Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ AðalheiðurHulda Árnadótt-
ir ljósmóðir fæddist
á Kringlu í Torfa-
lækjarhreppi í Aust-
ur-Húnavatnssýslu
28. desember 1917.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 14. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Árni Björn
Kristófersson bóndi
frá Köldukinn í
Torfalækjarhreppi,
f. 29. nóvember 1892, d. 16. októ-
ber 1982, og Guðrún Sigurlína
Teitsdóttir ljósmóðir frá Kringlu í
Torfalækjarhreppi, f. 26. október
1889, d. 17. júní 1978. Systkini
Huldu eru Kristófer Guðmundur,
f. 1916, d. 2000, Elínborg Ásdís, f.
en fluttu til Blönduóss 1997. Dóttir
þeirra er Harpa, f. 18. maí 1944,
búsett í London. Eiginmaður
hennar var Peter Anthony Joseph
Bull. Hann lést árið 1986. Sam-
býlismaður hennar er Richard
Bell. Einnig ólu þau upp dótt-
urdóttur sína, Bergþóru Huld, f. 1.
september 1967, sambýlismaður
er Harald Ragnar Jóhannesson, f.
24. febrúar 1968. Börn þeirra eru
Ragnar Andri, f. 4. júlí 1993, Katr-
ín Birta, f. 14. október 2000, og
Hulda Rún, f. 15. ágúst 2005. Þau
eru búsett á Álftanesi.
Hulda var í Kvennaskólanum á
Blönduósi einn vetur. Eftir það
hóf hún nám í Ljósmæðraskóla Ís-
lands og lauk þaðan prófi árið
1939. Hulda vann ýmis almenn
störf þar til hún tók við stöðu á
Heilsugæslustöðinni á Skaga-
strönd 1967 þar sem hún starfaði í
um 20 ár.
Útför Huldu verður gerð frá
Blönduóskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
1920, d. 1979, Teitný
Birna, f. 1922, d.
1923, Guðrún Anna
Guðmunda, f. 1921,
Teitur Birgir, f.
1925, d. 2005, einnig
átti hún fóstbróður,
Ingvar Karl Sig-
tryggsson, f. 1927, d.
1988.
Maður Huldu var
Friðjón Guðmunds-
son málari, f. í Mið-
garði í Kolbeins-
staðahreppi á
Snæfellsnesi 27. júlí
1916, d. 7. janúar 2001. Foreldrar
hans voru Guðmundur Þórður
Jónasson, bóndi, síðast á Bílduhóli
á Skógarströnd á Snæfellsnesi, og
Herdís Kristjánsdóttir frá Þverá í
Eyjahreppi. Hulda og Friðjón
bjuggu lengstum á Skagaströnd
Mamma fæddist Frostaveturinn
mikla 1917. Sæng litlu stúlkunnar
fraus við vegginn en brátt voraði og
sumarið kom yfir sæinn, sólskinið
ljómaði um bæinn og vafði sér heim-
inn og litlu stúlkuna að hjarta. Hún
var skírð Aðalheiður Hulda og ólst
upp í stórum systkinahópi á Kringlu í
Austur-Húnavatnssýslu. Bernsku-
minningarnar voru bjartar, m.a.
skautaferðir í tunglskini á víðáttu-
miklum, glitrandi svellunum. Móðir
mín nam við Kvennaskólann á
Blönduósi 18 ára að aldri og síðar við
Ljósmæðraskóla Íslands. Hún
kynntist föður mínum, Friðjóni Guð-
mundssyni, er þau bæði voru við
störf á Blönduósi. Þar leigði mamma
herbergi í fögru hvítu húsi á bökkum
Blöndu, sem síðar á ævinni varð
þeirra eigið hús, Blöndubyggð númer
4.
Mamma og pabbi voru mjög sam-
rýnd og komu sér upp fallegu heimili
á Skagaströnd, þar sem ég og barna-
barnið þeirra, Bergþóra Huld, ól-
umst upp með stórum kattahópi.
Virðing mömmu og pabba og ást á
dýrum lét engan ósnortinn og verða
þau okkur fyrirmynd um ókomna tíð
um hvernig á að umgangast málleys-
ingja þannig að þeir verði okkar
bestu vinir. Mamma var mjög listræn
og iðin og árum saman sendi hún lit-
ríka handunna álfa sem hún bjó til úr
steinum, sem hún tíndi upp af strönd-
inni, og aðra skrautmuni til Englands
til styrktar dýrum í neyð. Þau lúta
höfði í dag.
Árið 1967 tók mamma við starfi
sem héraðshjúkrunarkona við
Heilsugæslustöðina á Skagaströnd.
Þar starfaði hún í um 20 ár. Hún unni
starfinu og fólkinu sem leitaði til
hennar og fólkið unni henni. Það var
hennar hjartans mál að hjúkra öðr-
um, mönnum og dýrum.
Þegar heilsu pabba tók að hraka
fluttu þau til Blönduóss og keyptu
húsið bjarta á Blöndubökkum þar
sem þau endurlifðu tilhugalífið á ný.
Eftir að pabbi dó lokuðust dyr en
aðrar dyr opnuðust og þrátt fyrir
hinn mikla missi hélt mamma áfram
að njóta lífsins með tryggum og góð-
um vinahópi sem bauð henni í langar
og skemmtilegar bílferðir um æsku-
stöðvar hennar og víðar. Í húsinu var
alltaf líf og fjör, ekki síst þegar ljósá-
lfarnir hennar þrír, ömmubörnin,
sneru öllu við með ærslum og gleði.
Mamma var ennþá með síðasta
köttinn okkar, hana Dúllu, sem var
orðin yfir 20 ára gömul. Hún varð
fyrir þeirri sorg að missa Dúllu rétt
fyrir jólin. Mamma kvaddi svo sjálf
og fór til pabba á Valetínusardag,
rómantíska deginum sem er tákn um
rauðar rósir, hjörtu og ást.
Elsku mamma mín, pabbi og Dúlla
litla taka á móti þér og þið munuð
ganga saman yfir Regnbogabrúna til
fundar við öll hin, til staðarins fagra
þar sem þið munuð aldrei þurfa að
verða aðskilin framar.
Elsku mamma, þakka þér fyrir alla
skemmtunina, ást og umhyggju sem
þú veittir mér.
Sjáumst á ný.
Þín
Harpa.
Amma hefur kvatt í bili. Einstök
manneskja með hlýjasta hjarta sem
hægt var að hugsa sér. Hún var lífs-
glöð og kát og hrókur alls fagnaðar
hvar sem hún kom. Hafði frábæran
húmor. Alltaf svo falleg og flott, elsk-
aði að punta sig með perlum og pallí-
ettum.
Það var alltaf gott að koma í litla
húsið á Blöndubyggðinni og það kom
ekkert á óvart þótt tekið væri á móti
manni með lambalæri og öllu tilheyr-
andi þótt klukkan væri ellefu að
kvöldi. Húsið hennar var alltaf fullt af
gleði og tónlist. Þau voru ófá dans-
sporin sem litlu ömmustelpurnar
tóku með langömmu í takt við Kánt-
rýútvarpið og þá var hækkað í botn.
Hún spilaði sjálf á píanó, byrjaði á því
eftir að hún varð áttræð. Hún var sko
engri lík.
Hún unni öllu sem lifði og hrærð-
ist, mönnum, dýrum og blómum. Hún
naut þess að vera í garðinum sínum á
sumrin, tók sig meira að segja til síð-
asta sumar og málaði skjólvegg og
fór létt með þótt 88 ára væri. Hún var
eins og ung stúlka til hins síðasta.
Sætasta amma í heimi.
Hún kvaddi þennan heim á Valent-
ínusardaginn. Þá var kominn tími til
að fara til afa. Fram á síðasta dag
fékk hún að búa í húsinu sínu við
ágæta heilsu og öðruvísi hefði hún
ekki viljað hafa það. Það eru margir
sem sitja eftir með sorg og söknuð í
hjarta, hún var elskuð og dáð kona.
Elsku amma, það er svo sárt að sjá
á eftir þér. Þú varst svo stór hluti af
okkar litlu fjölskyldu og okkur öllum
svo óendanlega mikils virði. Við eig-
um eftir að sakna þín í fermingunni í
vor. Þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar, gæsku þína og ást. Kysstu afa
frá okkur. Við sjáumst síðar.
Þín
Bergþóra Huld.
Þegar ég hugsa til Huldu þá kem-
ur í hugann þessi glaða og yndislega
kona sem mér fannst blómstra á efri
árum sínum. Ég hitti hana ekki oft í
seinni tíð en alltaf breiddi hún út
faðminn og knúsaði mig þegar við
hittumst.
Ég var heimalningur hjá Huldu og
Friðjóni enda lít ég á Beggu sem
mína bestu vinkonu. Þegar ég fór að
hugsa um liðna tíma þá datt mér í
hug þegar við Begga fengum að elda
og bjóða þeim hjónum í mat, og má
segja að það var sama hvað okkur
datt í hug, alltaf var það sjálfsagt og
tók Hulda þátt í því með gleði og kát-
ínu.
Elsku Begga mín, þú ert að missa
svo mikið en þú átt svo góðar minn-
ingar og litla yndislega Huldu sem er
alltaf glöð og kát eins og langamma
var.
Elsku Harpa, Begga, Halli, Ragn-
ar Andri, Katrín Birta og Hulda Rún,
megi guð styrkja ykkur í sorginni.
Guð geymi þig.
Vala Rós Ingvarsdóttir.
Hulda vinkona mín og samstarfs-
kona til margra ára er látin. Hulda
var á nítugasta aldursári þegar hún
lést, en samt kom andlátsfregnin á
óvart. Hulda bar aldurinn alltaf vel.
Hún var ungleg í útliti og ung í anda
alla tíð. Þannig fannst manni Hulda
aldrei vera gömul, þótt árin hennar
væru orðin mörg.
Ég kynntist Huldu fyrst fyrir tæp-
lega þrjátíu árum þegar ég kom sem
læknanemi til starfa í Austur-Húna-
vatnssýslu. Mér er enn í fersku minni
hve hún tók vel á móti byrjandanum,
hve þekking hennar og reynsla var
góður stuðningur reynslulitlum
læknanema í erfiðu læknisstarfi. Góð
kynni mín af Huldu og heilbrigðis-
þjónustu hennar á Skagaströnd áttu
síðar sinn þátt í því að ég valdi að
koma aftur til starfa sem læknir í
Húnaþingi, þar sem ég starfaði í rúm
tíu ár.
Hulda starfaði við heilsugæsluna á
Skagaströnd í áratugi. Hún vann
störf sín alla tíð með aðdáunarverðri
trúmennsku og samviskusemi. Hún
var á bakvakt við fyrstu hjálp í veik-
indum og slysum Skagstrendinga og
nærsveitamanna nær alla daga árs-
ins. Huldu fannst það skylda sín að
veita alltaf aðstoð, hvort sem það var
nótt eða dagur.
Ég dáðist alltaf að þekkingu henn-
ar á fólkinu sínu. Hún þekkti alla
sveitunga sína, ættir þeirra og
heilsufarssögu. Ég fann líka að
Hulda naut ríkulegs trausts sveit-
unga sinna fyrir störf sín.
Ég minnist Huldu með mikilli
hlýju. Það var alltaf gott að vera í ná-
vist hennar. Hulda var glaðleg, hafði
dillandi hlátur og þægilega nærveru.
Hún var góð fagmanneskja í heil-
brigðisþjónustunni og hægt var að
treysta hennar sjúkdómsmati. Ég
minnist þess hve Hulda var alltaf
snyrtileg, vel til höfð, og hafði hlutina
í röð og reglu bæði heima og á heilsu-
gæslustöðinni. Ég minnist þess einn-
ig hve hún útbjó okkur læknunum
lystilegar veitingar í heimsóknum
okkar á Skagaströnd.
Það er mikil gæfa að hafa kynnst
Huldu, fengið að starfa með henni og
kynnast hennar manngæsku og
mannlegri reisn. Ég og fjölskylda
mín vottum Hörpu, Bergþóru og öll-
um ættingjum Huldu okkar dýpstu
samúð.
Böðvar Örn.
Ó borgin mín, þú ert fríðust fjalla,
ég fyllist lotningu gagnvart þér
og finn, að á mig þú ert að kalla
það endurhljómar í hjarta mér.
(Kristján Hjartarson)
Í dag er til moldar borin Hulda
Árnadóttir ljósmóðir. Huldu kynnt-
umst við hjónin vel þegar við fluttum
ung með lítið barn í kjallarann í
Lækjarhvammi til þeirra hjóna
Huldu og Friðjóns Guðmundssonar.
Það var ekki ónýtt fyrir unga for-
eldra að hafa Huldu svona nálægt
sér. Hulda var lærð ljósmóðir og
starfaði hér á Skagaströnd við heilsu-
gæslustöðina þangað til hún lét af
störfum fyrir aldurssakir.
Hulda var yfirveguð kona, sem
gott var að fá ráð hjá, og var hún
sjúkrahjálp manna og dýra í hreppn-
um. Hún sá um heilsugæslustöðina í
orðsins fyllstu merkingu. Starfaði
hún þar á daginn og á kvöldin tók hún
á móti tímapöntunum til læknanna á
stöðinni, ræsting var líka á hennar
höndum. Þegar ég hóf störf við
heilsugæslustöðina var aftur komið
að Huldu að veita ráð og rétta hjálp-
arhönd sem hún gerði með bros á
vör.
Hulda var mannvinur mikill. Að
henni hændist fólk, oft fólk sem ekki
var með stóran vina- eða frændgarð.
Í eldhúsinu var ósjaldan kátt á
hjalla. Þar kom fólk saman yfir ný-
bakaðri tertu eða pönnukökum og
spjallaði, skipulagði vinagreiða og
aðstoð hvert við annað og var faðm-
lag eða handaband gjaldmiðillinn og
undirskriftin. Hulda var einnig list-
vinur mikill og hafði gaman af allri
tegund tónlistar. Sama gilti um
garðlist því þau hjónin höfðu mikinn
áhuga á blóma- og trjárækt og bar
garðurinn í Lækjarhvammi þess
merki.
Þau Hulda og Friðjón reyndust
okkur hjónunum og börnum okkar
vel, sem við þökkum og geymum
með okkur. Hin síðari ár tóku þau
sig upp og fluttu inn á Blönduós þar
sem þau eyddu ævikvöldinu. Við
þökkum samfylgdina og vottum fjöl-
skyldu og aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Guðrún og Gylfi.
Það var sumarið 1997 sem þau
hjónin Aðalheiður Hulda Árnadóttir
og Friðjón Guðmundsson fluttu frá
Skagaströnd og inn á Blönduós. Þau
settust að á bakkanum við Blöndu
innan við ána, nánar tiltekið í hvítu
einbýlishúsi í Blöndubyggð 4.
Þar bjó Hulda, eins og hún var
jafnan kölluð, manni sínum fagurt
heimili, sem bar vott um frábæra
smekkvísi hennar. Friðjón kenndi
þá þegar þess sjúkdóms er hann
stríddi við þar til yfir lauk. Hann lést
í janúar 2001. Hulda annaðist mann
sinn af einstakri alúð og nærgætni,
sem svo mjög hafði einkennt öll störf
hennar á langri ævi.
Hulda lauk ljósmæðranámi frá
Ljósmæðraskóla Íslands 1939. Hún
hóf ljósmæðrastörf í nokkrum
hreppum Austur-Húnavatnssýslu
strax að loknu námi. Hún varð
heilsugæsluljósmóðir á Skagaströnd
1967, og allt þar til hún hætti störf-
um vegna aldurs. Óhætt er að segja
að hún hlaut þar einstakar vinsældir,
oft unnar við erfiðar aðstæður. Ég
þekkti Huldu ekki mikið fyrr en þau
komu inn á Blönduós. Friðjón þekkti
ég meira. Við höfum sungið saman í
blandaða kórnum Björkinni um
nokkurra ára skeið, auk þess vann
hann sem málari víða hér um sveitir.
Eftir að þau hjónin fluttust hér inn
eftir kynntumst við Hulda meira. Ég
fann betur og betur hve hún var ein-
stök kona á margan hátt. Hún var
ein af þeim manneskjum sem hafði
bætandi áhrif á umhverfi sitt. Hulda
var glæsileg kona, alltaf vel til höfð
og bar sig vel. Hún hélt fullri reisn
allt til loka. Hulda var félagslynd og
glaðvær og trúr vinur vina sinna.
Hún hafði yndi af góðri tónlist og
söng og spilaði sjálf á hljóðfæri. Hún
var mikill náttúruunnandi og dýra-
vinur. Það var því mikil sorg þegar
kisan hennar dó í vetur. Hulda sá úr
eldhúsglugganum út á ósa Blöndu.
Þar er eins og margir vita mikið
fuglalíf og fagurt á vorin. Stundum
reka selir þar upp kollinn. Öllu þessu
fylgdist Hulda vel með. Ótaldar voru
bílferðirnar með þeim vinum hennar
Bjarna og Rúnari, lengri og
skemmri ferðir til að skoða náttúr-
una og fuglalífið. Oft endaði ferðin
með því að farið var á eitthvert kaffi-
hús í grenndinni. Alltaf var Hulda
hrókur alls fagnaðar og hún naut
hverrar stundar. Hulda var gestrisin
með afbrigðum og kunni vel að taka
á móti gestum. Ég var æði oft gestur
hennar, og alltaf var sama elskulega,
hlýja viðmótið. Sem betur fer þáði
hún stundum boð okkar Helgu, og
kom yfir á bakkann til okkar með
vinum sínum. Það hafa verið okkar
bestu og mestu gleðistundir. Sem
dæmi um gestrisni Huldu, góðvild
og hlýju í garð þeirra er minna
máttu sín er það að mörg undanfarin
sumur hefur hún boðið til sín vist-
mönnum frá Sólheimum í Grímsnesi.
Og nú, kæra vinkona, ertu farin
yfir móðuna miklu. Við öll, sem
þekktum þig best, söknum þín mjög.
Mæðgunum Hörpu og Bergþóru
Huld vottum við dýpstu samúð og
einnig þeim er stóðu henni næst.
Sigurjón Guðmundsson.
Þær eru margar manneskjurnar
sem hafa sterk og mótandi áhrif á líf
okkar. Þannig voru Hulda og Friðjón
(d. 7. janúar 2001) fyrir mig, strax er
ég var ungt barn.
Svo vildi til að foreldrar mínir
leigðu íbúð í kjallaranum hjá þeim í
Lækjarhvammi á Skagaströnd á ár-
unum 1957–1958. Ég hef líklega verið
rétt að verða eins árs þegar við flutt-
um í þetta merkilega hús og við
bjuggum þar á annað ár.
Það varð mér ljóst þegar ég var
tvítug, að þau höfðu haft gríðarlega
sterk, jákvæð áhrif á mig sem mann-
eskju, með lífsgleði sinni og lífsþrótti.
Það var haustið 1976 er ég heim-
sótti þau að þetta varð mér ljóst. Þá
hafði ég ekki séð þau í fjórtán ár, eða
frá því að fjölskylda mín flutti frá
Skagaströnd. Þá varð það mér undr-
unarefni að sjá mynd af mér uppi á
vegg á meðal mynda af fjölskyldunni.
Ég veit það einhvern veginn innra
með mér að það var kærleikurinn
sem var kveiktur í hjörtum okkar
allra. Þeirra, fertugra hjónanna, og
litlu stelpunnar sem fékk svo oft að
koma upp til þeirra. Hún fékk „að
kúra stundum á milli“, fékk að hlusta
á tónlistina, sem var í hávegum höfð,
fékk að dansa með og horfa dreymn-
um augum út í loftið.
Síðasta sumar, seinni hluta júl-
ímánaðar, sá ég Huldu síðast. Þá
gisti ég hjá henni eina nótt. Við áttum
saman yndislegan sólarhring. Hún
var sama lífsglaða manneskjan, orðin
88 ára gömul. Hún spilaði nú fyrir
mig á píanóið sem hún byrjaði að
læra á þegar hún var 80 ára.
Við lökkuðum á okkur neglurnar
með rauðu lakki og glimmer yfir og
við töluðum líka um dauðann. Hún
talaði um hve það væri skrýtið að
bráðum myndi hún kannski deyja,
enda komin nokkuð nálægt níræðu
og eitt sinn skal hver deyja. Það var
engan ótta hægt að greina hjá henni,
heldur miklu frekar undrun.
Þessi einstaka kona lifði lífinu lif-
andi til hinztu stundar. Ég þakka
Huldu Árnadóttur og Friðjóni Guð-
mundssyni hjartanlega fyrir að vera
mér fyrirmyndir í að lifa lífinu í gleði
og kærleika.
Margrét Hákonardóttir.
Elsku Hulda, ég gæti skrifað lang-
an pistil um hversu frábær kynni mín
af þér voru og hve mikilfengleg
manneskja þú varst, en þess þarf
ekki, það vita allir sem þekktu þig.
Þess í stað er mér efst í huga þakk-
læti fyrir þann tíma sem okkar kynni
stóðu.
Takk fyrir móttökurnar, takk fyrir
hlýjuna, takk fyrir umhyggjuna, takk
fyrir manngæskuna, takk fyrir húm-
orinn, takk fyrir gleðina, takk fyrir
sögurnar, takk fyrir vísurnar, takk
fyrir spilastundirnar, takk fyrir
grautinn, takk fyrir veiðina, takk fyr-
ir fjölskylduna og takk fyrir þig.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Harald.
Elskulegur nágranni minn, til
fjölda ára, Hulda Árnadóttir er fallin
frá. Mín fyrstu kynni af Huldu voru
þegar ég ásamt fleiri unglingum fékk
vinnu í páskahrotu í Hólanesfrysti-
húsinu. Margt af fullorðna fólkinu
var ekki par hrifið af að fá „þessa“
unglinga á vinnustaðinn, flestir nema
Hulda sem sá þá um vinnslusalinn.
Hún lagði sig sérstaklega fram um að
kenna okkur réttu handbrögðin og
kom að öllu leyti fram við unglingana
sem áhugavert fólk sem vert væri að
kynnast og tala við af virðingu. Þetta
var ómetanlegt viðmót og ekki síður
að hún hvatti okkur til að fara í fram-
haldsskóla og læra. Já, svona var
Hulda, alltaf að hvetja aðra og hugsa
um líðan þeirra sem hún umgekkst.
Að mörgu leyti fannst mér hún vera á
undan sinni samtíð, virtist oft sjá
tækifærin í framtíðinni fyrir duglegt
fólk sem vildi leggja svolítið á sig.
Henni var annt um annað fólk, unga
sem aldna, og hlúði að þeim sem hún
umgekkst og ekki síst þeim sem
Hulda Árnadóttir