilegt og þá var því bætt
við söguna að Gunnar hefði setið með
vélina á hnjánum inni í bíl, en á verk-
stæðið komu þeir bílnum áfallalaust.
Hann var háseti á togaranum Agli
Skallagrímssyni 1955 þá var ég búin
að eignast mitt fyrsta barn og við
hjónin bjuggum á Njálsgötunni,.
Þegar Gunnar kom í land gisti hann
hjá okkur. Eitt sinn er hann var að
koma með togaranum frá Þýskalandi
úr söluferð var stödd hjá mér vin-
kona mín Dagbjörg Benediktsdóttir.
Hann kom með ýmislegt sælgæti
sem hann gaf okkur af, Dagga dvald-
ist fram yfir miðnætti, en þá voru
strætisvagnar hættir að ganga svo ég
bað Gunnar að fylgja henni heim, en
ég skyldi búa um hann á meðan. Þá
sagði Dagga: „Hann getur nú bara
gist hjá mér, það er nóg pláss“. Hann
þáði það og gisti hjá henni í 39 ár.
Þetta var sama stúkan sem hann
hafði litið ástaraugum þegar hann
var tvítugur. Nú hófst besti kafli í lífi
Gunnars í sambúð með þessari
ágætu konu. Þau áttu mjög vel sam-
an, bæði sparsöm og róleg, hún
dvaldi oft með honum heilu sumrin
þegar hann var við veiðar í Suður-
koti. Alla tíð voru þau fastir gestir
hjá okkur Sverri, öll jól og reyndar
flestar helgar í kvöldmat á laugar-
dögum, við oft í súkkulaði hjá þeim á
sunnudögum, reyndar var líf okkar
mjög saman ofið. Ég saknaði Döggu
mikið er hún féll frá 24. ágúst 1995.
Þegar hún dó flutti Gunnar á Selfoss
í hús sitt á Heiðarvegi 1 og dvaldi þar
þangað til hann fór á hjúkrunarheim-
ilið Ljósheima á Selfossi.
Hann gerði Kristleifi í Húsafelli í
Borgarfirði margan greiðann, Krist-
leifur vildi borga Gunnari fyrir vinn-
una, Gunnar sagði þá: „Ég á systur
sem mér þykir soldið vænt um og
þætti vænt um að geta boðið henni í
bústað til þín í staðinn þegar lítið er
að gera á veturna.“ En Kristleifur
var þekktur fyrir að vera með fyrstu
mönnum sem buðu upp á sumarhúsa-
leigu. Þetta var auðfengin lausn. Eitt
sinn þegar við vorum stödd þar og
Gunnar var að sýna mér fegurð
fjallanna, Strútinn, Eiríksjökul og
Geitlandið blasti við, þar hafði Gunn-
ar gengið til rjúpnaveiða, segir hann:
„Hérna vil ég helst hvíla að endingu,
strá ösku minni yfir Geitlandið.“ En
ég er sannfærð um það að honum félli
ekki illa að hvíla við hlið foreldra okk-
ar og hann þarf engin leyfi til að
heimsækja alla þá staði sem voru
honum kærastir því þótt þreyttur lík-
ami sé lagður í mold ferðast hin
frjálsa sál hvert sem hugurinn kýs.
Yfir veg þinn, vorið nýtt,
vaxa blóm í hverju spori.
Allt sem fraus er aftur þítt,
allt sem kól er vermt og hlýtt.
Allt hið gamla er aftur nýtt,
yngt og prýtt af sól og vori.
Yfir veg þinn, vorið hlýtt,
vaxa blóm í hverju spori.
(Þorsteinn Gíslason.)
Ég vill þakka læknum og starfs-
fólki á hjúkrunarheimilinu Ljósheim-
um fyrir einstaka kærleiksríka
umönnun. Megi lífsins ljós lýsa ykk-
ur, kæru vinir.
Stefanía Ragnheiður Pálsdóttir.
Vinur okkar Árni Gunnar Pálsson
er látinn 86 ára að aldri. Hann kom
hingað að Kalmanstungu fyrst haust-
ið 1960 og var þá í fylgd með Gísla
Kristinssyni frá Hafranesi við Reyð-
arfjörð. Hafði Sveinn Einarsson
veiðistjóri sent hann hingað til tófu-
veiða, en hann fékk svo Gunnar til að
aka sér, þar sem Gísli átti ekki bíl þá.
Þeir Gísli voru báðir miklir áhuga-
menn um hvers konar veiðiskap.
Gunnar starfaði við laxveiði í Árnes-
sýslu í áratugi og var oft fengsæll í
besta lagi. Gunnar var bifvélavirkja-
meistari að mennt, lærði þau fræði
hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi
og vann oft tíma og tíma við það.
Einnig var hann á togara í nokkur ár.
Hér í Kalmanstungu var hann jafnan
tíma úr árinu meðan heilsan entist og
var þá ólatur að rétta hjálparhönd við
að lagfæra vélar og hvaðeina sem
þurfti. Oft var gripið í lomberspil,
sérstaklega meðan Kristófer frændi
var við bærilega heilsu, en hann hafði
afar gaman af að spila. Kona Gunn-
ars, Dagbjörg, var oft með honum í
þessum ferðum og oft komum við til
þeirra í Reykjavík og þáðum góðar
veitingar.
Þeirra Gunnars og Dagbjargar
minnumst við Bryndís, Stefán, Krist-
ín og Jón með mikilli hlýju og þökk
fyrir liðna tíð.
Bryndís og Kalman Stefánsson.
Árni Gunnar Pálsson
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
88 7287 16471 22687 31357 39038 47416 54843 63503 72569
172 7628 16602 22787 31468 39052 47446 55299 63631 72602
302 7835 16670 22943 31483 39331 47595 55675 63647 72678
435 8102 16755 23146 31500 39451 47873 55818 63773 73153
1007 8240 16797 23296 31653 40022 47903 55911 64257 73606
1043 8435 16851 24544 31931 40136 47973 56193 64753 74277
1490 8522 17045 24660 31989 40157 47990 56483 64844 74469
2213 8573 17050 24752 32867 40194 48758 57163 65208 74789
2234 8634 17051 24823 32959 40246 48779 57576 65897 75467
2384 9049 17213 25238 33192 40618 49144 57968 66193 75757
2574 9148 17307 25246 33291 40629 49507 58282 66491 75872
2604 9403 17326 25360 33368 40640 49738 58368 66627 76005
2613 9414 17336 26205 33622 40658 49799 58453 66681 76137
2664 9902 17653 26437 33665 41114 50326 58479 66945 76460
2674 9932 18016 26495 33729 41117 50353 58617 67194 76471
2690 9940 18405 26914 34178 41224 50591 58631 67482 76535
2880 10153 18486 27067 34663 41328 50611 58917 67596 76800
2905 11010 18490 27256 34972 41330 50721 59053 68207 77002
3205 11216 18730 27345 35364 41636 50750 59250 68361 77018
3496 11494 18739 27447 35510 41902 50772 59307 68407 77078
3546 11661 19064 27486 36036 41934 51198 59471 68727 77416
3624 11784 19393 27618 36129 41969 51214 59542 69145 77553
3963 11920 19858 27905 36324 42064 51590 59595 69288 77681
4056 12129 19968 28263 36552 42664 51658 59814 69744 77956
4154 12153 20073 28275 36862 43224 52028 59921 69765 77995
4594 12468 20397 28434 36898 43396 52169 60099 69788 78152
4646 12625 20530 28510 36998 43544 52247 60288 69849 78186
5160 13024 20600 28909 36999 43738 52333 60398 70114 78198
5209 13260 20773 28976 37046 44393 52453 60435 70208 78512
5291 13565 20868 29158 37357 44489 52635 60495 70228 78712
5321 13666 21189 29203 37380 44825 53229 60899 70298 78825
5375 14214 21319 29237 37544 45733 53266 61590 70433 78868
5506 14784 21505 29307 37609 45863 53439 61604 71057 79137
5679 14914 21522 29331 37907 45876 53613 61900 71101 79214
5701 15036 21564 29720 37948 45985 53971 62428 71443 79283
5881 15070 22201 29818 37970 46006 53989 62448 71537 79348
6081 15361 22209 29850 38013 46277 54013 62483 71620 79404
6473 15707 22311 30026 38347 46358 54053 62643 71770 79481
6666 16209 22409 30174 38805 46917 54527 63314 71820 79693
6937 16428 22607 30720 38837 47085 54811 63449 72369 79740
Næstu útdrættir fara fram 4. jan., 11. jan., 18. jan., 25. jan. & 1. feb. 2007
Heimasíða á Interneti: www.das.is
V i n n i n g a s k r á
35. útdráttur 28. desember 2006
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
5 5 7 4 5
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
7 1 5 2 6 5 1 4 3 4 8 3 6 6 2 8 4 2
Vi n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
6460 9063 38520 40494 43133 60730
8191 14771 38909 43034 47473 74938
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
4 8 5 7 7 7 3 1 6 6 0 1 2 9 8 9 3 4 1 4 2 1 5 2 3 7 7 6 1 7 6 9 7 2 7 0 6
6 7 8 8 0 5 3 1 8 7 8 1 3 0 5 1 3 4 2 0 9 5 5 3 3 4 4 6 1 7 7 2 7 3 1 1 5
2 2 3 1 8 0 8 0 1 9 0 3 4 3 0 5 9 9 4 3 4 3 5 5 3 4 4 2 6 1 9 5 9 7 4 0 5 6
2 6 3 8 9 7 8 8 1 9 7 6 1 3 0 6 2 1 4 3 5 8 1 5 6 1 1 0 6 2 6 9 4 7 4 3 4 5
3 8 4 7 1 0 1 9 2 1 9 9 8 7 3 2 6 3 7 4 4 1 4 0 5 6 3 9 8 6 3 3 2 5 7 4 7 5 1
4 4 9 4 1 0 3 2 0 2 0 8 9 4 3 3 7 2 0 4 6 3 8 5 5 6 6 0 1 6 3 8 1 8 7 6 2 9 0
4 7 8 0 1 0 6 6 7 2 3 6 0 2 3 4 7 7 9 4 6 7 9 1 5 6 8 1 4 6 5 4 7 2 7 6 8 0 2
4 9 3 0 1 0 9 0 1 2 4 5 0 1 3 6 8 9 3 4 7 2 1 9 5 8 9 4 8 6 5 6 5 6 7 7 0 1 9
5 2 1 2 1 4 0 6 5 2 6 0 4 6 3 6 9 5 9 4 8 4 5 1 5 9 1 4 3 6 6 6 2 9 7 8 7 6 3
5 4 9 1 1 4 5 4 4 2 7 1 8 9 3 6 9 8 0 4 9 2 4 6 5 9 3 5 5 6 7 3 9 4
6 8 0 6 1 5 5 2 7 2 7 5 9 8 3 7 4 6 0 4 9 9 0 7 6 0 1 0 7 6 7 4 8 7
7 0 1 4 1 5 7 1 7 2 8 1 9 5 4 0 4 7 0 5 0 4 2 7 6 0 2 1 0 6 8 7 7 6
7 6 8 4 1 6 2 3 4 2 9 3 9 2 4 0 9 1 2 5 1 8 6 5 6 1 0 2 2 7 1 0 9 3
Fáðu úrslitin
send í símann þinn