Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðeins þrjár vikur eru eftir afstarfstíma þingsins og ekkier laust við að örlítill kosn-ingaskjálfti sé farinn að grípa um sig meðal þingmanna, ráð- herra, frambjóðenda og almennra flokksmanna. Blaðamönnum er reglulega sendur tónninn og stundum mætti ætla að menn haldi að hér í (reyklausa) bakherberginu sé rekin kosningaskrifstofa fyrir alla flokka. Við erum ýmist sögð hygla ráðherr- um of mikið, éta upp rausið í stjórn- arandstöðunni, þagga niður stór- merkilegar fréttir eða leika okkur að því að fleygja fram röngum fyr- irsögnum. En á meðan samsær- iskenningarnar koma úr öllum áttum er víst engin ástæða til að hafa áhyggjur af þeim. Um þessar mundir er enginn mað- ur með mönnum nema hann spái því hvernig kosningarnar fara í vor. Til að vera ekki eftirbátur annarra kve- rúlanta set ég fram þá varfærnislegu spá að stjórnarsamstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé liðið undir lok. Það er jafnframt í tísku að segja ann- að hvort að það sé þreyta í stjórn- arsamstarfinu eða halda því fram að samstarfið hafi verið farsælt og aldrei betra en nú. Auðvitað er klisjukennt að benda á að of margt skilji á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks því það er alveg sama hvaða tveir flokkar eru bornir saman, það er alltaf eitthvað sem skilur í milli. Þreytan kemur hins vegar fram í því að svör við spurningum eru venju- lega mikil upptalning á því hvað hefur verið gert. Erfitt getur verið að fá stjórnarliða til að ræða hugmyndir eða framtíðarsýn því allt snýst um áætlanir sem er búið að semja, skóflustungur sem hafa verið teknar og lagabreytingar sem hafa gengið í gegn. Úr tjaldbúðum stjórnarand- stöðunnar kemur hefðbundin gagn- rýni á að loforðin sem nú eru gefin séu mörg hver þau sömu og fyrir fjór- um árum, verkin hefðu getað verið unnin fyrr og mestu þjóðþrifamálin sitji á hakanum. Auðvitað er ekkert lofað, þótt vel sé gert. En þingmenn stíga líka stundum upp úr skotgröfunum. Með stærri málum líðandi stundar eru umhverf- ismál og til að halda fyrirsjáanlegum spádómum áfram þá verða þau meðal kosningamála vorsins. Í umræðum um virkjanir í neðri hluta Þjórsár sl. fimmtudag var töluverður sam- hljómur í þingsal. Þingmenn voru vit- anlega ósammála um hvort virkj- anastefnu stjórnvalda væri lokið eða ekki og hver bæri ábyrgð á áfram- haldandi stóriðju, en fulltrúar allra flokka útilokuðu að Landsvirkjun gæti beitt eignarnámi vegna um- ræddra virkjana. Þetta þýðir að Landsvirkjun verður að ná samn- ingum við landeigendur og þá hlýtur að vakna sú spurning, sem Björgvin G. Sigurðsson benti á, hvort nátt- úruverndarsamtök geti ekki boðið í jarðirnar á móti Landsvirkjun. Þingflokkar á Alþingi náðu einnig saman um yfirlýsingu vegna svo- nefndrar klámráðstefnu sem stóð til að halda í Reykjavík aðra helgi. Sögðu flokkarnir það yfirlýst mark- mið sitt að vinna gegn klámvæðingu og vændi og þess vegna væri það í óþökk þeirra að ráðstefnan væri hald- in hér á landi. Þetta eru töluverð póli- tísk tíðindi enda líkast til í fyrsta sinn sem allir þingflokkar ná samstöðu um nokkurt mál sem tengist klámi eða vændi. Þrátt fyrir að klám sé ólöglegt á Íslandi hefur lítið farið fyrir eft- irfylgni þeirra laga. Nægir að hringja í myndbandaleigur (ekki allar auðvit- að) og spyrja hvort þar sé hægt að fá klám og þá er svarið iðulega já. Og er það klám? Aftur er svarið, já. Þótt lögin setji ekki fram neina skilgrein- ingu á klámi þá virðast framleið- endur, dreifingaraðilar og neytendur vera sammála um að um klám sé að ræða. Þess vegna verður spennandi að fylgjast með því hvort framundan sé harðari barátta gegn klámi á Íslandi í framhaldi af afdráttalausri, þver- pólitískri samstöðu sem náðist bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Kosningaskjálfti og samstaða gegn klámi ÞINGBRÉF Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís- lenska ríkið af bótakröfu Auðólfs Gunnarssonar, fyrrverandi yfirlækn- is á Landspítalanum, en honum var sagt upp störfum í ársbyrjun 2004 þegar starf hans var lagt niður um leið og stjórnun á skurðstofum á kvennasviði var færð yfir til svæf- inga-, gjörgæslu- og skurðstofusviðs sjúkrahússins. Auðólfur krafðist samtals rúmlega 5,1 milljónar króna í bætur og krafð- ist greiðslu yfirvinnulauna í veikinda- forföllum, greiðslu vegna áunnins námsleyfis, greiðslu fyrir miska og fyrir innheimtuþóknun til lögmanna sinna. Hæstiréttur taldi ekki að stefnandi hefði sýnt fram á að hann ætti rétt á greiðslu yfirvinnulauna og vegna áunnins námsleyfis. Þá taldi rétturinn ósannað, að sú ákvörðun spítalans að leggja yfirlæknisstöðuna niður hefði byggst á röngum forsendum og ekki var talið að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar við töku ákvörðun- arinnar. Var sjúkrahúsið því sýknað af kröfu stefnanda um miskabætur. Hæstiréttur féllst hins vegar á kröfu stefnanda um að hann ætti rétt á þóknun til lögmanna vegna innheimtu biðlauna, sem honum bar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Karl Axelsson hrl. flutti málið fyrir stefnanda og Anton Björn Markússon hrl. fyrir stefnda, Landspítalann. Sýknað vegna upp- sagnar yfirlæknis SMÁDÝRAHÚS Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins verður opnað á nýjan leik í dag, laugardag, eftir að hafa staðið tómt og lokað síðustu þrjá mánuði. Nýir íbúar hússins eru þrír landnámshanar og tíu landnáms- hænur auk þess sem ungar land- námshæna eru væntanlegir úr eggj- um sínum um helgina. Þá munu fyrri íbúar, kanínur og naggrísir, flytja aftur inn en þeir hafa dvalið í öðrum húsakynnum garðsins und- anfarið og verða eflaust fegnir að snúa aftur. Hanarnir eru rausnarleg gjöf frá Hanasetrinu á Torfastöðum og hafa hlotið nöfnin Ripp, Rapp og Rupp. Eins og hana er von og vísa eru þeir glæsilegir og litfagrir. Hænurnar koma frá Húsatóftum á Skeiðum og eru litskrúðugar en ekki hefur enn verið ráðist í það að gefa þeim öllum nöfn. Eggin í útungunarvél Eggin eru nú í útungunarvél sem heldur á þeim hita og er með rétt rakastig fyrir eggin. Eftir 21 dag í vélinni ættu ungarnir að klekjast út úr eggjunum og það er nú um helgina. Ungar landnámshæna eru litskrúðugir en ungar helstu varp- hænsna Íslendinga, Hvíta Ítalans, eru gulir á lit. Ýmislegt hefur gengið á í íslenska landnámsstofninum í gegnum tíðina og nánast þótti áreiðanlegt að stofn- inn myndi deyja út ef ekki yrði eitt- hvað að gert. Nú er starfandi félag er einsetur sér að halda íslensku hænunni við. Það nefnist Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna og var stofnað 2003. Stofnendur þess voru 148 talsins. Verið er að athuga möguleika á innflutningi á bronskalkúnum og páfuglum sem munu þá hafa aðsetur í smádýrahúsinu ásamt núverandi íbúum. Opið er alla helgina frá klukkan 10 til 17 líkt og alla aðra daga árs- ins. Ripp, Rapp og Rupp og fleiri dýr í Húsdýragarðinum ÍSLENSKA fyrirtækið Nordic Photos hefur verið kært til siðaráðs sænska atvinnulífsins, sem fjallar sérstaklega um kynjamisrétti í aug- lýsingum (ERT). Er kæran lögð fram vegna auglýsingar sem sýnir sænskan kaupsýslumann umvafinn fáklæddum konum á bar í Taílandi. Fram kemur á sænska fréttavefn- um The Local, að myndin í auglýs- ingunni sé tekin af hollenska ljós- myndaranum Paul van Rield og fengin úr myndabanka Nordic Pho- tos. Henni fylgir síðan textinn: „Sænskir yfirmenn hafa meiri al- þjóðlega reynslu en nágrannar þeirra á Norðurlöndum“. Á vefnum er haft eftir Arnaldi Gauta Johnson, framkvæmdastjóra Nordic Photos, að hin hörðu við- brögð, sem borist hafi við auglýsing- unni, hafi komið honum og sam- starfsfólki hans á óvart. „Í fyrsta lagi þykir okkur mjög leitt að hafa móðg- að fólk. Auglýsingunni var ætlað að gera góðlátlegt grín að staðal- ímyndum og átti alls ekki að skaða neinn,“ segir hann. Þá segir hann að um hafi verið að ræða lokaða auglýs- ingaherferð, sem náði til um 3.000 einstaklinga í fjölmiðlaheiminum. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttavef Morgunblaðsins bárust í gær frá Arnaldi hafa 10 kvartanir borist til fyrirtækisins. Íslensk aug- lýsing kærð í Svíþjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.