Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 39 Polaris FUSION 900 136" 47mm, árg. 2005, ek. 1 þús. km, hlaðinn aukahlutum. Verð 1390 þús. kr. Subaru LEGACY, árg. 2006, ek. 10 þús. km. Verð 2590 þús. kr. Mazda 3 H/B TS, árg. 2004, ek. 26 þús. km. Verð 1660 þús. kr., áhv. 1000 þús. kr. Nissan TERRANO II DÍSEL, árg. 2001, ek. 219 þús. km, DÍSEL. Verðtilboð 1050 þús. kr., áhv. 785 þús. kr. Fiat STILO WAGON, árg. 2004, ek. 65 þús. km. Verðtilboð 1090 þús. kr., áhv. 930 þús. kr. Yamaha SXR 700, árg. 2001, ek. 3 þús. km. Verð 430 þús. kr., áhv. 270 þús. kr. KIA SORENTO, árg. 2002, ek. 63 þús. km, DÍSEL. Verð 2490 þús. kr., áhv.1930 þús. kr. MMC L200 DOBLE CAB DIESEL TURBO GLS D/C, árg. 1998, ek.191 þús. km. Verð 790 þús. kr. Nissan TERRACAN GLX 2,9 DÍSEL, árg. 2003, ek.179 þús. km. Verðtilboð 1890 þús. kr., áhv.1495 þús. kr. Volvo V70XC V-AWD, árg. 2002, ek.123 þús. km. Verð 2650 þús. kr., áhv. 2150 þús. kr. Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 12-17 SKOÐIÐ FLEIRI MYNDIR Á WWW.100BILAR.IS ÍBÚUM Mosfellsbæjar þykir vænt um Varmána og útivist- arsvæðið sem liggur að henni. Af því svæði rís Álafosskvosin hæst þar sem fyrri tíma saga ullariðn- aðar við Álafoss og gróskumikið menning- arlíf nútímans renna saman við árniðinn. Á því svæði og svæðinu þar niður af þar sem áin breiðir úr sér, er að finna útivistarsvæði sem á sér ekki sam- jöfnuð í sveitarfé- laginu. Svæði sem aldrei verður samt ef niður á þessa bakka Varmár verður beint þeirri mengun sem fylgja mun áætluðum akstri 10 þúsund bifreiða daglega um fyrirhugaða Helgafellsbraut. Valkosturinn eini Lífríki Varmár og lífsgæðum íbúa Mosfellsbæjar á að spilla með lagningu fjölfarinnar tengibrautar frá nýrri byggð við Helgafell niður á bakka Varmár þar sem hún teng- ist Vesturlandsveginum. Bæjaryf- irvöld í Mosfellsbæ hafa sagt íbúum sínum að aðrar leiðir séu ekki fær- ar fyrir þessa miklu umferð en því fer fjarri að þau rök hafi hljómað sannfærandi. Aðrir kostir ekki kannaðir til hlítar Fjölmargir íbúar Mosfellsbæjar telja að fullgild rök hafi enn ekki verið færð fyrir því að aðrar leiðir séu ekki færar við lagningu brautar sem tengja á Vesturlandsveg við þá stóru íbúabyggð sem senn mun rísa í landi Helgafells. Helsta myndbirt- ing þeirra skoðana er stofnun Var- mársamtakanna sem vakið hafa máls á því umhverfisslysi sem nú er að færast af teikniborðinu á framkvæmdastig með lagningu fjöl- farinnar umferðaræðar niður á bakka Varmár. Með hverjum deg- inum sem líður kemur betur í ljós að full þörf var á að fylkja sér um markmið samtakanna og fylgja þeim eftir sérstaklega, þ.e. að fylgja eftir þeim sjálfsagða rétti íbúa Mosfellsbæjar að eðlilegt tillit sé tekið til lífsgæða og lýðræðis í Mosfellsbæ þegar unnið er að skipulagi og framkvæmdum í bæj- arfélaginu. Aðrar leiðir fyrir tengingu Helgafellsbrautar við Vesturlands- veg en Varmárbakkar hafa verið dæmdar óhæfar af ráðamönnum í Mos- fellsbæ, en boðleg gögn um þá niðurstöðu hafa þó ekki verið birt. Ástæðan virðist sú að nægilega marktækir útreikningar með hlið- sjón af kostnaði og umhverfisáhrifum ann- arra leiða liggi ekki fyrir. Ennþá stendur því sú sjálfsagða krafa íbúanna að kannaðir verði af kostgæfni leið- ir sem fela ekki í sér að skerða umhverfisgæði fallegasta útivistarsvæðis bæjarfélagsins á láglendi og um leið lífsgæði bæj- arbúa. Með slíkum sjálfsögðum vinnubrögðum væri bæjaryf- irvöldum og íbúunum loks gert kleift að dæma um það hverju skakkar í raun á mismunandi leið- um. Þannig væri kominn grundvöll- ur til þess að meta hvort að sá kostnaðarmunur, sem mismunandi leiðir og útfærslur fela í sér, er nægilegur einn og sér til þess að menn finni sig knúna til þess að gjaldfella þau lífsgæði sem felast í umhverfi Varmár með því að láta Helgafellsbraut feta sig upp með ánni. Hvaða valkostir? Vænlegur valkostur virðist fær fyrir verðandi Helgafellsbraut. Hann liggur úr Helgafellshverfinu með hlíðum Helgafells og þaðan niður á Vesturlandsveg norður und- ir veginn upp í Mosfellsdal. Á fundi þar sem þessi leið barst í tal var mikið rætt um þann aukatíma sem það tæki fólk að keyra þessa lengri leið og vissulega er hægt að sam- þykkja að það skakkar einhverjum sekúndum á leiðunum. Rætt hefur verið um lagningu þessarar tengi- brautar um vegstokk og í því sam- bandi hafa bæjaryfirvöld vitnað til „ítarlegra“ upplýsinga um kostnað sem er ýmist nefndur í hundruðum milljóna króna eða milljörðum. Út- reikningarnir og forsendur þeirra hafa þó ekki verið kynntir formlega til sögunnar en vísað hefur verið til fundargerða og minnismiða í vörslu bæjarins. Til viðbótar nefndum val- kostum eru hugsanlega fleiri leiðir færar til að koma Helgafellsbraut í samband við vegakerfið. Vandkvæðalaus vegarlagning Ráðamenn í bæjarstjórn Mos- fellsbæjar hafa fram til þessa talað um að skipulagning Helgafells- brautar samrýmist þeim skilyrðum sem um slíkar framkvæmdir gilda og því sé ekki við neinn vanda að etja. Íbúarnir hafa hinsvegar rétti- lega bent á ýmis vandkvæði sem fylgi þeirri braut sem skipulögð hefur verið meðfram Varmá. Vand- kvæði sem ekki hafi verið skoðuð til enda, svo sem mengunaráhrifin af þungri bílaumferð um þetta svæði er skýrasta dæmið um. Nú hefur komið á daginn að eftirlits- aðilar í þessum málaflokki eru sam- mála því að athuga þurfi sér- staklega hvort að nóg hafi verið að gert af hálfu bæjaryfirvalda. Bæði vegna þess að heildstæð úttekt á umhverfisþáttum, sem fyrirhuguð tengibraut mun hafa áhrif á, liggur ekki fyrir, né áætlanir til að bregð- ast við fyrirsjáanlegri mengun með hliðsjón af verndun lífríkis Varmár sem er á Náttúruminjaskrá og fell- ur því undir verndarvæng Nátt- úruverndarlaga. Um þetta vitnar úrskurður Úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál sem leiddi til þess að framkvæmdir við Helgafellsbraut voru stöðvaðar þar til nefndin hefur skorið úr um hvað vanti upp á til að fullnægjandi sýn fáist á þau áhrif sem Helgafells- brautin hefur á Varmá og umhverfi hennar. Verndun Varmár og lífsgæða í Mosfellsbæ Jóhannes Sturlaugsson fjallar um lífsgæði í Mosfellsbæ » Vandkvæði fylgja þvíef Helgafellsbraut fer um bakka Varmár, því þá er í senn spillt vistkerfi árinnar og dýr- mætum lífsgæðum íbúa Mosfellsbæjar. Jóhannes Sturlaugsson Höfundur er líffræðingur. NÝLEGA birtust fréttir í blöðum um áform um svonefndan Norð- urveg, frá vestanverðu Suðurlandi yfir Kjöl og niður í Skagafjörð, þar sem hann tengdist þjóðvegi 1 nálægt Silfrastöðum. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði upp- byggður og malbikaður og honum mun ætlað að þola þungaflutninga. Megintilgangur þessa vegar er að stytta vegaleiðir milli Suður- lands og höfuðborg- arsvæðisins og Mið- Norðurlands. Nokkur viðbrögð hafa fengist við þessum hug- myndum. Ritstjóri Morgunblaðsins leggst eindregið gegn slíkum vegi í forystugrein 5. febrúar sl. Þar segir hann m.a.: „Það á að vera erfitt að ferðast um íslenskar óbyggðir. Það er hluti af þeim töfrum sem fylgja því að ferðast um þessi landsvæði, að þau séu erfið yfirferðar, að það þurfi að hafa fyrir því að fara um þau.“ Ferðafélag Íslands hefur einnig lagst gegn hugmyndinni. Bæj- arstjórn Akureyrar hefur aftur á móti tekið undir hana. Hvað er rit- stjóri Morgunblaðsins í raun að segja með þessum tilvitnuðu orðum? Hann er að segja þetta: Vissum hluta þjóðarinnar og þeirra gesta sem sækja landið heim er alls ekki ætlað að ferðast um óbyggðir Íslands. Þær eiga að vera honum of erfiðar. Gamalt fólk, sem á orð- ið erfitt með göngu- ferðir og að hossast langar leiðir á óvegum, fatlað fólk og veikburða á þangað ekkert erindi. Það er með ólík- indum að sjá slíkar hugmyndir í ritstjórn- argrein í stærsta blaði landsins. Það sam- svarar því að sagt væri að það væri hluti af mikilleik Þjóðleikhússins að þar sé aðkoma erfið. Að ekki mætti óprýða inngang þess og innra rými með brautum fyrir hjólastóla. Það væri hluti af þeirri upplifun að fara í Þjóð- leikhúsið að vera laus við slíkt og að þurfa að hafa fyrir því að komast í sæti sitt. Ummælin og hugsunin að baki þeirra eru í hrópandi mótsögn við þá viðleitni sem nú er uppi til að auðvelda fötluðum, lasburða og öldr- uðum að njóta þess sem manngert og náttúrulegt umhverfi hefur upp á að bjóða. Þau eru í mótsögn við þá mannúð sem góðu heilli fer vaxandi í samfélagi okkar. Þau eru einnig í mótsögn við mannúðarsjónarmið sem oft hafa verið túlkuð í ritstjórn- argreinum sama blaðs. Hitt er annað mál að vel má skilja sjónarmið hrausts fólks á besta aldri sem gjarnan vill fá tækifæri til að umgangast náttúru ósnortna af mannanna verkum og glíma við erf- iðar gönguleiðir. Það fólk á líka sinn rétt. Framtíðarlausnin hlýtur að fel- ast í því að gera báðum hópum til hæfis. Því þurfa vissir hlutar miðhá- lendisins að vera áfram ósnortnir af mannvirkjum. Á þeim þurfa að vera „ósnertur“ (wildernesses) þar sem ekki eru önnur mannvirki en merktir göngustígar og einfaldir svefnskálar. Þar eiga engir bílvegir að vera og all- ur akstur, nema í neyðartilvikum, á að vera bannaður. Utan „ósnertnanna“ á miðhálend- inu eiga að vera almenningar og mannvirkjasvæði. Með almenn- ingum er átt við svæði með greiðu aðgengi fólks á venjulegum bílum að sumarlagi. Þar væru malbikaðir bíl- vegir, lagðir eftir vönduðu skipulagi en ekki af handahófi eins og slóð- irnar; skoðunarvegir, þar sem áherslan er á að auðvelda fólki að skoða landið sem farið er um. Þeir vegir væru ekki hannaðir sem sam- gönguvegir til að komast á sem stystum tíma milli staða. Skoð- unarvegirnir þyrftu ekki að vera að ráði uppbyggðir nema á köflum sem gætu ella farið undir vatn þegar frost er í jörðu. Slíkir vegir yrðu lagðir þannig að þeir færu sem best í land- inu og kæmu að sem bestum notum við að skoða landið fremur er að þeir væru sem stystir. Á almenningunum yrðu líka fjalla- hótel og þjónustustöðvar eins og í öðrum fjallalöndum fjölsóttum af ferðamönnum, gjarnan nálægt inn- gangsleiðum inn á „ósnerturnar“. Á mannvirkjasvæðum yrðu vegir sem lagðir yrðu fyrst og fremst vegna mannvirkja á hálendinu, eink- um virkjana vatnsorku og jarðhita og efnisnáma. Þeir yrðu mun burð- armeiri en skoðunarvegirnir. Mann- virkjasvæðin yrðu að langmestu leyti opin almenningi. Norðurvegur er hugsaður sem al- mennur ferða- og flutningavegur milli Suðurlands og Norðurlands. Megintilgangur hans er að stytta vegalengdir. Í mínum huga vaknar spurning um hvort slíkur þunga- flutningavegur svari kostnaði borið saman við flutninga með skipum. Gagnstætt því sem á við um flest Evrópulönd er búseta á Íslandi nær öll við ströndina og upp frá henni. Maður skyldi því halda að hagkvæm- ustu flutningarnir væru með skipum til fárra birgðastöðva á ströndinni, t.d. Ísafjarðar, Akureyrar og Reyð- arfjarðar, og þaðan með bílum til annarra staða í hverjum landsfjórð- ungi. Með því móti yrðu ton- nkílómetrarnir í landflutningum að- eins brot af því sem nú stefnir í að þeir verði. Hafa forgöngumenn Norðurvegar skoðað þetta? Og hafa yfirmenn samgöngumála gert það? Meðal þeirra sem hafa andmælt Norðurvegi er klúbbur sem nefnir sig 4x4. Þau andmæli sæta nokkurri furðu. Í ljósi þess að gróðurhúsa- áhrifin eru langsamlega alvarlegasti umhverfisvandi nútímans getur klúbbur manna sem ástundar skemmtiakstur á eldsneytisfrekum jeppum um óvegi og vegleysur naumast talist mjög trúverðugur talshópur umhverfisverndar nú á dögum. Vegir á miðhálendinu Jakob Björnsson fjallar um vegagerð á miðhálendinu » Í mínum huga vakn-ar spurning um hvort slíkur þungaflutn- ingavegur svari kostn- aði borið saman við flutninga með skipum. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orku- málastjóri. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.