Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 46

Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSKRIFT nemenda frá Menntaskólanum í Kópavogi fór fram 20. desember sl. við hátíð- lega athöfn í Digraneskirkju. Alls útskrifuðust 47 stúdentar, 17 iðnnemar og 12 nemendur af skrifstofubraut. Þá brautskráðust 3 nemar úr meistaraskóla matvælagreina. Einnig útskrif- uðust frá skólanum á þessu hausti 20 flugþjón- ustunemar þannig að alls voru brautskráðir 99 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi á þessu hausti. Nýtt gæðastjórnunarkerfi í MK Í máli Margrétar Friðriksdóttur skóla- meistara kom m.a. fram að á haustönn hefur verið í gangi umfangsmikil vinna að undirbún- ingi og innleiðingu á gæðastjórnunarkerfi skv. ISO 9001 sem er alþjóðlegur staðall um gæða- stjórnunarkerfi og þær kröfur sem þarf að uppfylla. Stefnt er að því að sækja um vottun á keppni á þessu sviði. Dagana 7.–12. nóvember sl. komu saman á Írlandi um 300 þátttakendur frá 33 Evrópulöndum til að keppa sín á milli. Fulltrúar MK og Íslands að þessu sinni voru ferðamálaneminn Íris Jóhannesdóttir og bak- araneminn Ragnar Th. Atlason. Þau sýndu bæði frábæran árangur og komu heim með tvenn gullverðlaun. Góður námsárangur Forseti bæjarstjórnar, Ármann Kr. Ólafs- son, afhenti útskriftarnemum viðurkenningar úr Viðurkenningarsjóði MK sem stofnaður var af bæjarstjórn Kópavogs 1993. Tveir nemar hlutu viðurkenningu að þessu sinni: Stúdent- arnir Valgeir Tómasson og Rúnar Helgason fyrir einstakan námsárangur en Rúnar var jafnframt að ljúka iðnmeistaranámi í bakara- iðn. kerfinu fyrir lok þessa skólaárs. Skólinn hefur ráðið gæðastjóra, Þór Steinarsson, sem hefur störf við upphaf vorannar 2007. Upplýsingatæknin verkfæri í öllum námsgreinum Fimm ára áætlun skólans um að gera upp- lýsingatæknina að verkfæri í öllum náms- greinum er nú að ljúka. Skólinn hefur sett sér áframhaldandi stefnu til ársins 2010 um að vinna áfram á þessari braut enda hafa flestir nemar skólans nú yfir að ráða fartölvu og kennarar hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf við að skipuleggja áfanga í samræmi við upplýsingastefnu skólans. Gullverðlaun í ferðamálakeppni MK er aðili að Evrópusambandi hótel- og ferðamálaskóla en árlega er haldin Evrópu- Ljósmynd/Jón Svavarsson 99 nemar útskrifast frá Menntaskólanum í Kópavogi Rangt föðurnafn ÞAU leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að Sess- elja Ásgeirsdóttir fulltrúi í kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna var sögð Árnadóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT MIÐVIKUDAGINN 27.12. 2006, um kl. 17.45, varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið við gatnamót Listabrautar og Ofanleitis. Ökumað- ur bifreiðarinnar, kvenmaður, ók vegfarand- anum til síns heima eftir óhappið. Viðkomandi ökumaður og vitni að atvikinu, ef einhver eru, eru vinsamlega beðin að hafa samband við um- ferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, í síma 444 1130. Vitni vantar FERÐAFÉLAG Íslands og Útivist standa fyrir blysgöngu í dag, föstudaginn 29. des- ember. Gangan hefst við Nauthól kl. 18.30 og verður gengið í gegnum skóginn í Öskju- hlíð að Perlunni þar sem Landsbjörg stend- ur fyrir flugeldasýningu. Í upphafi göngu verða göngumönnum gefin blys. Útikertaljós munu lýsa upp göngustíginn í skóginum. Von er á góðum gestum í gönguna, jólasveinum og hugsan- lega Grýlu eða Leppalúða sem munu bregða á leik fyrir unga fólkið. Söngelskir göngu- menn verða með í för og verða sungin ís- lensk jólalög. Fararstjórar verða bæði frá FÍ og Útivist. Fararstjóri frá FÍ er Leifur Þorsteinsson og Gunnar Hólm frá Útivist. Sameiginleg blysför FÍ og Útivistar SVÆÐISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar um hlutafélagavæðingu flugumferðarstjórnar- innar og skorar á stjórnvöld að falla frá gildistöku laga þar að lútandi nú um ára- mótin. Vandkvæði við ráðningu flug- umferðarstjóra máttu vera fyrirsjáanleg þegar ákvörðun var tekin um að hluta- félagavæða flugumferðarstjórnina, segir í ályktun frá VG á Akureyri. „Þessi vandkvæði munu hafa bein áhrif á flug til og frá Akureyrarflugvelli. Verði þar ekki starfandi flugumferðarstjórar með fyllstu réttindi eftir áramótin, mun þjónustustig flugvallarins lækka með margvíslegu óhagræði og truflun á flugsamgöngum. Mikilvægi Akureyrar- flugvallar og nauðsyn á stækkun hans og eflingu, hefur mjög verið í umræðunni að undanförnu. Vandræðum sem stafa af þessari stjórnkerfisbreytingu er ekki á bætandi, og gífurlegir hagsmunir í húfi. Svæðisfélag VG á Akureyri skorar á stjórnvöld að falla frá gildistöku laga um hlutafélagavæðingu flugumferðarstjórn- arinnar nú um áramótin, og leggja þannig meira upp úr hagsmunum ferðaþjónustu og annarra atvinnuvega á landsbyggðinni og almennum þjóðarhag en einstrengings- legri einkavæðingarstefnu sinni,“ segir í ályktuninni. Hefur áhrif á Akureyrarflug TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN býður upp á veglega lokadagskrá á TM-svellinu á Ingólfstorgi á milli 17 og 20 í dag. Að dag- skrá lokinni verður svellinu lokað en það var sett upp í tilefni af 50 ára afmæli TM hinn 7. desember síðastliðinn. Dagskráin hefst með því að djasshljóm- sveitin „Johnny and the rest“, sem skipuð er ungum djassleikurum, leikur nokkur lög. Að því loknu eða klukkan 17:20 til 17:40 verða atriði úr leikritinu Skoppu og Skrítlu, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, á dagskrá. Þá tekur við söngatriði og eru það tenórarnir Davíð Ólafsson og Stefán Stefánsson sem koma fram undir nafninu Ídýfurnar. Þeir munu syngja fyrir skauta- fólk jafnt sem aðra gesti til klukkan sex en þá tekur við hópur blásturshljóðfæraleik- ara sem skemmtir allt fram til kortér fyrir sjö. Dagskránni lýkur svo með því að hljómsveitin Baggalútur kemur fram. Tryggingamiðstöðin býður upp á kókó og piparkökur á torginu á milli 17 og 20. Í fréttatilkynningu þakkar Trygginga- miðstöðin þeim fjölmörgu sem heimsóttu svellið í desember og fengu sér snúning þar. Lokadagskrá á TM svellinu Smáauglýsingar 569 1100 Barnagæsla ,,Au pair’’ London janúar ‘07. Hæ, okkur vantar ,,au pair’’ í janúar til að passa kátan 1 árs strák. Búum ná- lægt Tower Bridge. Gleðileg jól. steinarasia@yahoo.com. Símar 820 6850 og 44 7823 531 442. Bækur Góðir landsmenn Munið eftir Bókunum að vestan þegar þið farið að skipta. Athugið: Bækurnar að ves- tan eru allar prentaðar á Íslandi! Vestfirska forlagið, jons@snerpa.is sími 456-8181. Spádómar Dýrahald English Springer Spaniel hvolpar til sölu Upplýsingar í síma 661 6892. Heilsa REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sími 694 5494, www.EFTiceland.com . Húsnæði í boði Hafnarstræti, Akureyri. 118 m² íbúð við Hafnarstræti, Akureyri, til sölu/leigu. Suðursvalir. Ásett verð 15, 3 m. Upplýsingar 896 1263 eða eygloa@hotmail.com. Húsnæði óskast Húsnæði óskast Stúlku utan af landi sem er í vinnu og námi á höfuðborgarsvæðinu vantar íbúð til leigu sem fyrst, allt kemur til greina. Er ábyrg og reglusöm, upplýsingar í síma 868 7397. Sumarhús Sumarhús — orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu bygging- arstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Bókhald Bókhald * Reikningar * Laun * Vsk * Skattframtal. Þú kemur bara með möppuna þína. Við sjáum um allt ferlið fyrir þig. Veitum einnig ráðgjöf og aðstoð til einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Katrín Magnús- dóttir, bókhald - ráðgjöf og aðstoð. Helena Bjarnadóttir viðskiptafræð- ingur. Ársuppgjör - skattframtal. Maka ehf., gsm 820 7335. Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Ýmislegt Áramótadressið í ár Sléttur push-up, mjög nettur og flottur í A,B,C,D skálum á kr. 3.990,- Push up fyrir þær brjóstgóðu í C,D,E,F skálum á kr. 3.990,- Glæsilegur push up í B,C,D skálum á kr. 3.990,- Kjóll í stíl í S,M,L á kr. 3.990,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf www.misty.is Bílar Landcruiser árg. '03 Frábær bíll...möguleg skipti. Uppl. í s. 840 5833. Nissan Terrano Nissan Terrano II árg'00, ekinn 95 þ. km. Beinskiptur, bensín, krókur, topplúga, stigbretti o.fl. Tilboð 1050 þ. kr. staðgreitt. S. 864 7880. Til sölu Land Cruiser VX Dísel. árg.10/04. Ekinn 58 þús. Litur grænn. Verð 5,1 millj. Engin skipti. Uppl. í síma 892 1474. Jeppar Isuzu Trooper '99 35'' rauður, br. 35'', læstur fr. og aft. skoðun 2007, ek 201 þ., verð 1.350 þ? S. 660 1567. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.