Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 41 MINNINGAR ✝ Pétur ViðarKarlsson fædd- ist á Skammbeins- stöðum í Holtum 13. apríl 1941. Hann lést á heimili sínu á Selfossi hinn 17. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristján Karl Pétursson bóndi á Skamm- beinsstöðum, f. 27. nóvember 1909, d. 13. desember 1989, og kona hans Sól- veig Eysteinsdóttir húsmóðir, f. 20. ágúst 1908, d. 11. maí 1994. Systir Péturs er Auður, f. 5. nóv- ember 1938, gift Sveini Andr- éssyni, f. 16. júlí 1939. Hálf- bræður hans eru Ottó Eyfjörð og Elías Eyberg. Sonur Péturs og Áslaugar Pálsdóttur er Páll, f. 18. desem- ber 1959, kvæntur Auði Ottesen, Karl, f. 31. júlí 1964, kvæntur Hrafnhildi Guðmundsdóttur, f. 4. október 1965. Börn þeirra eru Pétur Viðar, Rúnar, Karen og Tinna. 3) Hrund, f. 16. júlí 1968, gift Anders Winckler, f. 16. apríl 1969. Börn þeirra eru Daníel Freyr, Jonas Thor og Julia Sif. 4) Hjörtur Leví, f. 23. júní 1975, kvæntur Ásdísi Aradóttur, f. 3. febrúar 1984. Sonur þeirra er Aron Leví. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skammbeinsstöðum við almenn sveitastörf og lauk þaðan barnaskólanámi. Hann hóf nám í bifvélavirkjun á Hvolsvelli en út- skrifaðist sem bifvélavirki frá Iðnskólanum á Selfossi árið 1964 og starfaði við iðn sína allan sinn starfsaldur. Hann stofnaði fyr- irtækið „Bílaþjónusta Péturs“ á Selfossi árið 1978 og rak það til dauðadags í samvinnu við syni sína Kristján og Hjört sem báðir eru bifvélavirkjar. Útför Péturs verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. f. 27. apríl 1956. Börn Páls og Ragn- heiðar Högnadóttur af fyrra hjónabandi eru Áslaug, Guðni Páll og Fríða Brá. Sonur Auðar er Hálfdán Mörður Gunnarsson. Barna- börn Páls og Auðar eru Haukur Bragi og Sólhildur Sonja. Hinn 26. desember 1962 kvæntist Pétur eftirlifandi konu sinni Brynhildi Tóm- asdóttur, f. 19. október 1943. Foreldrar hennar voru Tómas Guðbrandsson fyrrverandi bóndi í Skálmholti, f. 8. maí 1897, d. 27. júní 1984, og kona hans Berg- þóra Björnsdóttir, f. 20. mars 1910, d. 13. ágúst 1946. Börn Péturs og Brynhildar eru: 1) Guðný, f. 23. júlí 1963, d. 30. september 1963. 2) Kristján Fyrsta minning mín af pabba er þegar ég var um 10 ára og heimsótti afa minn og ömmu á Skammbeinsstöð- um. Ég man hvað ég var spenntur, en samt svolítið hræddur líka að hitta pabba minn í fyrsta sinn. Ég stóð við gluggann uppi á lofti á Skammbeins- stöðum þegar hann keyrði í hlaðið í sólskininu á hvítum Bens. Mér fannst þetta flottasti bíll sem ég hafði nokkru sinni séð. Við vorum örugglega báðir jafnstressaðir þegar við hittumst og vissum ekki alveg hvernig við ættum að vera, en það var fljótt að breytast og smátt og smátt urðu samskipti okk- ar nánari og afslappaðri. Þegar hér var komið sögu bjó pabbi á Selfossi ásamt konu sinni Brynhildi, Kristján bróðir minn var þá 5 ára og skömmu síðar fæddist Hrund systir. Þarna var allt í einu komin fjölskylda sem ég átti hlutdeild í og á komandi árum áttum við æ fleiri samverustundir. Skömmu eftir að ég lauk námi flutti ég með þáverandi konu minni á Sel- foss þar sem við keyptum íbúð og bjuggum í nokkur ár. Á Selfossi fædd- ist elsta dóttir mín, Áslaug, og þar með varð hann afi í fyrsta sinn, 42 ára. Við vorum eins og heimagangar á Víðivöll- unum hjá þeim pabba, Binnu og krökkunum; Kristjáni, Hrund og Hirti Leví og brölluðum margt saman næstu árin. Svo kom að því að ég flutti aftur í Mýrdalinn, og ég held að pabbi hafi ekki verið alveg sáttur við það, en það er ekki hægt að sjá framtíðina eða giska á hvernig hún verður. Skömmu síðar fékk hann sitt fyrsta hjartaáfall sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hans og fjölskylduna alla og þessi sjúk- dómur átti eftir að verða honum að aldurtila að lokum. Þrátt fyrir sjúkdóm pabba áttum við margar góðar stundir saman, sum- arbústaðaferðir, vélsleðaferðir og hefðbundnar fjölskyldustundir. Barnabörnin veittu honum mikla gleði og ánægju og þau höfðu gaman af að skottast í kringum hann. Börnin mín þrjú, fjögur hjá Kristjáni, þrjú hjá Hrund og einn hjá Hirti voru þér mik- ill fjársjóður og uppspretta margra gleðistunda. „Svo kom að því að ég varð afi, og þú langafi, gamli minn“. Hann fékk að njóta nokkurra mánaða með þann góða titil, lífið gekk sinn vanagang, en þá kom reiðarslagið einn bjartan morgun. Ég var algerlega óviðbúinn símtal- inu frá Kristjáni bróður að morgni laugardagsins 19. febrúar þegar hann tilkynnti mér lát pabba þá um morg- uninn. Þrátt fyrir sjúkdóm hans var einhvern veginn ekki inni í myndinni hjá okkur að hann myndi deyja, aðeins tæplega 66 ára að aldri, því að við átt- um eftir að gera svo margt saman. Við Auður ætlum að byggja sumarhús í Merkurlautinni, skammt frá bústaðn- um þeirra pabba og Binnu, og þá hefði verið gott að njóta góðra ráða hans. Við áttum líka alveg eftir að ferðast saman og njóta samvista við pabba og Binnu í öðrum löndum sem þau þekktu svo vel. Mig langar að lokum að þakka þér, pabbi, fyrir þann tíma sem við áttum saman, tæp 40 ár í gegnum súrt og sætt. Mig langar líka til að þakka þér hvað þú tókst vel á móti Auði konunni minni þegar ég kom með hana inn í fjölskylduna, hún missti góðan vin þegar þú kvaddir okkur. Páll Pétursson. Það er mikið áfall að missa föður og vinnufélaga síðustu 26 árin. Þau hafa verið þung sporin í vinnunni þessa dagana síðan þetta áfall gekk yfir okk- ur. En það eru svo margar skemmti- legar stundirnar sem við getum minnst. Það er búið að vera ótrúlegt hvað maður hefur fengið að upplifa með svona atorkusömum manni eins og föður mínum. Eins og að eyða frítíma sínum með honum í vélsleðaferðum eða veiðiferðum og allar samveru- stundirnar í Landmannahelli, alveg einstakt. Svo voru það líka „rólegu“ stundirnar í sumarbústaðnum þar sem alltaf var líf og fjör og alltaf hafðist hann eitthvað að. Það hafa líka verið ófáar pottaferðirnar og næturgisting- arnar sem börnin mín hafa verið hjá afa og ömmu. Mest er ég hissa á hvað svona ákveðinn maður með fastar skoðanir gat látið strákinn frekjast með sig, það kallast sennilega þolinmæði, enda góð- ur kennari og leiðsögumaður. En ég held að okkur hafi bara gengið nokkuð vel að vinna saman og reka saman fyr- irtæki. Margt áttum við eftir að gera og mörg plön voru í bígerð um ferðalög og fleira. Nú er komið að mínum skuldadögum og fer ég nú með hug hans á þá staði sem hann átti eftir að skoða. Kristján Karl Pétursson. Tengdafaðir minn Pétur Viðar sem borinn er til grafar í dag var happa- fengur í mínu lífi. Nærvera hans var góð, hann var kíminn og húmorinn hans mér var að skapi. Stutt var í hlát- urinn hvort sem við ræddum fjölskyld- una, sumarhúsið þeirra Binnu eða með alvarlegri undirtón um viðhorf okkar til minnihlutahópa eða stjórnmála. Við vorum ekki í öllu skoðanasystkini og Pétur hélt fast í sínar skoðanir og fylgdi þeim eftir af sannfæringu og krafti. Rökræður okkar enduðu þó alltaf í gagnkvæmum skilningi og einni uppáhellu af kaffi til viðbótar og þegar hellt var í bollana á ný notuðum við bæði tækifærið til að skipta um um- ræðuefni. Sameiginleg virðing okkar beggja fyrir náttúrunni, dálæti á góðum mat og því að njóta dýpkaði vináttuna okk- ar sem var mér mjög dýrmæt. Er ég gekk að eiga son hans Pál sátu hann og Binna kona hans í brúðkaupinu við hlið foreldra minna. Móður minni heitinni þótti aldrei mikið varið í rauðvínsgutl með mat og hún fékk hjá mér sérmeð- ferð, blandaður sérdrykkur í sveita- ballastíl var borinn fyrir hana. Pétur tók eftir þessari einkaþjónustu og sagði kankvís við þjóninn: Gæti ég fengið eins og hún. Þetta átti nú vel við hana vindu, eins og móðir mín orðaði það síðar þegar hún lýsti dálæti sínu á Pétri og óskaði mér sérstaklega til hamingju með hann. En þar sátu sam- an við borð tvær gæðasálir með svip- aðan húmor og kunnu báðar að njóta þess er þær langaði mest í. Tengdafað- ir minn sem fór svo snöggt er öllum sem hann þekkti mikill missir. Handa- hreyfingar og snögg stroka yfir hárið situr fast í huga mínum og öll hans góðvild sem ég vil þakka. Ég votta Binnu mína dýpstu samúð og allri hans fjölskyldu og vinum. Auður I. Ottesen. Fátt er sagt en margt ósagt þegar minnst er horfinna samferðamanna. Nú er Pétur mágur minn látinn og horfinn af sjónarsviðinu á sextugasta og sjötta aldursári, sem ekki telst hár aldur nú til dags. Það er mikið áfall fyrir þá sem næstir standa þegar dauðinn bregður brandi sínum með svo snöggum hætti, þótt hann hafi í leyni beðið færis í 19 ár. Pétur og Brynhildur systir mín giftu sig á heimili foreldra hans á Skammbeinsstöðum á annan í jólum árið 1962, um leið og Sveinn og Auður systir hans giftu sig. Þá var hátíð á Skammbeinsstöðum og rausnarlega tekið á móti gestum. Framtíðin með björtum vonum var framundan. Það var því sár og erfið reynsla fyrir ungu hjónin að missa fyrsta barnið sitt, Guð- nýju, aðeins tveggja mánaða gamla, örin eftir það lifa ávallt í minningunni. Gæfan fylgdi þeim samt á árunum sem í hönd fóru með miklu barnaláni, glæsilegum hópi mannvænlegra af- komenda. Pétur var vandaður bifvélavirki og rak fyrirtæki sitt, Bílaþjónustu Pét- urs, á Selfossi af dugnaði og árvekni. Ég hef heyrt nokkrar sögur um fund- vísi hans á dvalarstaði eldri og nú sjaldgæfari varahluta og hef reyndar sjálf notið hæfileika hans í að slá tölvu- leit við í þeim efnum. Það var hagstætt gleðiefni Péturs að synir hans, Krist- ján og Hjörtur, lærðu báðir bifvéla- virkjun og gengu inn í rekstur fyrir- tækisins með honum, en með menntun þeirra fluttu þeir nýja tíma og tækni inn í fyrirtækið svo það urðu framfarir en ekki hnignun í rekstrinum þótt heilsu Péturs hrakaði og höfum við hjónin alltaf haft góð samskipti við þá feðga þegar eitthvað bjátar á með bíl- ana okkar. Pétur var maður gleðinnar og skemmtilegur í vinahópi. Hann hafði áhuga á tónlist og ferðalögum, lék ár- um saman með Lúðrasveit Selfoss og stundaði fjallaferðir og veiðar á há- lendinu á sumrin og hafði, ásamt fé- lögum sínum, aðstöðu við Landmanna- helli til margra ára. Á seinni árum beindist áhugi hans í frístundum mest að því að njóta hvíldar og friðar í sum- arbústað þeirra. Hann var góður ná- granni í sumarhúsalífi okkar systr- anna. Mig langar í lokin að minnast sérstaklega ógleymanlegrar samveru- stundar fjölskyldu minnar með Pétri, Binnu og Ástu systur okkar við útiari- neld í lautinni milli sumarhúsa okkar síðastliðið haust. Binna mín, við Jón og fjölskyldurn- ar okkar sendum ykkur öllum innileg- ar samúðarkveðjur. Hólmfríður Tómasdóttir. Góður vinur og félagi okkar, Pétur Karlsson, er fallinn frá. Óvænt fráfall vinar og samferðamanns í áratugi leið- ir fram í hugann minningar um fjölda samverustunda við að rækta vináttuna og sinna sameiginlegum áhugamálum. Skömmu eftir að Pétur fluttist á Selfoss og stofnaði hér heimili með konu sinni Brynhildi Tómasdóttur gekk hann til liðs við okkur sem þá störfuðum í Lúðrasveit Selfoss. Til þess tíma má rekja upphaf þeirra vina- tengsla sem hér verður reynt að minn- ast í nokkrum orðum. Verulegt fé- lagslíf var í kringum lúðrasveitina, sem efldi félagsskapinn og vináttu milli manna sem hélst um ókomin ár. Þótt Pétur hætti að starfa í lúðra- sveitinni ræktuðum við félagarnir vin- skapinn áfram á ýmsan máta. Lengi tíðkaðist að koma saman kvöld og kvöld, taka í spil og spjalla að ekki sé minnst á útgerðarævintýrið góða og þær uppákomur sem því fylgdu. Efst í huga eru okkur þó veiðiferð- irnar óteljandi sem voru farnar í vötn- in á Holta- og Landmannaafrétti. Þetta svæði er á margan hátt sérstakt að náttúrufari og býr yfir einhverjum töfrum sem seiða mann til sín ár eftir ár. Þarna við fjallavötnin áttum við marga unaðsstund. Með tímanum urðu til hefðir svo sem árleg Veiði- vatnaferð, sem um langt árabil var fastur liður, enda vandfundinn annar eins staður til að efna til vinafagnaðar og njóta einstæðrar náttúru. Ferðalögin sem við höfum tekist á hendur með þeim Pétri og Binnu, ásamt öðru góðu fólki, eru orðin æði mörg. Við höfum átt saman góðar stundir erlendis, bæði á sjó og landi, en ekki síður á skoðunarferum um okkar eigið land. Er skemmst að minnast áængjulegrar ferðar um Austur- og Suðausturland, síðastliðið sumar. Við gömlu félagarnir ásamt konum okkar viljum minnast Péturs þakklát- um huga í ljósi þess sem hér hefur ver- ið rifjað upp auk ótal margs annars sem við hefur borið á langri vegferð. Sem samferðamaður var hann áræð- inn og úrræðagóður á hverju sem gekk. Hann var glaðlyndur að eðlisfari og naut þess ríkulega að blanda geði við annað fólk á góðum stundum. Þá var því oft slegið á létta strengi, glös- um lyft, raulaðir lagstúfar og spjallað um málefni líðandi stundar. Pétur lagði mikinn metnað í að byggja upp eigið fyrirtæki og búa þannig sér og sínum sjálfstæði og ör- yggi. Það tókst þrátt fyrir áföll vegna alvarlegra veikinda enda stóð fjöl- skyldan einhuga að því verkefni. Einn- ig hafa þau hjónin lagt mikla vinnu í að rækta upp sælureit við sumarbústað- inn í Merkurlautinni. Þar höfum við átt með þeim góðar stundir og notið gestrisni. Þótt líkamlegt þrek Péturs hafi minnkað í kjölfar veikindanna lét hann engan bilbug á sér finna og virt- ist ákveðinn í að lifa lífinu lifandi þar til yfir lyki, sem hann vissulega gerði. Við flytjum Binnu og börnunum Páli, Kristjáni, Hund og Hirti og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Helgi, María, Sverrir og Lillian. Pétur Viðar Karlsson ✝ Guðjón Berg-mann Guð- mundsson frá Emmubergi fæddist á Hörðubóli 6. maí 1949. Hann lést á heimili sínu, Selja- landi í Hörðudal, 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðríður Friðlaug Guðjónsdóttir, f. 1. nóv. 1926, og Guð- mundur Jónsson, f. 2. sept. 1925, frá Emmubergi á Skóg- arströnd. Guðjón var elstur sex systkina. Hin eru Kristín Sigríður, f. 4. apríl 1951, dóttir hennar og Skúla Jónssonar er Sigríður Huld; Sigríður Kolbrún, f. 16. ág. 1952, d. 20. júní 2004; Ingibjörg Emma, f. 14. jan. 1957; Kristjana Eygló, f. 29. apríl 1958, börn hennar með Bjarka Jónassyni eru Birgir Már, Jón- as Rafn, Guðmundur Bergmann og Guð- veig Lilja, barn hennar með Ólafi Jónssyni er Bergrós Ýr; Guðmundur Flosi, f. 29. maí 1965. Hinn 12. apríl 2005 kvæntist Guð- jón eftirlifandi eig- inkonu sinni, Guð- rúnu Jónu Gunnarsdóttur, f. 6. okt. 1957. Guðjón ólst upp á Emmubergi og vann að bústörfum þar til síðla sumars árið 2005 en þá flutti hann að Seljalandi í Hörðudal og var þar til dánardægurs. Útför Guðjóns verður gerð frá Kvennabrekkukirkju í Miðdölum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku drengurinn okkar. Við hugsum til þín með söknuði og biðjum Guð að varðveita þig. Blessuð sé minnig þín. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson) Mamma og pabbi. Elsku Daddi. Það er erfið stund að þurfa að sjá á eftir þér á þenn- an hátt og þurfa að lifa við það. Þú sem varst nýbúinn að finna ástina í lífi þínu, hefðir átt að vera svo hamingjusamur og horfa björt- um augum til framtíðar. En því miður sást þú bara hyldýpi fram- undan, kvíða og svartnætti. Fráfall þitt er sorg fyrir okkur öll, en sorgin er líka hluti af lífinu og ákvarðanir verða seint teknar fyrir aðra. Við sumum spurningum fást líka aldrei nein svör. En við eigum líka svo margar góðar minningar um þig, sem við getum minnst og glaðst yfir. Elsku bróðir, mágur og frændi. Við minnumst þín með söknuði og biðjum Guð að varð- veita þig. Blessuð sé minning þín. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni, vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál svala líknar hönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér kær, aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Kristjana, Ólafur, Birgir Már, Jónas Rafn, Guð- mundur Bergmann, Guð- veig Lilja og Bergrós Ýr. Guðjón Bergmann Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.