Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er ekkert skrítið þó að það sporist, Villi minn, þegar Tröllið stelur skóginum, þessar hríslur eru nú ekkert smá þungar, góði. VEÐUR Er þögn Margrétar Sverrisdótturað verða of löng? Þetta er áleit- in spurning. Fátt er mikilvægara í stjórnmálum en tímasetning. Þegar uppgjörið fór fram innan Frjáls- lynda flokksins fyrir nokkrum vik- um hafði Margrét byrinn með sér.     Karlarnir voru aðníðast á þess- ari hæfileikamiklu konu og almenn- ingi líkaði það ekki.     En síðan hefur lít-ið sem ekkert til hennar heyrzt. Sögusagnir hafa verið á kreiki um samtöl hennar við hina og þessa, gamla pólitíkusa og fólk, sem hefur pólitískan metnað en ekki gengið sem skyldi.     Það er engin spurning um, aðMargrét Sverrisdóttir nýtur ekki lengur þess mikla byrs, sem hún hafði, en það er ekki þar með sagt að hún hafi ekki möguleika.     En þagnartímabilið verður aðtaka enda. Hún verður að upp- lýsa um hvað hún hefur verið að gera og hvert hún stefnir. Annars fara hugsanlegir stuðningsmenn hennar annað.     Þegar Sverrir Hermannssonstofnaði Frjálslynda flokkinn gerði hann þau mistök að taka við hverjum sem var, sem vildi ganga til liðs við hann. Og sat uppi með alls kyns vandamál af þeim sökum eins og menn muna.     Það skiptir máli, að MargrétSverrisdóttir endurtaki ekki þau mistök. Hún á ekki að taka við alls konar pólitískum lukkuridd- urum, sem vilja sigla inn á þing á pilsfaldi hennar. Hún á þvert á móti að vera kröfuhörð í vali á sam- starfsmönnum. Það er farsælla, þegar til lengri tíma er litið. STAKSTEINAR Margrét K. Sverrisdóttir Er þögnin að verða of löng? SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. -- -/ -0 -1 -/ +. +2 ' +- '1 3!    4  )*3! 3! 3! 3! 5 3! )*3! 3! 5 3!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   +. +-1 2 2 -6 -6 -6 - +' 7 +-7 3!  ! 8 *%   8 3! 3! 3! 4  9 *%   3! 5 3! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) - 6 6 +- - +-6 +' +' 7 +0 +- 3!  !5  !5  !5 3! 5 3! 8   %   ) % 8  !   9! : ;                  ! " # $      #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   :;    ;= 7- >         5 2     *  % 5 3! <  *% 5    =   % :!  9 *  % 5 3! <    (+-1 5  >         (+-1 :9  *  ?  6 -'  <   %   !!  0>-6: 5* >    < 5 3!  ?  6 7  @9 *3  *A    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" 0-' '-( -<6 6</ --'. 601 111 (-' -71/ 7-( 2/1 -/'. -1'0 -.-2 '606 (0/ 26. (/2 ('0 -('2 -('7 -(-6 -707 -2/- ''6- 1<- -<( -<- -<. -<- 6</ 6<' 6</ -<. -<6 -<( 6<0 6</            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Viggó H. Viggósson | 23. febrúar 2007 Hjarðfullnæging Kæru vinir. Hjörðin fékk það í gær. Fullnæging þessi er svo sterk að undir tekur um hjarðlendur allar. Það er því nú sem hjörðin fagnar, syngur söngva samda til handa sjálf- umgleðinni, stígur sigurdans í takt við hjartslátt drambsins. Stór er sig- urinn, mikil er stundin. Allir saman nú. Vegna sigursins vex hjörðin nú ört, hraðar en jökulvatnið í stór- hlaupi. Meira: viggo.blog.is Áslaug Ósk Hinriksdóttir | 21. febrúar 2007 Að þurfa að bíða Æxlið hefur stækkað um helming en þeir geta ekki sagt okkur hvort það sé einungis bjúgur eða stækkun líka, jú það er einhver bjúgur þarna sem kemur af geislunum og getur verið til staðar í 2–4 mánuði eftir geisla en svo er eitthvað annað þarna sem þeir geta ekkert sagt um fyrr en fleiri sérfræðingar skoða og lesa betur úr myndunum. Meira: aslaugosk.blog.is Kolbrún Baldursdóttir | 22. febrúar Ég er svooo ánægð Er þessi þjóð og þjóð- arsál ekki meiriháttar!! Hvaða þjóð getur stát- að af slíkri samstöðu sem hér ríkir þegar heill hópur ætlar að streyma til landsins í þeim tilgangi að fjalla um og skiptast á klámefni? Þá brettir þjóð- in upp ermarnar, allir sem einn, og segir nei. Ég satt að segja þorði ekki að vona að þetta gæti orðið nið- urstaðan eða að þetta væri yfirhöfuð raunhæfur möguleiki. Meira: kolbrunb.blog.is Ágúst Bjarnason | 20. febrúar 2007 Kenning skekur vísindaheiminn … Mikið hefur verið fjallað undanfarið um nýja grein í ritrýnda tímaritinu Astronomy &amp; Geophysics sem gefið er út af hinu virta vísindafélagi Royal Astronomical Society. Greinin nefnist „Cosmocli- matology: A New Theory Emerges“ og er eftir danska vísindamanninn dr. Henrik Svensmark. Það er kannski einum of djúpt í árinni tekið að segja að kenningin hafi skekið vísindaheiminn, en hún gæti gert það, reynist hún rétt. Sumir hafa þó kallað þessa nýju kenningu Rósett- ustein loftslagsfræðinnar. Enn sem komið er er ekki hægt að fullyrða hvort svo sé, en kenningin er mjög áhugaverð og ýmsar jákvæðar vís- bendingar um réttmæti hennar eru fyrir hendi. Áður hefur verið fjallað um þessi mál hér á bloggsíðunni. Sjá Merki- leg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar frá 1. janúar sl. Í nýju greininni, sem sækja má með því að smella hér, er þessari kenn- ingu lýst á einfaldan og auðskilinn hátt. Það sem gerir þessa kenningu svo merkilega er að hún getur skýrt stóran hluta þeirrar hlýnunar sem varð á síðustu öld. Í nýlegri sam- antekt IPCC um loftslagsbreyt- ingar, Summary for Policymakers, eru áhrif aukins koltvísýrings talin vera 1,6 W/m2, en áhrif útgeislunar sólar aðeins 0,12 W/m2 (solar irradi- ance). (Sjá Lesið í mynd frá IPCC eftir Einar Sveinbjörnsson). Skýrsla IPCC tekur aðeins tillit til beinna áhrifa sólargeislanna, en fjallar ekk- ert um áhrif sólvindsins og seg- ulsviðs sólar. Í grein Henriks Svens- mark í Astronomy &amp; Geophysics kemur fram, að hin óbeinu áhrif breytilegrar virkni sól- ar geti verið miklu meiri en hin beinu áhrif. Reynist það rétt, þá eru áhrif sólar engu minni en áhrif auk- ins koltvísýrings á síðustu öld. Við verðum þó að muna að þetta er ennþá kenning. Hver er þessi dr. Henrik Svens- mark? Er þetta einhver óþekktur vísindamaður sem er bara að bulla? Hann er reyndar ekki alveg óþekkt- ur. Meira: agbjarn.blog.is BLOG.IS BJARNI Már Magnús- son útskrifast í dag fyrstur nemenda úr nýju meistaranámi í al- þjóðasamskiptum, sem stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands býður upp á. Lokaritgerð Bjarna Más fjallar um hafrétt- arstefnu íslenska ríkis- ins á árabilinu 1982– 2006. Bjarni Már mun kynna kafla úr henni á málþingi Alþjóðamála- stofnunar á miðviku- daginn kemur. Bjarni Már var í hópi þeirra fyrstu sem innrituðust í meistaranám í alþjóðasamskiptum haustið 2005. Hann er fæddur í Gautaborg í Svíþjóð árið 1979, stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 1999. Að loknu stúdentsprófi stund- aði Bjarni nám við lagadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist með embætt- ispróf árið 2005. Skólaárið 2002– 2003 var hann Nordplus-skiptinemi við lagadeild Kaupmannahafnarhá- skóla. Um þessar mundir er Bjarni bú- settur í Miami í Banda- ríkjunum en hann hlaut Cobb Family Fellowship-styrk til að stunda nám í hafrétti við háskólann í Miami. Stjórnmálafræði- skor HÍ hefur boðið upp á 60 eininga hag- nýtt og fræðilegt nám í alþjóðasamskiptum frá því haustið 2005. Markmið námsins er að þjálfa nemendur fyrir vinnumarkaðinn og rannsóknarvinnu með frekara nám í huga. Námið býð- ur upp á nokkurn sveigjanleika þar sem nemendur geta valið á milli níu sviða sem þeir geta sérhæft sig í en kjarni námsins miðar að því að veita nemendum ákveðna grunnkunnáttu í alþjóðasamskiptum og aðferða- fræði félagsvísinda. Nemendur hafa stofnað Alþjóðasamfélagið – félag nema í alþjóðasamskiptum og hefur það þegar staðið fyrir tveimur stórum ráðstefnum. Fjallað um haf- réttarstefnuna Fyrsta útskrift úr meistaranámi í al- þjóðasamskiptum við Háskóla Íslands Bjarni Már Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.