Morgunblaðið - 29.12.2006, Qupperneq 51
ÍSLENSKA spennumyndin Köld
slóð verður frumsýnd í Smárabíói,
Regnboganum, Háskólabíói, Borg-
arbíói á Akureyri og Selfossbíói í
kvöld.
Myndin hefst á því að örygg-
isvörður finnst látinn í einangraðri
virkjun á hálendi Íslands.
Fyrst virðist vera um slys að ræða
og því hefur blaðamaðurinn Baldur
lítinn áhuga á fréttinni. Það breytist
þó snarlega þegar móðir hans segir
honum að látni maðurinn sé pabb-
inn, sem hann aldrei kynntist. Nú er
forvitni Baldurs vakin fyrir alvöru
og hann ákveður að komast á snoðir
um hvað raunverulega leynist í
klakaböndunum á þessum afvikna
stað.
Með aðalhlutverk í myndinni fara
Þröstur Leó Gunnarsson, Elva Ósk
Ólafsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson,
Helgi Björnsson, Anita Briem, Tóm-
as Lemarquis, Lars Brygmann,
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Stef-
án Jónsson. Leikstjóri er Björn Br.
Björnsson og handritið skrifaði
Kristinn Þórðarson.
Frumsýning | Köld slóð
Rannsakar ráðgátu
á hálendinu
Ráðgáta Ýmislegt óvænt kemur í ljós þegar Baldur rannsakar lát föður síns.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 51
menning
LITLAR breytingar urðu á lista
yfir vinsælustu kvikmyndirnar í
íslenskum kvikmyndahúsum yfir
jólin, enda voru engar nýjar
myndir frumsýndar. Æv-
intýramyndin Eragon er í efsta
sætinu aðra vikuna í röð og höfðu
rúmlega 12 þúsund manns séð
myndina eftir jólin. Rómantíska
gamanmyndin The Holiday er í
öðru sætinu, en rúmlega tíu þús-
und manns höfðu séð hana. Í
þriðja sætinu er svo spennumynd-
in Deja Vu sem um það bil fimm
þúsund manns hafa séð.
Þá vekur athygli að íslenska
kvikmyndin Mýrin sem byggð er á
sögu Arnaldar Indriðasonar er
enn á meðal þeirra vinsælustu, en
hún er í sjöunda sætinu eftir að
hafa setið á listanum í tíu vikur.
Alls hafa nú yfir 80 þúsund manns
séð Mýrina.
Kvikmyndir | Vinsælustu kvikmyndirnar á Íslandi
Róleg-
heit um
jólin
!
"#
$!
%
& )*
*
%*
+*
,*
*
-*
.*
/*
Vinsæl Yfir 80.000 manns hafa séð Mýrina.
FJÓRAR nýjar kvikmyndir voru á
meðal þeirra tíu mest sóttu í Banda-
ríkjunum um jólin. Beint í efsta sæt-
ið stökk ævintýramyndin Night at
the Museum með Ben Stiller og
Robin Williams í aðalhlutverkum.
Myndin fjallar um ungan mann sem
ræður sig í starf næturvarðar á
þjóðminjasafni þar sem vægast sagt
undarlegir atburðir eiga sér stað á
hverri nóttu.
Silvester Stallone náði þriðja
sætinu með nýjustu mynd sinni um
hnefaleikakappann Rocky, en
myndin heitir einfaldlega Rocky
Balboa og fjallar um endurkomu
kappans í hringinn.
Í fjórða sætinu er svo spennu-
myndin The Good Shepard í leik-
stjórn leikarans Roberts DeNiro,
sem einnig fer með hlutverk í
myndinni ásamt þeim Matt Damon
og Angelinu Jolie.
Loks stökk kvikmyndin We are
Marshall beint í áttunda sætið en
myndin segir sanna sögu af fót-
boltaliði Marshalls háskólans í kjöl-
far hræðilegs flugslyss. Það er
Matthew McConaughey sem fer
með aðalhlutverkið í myndinni.
Ævintýri og hnefa-
leikar á toppnum
Mest sóttu myndirnar:
1. Night at the Museum
2. The Pursuit of Happiness
3. Rocky Balboa
4. The Good Shepherd
5. Charlotte’s Web
6. Eragon
7. Dreamgirls
8. We Are Marshall
9. The Holiday
10. Happy Feet
Ævintýri Úr Night at the Museum.
Kvikmyndir | Vinsælastar vestanhafs
Fylgist með umfjöllun um
þessa bók í helgarútgáfunni
á Rás 2, nú á
laugardaginn kl. 11.00
Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00
Helgar
tilboð
2.093,-
SPENNUMYNDIN Children of Men
gerist í framtíðinni, nánar tiltekið
árið 2027. Mannkynið er í útrým-
ingarhættu og yngsti jarðarbúinn
er nýlátinn, 18 ára að aldri. Sögu-
hetjan, Theodore Faron, tekur því
að sér að reyna að bjarga óléttri
konu sem hugsanlega er síðasta
von mannkyns. Með aðalhlutverk í
myndinni fara Clive Owen, Juli-
anne Moore og Michael Caine. Leik-
stjóri er Alfonso Cuarón sem á að
baki myndir á borð við Great Ex-
pectations og Harry Potter og
fanginn frá Azkaban. Þess má loks
geta að Children of Men hefur hlot-
ið einróma lof gagnrýnenda.
Bjargvættur Theodore Faron er
síðasta von mannkyns.
Frumsýning |
Children of Men
Til bjargar
mannkyni
ERLENDIR DÓMAR:
Metacritic.com 86/100
Variety 80/100
Hollywood Reporter 80/100
The New York Times 100/100
(allt skv. Metacritic)