Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Selfoss| „Mín ósk er sú að okkur tak- ist að vinna sameiginlega að því að hér rísi fallegur og lifandi miðbær á allra næstu árum,“ sagði Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborg- ar, í upphafi fundar þar sem kynnt var verðlaunahugmynd sú sem hlaut fyrstu verðlaun í nýafstaðinni sam- keppni um skipulag miðbæjarins á Selfossi. Bæjarstjóri boðaði víðtækt sam- ráðsferli um þá vinnu sem framundan er við að vinna upp deiliskipulagstil- lögu út frá verðlaunahugmyndinni. „Eitt skrefið í þeirri viðleitni er sá fundur sem hér hefur verið boðað til. Um er að ræða fyrsta skrefið í því vinnuferli að þróa verðlaunahug- myndina áfram sem rammaskipulag um uppbyggingu miðbæjarins á Sel- fossi. Síðan mun hver reitur verða deiliskipulagður í samræmi við þann ramma. Það er einlæg von mín að okkur takist sameiginlega, á næstu vikum, að eiga málefnalega og upp- byggilega umræðu um þetta stóra verkefni,“ sagði Ragnheiður þegar hún lýsti vinnuferlinu framundan. Kynningarfundurinn var vel sóttur enda hefur skipulag miðbæjarins ver- ið mjög til umræðu undanfarin ár, einkum eftir að fram komu mjög rót- tækar tillögur frá fyrirtækinu Miðj- unni ehf. en þær hugmyndir ein- kenndust af tveimur háum turnum í hjarta bæjarins. „Í ljósi umræðna sem urðu í kjölfar kynningar eigenda þessa svæðis taldi bæjarstjórnin brýnt að leitað yrði leiða til að ná víð- tækari sátt um miðbæjarskipulag. Jafnframt var ákveðið að skipuleggja stærra svæði en umræddar hug- myndir tóku til, þar með náði verk- efnið yfir lóðir í eigu mun fleiri aðila, og að sveitarfélagið hefði forgöngu um verkið,“ sagði Ragnheiður. Rammaskipulag í 1. áfanga Í apríl 2006 var samþykkt að halda samkeppni um miðbæjarskipulag og niðurstaða liggur nú fyrir. Unnið er að skilgreiningu verkefnisins og áætl- unum en gert er ráð fyrir að semja við höfunda verðlaunatillögunnar um gerð vinnslu rammaskipulags. „Hugmyndin er sú að í fyrsta áfanga verði unnið rammaskipulag fyrir miðbæjarsvæðið sunnan Aust- urvegar og Eyravegar. Skipaður verður vinnuhópur með fulltrúum hönnuða, skipulags- og byggingasviðs sveitarfélagsins og bæjarstjórnar. Hópurinn mun vinna að nánari út- færslu hugmyndarinnar og leita eftir góðu samstarfi við eignaraðila á svæðinu. Jafnframt verður á næstu dögum óskað eftir þátttöku ýmissa aðila, sem hagsmuna eiga að gæta á umræddu miðbæjarsvæði, í samráðs- hóp. Slíkur samráðshópur kæmi sam- an til að ræða þessa tilteknu hug- mynd að skipulagi og til að koma á framfæri sjónarmiðum sem fólk telur mikilvægt að litið sé til við áframhald- andi vinnslu rammaskipulagsins,“ sagði Ragnheiður og vonaðist til að það stuðlaði að góðu samkomulagi. Hún sagði að að mörgu væri að hyggja í framhaldinu. „Fyrir eru á svæðinu ýmiss konar byggingar, íbúðahverfi, fyrirtæki og stofnanir en einnig auð svæði og órækt. Eignar- hald lóða er með ýmsum hætti og hugmyndir eigenda um framtíðarnýt- ingu mislangt á veg komnar. Bæjar- yfirvöld munu kappkosta að vanda til verksins á öllum sviðum, leita sam- ráðs eins og fram hefur komið og kalla til liðs við sig þá sérfræðinga sem þörf er talin á. Skipulagsmál eru meðal stærstu málaflokka í hverju sveitarfélagi. Þau snerta hvern íbúa á einn eða annan hátt því að þau varða lífsskilyrði okkar í nútíð og framtíð. Vafalítið er öllum það ljóst að sá tími mun seint koma að allir séu fullkom- lega sáttir við þann miðbæ sem hér mun rísa á næstu árum eða áratug. Hagsmunir fólks, skoðanir, smekkur og væntingar eru með mismunandi hætti í þessu máli, eins og algengt er í skipulagsmálum. Mismunandi skoð- anir mega þó ekki verða til þess að í hjarta bæjarins vaxi áfram njóli og annað illgresi.“ Verðlaunahugmynd gagnrýnd Á fundinum kom fram gagnrýni á ýmsa óraunhæfa þætti verðlaunatil- lögunnar, svo sem að færa Tryggva- skála alveg fram á bakka Ölfusár þar sem mest flóðahætta er. Einnig var mikið byggingamagn gagnrýnt, eink- um syðst á skipulagssvæðinu þar sem áður voru hugmyndir um bæjargarð. Samtals er gert ráð fyrir 460 íbúðum á samkeppnissvæðinu þar af eru 120 íbúðir í fjölbýlishúsum syðst. Páll Gunnlaugsson, einn arkitekt- anna frá Ask arkitektum, sem eru höfundar tillögunnar, lýsti verðlauna- tillögunni og meðal annars svonefndu Ártorgi sem hugsað er sem sam- komutorg suður af núverandi hring- torgi. Umferðarskipulag var gagn- rýnt og að ekki væri tekið tillit til sögulegra húsa svo sem Sigtúns sem Egill Thorarensen byggði en það var á sínum tíma eitt myndarlegasta hús- ið á Suðurlandi, byggt af miklum stór- hug. Á fundinum var spurt um samn- ing þann sem fyrri bæjarstjórn gerði við Miðjuna ehf. um lóðakaup og byggingarétt en sá samningur var gerður í framhaldi af því að bæjaryf- irvöld tóku frumkvæðið varðandi skipulag miðbæjarins. Ekki voru keyptar lóðir af öðrum lóðareigend- um í miðbænum. Á fundinum upp- lýstu fulltrúar bæjarstjórnar um inni- hald samningsins en hann var einn forsagnarþátta í samkeppninni. Sögðu þeir að auðvelt væri að nálgast samninginn. Þar er þess getið m.a. að byggingaréttur Miðjunnar ehf. skuli vera 16 þúsund fermetrar sem er há- marks nýtingarhlutfall. Gestur Ólafsson skipulagsfræðing- ur var einn fundargesta. Hann benti á nauðsyn þess að bæjaryfirvöld skil- greindu hvernig byggð menn vildu fá til þess að lenda ekki í öngstræti með málið og nefndi hann Laugaveginn í Reykjavík sem dæmi. Greinilega kom fram á fundinum að ánægja var með það að bæjaryfirvöld hefðu frum- kvæði að skipulagningu miðbæjarins. Fundur bæjarstjórnar um skipulag miðbæjar Selfoss var fjölsóttur Vill vanda til skipulagsvinnu og leita víðtæks samráðs Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Skipulag Kynntar voru verðlaunatillögur um skipulag nýs miðbæjar á Sel- fossi á borgarafundi í vikunni. Bæjarbúar voru áhugasamir um málið. Í HNOTSKURN »Bæjarstjóri Árborgar boðaðivíðtækt samráð við und- irbúning skipulags nýs miðbæjar á Selfossi á borgarafundi um málið. Tók þó fram að smekkur fólks væri misjafn og seint næð- ist alger samstaða um niðurstöð- una. »Fundarmenn gagnrýndumeðal annars umferð- arskipulag og meðferð sögu- frægra húsa. GÓÐUR rómur var gerður að sameiginlegri kynningu sem Mark- aðsskrifstofa ferðamála á Norður- landi og Markaðsstofa Austur- lands stóðu að í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn var, en þar voru kynntir ferðamöguleikar á Norð- urlandi og Austurlandi. Kynningin var unnin í samstarfi við Ferðamálastofu Íslands og Ice- land Express. Þangað varð boðið um 70 sérvöldum ferðaskrifstofum og fjölmiðlamönnum, aðallega frá Kaupmannahöfn en einnig frá Malmö í Svíþjóð. Bjartsýni Um 20 aðilar úr ferðaþjónustu á Norðurlandi og Austurlandi tóku höndum saman við kynningu á nýj- um valkostum fyrir ferðamenn tengdum beinu flugi Iceland Ex- press til Akureyrar og Egilsstaða, en flogið verður fjórum sinnum í viku til þessara staða næsta sum- ar. Það var samdóma álit þeirra sem að þessari kynningu stóðu að hún hefði í alla staði heppnast vel og samstarfið reynst mjög ánægjulegt. Flogið fjórum sinnum í viku Forráðamenn Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi og Mark- aðsstofu Austurlands vonast til þess að þetta fyrsta alvöru sam- starfsverkefni sé einungis fyrsta skrefið í markaðssamstarfi þess- ara landshluta. Sameiginlegir hagsmunir séu heilmiklir og því mikil bjartsýni um framhaldið. Iceland Express verður með áætlunarflug tvisvar í viku í sumar á milli Egilsstaða og Kaupmanna- hafnar, en það er nýjung í rekstri félagsins. Iceland Express flýgur einnig tvisvar í viku á milli Ak- ureyrar og Kaupmannahafnar eins og síðustu ár. Vel heppnuð ferðakynning í Kaupmannahöfn Vertu velkomin Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Markaðs- skrifstofu Norðurlands, á kynning- unni í Kaupmannahöfn í vikunni. Í HNOTSKURN »Sameiginleg kynning Mark-aðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi og Markaðsstofu Austurlands í Kaupmannahöfn í vikunni þótti vel heppnuð. »Hinir ýmsu ferðamöguleikará Norðurlandi og Austur- landi voru kynntir fyrir 70 sér- völdum ferðaskrifstofum og fjöl- miðlamönnum. FYRSTA Goðamót ársins af þremur hófst í gær, en knattspyrnudeild Þórs stendur fyrir mótunum. Það eru 4. og 5. flokkur kvenna sem ríða á vaðið. Keppnin hófst um miðjan dag, boltinn byrjar að rúlla aftur í bítið og keppni lýkur eftir hádegi á morgun. Hér eru það stúlk- ur úr A-liðum KA og HK sem eigast við. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skemmtileg stemning í Boganum Í NOKKUR ár hefur Krulludeild Skautafélags Akureyrar staðið fyrir sérstöku móti fyrir nýliða en sú regla hefur jafnan verið viðhöfð að hverju liði er heimilt að tefla fram einum reyndari leikmanni. Nýliðamótið 2007 er nú rúmlega hálfnað. Ein umferð var leikin mánudaginn 12. febrúar og tvær mánudagskvöld- ið 19. febrúar. Lokaumferðirnar fara fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld, laugardag 24. febrúar, og hefst keppni þá kl. 18.30. Liðin í Nýliðamótinu bera ýmiss konar frumleg nöfn og má nefna Riddara 1 og 2, Svarta gengið, Kappaflingfling, Karolínus, KGB og KLÍA. Staðan að loknum þremur umferðum af fimm er þannig að lið Kappaflingfling (Kaupþing) og Riddarar 1 eru á toppnum með 6 stig, hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Nýliðamótið er liður í þeirri við- leitni að fjölga reglulegum iðkendum í greininni og jafnframt ætlað til al- mennrar kynningar á íþróttinni. Fyrst og fremst tekur fólk þátt sér til gamans þótt oft sé stutt í keppn- isskapið þegar á svellið er komið. Oft stutt í keppnisskapið! Lokaumferð Nýliðamótsins í krullu fer fram í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.