Morgunblaðið - 26.01.2007, Page 44

Morgunblaðið - 26.01.2007, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is FJÓRIR nýútskrifaðir danshöf- undar standa fyrir dansleikhúss- ýningunni Víkingar og gyðingar í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld og annað kvöld. Tveir þessara höfunda, þær Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir, stofnuðu nýverið dansleikhúsfélagið Good Company og er þessi sýning fyrsta afsprengi þess. Þær hafa fengið til liðs við sig þær Annat Eisenberg og Noa Shadur frá Ísrael, en allar voru þær saman í skóla í Hollandi. „Við vorum allar saman í danshöf- undanámi og vorum bara fjórar í bekk. Þetta var mjög skringileg samsetning; tveir Íslendingar og tveir Ísraelar,“ segir Margrét, en allar luku þær námi á síðastliðnu ári. Álfar og víkingar Aðspurð segir Margrét Íslend- inga og Ísraela passa mjög vel sam- an. „Já alveg ótrúlega vel, ég hef ekki enn getað sett fingurinn á það. En það er sérstaklega í húmor, hann fer afar vel saman,“ segir hún, og bætir því við að töluverður húmor sé í sumum verkanna. „Þetta er alveg á mörkum leik- húss og dans. Það er frekar mikið talað mál, allt á ensku í þetta skipt- ið,“ segir Margrét. „Við erum að vinna með þessar dásamlegu klisjur. Okkur fannst fyndið hvernig maður er bara dæmdur þegar maður er frá Íslandi, það er alltaf verið að bera mann saman við álfa og víkinga. Sömuleið- is er alltaf verið að nudda Ísraelum upp úr gyðingdómnum.Við erum að takast á við það í eitt skipti fyrir öll.“ Um er að ræða fjögur verk, þrjú dansverk og eina stuttmynd. „Þau eru öll óskyld, þetta eru sjálfstæð verk en þau fara öll undir þennan víkinga- og gyðingahatt,“ segir Margrét, en verkin eru ólík innbyrðis og sem dæmi má nefna að verk Annat Eisenberg fjallar um hryðjuverk í víðum skilningi. „Annat var í ísraelska hernum, Noa komst hins vegar hjá því að fara í herinn. En þetta er Annat hug- leikið, hennar verk fjallar um fárán- leika hryðjuverka,“ segir Margrét, en bætir því við að verkið eftir Noa tengist pólitík ekki á neinn hátt, heldur sé það fremur abstrakt. „Það gæti þess vegna verið eftir Norðmann,“ segir hún í léttum dúr. Einungis verður um tvær sýn- ingar að ræða að þessu sinni, en Margrét vonast til þess að þær stöll- ur geti sett verkið upp í Tel Aviv ef fjármagn fæst. Uppsetning verksins hér á landi er hins vegar styrkt af Evrópusambandinu, nánar tiltekið af áætlun sem nefnist Ungt fólk í Evrópu. Dansleikhúsverkið Víkingar og gyðingar sett upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu Morgunblaðið/ÞÖK Dans „Þetta er alveg á mörgum leikhúss og dans,“ segir Margrét Bjarnadóttir um verkið Víkingar og gyðingar sem hún setur upp ásamt Sögu Sigurðardóttur, Annat Eisenberg og Noa Shadur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Unnið með dásamlegar klisjur Víkingar og gyðingar í Hafn- arfjarðarleikhúsinu í kvöld og ann- að kvöld, báðar sýningar hefjast klukkan 20. Miðaverð er 2.000 krónur en 1.200 krónur fyrir námsmenn. ÞEGAR komið er inn á sýningu Jó- hanns Ludwigs Torfasonar „Ný leikföng“ í Ásmundarsal í Listasafni ASÍ, blasir við skrifborð fyrir miðjum sal en á veggjum hanga lit- ríkar myndir. Sýningargestir gætu í fyrstu haldið að skrifborðið væri fyrir starfsmann (eða listamanninn sjálfan) sem sæti yfir sýningunni, eins og almennt tíðkast í söfnum og í galleríum, og að viðkomandi hefði brugðið sér frá rétt í svipinn. Hik gæti jafnvel komið á marga, sem teldu rétt að bíða með að skoða sýn- inguna þar til starfsmaðurinn sneri aftur, svo að unnt væri að greiða aðgangseyri – sem í þessu tilviki á þó ekki við þar eð aðgangur er ókeypis. Ekkert bólar hins vegar á um- ræddum starfsmanni og þegar nán- ar er að gáð, reynist skrifborðið til- heyra fyrirtækinu Pabbakné ehf. sem er sérstakur umboðsaðili fyrir Jóhann Ludwig Torfason og liggur þar kynningarefni um listaverkin, eða réttara sagt framleiðsluvöruna sem þar er til sölu sem „tölvugerð hágæðavara“ framleidd í þremur stærðum af Pabbakné ehf. Fjarvera starfsmannsins og nánari eft- irgrennslan leiðir í ljós að fyr- irtækið er sviðsettur tilbúningur og skrifborðið hrein og klár innsetning í rýmið. Jóhann leikur sér hér að vænt- ingum margra til listsýninga og grefur jafnframt á einfaldan en nokkuð snjallan hátt undan róm- antískum hugmyndum um lista- manninn og hið einstaka listaverk. Sýning hans er í raun ádeila á markaðs- og fyrirtækjavæðingu hins vestræna heims þar sem list- ræn sköpun er ofurseld markaðs- öflum. Myndirnar á veggjunum (sem sagt er að framleiddar séu af Pabbakné ehf.) fela í sér enn víðari skírskotanir út í samfélagið en þær líta út fyrir að vera auglýsing eða umbúðir barnaleikfanga sem ætluð eru hinni „meðvituðu kynslóð“ líkt og segir í fréttatilkynningu. Í verkinu „Síðasti leikur“ virðist hermennska leikur einn en þar er auglýst sett af litlum dúkkum sem minna á tindáta. Í forgrunni sést glaðhlakkalegur strákur með hjálm. Glýjan í augum hans stafar að öllum líkindum af þeim ævintýraljóma sem oft umlykur hermennsku og mótar gjarnan sjálfsmynd ungra drengja (og hugsanlega vilja þeirra til að ganga í herinn seinna meir). Þegar vel er að gáð reynast margar dúkkanna illa lemstraðar: margar hafa misst útlimi eða hlotið djúpa skurði og göt; sums staðar sitja ein- ungis fætur eða höfuð eftir í mótinu; á einum stað er „tindátinn“ með öllu horfinn. Ljóst er að fæstum foreldrum þættu slík leikföng ákjósanleg – en börn nú til dags eru ýmsu vön. Reyndin er sú að ímyndir ofbeldis og þjáningar því tengdu eru nánast daglegt brauð í myndveruleika okk- ar: í sjónvarpi og dagblöðum, á net- inu, í tölvuleikjum og öðru afþrey- ingarefni sem börn hafa greiðan aðgang að. Verk Jóhanns felur í sér margþætta gagnrýni: á hið mark- aðsvædda samfélag sem heldur slíku að börnum og nýtir sér sak- leysi þeirra; á hörmungar stríða og jafnframt þann doða sem offramboð á myndbirtingum slíkra hörmunga veldur. Hin „meðvitaða“ kynslóð reynist fljóta með í firrtu meðvit- undarleysi. Í tindátaspili Jóhanns er mannleg þjáning að engu gerð og einstaklingurinn er leikfang eitt – steyptur í sama mót og allir hinir (tindátarnir). Verkin á sýningunni lýsa firringu markaðshyggjunnar og fjalla á áleitinn – og hugmyndaríkan – hátt um viðkvæm málefni, svo sem dauðarefsingar, misskiptingu auðs í heiminum, kynþáttavandamál, trúardeilur eða jafnvel skýring- arlíkön trúarkenninga. Víða stígur kaldhæðnin línudans á mörkum hins yfirgengilega. Bandarískt útlit umbúða/auglýsinga leikfanganna (sem og útfærsla silkiþrykktrar myndraðar „Breyttu rétt“) skír- skotar til hnattvæðingar banda- rískra menningaráhrifa Einn þáttur ádeilunnar beinist auðvitað að listinni sjálfri og mark- aðshyggju hennar. Á sýningunni staðsetur Jóhann Ludwig sjálfan sig í hlutverki eins konar neyt- endaráðgjafa, svo að minnir á list- fræðikenningar Boris Groys um hlutverk listamannsins í neyslu- samfélaginu þar sem hann með- höndlar hluti úr heimi fjölda- framleiðslunnar á gagnrýnan hátt. Yfirskrift sýningarinnar „Ný leik- föng“ vísar til þess hvernig t.d. „ný málverk“ eru auglýst af myndlist- argalleríum en Pabbakné ehf. geng- ur skrefinu lengra en galleríin og tekur framleiðslu verkanna í eigin hendur og jafnframt úr höndum listamannsins – sem verður fyrir vikið ekkert annað en „lógó“, eða vörumerki eða eins konar „gæða- stimpill“. Neyslufjötrar Ádeila Sýning [Jóhanns] er í raun ádeila á markaðs- og fyrirtækjavæðingu hins vestræna heims þar sem listræn sköpun er ofurseld markaðsöflum. MYNDLIST Listasafn ASÍ – Ásmundarsalur Jóhann Ludwig Torfason Til 28. janúar 2007 Opið þri. til su. kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Ný leikföng Anna Jóa Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is LEIKRITIÐ Misery, sem byggist á sögu eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King, verður frumsýnt á NASA í kvöld. Sagan segir frá þekktum rithöfundi sem lendir í al- varlegu bílslysi í óbyggðum, en er bjargað af konu sem segist vera mikill aðdáandi hans. Hún fer með hann heim til sín þar sem hún gerir að sárum hans, en eftir því sem lengra líður virðist hún vilja honum allt annað en gott. Það er Valdimar Örn Flygenring sem fer með hlut- verk rithöfundarins Pauls Sheldons en Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur hina snaróðu Annie Wilkes. Hún segir það útbreiddan misskilning að hún sé fyrst og fremst gam- anleikkona. „Ég þarf alltaf að leiðrétta þetta. Sannleikurinn er sá að ég hef leikið jafnmikið dramatískt og kómískt í leikhúsinu. Þjóðin sér mig kannski oftar í gamanhlutverkum því það er það sem ég hef verið að gera í sjón- varpinu,“ segir hún. „Annað hlut- verkið sem ég lék var Magnína í Heimsljósi og það var árið 1989 þannig að ég er ekkert að byrja á þessu núna.“ Þekkt kvikmynd var gerð eftir sögunni árið 1990 og hlaut Kathy Bates Óskarsverðlaun fyrir frammi- stöðu sína í hlutverki Wilkes. Ólafía Hrönn hefur ekki þorað að sjá myndina síðan hún var sýnd í kvik- myndahúsum á sínum tíma. „Ég sá hana og ég var frammi á sætisbrún- inni allan tímann og hef sjaldan ver- ið svona spennt í bíó. Ég man eig- inlega of vel eftir henni og mín vinna hefur svolítið snúist um að fjarlægjast hana. Þannig að leikritið verður aldrei eins og bíómyndin,“ segir Ólafía Hrönn, sem ætlar ekki að taka neitt mið af túlkun Bates. „Ég verð bara að fá að gera þetta eins og mér sýnist. Kvikmyndin hefur allt aðra möguleika, leikritið verður að ýkja hlutina til þess að ná sömu áhrifum. Það er nóg að vita að manneskja sé brjáluð í kvikmynd, og svo er allt sem hún gerir geð- veikt. Þetta er svolítið öðruvísi á sviði.“ Einungis tveir leikarar eru í sýn- ingunni og segir Ólafía Hrönn það vissulega svolítið sérstakt. „Það er gaman en það eru líka átök. Þetta er ekki bara dans á rósum, við för- um í taugarnar hvort á öðru og við rífumst og svona. En mér finnst ekkert að því,“ segir hún og leggur áherslu á að gott sé að leika á móti Valdimar. „Ég er búinn að þekkja hann lengi og þykir mjög vænt um hann.“ Leikstjórn verksins er í höndum Jóhanns Sigurðarsonar en það er Stúdíó 4 sem framleiðir. Morgunblaðið/ÞÖK Misery Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverki sínu sem Annie Wilkes Ógnvænlegur aðdáandi Uppselt er á frumsýningu í kvöld en næsta sýning er klukkan 20 á sunnudagskvöld. www.nasa.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.