Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag laugardagur 24. 2. 2007 íþróttir mbl.is VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 29.1.2007. 3,2% F í t o n / S Í A Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. enski boltinn Lundúnabarátta Arsenal og Chelsea í Cardiff » 4 GEYSILEG SPENNA ÍSLENDINGALIÐIN CHALTON OG WEST HAM MÆTAST Í AFAR ÞÝÐINGARMIKLUM LEIK Í FALLSLAGNUM >> 2 OG 3 ÍVAR Ingimarsson fær vænt- anlega nýjan miðvörð við hliðina á sér í hjarta varnarinnar hjá Reading þegar lið hans sækir Middlesbrough heim í ensku úr- valsdeildinni í dag. Ibrahima Sonko, sem lengi hefur myndað sterkt miðvarðapar með Ívari, er frá vegna meiðsla út þetta tíma- bil og Andre Bikey hefur að und- anförnu tekið stöðu hans. Bikey er hinsvegar í leikbanni í dag og þar með stefnir í að Michael Du- berry spili sinn fyrsta leik með aðalliði Reading – við hlið Ívars. Duberry er enginn nýgræð- ingur í úrvalsdeildinni því hann lék þar í sex ár með Chelsea á sínum tíma og síðan önnur sex ár með Leeds. Undanfarin tvö ár hefur Duberry spilað með Stoke City en Reading keypti hann á 800 þúsund pund í lok janúar. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að Brynjar Björn Gunn- arsson verði tekinn framyfir Du- berry og spili við hlið Ívars í vörninni. Brynjar hefur leyst hina ýmsu miðju- og varnarmenn Reading af hólmi þegar á hefur þurft að halda og hefur skorað í tveimur síðustu leikjum sínum með liðinu. Síðast glæsimark gegn Manchester United á Old Trafford í bikarleik liðanna um síðustu helgi. Steve Coppell tefldi fram hálf- gerðu varaliði í þeim leik gegn United en náði samt jafntefli, 1:1, með marki Brynjars. Í dag kallar hann hinsvegar á alla þá fasta- menn sem voru hvíldir í leiknum á Old Trafford og það gæti þýtt sæti á varamannabekknum fyrir Brynjar Björn, þrátt fyrir markið glæsilega. Írinn Doyle er tilbúinn í slaginn Markaskorarinn írski Kevin Doyle er ekki tilbúinn í slaginn með Reading í dag en hann hefur verið frá vegna meiðsla und- anfarnar vikur. Leroy Lita, leikmaður enska 21-árs landsliðsins, hefur hins- vegar tekið upp merki hans og skorað grimmt fyrir Reading eft- ir áramótin. Reading hefur ekki tapað leik í deild eða bikar á þessu ári en lið- ið er nú í sjötta sæti úrvalsdeild- arinnar og hefur komið allra liða mest á óvart á þessu keppn- istímabili. Duberry við hlið Ívars Ingimarssonar? „Það er gott markmið að stefna á að komast níu stigum á undan Chelsea. Við leikum að sjálfsögðu til sigurs, eins og ávallt, en ef við verðum níu stigum á undan næsta liði í leikslok verður það þægileg tilfinning,“ sagði enski landsliðs- miðvörðurinn Rio Ferdinand við Red View, fréttabréf Manchester United. Fulham er í 14. sæti úrvalsdeild- arinnar en er sem fyrr mjög erfitt heim að sækja og tapar sjaldan leikjum á Craven Cottage. „Það eru engir auðveldir leikir í þessari deild og hvert lið veitir mismunandi mótspyrnu. Þessa helgina mætum við öðruvísi sókn- armönnum en við höfum glímt við að undanförnu, þeim Brian McBride og Heiðari Helgusyni. Þeir eru báðir landsliðsmenn og góðir framherjar og við eigum því von á mjög erfiðum leik,“ sagði Ferdinand. Þetta er fyrsti deildaleikur Unit- ed í tvær vikur, frá sigrinum á Charlton, 2:0, hinn 10. febrúar, en í millitíðinni hefur United gert jafn- tefli, 1:1, við Reading í bikarkeppn- inni og sigraði Lille, 1:0, í Meist- aradeild Evrópu. „Það er langt um liðið frá síðasta deildaleik og það er gott að komast aftur í þá baráttu. Leikmennirnir njóta pressunnar sem fylgir því að spila í deildinni þegar komið er þetta langt fram á tímabilið. Vet- urinn reynist stundum langur þeg- ar aðeins er spilaður einn leikur í viku en við leikum þétt þessa dag- ana og stefnum að því að vera á réttum stað í vor þegar verðlaunin fyrir árangur tímabilsins verða af- hent,“ sagði Rio Ferdinand. Miðvörðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United um viðureignina við Fulham á Craven Cottage AP Á ferðinni Heiðar Helguson verður í sviðsljósinu gegn Manchester United. „Heiðar og McBride eru erfiðir“ MANCHESTER United freistar þess að ná níu stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrsti leikur helgarinnar hefst kl. 12.45 á Cra- ven Cottage, litla vellinum við bakka Thames-ár í London, þar sem Fulham tekur á móti topp- liðinu. Chelsea spilar ekki í deild- inni um helgina vegna úrslitaleiks deildabikarsins á morgun og Unit- ed fær því tækifæri til að auka for- skot sitt á toppnum.  Hundsa.. | E2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Edouard Glissant „Eyjar geisla frá sér í allar áttir, ekki bara eina átt, þaðan liggja vegir til allra átta.“ Franska menningarhátíðin Po-urquoi pas? hófst sl. fimmtu-dag. Í Lesbók í dag er birtviðtal Rögnu Sigurðardóttur myndlistargagnrýnanda við Pierre Hu- yghe sem opnar sýningu í Hafnarhúsi í dag. Hann hefur vakið athygli fyrir fág- aðan leik með mörk raunveruleika og skáldskapar í verkum sínum. Sigurður Pálsson skáld ræðir við Edouard Gliss- ant, einn fremsta rithöfund Frakka. Árni Matthíasson skrifar um franska popptónlist sem verður áberandi á há- tíðinni. Pétur Gunnarsson rithöfundur birtir svo grein um franska menningu sem hann ber saman við íslenska menn- ingu. Hann bendir til dæmis á að hug- takið „frelsi“ sé ekki jafn tamt íslenskri hugsun og franskri, einna helst að bankar og símafyrirtæki beiti því fyrir sig hérlendis. Og Pétur spyr: „Hvað skyldu Íslendingar hafa sett á gunnfánann ef þeir hefðu gert bylting- una í stað Frakka? Vinnuna kannski? „Vinna, jafnrétti, bræðralag“. Og æstustu byltingarseggirnir „yfir- vinnuna“.“ » 4–5, 8–9, 12–13 Frelsið eða vinnuna? Frönsk menningar- hátíð á Íslandi Emilie Simon Emilie er meðal frönsku poppstjarnanna sem koma til Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Pierre Huyghe „Ég vil ekki festast í viðjum listheimsins,“ segir Huyghe í samtali við Rögnu Sigurðardóttur en sýning hans í Hafnarhúsinu byggir meðal annars á íslenskri myndlist. Laugardagur 24. 2. 2007 81. árg. lesbók BLANCHETT OG DENCH BÁÐAR ERU TILNEFNDAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA FYRIR LEIK Í NOTES ON A SCANDAL » 3 Byssukúlur seðja ekki hungur mávanna við Tjörnina » 2 Yf ir l i t                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                 Í dag Sigmund 8 Minningar 41/49 Staksteinar 8 Messur 50/51 Veður 8 Skák 55 Viðskipti 18/19 Menning 56/60 Erlent 20/21 Leikhús 58 Menning 22/23 Myndasögur 60 Akureyri 28 Dægradvöl 61 Árborg 24 StaðurStund 62/63 Landið 25 Dagbók 64/65 Daglegt líf 26/33 Víkverji 64 Forystugrein 34 Velvakandi 64 Umræðan 36/40 Ljósvakamiðlar 66 * * * Innlent  Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, setti fram á lands- fundi flokksins verkefnalista í nítján liðum sem hann sagði að ný rík- isstjórn ætti að ráðast í á fyrstu 90– 120 dögunum eftir að hún tæki við völdum. » Forsíða  Ekkert er því til fyrirstöðu að gera ferjuhöfn í Bakkafjöru og verði ákvörðun tekin um framkvæmdina verður hægt að sigla milli lands og Eyja á um 30 mínútum í stað tæp- lega þriggja klukkustunda nú. Kostnaður er áætlaður rétt tæpir fimm milljarðar og gert ráð fyrir honum í nýrri samgönguáætlun sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. » Baksíða  Sérhannaður rykbindibíll frá Reykjavíkurborg hefur verið tekinn í notkun til að hefta hið hættulega svifryk sem lengi hefur sett svip sinn á borgina. » 6  Sæunn Stefánsdóttir, varafor- maður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, segir að sér finnist „aðdróttanir“ Læknafélags Íslands (LÍ), eins og þær m.a. birtust í Morgunblaðinu í gær, einkenni- legar. » 4 Erlent  Bretar hyggjast fjölga um allt að 1.000 manns í herliði sínu í Afganist- an á næstunni, en Tony Blair, for- sætisráðherra skýrði frá því í vik- unni að fækkað yrði í liðinu í Írak um 1.600 manns á næstu mánuðum og enn meira síðar á árinu. » 20  Kannanir sýna, að um 14% kín- verskra unglinga eiga á hættu að ánetjast netfíkninni. Kínversk stjórnvöld líta netfíknina mjög al- varlegum augum og hafa skorið upp herör gegn þessari „samfélagsvá“ og virðast staðráðin í að taka hana sömu tökum, stundum heldur harð- neskjulegum, og árangursríka bar- áttu þeirra gegn áfengis- og fíkni- efnavandanum. » 21 Viðskipti  Mikil viðskipti voru með hluta- bréf Glitnis í Kauphöll Íslands í gær, eða fyrir samtals 29,5 milljarða króna. Þar af voru tvenn viðskipti fyrir samtals um 25,5 milljarða króna. Ekki var tilkynnt um hver átti þar hlut að máli. FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar hafa auk- ið hlut sinn í Glitni banka um 2,6% og eiga nú samtals tæplega 33%. » 18 Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is UNGLINGAR sem hafa þurft að upplifa skilnað foreldra sinna eru líklegri en jafnaldrar þeirra til að sýna neikvæðar tilfinningar á borð við reiði og þunglyndi. Þá eru þeir líklegri til að reykja og neyta áfengis og einnig er líklegra að þeim gangi verr í skóla en öðrum unglingum. Börn foreldra sem hafa skilið eru einnig líklegri en jafn- aldrarnir til að upplifa fjöl- skylduátök, alvarleg rifrildi eða of- beldi. Svo virðist sem þessi átök, sem oft fylgja skilnuðum, séu þeir þættir sem vega hvað þyngst í skýr- ingum á vanlíðan og frávikshegðun barna. Aðskilnaður foreldranna vegur því ekki eins þungt og þau átök sem oft fylgja, við skýringar á vanlíðan og hegðun unglinga. Þetta er niðurstaða rannsóknar Álfgeirs Loga Kristjánssonar og dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur við kennslufræði- og lýðheilsudeild Há- skólans í Reykjavík. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem framkvæmd var af Rannsóknum & greiningu í samstarfi við menntamálaráðu- neytið, voru kynntar á ráðstefnunni „Áfram ábyrg“ sem haldin var í Keflavíkurkirkju í gær. „Tengslin milli skilnaða og nei- kvæðra þátta á borð við reiði, þung- lyndi og áhættuhegðun, eru mest hjá þeim börnum sem nýlega hafa upplifað skilnað foreldra sinna,“ segir Álfgeir Logi Kristjánsson, að- junkt við HR. „Það dregur úr styrk þessara tengsla eftir því sem frá líð- ur skilnaðinum,“ en í rannsókninni voru meðal annars könnuð tengsl skilnaða og reiði, þunglyndis, reyk- inga, áfengisneyslu og námsárang- urs. Þá voru einnig könnuð tengsl milli skilnaða og þess hvort ung- lingarnir hefðu orðið vitni að alvar- legu rifrildi milli foreldra eða rifist alvarlega við þá og hvort þeir hefðu orðið vitni að ofbeldi á heimilinu eða lent í slíku þar sem fullorðinn átti hlut að máli. Að auki voru könn- uð tengsl skilnaða og fjölskyldu- þátta á borð við eftirlit foreldra, stuðning og samverustundir. Álfgeir segir mikilvægt að skoða hvað það sé við skilnað sem skipti máli varðandi þessi tengsl. „Það er greinilegt að fjölskylduátök, sem eiga sér stað fyrir og eftir skilnað, eru lykilþáttur. Þá er afleiðing skilnaðarins oft sú að samband for- eldra við barnið minnkar, bæði vegna þess að þá þurfa foreldr- arnir, hvort í sínu lagi, að uppfylla hlutverk sem þeir gerðu saman áð- ur og einnig vegna þess að þeir eru oft sjálfir í tilfinningalegum sárum eftir skilnaðinn og geta þar af leið- andi gefið minna af sér.“ Rannsóknin sýnir m.a. að líkur á félagslegum breytingum eru meiri hjá börnum sem upplifað hafa skiln- að. Þannig eru þau líklegri til að hafa flutt í nýtt sveitarfélag eða hverfi og skipt um skóla. „Við vit- um að félagslegar breytingar sem þessar eru gífurlega áhrifamiklar í lífi unglinga,“ segir Álfgeir. Hins vegar kom einnig fram að þegar tengsl skilnaða foreldra og reiði, þunglyndis, námsárangurs og áhættuhegðunar unglinga eru skoðuð en áhrifum sambands við foreldra, félagslegra breytinga og fjölskylduátaka er haldið stöðugum þá dregur mikið úr þessum tengslum og í sumum tilfellum hverfa þau alveg. Af þessu draga höfundar þá ályktun að „hægt er að draga veru- lega úr tilfinningalegum og fé- lagslegum áhrifum skilnaða á ung- linga með því að hafa velferð þeirra fyrst og fremst að leiðarljósi við þær breytingar sem skilnaðir hafa í för með sér“. Þunglyndi og reiði fylgifiskar skilnaðar Fjölskylduátök vega þyngst í skýr- ingum á vanlíðan og frávikshegðun Morgunblaðið/Ásdís Þunglyndi Vanlíðan barns getur fylgt skilnaði foreldra.  Vonast eftir | 25 TALSMAÐUR neytenda, Gísli Tryggvason, hefur ritað stærstu símafyrirtækjum landsins, Símanum og Vodafone, bréf. Þar er þeim boðið að upplýsa um raunkostnað við út- sendingu reikninga, að því er fram kemur á heimasíðu embættisins. Er það gert í ljósi þess að neytendur eigi rétt á fullri sundurliðun fjar- skiptareikninga endurgjaldslaust. Þá gaf talsmaður neytenda síma- fyrirtækjunum rúmlega vikufrest til að gera athugasemdir við upplýsing- ar hans um raunkostnað við útsend- ingu reikninga. Telur talsmaður neytenda að hann sé í mesta lagi 105 krónur. Einnig spyr talsmaður neyt- enda um raunkostnað fyrirtækjanna við „útsendingu reikninga“ og gjöld sem þau leggja á vegna sundurlið- unar og útsendingar reikninga. Í nýrri umsögn sinni til Alþingis varar talsmaður neytenda við því að símafyrirtæki fái að óbreyttu tæki- færi til að sniðganga skarpari reglur um að neytendur eigi rétt á fullri og endurgjaldslausri sundurliðun sím- reikninga. Eftir samþykkt fyrr- greinds frumvarps á sú sundurliðun að ná til allra símanúmera og ann- arrar þjónustu. Þá ítrekaði talsmaður neytenda í umsögn til samgöngunefndar tillögu sem hann lagði fram í fyrri umsögn til samgönguráðuneytis. Hún felur í sér að „sett verði hámark á kostnað eða takmörk við kostnaði sem síma- fyrirtæki geti lagt á neytendur vegna útsendingar reikninga – enda eigi sundurliðun allra símtala að vera endurgjaldslaus samkvæmt EES-reglum og frumvarpinu sem til umsagnar er.“ Í fyrri umsögn sinni benti tals- maður neytenda m.a. á að eini aug- ljósi kostnaðurinn við útsendingu reikninga væri kostnaður við burð- argjald og e.t.v. umslag. Ekki sé rætt um í tilvitnuðum lögskýringar- gögnum að heimildin nái til reikn- ingsgerðar eða útprentunar. Óskar upplýsinga um út- skriftargjald símreikninga Í HNOTSKURN »Fyrir Alþingi liggur frum-varp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti. »Samkvæmt 5. grein frum-varpsins er stefnt að því að tryggja neytendum, án endur- gjalds, svonefnt hástig sund- urliðunar reikninga. »Talsmaður neytenda legg-ur til að takmörk séu sett við útsendingarkostnaði reikninga til að tryggja gjald- frjálsa sundurliðun símtala. „BREYTTU rétt“ skrifuðu þær Katrín Inga (t.v.) og María stórum stöfum á gangstétt og akrein Laugaveg- arins í gær. Þær eru skólasystur og nema báðar við Listaháskóla Íslands. Gjörningur þeirra vakti mikla athygli vegfar- enda á Laugaveginum og stoppuðu margir við. Einn vegfarenda, sem augljóslega velti tiltækinu fyr- ir sér, spurði listakonurnar hvað þær meintu eiginlega með þessu. Þær svöruðu því til að það ætti bara hver og einn maður að finna í hjarta sínu. Morgunblaðið/Ásdís „Breyttu rétt“ laugardagur 24. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Fjórir frjálsíþróttamenn á Evrópumótið í Birmingham >> 4 FH Á SIGURBRAUT? BÚIST ER VIÐ JAFNRI OG SPENNANDI KEPPNI Á FYRSTA BIKARMÓTINU Í FRJÁLSUM INNANHÚSS >> 4 Víkurfréttir/ Þorgils Jónsson Á toppnum Það var vel tekið á í Keflavík í gærkvöldi þegar nágrannarnir mættust. Njarðvik hafði betur og komst á ný í efsta sætið. » 2 KR varð í gærkvöldi Reykjavík- urmeistari í knattspyrnu kvenna þegar liðið lagði Val í síðasta leik mótsins, 4:3. KR dugði jafntefli til að tryggja sér titilinn og liðið gerði enn betur og fagnaði sigri. Það var fyrirliðinn Olga Færseth sem kom sínu liði á bragðið í fyrri hálfleik en fyrirliði Vals, Katrín Jónsdóttir, svaraði með tveimur mörkum áður en Olga jafnaði úr vítaspyrnu, 2:2. Þannig var staðan í leikhléi og má segja að fyrri hálf- leikurinn hafi verið hálfleikur fyr- irliðanna. Fjóla Dröfn Friðriksdóttir kom KR í 3:2 snemma í síðari hálfleik en Vanja Stefanovic jafnaði fyrir val, 3:3. Það var Katrín Ómarsdóttir gerði fjórða mark KR og sigurmarkið um miðjan síðari hálfleikinn. „Okkur nægði jafntefli í leiknum þannig að eftir að við komumst í 4:3 um miðjan síðari hálfleikinn vorum við komnar í ansi þægilega stöðu og héldum henni,“ sagði Olga í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa tekið við verðlaunagripnum sem fylgir Reykjavíkurmeistaratitlinum. KR-ingar unnu alla sína sex leiki í mótinu og urðu því meistarar með fullt hús stiga en Valur tapaði einum leik, gegn KR í gærkvöldi. Marka- tala liðanna er nokkuð forvitnileg því KR gerði 53 mörk og fékk á sig fjögur, hafði aðeins fengið á sig eitt mark fyrir leikinn í gærkvöldi. Vals- konur höfðu hins vegar ekki fengið eitt einasta mark á sig fyrir leikinn í gær en höfðu þá skorað 22 mörk.  Sjá mynd á D2. KR varð Reykjavík- urmeistari kvenna Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is JÚLÍUS Jónsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, valdi í gær- kvöldi 16 manna hóp sem hann fer með á æfingamót í Tékklandi í næstu viku. Enginn nýliði er í hópnum en nokkrar stúlkur sem hafa ekki leikið marga landsleiki. Stúlkurnar sextán, sem mynda landsliðið að þessu sinni, eru úr níu félögum, fjórar eru úr Stjörnunni, þrjár úr Gróttu, tvær úr HK og SJ Århus og síðan einn leikmaður úr Holsterbro, Fredrikshavn, Val, Haukum og FH. „Það var fínt að fá þetta mót núna, helgin var laus og þetta er ágætt mót sem landsliðið hefur farið á áður þó það hafi verið fyrir minn tíma,“ sagði Júlíus í samtali við Morgunblaðið í gær. Júlíus sagði hópinn svipaðan þeim sem hann hefði valið síðast, stelpurn- ar væru úr níu liðum. Hann sagði að verið væri að vinna að því að lands- liðið fengi einhver verkefni í vor, þegar Íslandsmótinu lýkur. „Það er ekki búið að ganga endanlega frá þessu, en stefnt að því að fá æfinga- leiki bæði heima og ytra. Við munum æfa fram á mitt sumar og fáum von- andi einhver verkefni áður en við förum í sumarfrí. Síðan tökum við aftur upp þráðinn með haustinu,“ sagði Júlíus. Landsliðið, sem heldur til Tékk- lands á miðvikudaginn, er þannig skipað að Berglind Hansdóttir, SK Århus, og Íris Björk Símonardóttir, Gróttu, eru markverðir. Aðrir leik- menn eru Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir úr Gróttu, Elísabet Gunnarsdóttir, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Rakel Dögg Bragadóttir og Sólveig Lára Kjærnested úr Stjörnunni, Arna Sif Pálsdóttir og Auður Jónsdóttir úr HK, Dagný Skúladóttir úr Team Tvis Holsterbro, Drífa Skúladóttir úr Val, Hrafnhildur Skúladóttir úr Århus, Guðbjörg Guðmannsdóttir úr Fredrikshavn, Hanna G. Stefáns- dóttir úr Haukum og Ragnhildur Guðmundsdóttir úr FH. Ágústa Edda Björnsdóttir úr Val gaf ekki kost á sér þar sem hún á von á barni. Fyrsti leikur liðsins verður á fimmtudaginn þegar liðið mætir Tékkum, daginn eftir verður leikið við Slóvakíu og loks Austurríki á laugardaginn. Þrír leikir á þremur dögum. „Það er fínt að fá þrjá leiki á þremur dögum, það þarf að leika þétt til að venja stelpurnar við. Ég er líka með 16 leikmenn þannig að það er hægt að dreifa álaginu aðeins,“ sagði Júlíus. Stjarnan á flestar í landsliðinu laugardagur 24. 2. 2007 börn GAMAN Í LEIKHÚSINU NOKKUR BÖRN SEGJA SÍNA SKOÐUN Á SÖNGLEIKNUM ABBABABB » 3 Allt um barnastjörnuna Dakota Fanning» 2 Þegar ég var smá Þegar ég var smá, bara oggulítið kríli, ég oft á bakka lá og veiddi lítil síli. Ég oft með mömmu fór eitthvað lengst út í bæi. Hún vildi bara hlusta á kór og það var allt í lagi. En oft þurfti ég að þrífa mig og við mamma gerðum það saman, og það get ég sagt við þig að lífið er ekki alltaf gaman. Höf: Sólveig Sigurðardóttir, 11 ára. Ást Vinur er sá sem hjartað mitt á. Hann gefur mér kærleik, ást og frið og kemur skemmtilegheitunum á skrið. Höf: Andrea Eir Guðmundsdóttir, 9 ára. Við Ég á pabba, mömmu og systur litla sem mér finnst gaman að stríða og kitla. Svo kemur tíkin okkar hún Móna ég er út í hana sár, hún nagaði spari- skóna. Í húsi flottu við lifum og búum í kirkju á sunnudögu við förum og saman Jesús við lofum og trúum. Höf: Dagbjört Aðalheiður Magn- úsdóttir, 7 ára og Guðlaug Magn- úsdóttir, 8 ára. Fjölskylda Ég á góða fjölskyldu sem mér þykir vænt um. Pabbi, mamma og systk- inin eru allra bestu. Höf: Sæbjörg Eva Hlyns- dóttir, 7 ára. Ljóð Söngleikurinn Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu byggist á barna-plötu Dr. Gunna sem kom út árið 1997. Á þeirri plötu má finna lög eins og Prumpulagið, Systa sjóræningi og Rauða hauskúpan. Það eru þrjár hetjur í sýningunni sem eru í leynifélaginu Rauða hauskúpan og eiga sér þann draum heitastan að upplýsa glæp og fá mynd af sér í Mogg- ann. Við hittum leikarana sem fara með aðalhlutverkin þrjú. » 3 Morgunblaðið/Árni Torfason Abbababb Orri Huginn Ágústsson, Álfrún Örnólfsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson fara með aðalhlutverkin í söngleiknum Abbababb. Hetjurnar þrjár í Abbababb Dúfur hafa lengi verið ræktaðar af mönnum og geta veriðmjög skrautlegar. Dúfur eru duglegar að rata og voru áður fyrr notaðar til að flytja skilaboð milli manna. Dúfur lifa villtar um allan heim – líka á Íslandi. Úr bókinni Stafróf dýranna eftir Halldór Á. Elvarsson Dúfa Púsluspil Geturðu parað bit- ana saman þannig að þú fáir fjóra fern- inga? Lausn aftast. Kristín, Orri og Guðjón eru í leynifélaginu Brotnu beinin. Þau hittast á hverjum degi í bílskúrnum hjá Orra og ákveða þar ýmislegt leynilegt sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. Eitt sem þau ákváðu að gera var að bjarga útigangsköttum. Getið þið hjálpað þeim að finna 7 útigangsketti á síðum barnablaðsins? Leynifélag bjargar útigangsköttum Krakkar í leynifélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.