Morgunblaðið - 26.01.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 37
umst t.d. öll stórfjölskyldan, um 50
manns, í Nesi á öðrum degi jóla síðast
liðinn. Fjölskyldan var Gunnari mik-
ils virði, hann var einkar barngóður
og þau hændust að honum en oft voru
aðkomubörn í Nesi í styttri eða lengri
tíma. Kona hans, Sigurlína, og börnin
hafa staðið með honum í flestu sem
þau hjón hafa tekið sér fyrir hendur.
Börnin fjögur eru öll hin mannvæn-
legustu og hann hafði sérstakt yndi af
afabarninu, Bríeti Ýr. Gunnar hafði
gaman af ferðalögum og fóru þau
hjón nokkuð um landið en því miður
var allt of lítið um frí og ferðalög þar
sem hann var sívinnandi. Einnig hafði
hann mikinn áhuga á íþróttum og
æfði og keppti í knattspyrnu með
Magna á Grenivík í nokkur ár og æfði
einnig ofurlítið frjálsar íþróttir, skíða-
göngu og blak. Hann var mjög upp-
lagður til margra íþrótta, var talsvert
yfir meðallagi á hæð, samsvaraði sér
mjög vel og var líkamlega sterkur.
Einnig hafði hann mjög gaman af því
að fylgjast með öllum íþróttum hvort
heldur var í fjölmiðlum eða á vellin-
um. Gunnar gaf lítil færi á því að taka
þátt í félagsmálastörfum svo neinu
nam s.s. sveitarstjórn, hann vildi forð-
ast deilur og leið best þar sem allir
voru ánægðir. Aftur á móti var hann
áhugamaður um ýmis framfaramál í
sinni sveit eða á landsvísu s.s. sam-
göngumál og byggðamál og ræddi
þau við menn í sínum hópi.
Það eru einungis þrjú ár á milli
okkar Gunnars í aldri og brösuðum
við því mikið saman, einkum á ung-
lingsárunum og þegar ég kom hingað
norður til að vinna sumarvinnu á
námsárunum. Ég get því ekki neitað
því að þessi tengsl frá unglingsárun-
um rifjuðust upp eftir að ég flutti aft-
ur hingað norður, fljótlega eftir nám í
Reykjavík. Þessa tengingu stóð allaf
til að efla meira en nú sést hvað lífið
er óútreiknanlegt og maður stendur
eftir með orðinn hlut. Missir okkar
systkinanna og fjölskyldna er mikill
en að sjálfsögðu er þetta ótímabæra
fráfall hans reiðarslag fyrir konu
hans og börn en allir þurfa styrk og
hlýju á tímum sem þessum. Gunnar
vildi alltaf standa að baki þeim ef ein-
hver vandræði voru og þau fundu allt-
af traust hjá honum. Ég og fjölskylda
mín viljum votta konu hans Sigurlínu,
börnunum Kristni Elvari, Gunnari
Helga, Valtý Smára og Berglindi Ýr
ásamt tengdadætrum og síðast en
ekki síst barnabarninu Bríeti Ýr okk-
ar innilegustu samúð. Kæri bróðir, þú
varst ekki mikið fyrir væmni en þú
verður að hafa það að við söknum þín
öll og vildum hafa þig á meðal okkar
miklu lengur. En við vitum að það var
fremur létt í kringum þig og þú hafðir
gaman af öllu spaugi og léttleika.
Þannig viljum við muna þig ásamt því
að þú varst traustur vinur í raun.
Haukur F. Valtýsson.
Ef síminn hringir þegar svefnró er
komin á, bregður manni alltaf við.
Fyrsta sem í hugann kemur er að
eitthvað óvænt hafi gerst. Hingað til
hafa slíkar hringingar sem betur fer
ekki boðað slæm tíðindi. Því var öðru-
vísi farið við síðustu hringingu þegar
okkur var sagt var frá andláti Gunn-
ars mágs míns í Nesi. Hann hafði fyrr
um kvöldið skoppið inn á Akureyri og
átti þaðan ekki afturkvæmt. Þetta var
eitthvað sem enginn átti von á. Gunn-
ar, fullfrískur maðurinn og vel á sig
kominn á allan hátt, fer í líkamsrækt
en verður bráðkvaddur að lokinni æf-
ingu. Slíkt áfall er erfitt að skilja og
mun erfiðara að sætta sig við.
Þetta er ekki fyrsta áfallið sem
Nessystkinin hafa þurft að takast á
við. Móðir þeirra deyr aðeins 42 árs
frá þeim 8 systkinum og yngstir voru
þríburarnir 8 ára. Nokkrum árum
síðar sjá þau á eftir föður sínum sem
skyndilega var kallaður í burtu.
Það eru að verða 30 ár síðan ég
bankaði upp á hjá Nesfjölskyldunni
þegar við Sigrún hófum sambúð. Þá
var hurðin opnuð og fékk ég strax á
tilfinninguna að ég var velkominn í
hópinn.
Um líkt leyti voru þau Silla og
Gunnar að hefja búskap. Hún kom
ung að árum í Nes og fljótt tók hún
þar við heimilisstörfum sem hún hef-
ur sinnt af samviskusemi og dugnaði
alla tíð síðan. Valtýr í Nesi stundaði
búskap og seinni árin sá hann um
rekstur á jarðýtum. Við skyndilegt
fráfall hans stofnuðu systkinin fyrir-
tækið Jarðverk sf. og bræðurnir tóku
við rekstrinum.
Gunnar keypti sér snemma vörubíl
og hóf að gera hann út. Það var síðan
hans aðalatvinna. Hann hafði næg
verkefni í sveitinni fyrir bílinn. Það
var mikið leitað til hans vegna þess
hversu þægilegur hann var og bón-
góður.
Með árunum fjölgaði tækjunum í
hans eigu og reksturinn varð um-
fangsmeiri. Hann vann mikið fyrir
Vegagerðin, bæði að laga vegi og
leggja nýja. Í mörg annaðist hann
snjómokstur á vegum í Þingeyjar-
sýslu. Síðasta dagsverkið hans Gunn-
ars var að hreinsa snjó af vegum í
Fnjóskadal áður en fór í þessa örlaga-
ríku ferð til Akureyrar. Það var eins
og hann vildi hafa Dalinn sinn hrein-
an áður en hann kvaddi.
Gunnar var hæglátur og traustur
maður sem gott var að umgangast.
Hann var dulur um eigin hag, en ræð-
inn um önnur málefni. Oft var setið
við eldhúsborðið í Nesi og spjallað um
líðandi stund. Það var gaman að ræða
við Gunnar, hann sagði skemmtilega
frá, því gamansemin var til staðar.
Eitt af einkennum hans var vinnu-
semi. Hann kunni vel við að hafa nóg
fyrir stafni. Hann var laghentur og
gætti þess að tækin hans væru í góðu
lagi til að koma í veg fyrir bilanir. Að
taka sér frí var ekki ofarlega í huga
hans. En það kom þó að sjálfsögðu
fyrir að skroppið var af bæ í nokkra
daga og var það oftast að frumkvæði
Sillu. Gunnar hafði gaman af að
ferðast þegar af stað var komið.
Hjálpsemi Gunnars fékk ég oft að
njóta. Er við bjuggum í Aðaldal vann
ég eitt sumar út á Húsavík. Þá kom
Gunnar til og bauð mér bláa Land
Rover-jeppann sinn því honum fannst
ómögulegt að Sigrún systir hans væri
bíllaus heima allt sumarið á meðan ég
væri í vinnu. Það boð var þegið með
þökkum. Eins var að þegar á jeppa
þurfti að halda vissi maður að hægt
var að leita til Gunnars. Einnig átti ég
góðan að þegar þurfti að lagfæra bíl-
inn því sú hlið hefur aldrei verið sterk
hjá mér, en var létt verk hjá honum.
Málin þróuðust þannig að Silla og
Gunnar keyptu Nesjörðina og hafa
búið þar. Fjölskyldan frá Nesi hefur
leitað mikið þangað í heimahagana.
Heimili þeirra hefur verið okkur öll-
um opið og viðmótið verið þannig að
það hefur verið litið á okkur meira
sem heimafólk en gesti.
Á árum okkar í Aðaldal var oft
skroppið í Nes. Valli, sonur okkar,
sótti mjög að vera í Nesi hjá Sillu og
Gunnari. Strax þegar skóla lauk á
vorin vildi hann komast í Nes og vera
þar yfir sumartímann. Þar fékk hann
nóg að gera og verkefni sem hann
hafði gaman að fást við. Þar leið hon-
um vel og fyrir það viljum við þakka.
Ég vona að Nes verði okkur áfram
griðastaður sem við getum leitað til
og átt saman góðar stundir. Við nut-
um þess í sumar að gista upp í Ko-
famó. Þar var gott að vera enda er
þar veðursæld og útsýnið fagurt yfir
Fnjóskadalinn.
Silla og fjölskylda. Ég hélt að þið
væruð búin að fá nógu mörg högg að
undanförnu til að glíma við svo að
þetta þurfti ekki að bætast við. Högg
sem valda mikilli sorg og sársauka. Í
þessum efnum virðist ekki vera spurt
um sanngirni, en við ráðum ekki för.
Megi góður Guð hjálpa ykkur að
takast á við nýjar og óvæntar aðstæð-
ur. Þið vitið að systkinahópurinn er
stór og samhentur og er tilbúinn að
veita ykkur skjól og hjálp þegar þið
þurfið á að halda.
Nú er komið að kveðjustund. Ég
kveð þig, Gunnar, með tár í augum og
um leið þakka ég fyrir að hafa fengið
tækifæri til að eiga samleið með þér
þessi 30 ár.
Gunnlaugur Auðunn Árnason.
Fleiri minningargreinar um
Gunnar Sigurð Valtýsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Valtýr,
Ástvaldur, Laufey, Aðalgeir og
Arney; Hermann R. Herbertsson;
Sindri; Birna og Rósanna; Valdimar
og Ragnhildur; Ólafur Arn-
grímsson.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR
frá Súðavík,
síðast til heimilis í Tjarnarlundi 17b,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Súðavíkurkirkju laugardaginn
27. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Minningarsjóð Súðavíkurkirkju.
Upplýsingar í símum 450 4621, 456 4912 og 456 4959.
Daníela Guðmundsdóttir, Sigurjón Þorvaldsson,
Grétar Geir Guðmundsson, Agnes Eymundsdóttir,
Sævar M. Birgisson, Svanhvít Leifsdóttir,
Ólafur Guðmundsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HALLA BJARNADÓTTIR
fyrrum húsfreyja
á Hæli í Hreppum,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn
20. janúar.
Útförin fer fram frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn
27. janúar kl. 14.00.
Gestur Einarsson, Valgerður Hjaltested,
Bjarni Einarsson, Borghildur Jóhannsdóttir,
Eiríkur Einarsson,
Ari Einarsson, Þórdís Bjarnadóttir,
Þórdís Einarsdóttir, Bjarki Harðarson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
KÁRI VIÐAR ÁRNASON,
Hallbjarnarstöðum,
Tjörnesi,
varð bráðkvaddur mánudaginn 22. janúar.
Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju þriðjudag-
inn 30. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Fanney Sigtryggsdóttir,
Árni Viðar Kárason,
Sigrún Hulda Káradóttir, David Cook.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ARNÞRÚÐUR BJÖRNSDÓTTIR
frá Grjótnesi,
Safamýri 38,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 17. janúar
síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 30. janúar kl. 13:00.
Sunna Karlsdóttir, Andri Valur Hrólfsson,
Harpa Karlsdóttir, Vésteinn Rúni Eiríksson,
Lilja Karlsdóttir, Snorri Páll Snorrason,
Breki Karlsson, Fanný Kristín Heimisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför
séra MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR
fyrrverandi sóknarprests.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ.
Sigurbjörn Magnússon, Kristín Steinarsdóttir,
Magnús Sigurbjörnsson,
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
HELGA JÓHANNESDÓTTIR,
Bakkastöðum 29,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 23. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Arnór G. Jósefsson,
Guðrún Ósk Arnórsdóttir,
Þorsteinn Arnórsson, Guðbjörg S. Petersen.
✝
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar,
bróður og tengdasonar,
JÓHANNS PÁLMASONAR,
fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn
26. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast Jóhanns er bent á minningarsjóð
nr. 0513-14-607272, kt. 251167-3549, hjá Glitni.
Ragnheiður Gísladóttir,
Hlynur Jóhannsson,
Egill Þór Jóhannsson,
Askur Jóhannsson,
Alfa Jóhannsdóttir,
Pálmi Sveinsson, Alfa Malmquist,
Kristrún Pálmadóttir,
Sveinbjörg Pálmadóttir,
Gísli Jónsson, Jóna Birta Óskarsdóttir.