Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 29
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 29 Einhverjum datt í hug að nefna Fljótsdalshérað Egilshérað um daginn. Sagt er að dreifbýl- ingum sveitarfélagsins þyki það fullmikið hverf- ast um þéttbýlið Egilsstaði. Bæjarstjórn hefur með þó nokkrum árangri reynt að hrekja þetta og nú síðast var átak sett í gang til að hlusta sér- staklega eftir sjónarmiðum þeirra er búa utan Egilsstaða en innan sveitarfélagsmarkanna. Dreifbýlis- og hálendisnefnd ríður um héruð og heldur fundi með heimafólki. Þar er stjórnsýsl- an og þjónusta sveitarfélagsins kynnt og mál- efni dreifbýlisins sérstaklega skoðuð. Hætt er við að hljóð heyrist úr horni nú þegar Umhverfisstofnun hefur gert uppskátt það sjónarmið að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs eigi að lúta beint undir stofnunina, en ekki lúta sér- stakri stjórn eins og gert er ráð fyrir í frum- varpi umhverfisráðherra til Alþingis. Eystra hefur verið lögð á það gríðarmikil áhersla að heimamenn sitji í stjórn þjóðgarðsins og hafi þar ítök. Bæjarstjórnin ítrekar að yfirstjórn þjóðgarðsins verði á svæðinu og tryggt að sú at- vinnustarfsemi sem er innan marka hans verði ekki skert. Markmiðið sé enda að þjóðgarðurinn leiði til fleiri tækifæra fyrir íbúa á svæðinu fremur skerðingar á möguleikum samhliða markvissri verndun náttúrunnar.    Nokkrir Egilsstaðabúar ásamt fólki víðar af Austurlandi hafa undanfarna daga verið að puða utan í fjallinu Kilimanjaro, hæsta fjalli Afríku. Það er 5.895 metra hátt og er í NA- Tansaníu á austurströnd Afríku. Samkvæmt áætlun hópsins, sem telur 16 manns, var fyrst gengið um regnskógasvæði, þá upp í gegnum gresjur yfir í mun hrjóstrugra landslag og loks á toppinn upp jökulhettu. Af tindinum má sjá yfir endalausar sléttur Austur-Afríku og hæðin er svo mikil að hægt er að sjá berum augum að jörðin er kúpt að lögun. Hjördís Hilmarsdóttir heldur utan um skipulagningu leiðangursins en hópurinn fór utan 13. febrúar og kemur heim 1. mars. Sjálfsagt verða leiðangursmenn heim- komnir heldur roggnir og ekki að ósekju.    Í góðærinu spretta ævintýramenn upp eins og gorkúlur á haug, eins og alkunna er í okkar breyska heimi. Egilsstaðir fara ekki varhluta af slíku. Ganga fjöllum hærra sögur af nafn- greindum einstaklingum sem stunda viðskipti af miklum móð með fasteignir og fyrirtæki og á þann veginn að seljendur lenda í verstu krögg- um og sjá oftast ekki eyrisvirði af umsömdum greiðslum, fyrr en þá seint og um síðir ef nokk- urn tímann. Á þetta við um einstaklinga, fjöl- skyldur og fyrirtæki og er miður. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Mannlífið er oftast fagurt á Egilsstöðum. EGILSSTAÐIR Eftir Steinunni Ásmundsdóttur blaðamann Á annan tug íslenskra prestavoru gestir Eggerts Magnús- sonar á Uptown Park í Lundúnum er West Ham tapaði fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni fyrir nokkru. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Prýði er að prestaskara, pellið glampar dýrt í sól. Með Vídalín á völlinn fara, Veda-rit og Heims um ból. Sígur daufeyg sól að viði, sorgar hljóðna köll og gól. Fá ei bjargað feigu liði fyrirbæn og Heims um ból. Þá Ólafur Stefánsson: Þá mun mörgum Bretum blöskra, biðja um miskunn gjafarans, þegar á velli West Ham öskra, virtir klerkar okkar lands. Loks Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd: Prestar styðja West Ham vel, vopn til sóknar smíða. Boltinn skapar bræðraþel betra en þekkist víða. VÍSNAHORNIÐ West Ham og prestar pebl@mbl.is BRESKUR matvælaframleiðandi hefur búið til, að eigin sögn, eldhei- tasta chili-duft sem hægt er að búa til. Frá þessu er sagt á fréttavef BBC. Duftið er svo sterkt að viðskipta- vinir Blair Lazar’s þurfa að skrifa undir skjal þar sem þeir afsala sér lagalegum rétti áður en þeir smakka það. Þegar Lazar sjálfur smakkaði duftið bólgnaði tungan í honum og hann sveið í marga daga, eftir því sem hann fullyrðir. Duftið sterka er 30 sinnum sterk- ara en sterkasti chili-ávöxturinn og 8.000 sinnum sterkara en tabasco- sósa, en það er búið til úr nokkrum tonnum af ferskum chili-ávöxtum. Lazar upplýsir að duftið sé framleitt á rannsóknarstofu af starfsmönnum í sérstökum búningum og með grímur til að þeir andi því ekki að sér sem „hreinum hita“. Afurðin er hvítt, kristallað duft. Duftið sjálft brennir í raun ekki heldur örvar taugaenda í munni sem gefa þá brunatilfinningu. Á undanförnum áratug hafa fram- leiðendur leitað leiða til að búa til æ sterkari útgáfu chili-sósu. Nöfn slíkra samsuðna gefa nokkra hugmynd um hvað er verið að innbyrða; Eftir dauða sósa og Brjálæðis sósa. Kryddmagnið í slíkum sósum er mælt eftir einingu sem kölluð er Sco- ville, því hærri sem einingin er því meira svíður. Sumir framleiðendur segja þó að eftir að Scoville er komin yfir 350.000 sé mælingin tilgangslaus. Heitasta chili-sósan matur E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 3 16 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 Vél og afköst 35” Breyttur D-Max Hi-Lux (óbreyttur) Gerð 3.0 3.0 Ventlakerfi 16 ventla DOCH 16 ventla DOCH Stimpilstærð 95,4 x 104,9 96,0 x 103,0 Slagrými 2999cc 2982cc Hámarksafköst (hö/snm) 163/3600 171/3600 Hámarkstog (Nm/snm) 360/1800 - 3600 343/1400 - 3400 Dráttargeta 3 tonn 2,2 tonn Framleiðsluland Thailand Afríka Verð sjálfskiptur 3.440.000 kr.* 3.380.000 kr. Gerðu samanburð! Ný díselvél með millikæli Háþróuð tækni eins og millikælir og VGS (Variable Geometry System) skilar 13% betri eldsneytisnýtingu, meiri krafti og minni hávaða og minni útblæstri. Nýja díselvélin sem er hljóðlátari en nokkru sinni fyrr og eyðir aðeins 6,5-9,4l/100. Rúmgóður og þægilegur Innviðir ISUZU D-MAX vekja jafnvel enn meiri gleði en ytra byrðið. Hann er einstaklega rúmgóður og ný hönnun á glæsilegu mælaborði með raflýstum mælum og nýjum og notkunarvænum bílstjórasætum færa innra rýmið upp í nýja vídd hvað varðar þægindi. Innbyggt öryggi Dúal SRS loftpúðar í framsætum minnka hættu bílstjóra og farþega komi til árekstrar, einkum þegar þeir eru notaðir með þriggja punkta ELR sætisbeltunum. Framljósin eru með Slipsod kerfi sem eykur lýsingu og lengir sjónsviðið og eykur þannig enn öryggi bílstjóra. *Hús á palli er ekki innifalið í verði D-MAXinn er svo sannarlega að slá í gegn! Við bjóðum D-MAX með 35" breytingu frá Arctic Trucks á sambærilegu verði og óbreyttur Hi-Lux. Hann er aflmeiri en Hi-Lux með nýrri díselvél sem sparar eldsneyti og minnkar útblástur. D-MAX er frábærlega útbúinn jeppi sem dregur það sem hann vill draga og fer þangað sem hann ætlar sér. Hvað viltu hafa það betra? Kynntu þér málið, annað er bara brjálæði! Komdu og tryggðu þér eintak!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.