Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 28
Morgunblaðið/Brynjar Gauti Margrét Salóme Þorsteins- dóttir Frænka hennar keypti þennan silfurlitaða kjól í Dan- mörku og gaf henni. „Ég fíla þennan gríska stíl á þessum kjól. Aðalmálið er að manni líði vel í fötunum og að skórnir séu þægilegir. Ég er frekar sjóuð í því að vera á háum hælum og finnst ekkert mál að dansa á þeim.“ Þær eru skemmtilega ólíkar, bæði í klæða- burði og skoðunum, stelpurnar úr Mennta- skólanum í Hamrahlíð sem koma saman á heimili einnar þeirra á árshátíðarkvöldinu til að borða saman áður en þær fara á ball- ið. Þær eru allar á þriðja og fjórða ári og því nokkuð sjóaðar í árshátíðarmálunum og segjast ekki gera eins mikið úr þessu og áð- ur. „Stelpurnar á fyrsta og öðru ári fara sumar í ljós, neglur, förðun, greiðslu og læti fyrir þetta kvöld. Þetta er miklu meira mál hjá þeim og þær kaupa sér frekar árshátíð- arkjóla, sérstaklega ef þær ætla í matinn, því það er auðvitað hátíðlegra og allir dálít- ið fínir þar, kennararnir líka. Við erum al- veg slakar og leggjum ekki djúpar pælingar í þetta.“ Aðeins ein þeirra hefur keypt sér nýjan kjól fyrir kvöldið, önnur er í áramóta- kjólnum sínum en hinar hafa fengið lánuð föt hjá vinkonum eða frænkum. Þær fullyrða að strákarnir í MH séu allt- af flottir í tauinu á árshátíðinni. „Þeir verða ótrúlega sætir í kvöld, mæta í jakkafötum og allt.“ Þær segja allskonar fólk vera í MH og að fatastíllinn þar sé mjög fjölbreyttur. „Það er fullt af stelpum í MH sem eru alltaf svaka skvísur dags daglega í skól- anum, á háum hælum og allt. Svo eru aðrir sem eru alltaf í gallabuxum og strigaskóm og svo hafa Gothararnir náttúrulega sinn sérstaka fatastíl.“ Þær eru sjö saman vinkonurnar og þær eyða mismiklum peningum í fatakaup en flestar kaupa fötin sín í útlöndum og kaupa þá mikið í einu sem endist þeim lengi. Ein þeirra segist klæða sig eftir því í hvernig skapi hún er og hennar fatastíll er því mjög misjafn frá degi til dags. Guðrún Helga Sigurðardóttir „Vinkona mín lánði mér þennan skokk sem er frekar hversdags- legur en mér finnst hann mjög flottur og einstaklega þægileg- ur. Mér finnst skipta miklu máli að föt séu þægileg, hvort sem ég er að fara eitthvað sérstakt eða bara í skólann.“ Guðrún Helga var stelpuleg og frískleg þetta árshátíðarkvöld. Sigríður Ásgeirsdóttir „Vin- kona mín lánaði mér skóna fyrir kvöldið en sjálf keypti ég pilsið fyrir hálfu ári. Fatakaup mín eru háð fjárveitingum frá mömmu, þannig að ég er ekki í nýjum fötum daglega. En ég reyni að birgja mig upp af fötum þegar ég fer til útlanda, þar eru þau ódýrari en hér heima og hægt að fá meira fyrir minna.“ Elín Margrét Rafnsdóttir Hún var í nýjum kjól sem hún keypti í Zöru, sér- staklega fyrir árshátíðina, en hún læt- ur duga að kaupa nýjan árshátíð- arklæðnað annað hvert ár. „Mér finnst sniðið á þessum kjól flott og það heftir ekki hreyfingar og því er hægt að dansa frjálslega í honum. Litirnir heill- uðu mig líka.“ Elín segist eiginlega alltaf vera í pilsi í skólanum af því henni finnst það þægilegast. Alveg slakar fyrir kvöldið Morgunblaðið/Árni Sæberg Margrét Rúnarsdóttir „Mér finnst gaman að vera í svolítið óvenjulegum fötum...“ segir Margrét „...einhverju sem ekki allir eru í.“ Þegar hún fer eitthvað fínt, verður jafnan kjóll fyrir valinu. Árshátíðarkjólinn nældi hún sér í á útsölu í Gyllta kettinum en það er ein af hennar uppáhalds versl- ununum. Skóna fann hún í Kaupfélag- inu og þeir passa fullkomlega við kjól- inn og hárið sem hún litar reglulega, en þessa svart-hvítu samsetningu hef- ur hún haldið tryggð við í að verða eitt ár. MR-stúlkurnar skellihlæja þeg- ar blaðamaður spyr þær hvort þær kaupi sér eitthvað í hverj- um mánuði og svara spurning- unni játandi. Allar kaupa þær sér eitthvað nýtt í hverjum mán- uði – mismikið þó. Upphæðin er á bilinu 10.000–30.000 krónur á mánuði og þær sem vinna með skólanum eyða meiri peningum í föt, hinar fá skotsilfur frá for- eldrum sínum. Þær taka skýrt fram að þær séu orðnar býsna flinkar við að finna föt á útsöl- um og stíla þó nokkuð inn á þær. Verslanirnar sem eru í mestu uppáhaldi eru Vero Moda, Top Shop, Zara, Spútnik og Kron Kron. Tvær þeirra fara á árshátíðina í kjól úr Gyllta kettinum – sem báðir fengust á frábæru verði á útsölu. Þær segjast spá frekar mikið í föt, en dags daglega og í skól- anum þá skiptir máli að fötin séu þægileg en verði að sjálf- sögðu að vera flott. Dauð- þreyttar í svarta myrkri ná þær sumar að setja saman smart dress en einhverjar kjósa að velja fötin kvöldinu áður. Þær harðneita að vera einhverjir tískuþrælar en fylgjast grannt með hvað er í gangi hverju sinni og af árshátíðarfötum stúlkn- anna að dæma, fylgjast þær bara mjög vel með. Rakel Jónsdóttir Guðmann „Ég er langoftast í kjól eða skokk í skólanum, mér finnst það þægileg- ast....“ segir Rakel „...þú veist svona síðum bolum sem eru eins og kjólar.“ Hér er greinilega kjólakona á ferð sem á þá nokkra. Í skólanum er hún oftast í legg- ings við og finnst mikilvægt að föt- in séu þægileg. Árshátíðarkjólinn keypti hún á útsölu í Gyllta kett- inum en skóna átti hún fyrir og þeir eru oft dregnir fram þegar hún fer eitthvað fínt. Dagmar Magnadóttir „Nei, það er ekkert mál að ganga á þessum hælum, en ég er ekki á svoleiðis skóm dags daglega, bara þegar ég fer eitthvað fínt.“ segir Dag- mar. Bertie-skóna hefur hún átt á annað ár og þeir passa veæ við árshátíðarfötin sem hún valdi þetta árið. Fötin fann Dagmar á netinu og móðir hennar keypti þau síðan í útlöndum. Hún segist stundum fjarstýra mömmu sinni í ákveðnar verslanir úti í löndum og það hafi heppnast mjög vel. Eygló Alexandra Sævarsdóttir Hún viðurkennir að eitthvað sé af óþægilegum fötum í fataskápnum, en dags daglega skipta þægindi skólafólk nokkru máli. „Best er auðvitað ef þægindi og flottheit fara saman. En hvað leggur maður ekki á sig...“ segir Eygló og hlær. Hún ákvað að fara í kjól sem hún keypti fyrir jólin í Warehouse. Þó hann sé hlýralaus er hann þægileg- ur, sem hún segir að hafi komið sér á óvart þegar hún mátaði. Skóna fékk hún fyrir nokkru í Spútnik. Spá frekar mikið í föt tíska 28 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Flottar og fjölbreyttar skólastelpur Misjafnt er hversu mikið stelpur í framhaldsskólum landsins leggja upp úr klæðnaði þegar þær fara á árshátíð í skólanum sínum. Sumar kaupa nýja flík en aðrar fá eitthvað lánað hjá vinkonu. Eitt er víst að fjölbreytnin er mikil og hver og ein hefur sinn persónulega stíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.