Morgunblaðið - 26.01.2007, Side 30

Morgunblaðið - 26.01.2007, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ í þessum efnum, heldur ber að skoða þá þannig að þeir myndi eina heild innan hvers árs. Auk alls þessa skiptir þó mestu að við munnlega sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi voru ákærðu Jón Ásgeir, Stefán Hilmar og Anna, sem 33. til 36. liður ákærunnar snúa að, í raun ekkert spurð um einstakar færslur á við- skiptareikningunum og ástæður þess að þær hafi ekki hver fyrir sig eða í afmörkuðum flokkum tilvika kallað á skýringar í ársreikningum vegna ákvæða 43. gr. laga nr. 144/ 1994. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi var málið ekki flutt í héraði um einstakar færslur í þessu sambandi, en þótt af hálfu ákæru- valdsins hafi að nokkru verið leitast við að gera það við munnlegan mál- flutning fyrir Hæstarétti hafði ekki fyrr við meðferð málsins fyrir dómi gefist tilefni fyrir ákærðu til verjast sökum á þeim grunni, þrátt fyrir að um þetta hafi verið fjallað að nokkru marki við rannsókn lögreglunnar. Vegna þess háttar, sem hafður hefur verið á saksókn að þessu leyti, hefur ákærðu ekki réttilega gefist kostur á að koma fram skýringum og afstöðu sinni til þess hvort einstakar færslur á viðskiptareikningunum, sem hér um ræðir, varði lán í skilningi 43. gr. laga nr. 144/1994 og eftir atvikum hvort einhverjar þeirra geti hafa verið undanþegnar tilgreiningar- skyldu samkvæmt ákvæðinu vegna áðurnefndra fyrirmæla 2. mgr. 26. gr. reglugerðar nr. 696/1996. Að þessu virtu er óhjákvæmilegt að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða Jóns Ás- geirs af þeim sökum, sem hann er borinn í 33. til 36. lið ákæru. Af því leiðir sjálfkrafa að staðfest verður niðurstaða héraðsdóms um sýknu ákærðu Stefáns Hilmars og Önnu af kröfum ákæruvaldsins. III. Með 38. lið ákæru er ákærði Jón Ásgeir sem fyrr greinir sakaður um að hafa brotið gegn 1. mgr. og 4. mgr. 172. gr. laga nr. 88/2005, sbr. áður 1. mgr. og 2. mgr. 126. gr. laga nr. 55/1987, og 2. mgr. 158. gr. al- mennra hegningarlaga með því að hafa við innflutning bifreiðarinnar OD 090 í nafni Baugs hf. gefið toll- stjóranum í Reykjavík rangar upp- lýsingar um verð hennar í aðflutn- ingsskýrslu 3. desember 1999 og lagt fram því til stuðnings tilhæfu- lausan reikning að fjárhæð 27.600 bandaríkjadalir, sem gerður hafi verið að beiðni hans af Jóni Gerald Sullenberger 23. september sama ár í nafni Nordica Inc. Eins og sak- argiftum var breytt undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi er við það miðað af hálfu ákæruvaldsins að kaupverð bifreiðarinnar hafi í raun numið 33.000 bandaríkjadölum, en í þeim efnum er stuðst við reikning, sem hermt er að félagið Automot- ores Zona Franca hafi gert Nordica Inc. vegna bifreiðarinnar. Til sam- ræmis við þetta er ákærði Jón Ás- geir borinn sökum um að hafa komið sér undan greiðslu aðflutningsgjalda að fjárhæð samtals 480.605 krónur. Eins og nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi liggur fyrir í málinu reikningur 25. september 1999 frá Nordica Inc. á hendur Baugi hf. fyr- ir verði nánar tiltekinnar bifreiðar, 27.600 bandaríkjadölum, en við skráningu hér á landi fékk hún núm- erið OD 090. Fjárhæð reikningsins hafði Baugur hf. greitt Nordica Inc. með sem svaraði 2.001.874 krónum degi fyrir dagsetningu hans í sam- ræmi við óskir, sem fyrrnefndur Jón Gerald setti fram í símbréfi til nafn- greinds starfsmanns Baugs hf. 23. sama mánaðar. Þá liggur fyrir reikningur 30. september 1999 frá Nordica Inc. til Baugs hf. að fjárhæð 7.600 bandaríkjadalir, en samkvæmt texta hans var hann um þóknun fyr- ir nánar tilteknar markaðsrann- sóknir í Flórida í Bandaríkjunum á tímabilinu frá 1. ágúst til 30. sept- ember 1999. Fjárhæð þessa reikn- ings greiddi Baugur hf. einnig degi fyrir útgáfudag hans og innti af hendi í því skyni 550.250 krónur. Samkvæmt framburði Jóns Geralds var samanlögð fjárhæð þessara tveggja reikninga í raun verð bif- reiðarinnar, sem hann hafi tekið að sér að útvega í Bandaríkjunum að beiðni ákærða Jóns Ásgeirs og senda hingað til lands, en ákærði hafi óskað eftir því að verðinu yrði skipt á þennan hátt á tvo reikninga. Ákærði bar fyrir dómi að Baugur hf. hafi keypt bifreiðina af Nordica Inc. og selt hana síðan Fjárfestingafélag- inu Gaumi ehf., en hún hafi verið fengin til afnota fyrir fyrrverandi eiginkonu ákærða. Neitaði ákærði að hafa átt orðaskipti við Jón Gerald um gerð reikninga fyrir bifreiðinni, sem hann minnti að Aðföng hf., dótt- urfélag Baugs hf., hafi séð um að flytja til landsins. Sérstaklega að- spurður um reikning Nordica Inc. að fjárhæð 7.600 bandaríkjadalir sagði ákærði að hann hafi verið fyrir þóknun til Jóns Geralds „vegna ým- iss tilstands, annars vegar að útvega bílinn og eitthvað fleira sem var þar á ferðinni“. Gegn neitun ákærða er ósannað að hann hafi óskað eftir því að gerðir yrðu á framangreindan hátt tveir reikningar fyrir verði bifreiðarinnar, sem hér um ræðir. Til þess verður á hinn bóginn að líta að af gögnum málsins verður séð að fjárhæðin, sem varið var til greiðslu síðast- nefnds reiknings Nordica Inc., 550.250 krónur, var færð 29. sept- ember 1999 til gjalda í bókhaldi Baugs hf. á tiltekinn reikningslið með þeirri skýringu að hún væri vegna aðkeyptra markaðsupplýs- inga. Með bókhaldsfærslu sama dag var þessi fjárhæð tekin af þeim reikningslið og færð þess í stað til eignar á öðrum, sem bar heitið „bif- reiðar án vsk“, en þar hafði áður verið færð fjárhæðin, sem greidd var vegna fyrrnefnds reiknings Nordica Inc. frá 25. september 1999, 2.001.874 krónur. Þáverandi starfs- maður Baugs hf., sem gerði þessar breytingarfærslur, kvaðst í vitna- skýrslu fyrir héraðsdómi ekki minn- ast tilefnis þeirra eða við hvaða upp- lýsingar hafi verið stuðst. Eftir komu bifreiðarinnar til landsins greiddi Baugur hf. 17. desember 1999 vegna aðflutningsgjalda og annars kostnaðar samtals 2.464.352 krónur, sem einnig voru færðar á sama reikningslið. Baugur hf. seldi síðan Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf. bifreiðina og var gerður reikn- ingur 20. janúar 2000 fyrir verði hennar, 5.016.476 krónum, en þá samtölu mynda jafnframt þær þrjár fjárhæðir, sem næstar voru nefndar hér á undan. Að virtum þessum gerðum innflytjanda bifreiðarinnar, Baugs hf., fær ekki annað staðist en að gengið hafi verið út frá því að ver- ið væri að greiða Nordica Inc. fyrir hana með samanlagðri fjárhæð um- ræddra tveggja reikninga, 35.200 bandaríkjadölum. Á framlögðu ein- taki af reikningi Nordica Inc. 30. september 1999 fyrir 7.600 banda- ríkjadölum, sem mun vera komið úr bókhaldsgögnum Baugs hf., sést að hann hefur verið áritaður um sam- þykki og staðfesti ákærði Jón Ás- geir í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi að það hafi hann gert. Samkvæmt því og í ljósi fyrrgreinds framburðar hans um hvað búið hafi að baki þess- um reikningi getur ekki farið á milli mála að honum hafi verið kunnugt í það minnsta að greiðslur vegna bif- reiðarinnar hafi numið hærri fjár- hæð en þeim 27.600 bandaríkjadöl- um, sem tilgreindir voru í reikningi Nordica Inc. frá 25. september 1999. Af gögnum málsins virðist mega ráða að bifreiðin OD 090 hafi komið til landsins með skipi í nóvember 1999, en aðflutningsskýrsla vegna hennar var afhent tollstjóranum í Reykjavík 7. desember sama ár. Í skýrslunni var tilgreint að heildar- verð reiknings fyrir bifreiðinni hafi verið 27.600 bandaríkjadalir. Sam- kvæmt skýrslunni var innflytjandi bifreiðarinnar Baugur hf. og um- boðsmaður hans Aðföng hf. Skýrsl- an var undirrituð af þáverandi starfsmanni síðarnefnda félagsins. Í vitnaskýrslu fyrir héraðsdómi kann- aðist starfsmaðurinn við aðflutn- ingsskýrsluna, sem hann kvað yfir- menn í Aðföngum hf. hafa falið sér að gera, en ekki var hann inntur frekar eftir hverjir þeir hefðu verið. Aðspurður um gögn, sem fylgdu skýrslunni, skýrði hann almennt svo frá að flutningstilkynningar hafi borist í símbréfum eða tölvupósti, en þegar þær væru komnar hefði hann leitað að reikningum, sem yfirleitt hafi verið í pósti til Aðfanga hf. Fyr- ir héraðsdómi kvaðst ákærði Jón Ásgeir ekkert hafa skipt sér af inn- flutningi þessarar bifreiðar og ekki vita hver hafi afhent gögn vegna hennar til Aðfanga hf. Þótt lagt sé til grundvallar samkvæmt áðursögðu að ákærða hafi verið kunnugt um að greitt hafi verið meira vegna bifreið- arinnar en nam fjárhæð reiknings Nordica Inc. fyrir 27.600 banda- ríkjadölum hefur gegn eindreginni neitun hans ekkert komið fram til staðfestingar því að hann hafi ákveðið eða lagt á ráðin um hvaða gögn yrðu afhent Aðföngum hf. til að gera aðflutningsskýrslu eða skipt sér að öðru leyti af atriðum, sem vörðuðu þá skýrslugerð. Í þessu sambandi verður ekki horft fram hjá því að báðir reikningarnir frá Nor- dica Inc. höfðu verið greiddir undir lok september 1999, rúmum tveimur mánuðum áður en aðflutnings- skýrslan var gerð. Með því að annað hefur ekki verið upplýst verður að ætla að leita hafi þurft upplýsinga og skjala til að styðja skýrsluna við í bókhaldsgögnum Baugs hf. Þegar hér var komið sögu höfðu þessar greiðslur báðar verið færðar á áð- urnefndan reikningslið í bókhaldi Baugs hf., sem virðist hafa verið ætlaður fyrir kostnaðarverð bif- reiða, og mátti þetta blasa við þeim, sem kannaði færslur á þeim lið. Ekki hefur verið upplýst fyrir dómi um nánari atvik við sendingu gagna til Aðfanga hf. í sambandi við gerð aðflutningsskýrslunnar og hefur því ekki verið borið við af hálfu ákæru- valdsins að atriði af þeim meiði hafi verið innan verksviðs ákærða Jóns Ásgeirs sem forstjóra Baugs hf. Eins og málið liggur fyrir er ekki unnt að líta svo á að nægilega sé haf- ið yfir skynsamlegan vafa að mistök annarra starfsmanna félagsins hafi ekki valdið því að ranglega hafi verið staðið að verki þegar gögn voru tek- in saman um verð bifreiðarinnar til undirbúnings greiðslu aðflutnings- gjalda. Af þessum sökum er ekki sannað að ákærði Jón Ásgeir hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi kom- ið því til leiðar að Aðföng hf. veitti í umboði Baugs hf. rangar upplýsing- ar í aðflutningsskýrslunni, sem 38. liður ákærunnar varðar. Verður því að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um sýknu ákærða af þessum sak- argiftum. IV. Í 40. lið ákæru er ákærða Kristín borin sökum um að hafa brotið gegn 1. mgr. og 4. mgr. 172. gr. laga nr. 88/2005, sbr. áður 1. mgr. og 2. mgr. 126. gr. laga nr. 55/1987, og 2. mgr. 158. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa við innflutning bif- reiðarinnar KY 835 gefið tollstjór- anum í Reykjavík rangar upplýsing- ar um verð hennar í aðflutn- ingsskýrslu 30. maí 2000 og lagt fram því til stuðnings tilhæfulausan reikning að fjárhæð 46.780 banda- ríkjadalir, sem gerður hafi verið að beiðni ákærðu af Jóni Gerald Sullen- berger 11. apríl sama ár í nafni Nordica Inc. Með áðurgreindum breytingum og leiðréttingum, sem gerðar hafa verið á þessum lið ákær- unnar, er af hálfu ákæruvaldsins miðað við að kaupverð bifreiðarinn- ar hafi í raun numið 56.800 banda- ríkjadölum, sem fram komi í reikn- ingi Automotores Zona Franca á hendur Nordica Inc. Í samræmi við þetta er ákærða Kristín sökuð um að hafa komið sér undan greiðslu að- flutningsgjalda að fjárhæð samtals 611.761 krónu. Í málinu liggur fyrir reikningur fyrir tiltekinni bifreið á hendur ákærðu Kristínu frá Nordica Inc. 11. apríl 2000 að fjárhæð 46.780 banda- ríkjadalir. Daginn eftir leitaði áður- nefndur Jón Gerald eftir því með símbréfi til ákærðu að hún léti senda þessa fjárhæð inn á tilgreindan bankareikning Nordica Inc. og var það gert degi síðar, en að auki mun um leið hafa verið greiddur reikn- ingur frá sama félagi vegna kaupa föður ákærðu, Jóhannesar Jónsson- ar, á annarri bifreið, sem um ræddi í 39. lið ákæru. Þá liggur einnig fyrir reikningur frá Nordica Inc. 17. apríl 2000 á hendur Pönnupizzum ehf., en samkvæmt því, sem fram er komið í málinu, mun framkvæmdastjóri þess félags hafa verið þáverandi eig- inmaður ákærðu og félagið jafn- framt í eigu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., þar sem ákærða var framkvæmdastjóri. Reikningurinn var að fjárhæð 23.970 bandaríkja- dalir, en samkvæmt texta hans var þetta umsamin þóknun fyrir ráðgjöf og þjónustu vegna veitingahúsa og umboðslaun. Reikningurinn var greiddur 19. apríl 2000. Samkvæmt framburði Jóns Geralds svaraði samanlögð fjárhæð þessara þriggja reikninga til raunverulegs verðs bif- reiðanna tveggja, sem hann hafi tek- ið að sér að útvega í Bandaríkjunum handa ákærðu og Jóhannesi Jóns- syni. Hafi hann skipt verðinu á þrjá reikninga að ósk ákærðu, svo sem séð verði af útprentun af tölvupósts- endingu 10. apríl 2000, sem lögð hef- ur verið fram í málinu og nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Ákærða hefur ekki kannast við þessa tölvu- póstsendingu, sem ummerki voru ekki fundin um í tölvu hennar eða Jóns Geralds við rannsókn málsins. Þá hefur hún heldur ekki kannast við að verð bifreiðarinnar hafi verið annað en þeir 46.780 bandaríkjadal- ir, sem tilgreindir voru í reikningi Nordica Inc. til hennar, en um reikning sama félags á hendur Pönnupizzum ehf. og viðskiptum að baki honum hafi hún ekki haft vitn- eskju. Í hinum áfrýjaða dómi er lýst framlögðum gögnum í þessum þætti málsins, sem varða meðal annars kaup Nordica Inc. á bifreiðunum tveimur af Automotores Zona Franca, verð þeirra í þeim viðskipt- um og upplýsingar um þær frá fyrri tímum, en eins og þar kemur fram eru ýmsir annmarkar á þessum gögnum. Jafnframt er í dóminum gerð grein fyrir vitnisburði Jóns Geralds Sullenberger og forráða- manns Automotores Zona Franca, Ivan Gabriel Motta, fyrir héraðs- dómi, svo og að ósamræmi hafi verið milli þeirra í vissum atriðum og mis- ræmi í framburði þess fyrrnefnda á mismunandi stigum málsins. Ekki hafa komið fram viðhlítandi gögn um gangverð bifreiðar eins og þeirr- ar, sem ákærða Kristín fékk senda til landsins, á þeim stað og tíma sem kaupin voru gerð. Þá er þrátt fyrir umfangsmikla sönnunarfærslu óljóst hvað ætla megi að Nordica Inc. kunni að hafa greitt fyrir bif- reiðina þegar verið var að útvega hana fyrir ákærðu Kristínu, en hvernig sem litið er til gagna máls- ins fæst ekki samræmi milli þess, sem á mismunandi stigum hefur verið hermt að kaupverðið hafi num- ið, og heildarfjárhæðar þeirra þriggja reikninga Nordica Inc., sem áður er lýst. Að þessu athuguðu verður að fallast á með héraðsdómi að gegn eindreginni neitun ákærðu hafi ekki verið færðar nægilegar sönnur fyrir þeim sökum, sem hún er borin í 40. lið ákæru. Niðurstaða héraðsdóms um sýknu ákærðu af kröfum ákæruvaldsins verður því staðfest. V. Fyrir Hæstarétti hefur ríkissak- sóknari ekki leitað sérstaklega end- urskoðunar á ákvæðum héraðsdóms um sakarkostnað. Þau verða því staðfest. Samkvæmt 166. gr. laga nr. 19/ 1991 um meðferð opinberra mála ber að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins úr ríkissjóði. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti var af hálfu ákærðu Önnu lagður fram reikningur 31. mars 2006 að fjárhæð 464.136 krónur frá Price- waterhouseCoopers hf. á hendur lögmannsstofu skipaðs verjanda hennar og þess krafist að útgjöld þessi yrðu felld undir sakarkostnað málsins. Reikningur þessi ber á eng- an hátt með sér hvernig hann kunni að tengjast máli þessu. Þegar af þeirri ástæðu eru ekki efni til að verða við þessari kröfu. Verður því ekki kveðið á um greiðslu annars sakarkostnaðar fyrir Hæstarétti en málsvarnarlauna skipaðra verjenda ákærðu. Um ákvörðun þeirra launa er þess að geta að verjendur hafa lagt fram yfirlit um fjölda vinnu- stunda, sem varið hafi verið til mál- svarnar fyrir Hæstarétti. Sá stund- arfjöldi er í engu samræmi við sakarefni eða umfang málsins. Er fjárhæð málsvarnarlauna ákveðin eins og greint er í dómsorði og er virðisaukaskattur innifalinn í henni. Það athugast að sakflytjendur, einkum þó verjendur ákærðu, hafa lagt fram í Hæstarétti greinargerð- ir, sem eru úr hófi langar og hafa að geyma skriflegan málflutning. Dómsorð Héraðsdómur skal vera óraskað- ur. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar, Gests Jónssonar hæstaréttarlög- manns, 1.245.000 krónur, skipaðs verjanda ákærðu Kristínar Jóhann- esdóttur, Kristínar Edwald hæsta- réttarlögmanns, 498.000 krónur, og skipaðs verjanda ákærðu Stefáns Hilmars Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur, Þórunnar Guðmunds- dóttur hæstaréttarlögmanns, 498.000 krónur. Morgunblaðið/Sverrir Spurt og svarað Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari, svarar fréttamönnum eftir dómsuppkvaðningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.