Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STRAUMUR af fólki og gríðarlega
góð stemning, voru lýsingar sem
starfsmenn listasafna gáfu um
klukkan 23.00 í gærkvöldi. Þá stóð
Safnanótt sem hæst og fólk á öllum
aldri notaði sér óvenjulegan af-
greiðslutíma safnanna í borginni og
ókeypis aðgang til að njóta fjöl-
breyttrar dagskrár sem var í boði á
þessum lið Vetrarhátíðar í Reykja-
vík. Boðið var m.a. upp á leiðsögn,
tónlist, fyrirlestra og dans.
Starfsmaður í kaffiteríu Lista-
safns Reykjavíkur í Hafnarhúsi
sagði að þar væri heilmikil stemn-
ing og mikið að gera. Hreinlega
straumur af fólki á ferli. Að sögn
starfsmanns á Kjarvalsstöðum
hafði verið mikil aðsókn um kvöldið
en þó virtust belgísku flamenco-
dansararnir La Guardia Flamenca
hafa mest aðdráttarafl því að fólk
hreinlega flykktist að til að njóta
listar dansflokksins fima.
Safnanótt var opnuð kl. 19.00 við
Listasafn Einars Jónssonar á Skóla-
vörðuhæð. Þar flutti Hanna Birna
Kristjánsdóttir, forseti borg-
arstjórnar, ávarp og fjöllistahóp-
urinn Norðan Bál lék listir sínar í
garði listasafnsins. Við Hlemmtorg
vakti Náttúrufræðistofnun Íslands
athygli á áhrifum loftslagsbreyt-
inga á lífið á norðurslóð, Minjasafn
Reykjavíkur, Grasagarðarnir og
Orkuveitan stóðu fyrir fræðslu-
göngu frá Hlemmi að Þvottalaug-
unum og um Laugardalinn. Í Þjóð-
menningarhúsi var m.a. fjallað um
tískuhönnun og sýnd náttúrulífs-
kvikmynd Páls Steingrímssonar og
í Borgarbókasafni var boðið upp á
samsöng undir stjórn Óskars Ein-
arssonar, svo nokkuð sé nefnt.
Safnanæturstrætó ók frítt með
gesti svo að auðvelt var að komast á
milli safnanna til að njóta alls þess
sem var í boði.
Napurt Gestir Safnanætur voru hlýlega klæddir við setningarathöfnina.
Seiðandi listir á Safnanótt
Morgunblaðið/Sverrir
Listabörn Alma Dís Kristinsdóttir útskýrði list Kjarvals fyrir börnum á Kjarvalsstöðum í gær. Þar
var sýningin Kjarval og bernskan, sýning um börn fyrir börn í norðursal.
Ljóðlist Hrafnhildur Júlía Guðjónsdóttir setti upp
klippiljóð sitt í Borgarbókasafninu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir setti Safnanótt.
RÖSKVULIÐINN Dagný Ósk Ara-
dóttir var í vikunni kjörinn formaður
Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún
er sjötta konan
sem gegnir þessi
embætti í 87 ára
sögu ráðsins, en
ráðið var stofnað
1920. Í kosning-
um sem haldnar
voru fyrr í mán-
uðinum fékk
Röskva, samtök
félagshyggju-
fólks við HÍ, í
fyrsta skipti
hreinan meirihluta síðan hún missti
hann í kosningum árið 2002.
Að sögn Dagnýjar leggur Röskva
mikla áherslu á að hærra heyrist í
rödd stúdenta í gegnum Stúdentaráð
um öll þau málefni sem snerta stúd-
enta með einum eða öðrum hætti.
„Röddin verður að ná eyrum sam-
félagsins, stjórnvalda og háskólayf-
irvalda og þannig getur Stúdentaráð
haft áhrif á líf tíu þúsund stúdenta
við HÍ,“ segir Dagný og tekur fram
að eitt helsta verkefni nýs Stúdenta-
ráðs sé að gera málefni stúdenta að
kosningamáli í komandi alþingis-
kosningum. Segir Dagný t.d. nauð-
synlegt að fá skýra stefnu frá flokk-
unum sem eru í framboði um hvernig
þeir vilji sjá fjármögnun háskóla-
stigsins háttað, hvort þeir vilji bæta
bága fjárhagsstöðu stúdenta, hvern-
ig þeir sjái bókakost Þjóðarbókhlöð-
unnar fyrir sér og hvernig þeir hygg-
ist tryggja fæðingarorlofsmál eins
og þau snúa að nemendum.
Rödd stúd-
enta þarf
að heyrast
Dagný Ósk
Aradóttir
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, og Dorrit Moussaieff
þekktust boð Haraldar Noregskon-
ungs um að vera viðstödd hátíð-
arhöld í tilefni af sjötugsafmæli
konungs. Hátíðarhöldin hófust í
gær.
Í dag verða forsetahjónin við-
stödd dagskrá í Menningarsögu-
safni Noregs og hátíðarkvöldverð
og dansleik í konungshöllinni. Í
fyrramálið sækja gestir messu í
Hallarkirkjunni og síðan atburði í
nágrenni Óslóborgar. Forsetahjónin
eru væntanleg heim annað kvöld.
Á dagskrá forsetans í gær voru
heimsóknir í höfuðstöðvar ýmissa
íslenskra fyrirtækja í Noregi, þ. á
m. Glitnis og BNBank og starfsstöð
Kaupþings. Þá heimsótti forsetinn
höfuðstöðvar Norsk Hydro. Á dag-
skrá forsetans var og heimsókn í
nýja friðarstofnun sem Kjell Magne
Bondevik, fyrrverandi forsætisráð-
herra Noregs, hefur sett á fót. Sér-
stakri dagskrá forseta Íslands lauk
með kynningu á starfsemi Actavis.
Í afmæli
konungs
♦♦♦
ÞAU mistök urðu við vinnslu forsíðu
blaðsins í gær að seinna ártalið skol-
aðist til í fréttaskýringu um álitamál
í tengslum við Alcan í Straumsvík og
hugsanlega stækkun þess. Rétt er
málsgreinin:
„Almennt virðast menn vera sam-
mála þessum orðum Jóns Baldvins
og benda á að það væri óðs manns
æði fyrir Alcan að rjúka upp til
handa og fóta og loka sjoppunni því
að fyrirtækið væri bundið af raforku-
samningum, þannig að það þyrfti að
greiða fyrir um 85% orkunnar sem
um hefur verið samið til 2014, hvort
sem raforkan væri nýtt eða ekki.“
Í greininni hafði misritast 2024,
ártalið er samningurinn rennur út og
kemur fyrir fyrr í greininni.
2014 en
ekki 2024
„ÉG geng ekki erindi einna né
neinna. Erindi mitt eru almanna-
hagsmunir og að því vinn ég í þessu
máli eins og öðrum,“ segir Sæunn
Stefánsdóttir, varaformaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis,
og tekur fram að sér finnist „aðdrótt-
anir“ Læknafélags Íslands (LÍ), eins
og þær m.a. birtust í Morgunblaðinu
í gær, einkennilegar. Eins og fram
hefur komið er LÍ ósátt við að trygg-
ingafélög geti krafist upplýsinga úr
erfðarannsókn á tryggingartaka og
einnig að hægt sé að afla upplýsinga
um þriðja aðila án vitundar eða sam-
þykkis viðkomanda.
Segir Sæunn nefndina taka allar
umsagnir alvarlega og hafa fullan
hug á að koma til móts við athuga-
semdir jafnt
Læknafélags Ís-
lands, Persónu-
verndar og fleiri.
Að sögn Sæunnar
munu breytingar-
tillögur nefndar-
innar við frum-
varp viðskipta-
ráðherra vonandi
liggja fyrir í
næstu viku. Seg-
ist hún sannfærð um að nefndin muni
komast að tillögu sem sætti sjónar-
mið hinna ólíku aðila.
Harma fordóma LÍ
Samtök fjármálafyrirtækja sendu
í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þau
harma fordómana í garð vátrygg-
ingastarfsemi á Íslandi sem komi
fram í umsögn LÍ um fyrrnefnt
frumvarp. Minnt er á að trygginga-
félög hafi ekki óskað eftir því að lögin
veittu þeim heimild til að afla upplýs-
inga um niðurstöður erfðarannsókna
þess efnis að umsækjandi persónu-
trygginga sé ekki haldinn tilteknum
sjúkdómi. Segir í tilkynningu að slík-
ar upplýsingar hefðu enga þýðingu
við áhættumat sem framkvæmt er í
persónutryggingum.
Í fréttatilkynningu sem Félag ís-
lenskra stórkaupmanna (FÍS) sendi
frá sér í gær harmar félagið „alvar-
legar aðdróttarnir LÍ í garð þeirra
sem stunda vátryggingastarfsemi á
Íslandi“. Að mati FÍS stendur og
fellur framtíð vátryggingamiðlunar á
Íslandi með því að frumvarp við-
skiptaráðherra verði að lögum. Er á
það minnt að við gildistöku laga um
vátryggingasamninga hafi komið í
ljós mismunandi skilningur milli
tveggja opinberra eftirlitsstofnana,
þ.e. Persónuverndar og Fjármálaeft-
irlitsins á heimild til að afla upplýs-
inga um heilsufar foreldra og systk-
ina umsækjenda við töku líf- og
sjúkdómatryggingar. Til að taka af
öll tvímæli og taka tillit til sjónar-
miða Persónuverndar hafi ráðherra
lagt fram frumvarp til breytinga á
nefndum lögum. Tekið er fram að
FÍS telur breytingarnar til bóta,
enda sé „aðeins um óverulega efn-
isbreytingu að ræða“.
Varaformaður telur tillögur
nefndar geta sætt ólík sjónarmið
FÍS segir framtíð vátryggingamiðlunar á Íslandi standa og falla með frumvarpinu
Sæunn
Stefánsdóttir
♦♦♦