Morgunblaðið - 24.02.2007, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 24.02.2007, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 57 menning Óskarsverðlaunin verða veittvið eflaust hátíðlega at-höfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood aðfaranótt mánudags. Mikið hefur verið spáð og spek- úlerað í hverjir komi til með að hljóta verðlaunin, sem af mörgum eru talin þau eftirsóknarverðustu á sviði kvikmynda. Verðlaunin hafa oft verið gagn- rýnd fyrir yfirborðsmennsku, fyr- ir að verðlauna fólk fyrir ævi- framlag frekar en það sem tilnefnt er fyrir og fleira og fleira. En hvað sem tautar og raular eru Óskarsverðlaunin án efa þau kvikmyndaverðlaun sem vekja hvað mesta heimsathygli ár hvert og þykja verðlaunin mikill gæða- stimpill í draumaborginni Holly- wood, sem víðar.    Sá flokkur sem öruggast er aðspá um eru leikkonur í aðal- hlutverki. Ég býðst til að narta í heilan rekka af höttum ef Helen Mirren bætir ekki á sig enn einum gullgripnum fyrir hlutverk sitt sem Elísabet Englandsdrottning í The Queen. Svo virðist sem keppi- nautar Mirren séu á sama máli en Judi Dench, sem tilnefnd er í flokknum fyrir Notes on a Scan- dal, ætlar ekki að mæta til hátíð- arinnar vegna veikinda og sagði í viðtali að hún myndi veðja öllum sínum peningum á Mirren. Í flokki karla í aðalhlutverki vandast hins vegar málið. Forest Whitaker þykir vissulega líklegur til sigurs fyrir túlkun sína á ill- menninu Idi Amin. Peter O’Toole er einn þeirra sem akademían hefur sniðgengið gegnum árin. Hann er tilnefndur í átttunda sinn fyrir leik en hefur enn ekki feng- ið styttuna eftirsóttu. Þá er ónefndur Leonardo di Caprio sem gneistaði af í Blood Diamond og ætti sannarlega skilið Óskar fyrir. Ég veðja þó á Whitaker en myndi gleðjast með di Caprio. Í aukahlutverki kvenna erkeppnin hörð. Jennifer Hud- son var góð í hinni annars hrút- leiðinlegu Dreamgirls og Abigail Breslin átti hug og hjarta áhorf- enda í Little Miss Sunshine, þær hljóta að teljast líklegar til sigurs og þá sérstaklega sú fyrrnefnda. Annars gréti ég það ekki ef hin mexíkóska Adriana Barraza eða hin japanska Rinko Kikuchi fengju Óskar fyrir frammistöðu sína í Babel. Það hefðu trúlega ekki margirtrúað því að nærbuxnamód- elið Marky Mark ætti eftir að verða tilnefndur til Óskars- verðlauna einn daginn. Hið ótrú- lega getur þó gerst og Mark Wa- hlberg er tilnefndur fyrir leik í The Departed. Hann þykir mér þó ekki líklegur til sigurs í flokkn- um, þeir Alan Arkin (Little Miss Sunshine) og Eddie Murphy (Dreamgirls) eru að mínu mati sigurstranglegri. Mín von er hins vegar sú að Djimon Hounsou hljóti verðlaunin í þetta sinn fyrir Blood Diamond.    Sú umfjöllun um Óskarsverð-launin hefur vart átt sér stað undanfarnar vikur að möguleikar Martins Scorseses til sigurs á sviði leikstjórnar fyrir The Dep- arted séu ekki nefndir. Hann er nú tilnefndur í sjötta sinn og margir telja „komið að honum“ að fá Óskar. Myndin er þó langt því frá hans besta en ég ætla að veðja á að akademían sjái á honum aumur og gefi honum verðlaun í ár. Annars þykir mér Clint Eastwood einnig líklegur fyrir Letters From Iwo Jima.    Gaman væri að sjá bæði LittleMiss Sunshine og Babel fá verðlaun sem besta myndin. Lík- legra er þó að „komið sé að“ Scorsese fyrir The Departed. Einnig kæmi lítið á óvart ef Eastwood bætti enn einum í safn- ið fyrir Letters From Iwo Jima.    Það verður gaman að fylgjastmeð aðfaranótt mánudags og ekki spillir fyrir að Ellen DeGene- res er kynnir í ár. Drottningin og Marky Mark Reuters Heimilislausir Gulllitaðir Óskarar bíða eigenda sinna. AF LISTUM Birta Björnsdóttir » Jennifer Hudson vargóð í hinni annars hrútleiðinlegu Dream- girls og Abigail Breslin átti hug og hjarta áhorfenda í Little Miss Sunshine. birta@mbl.is RAÐ- OG FJÖLDAMORÐINGJAR eru vinsælt umfjöllunarefni í afþrey- ingarmenningunni, en fáir geta talist jafn ástsælir og mannætan Hannibal Lecter sem Anthony Hopkins gerði eftirminnileg skil um árið í kvik- myndinni Lömbin þagna en þar var um að ræða aðlögun á samnefndri metsölubók Thomas Harris. Fleiri bækur og kvikmyndir hafa komið út um Hannibal, misgóðar mjög, en með nýjustu afurðinni, þ.e. uppvaxtarsögu Hannibals, hefur rithöfundinum tek- ist af fara með hugarfóstur sitt ger- samlega niður í svaðið. Í bókinni Hannibal Rising (Upprisa Hannibals) og samnefndri bíómynd gerir Harris þau mistök að leitast við að bregða birtu á þau áföll í æsku sem mótuðu Hannibal og gerðu hann að mann- ætunni sem hann síðar varð en sú rökvísi grefur markvisst undan þeirri óræðu og kaldhæðnu ófreskju sem Hannibal Lecter er í fyrri framsetn- ingum á sögupersónunni. Það er ljóst af útkomunni að hugmyndin er dauðadæmd, enda er kvikmyndin sem Harris skrifar sjálfur handritið að ein hringavitleysa frá upphafi til enda. Leitast er við að gefa þessari mót- unarsögu Hannibals evrópskan blæ, en hún lýsir því er hópur förumanna ræðst inn á heimili hins 8 ára gamla Hannibals undir lok síðari heims- styrjaldar og slátrar öllum þeim sem þar eru. Sérstaklega hlýtur litla syst- ir Hannibals hrapalleg örlög, er notuð í súpu sem illmennin éta með bestu lyst, og heitir drengurinn því hefnd- um hvað sem það kostar. Þegar Hannibal er orðinn nógu stálpaður til að flýja af munaðarleysingjahælinu og leita morðingja fjölskyldu sinnar leitar hann ásjár hjá kynþokkafullri japanskri ekkju frænda síns heitins. Sú kennir honum austrænar bar- dagalistir en auk þess nælir Hannibal sér í þekkingu í því að búta niður mannslíkama er hann fer í læknanám í París. Með þennan undirbúning í fartesk- inu heldur Hannibal síðan í hefnd- arför þar sem illmennin sem átu syst- ur hans fá að óþvegið. En í stað þess að myndin sé sálfræðitryllir í anda raðmorðingjahefðarinnar,minnir framvindan fremur á nokkurs konar rambóhasarmynd þar sem dýrslegur Hannibal ræðast aftan að mönnum með veiðihnífum (og murkar úr þeim lífið á einkar grimmdarlegan hátt vegna þess að þeir „eiga það skilið“). Myndin er öll illa leikin, sér- staklega er Gaspard Ulliel dauflegur í hlutverki Hannibals þar sem hann þenur nasavængi í gríð og erg í til- raun til að túlka siðfágað ófreskjueðli Hannibals. En vandamálið er að sá blóðþyrsti en réttsýni Hannibal sem birtist okkur í þessari útlitslega fín- pússuðu en óspennandi og innihalds- lausu þroskasögu, á lítið skylt við rá- gátuna Hannibal Lecter sem orðinn er að nokkurs konar goðsögn meðal raðmorðingja kvikmyndasögunnar. Upprennandi mannæta Léleg Kvikmyndin er almennt afar illa leikin að mati gagnrýnanda. KVIKMYNDIR Sambíóin Kringlunni, Álfabakka og Akureyri Leikstjórn: Peter Webber. Aðalhlutverk: Gaspard Ulliel, Gong Li, Rhys Ifans. Frakkland/Bretland/BNA, 117 mín. Upprisa Hannibals (Hannibal Rising)  Heiða Jóhannsdóttir Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.