Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU VERJENDUR Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og Tryggva Jónssonar og settur ríkissaksóknari í Baugs- málinu eru einróma um að nafn- laust bréf, sem sent var dómurum í Hæstarétti, verjendum í Baugsmál- inu og fleirum í upphafi vikunnar, sé sérstaklega ógeðfellt og að í því felist ómaklegar aðdróttanir í garð dómstóla og nafngreindra ein- staklinga. Síðdegis í gær funduðu málflytj- endur og dómarar um bréfið og tók saksóknari á fundinum fram að hann harmaði að það hefði verið skrifað og sent. Dómsformaður sagði m.a. að menn gætu brugðist við bréfinu eins og þeir kysu sjálfir. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þegar hann hefði óskað eftir fundinum á fimmtudag hefði hann ekki séð bréfið en heyrt að verjendum og dómara hefði verið sent nafnlaust bréf þar sem ýmsar ásakanir og dylgjur kæmu fram. Hann hefði því talið rétt að óska eftir fundi til að leggja áherslu á að slíkar bréfa- skriftir tengdust á engan hátt ákæruvaldinu og bætti við að því hefði heldur aldrei verið haldið fram. Það væri mjög al- varlegt þegar ráðist væri að trúverð- ugleika dómsvalds- ins. Í viðtölum við fjölmiðla í gær sagði Sigurður Tómas að nafnlaus bréf væru ávallt ógeðfelld og lýsti vanþóknun sinni á sending- unni. Hann tók einnig fram að bréf- ið kæmi sér illa fyrir sókn málsins þar sem allar samsæriskenningar og órökstuddar dylgjur væru til þess fallnar að draga athygli frá að- alatriðum málsins. Aðspurður sagði hann að margt benti til þess að lög- fróður maður hefði skrifað bréfið. Fram kom hjá Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs, að bréfið virtist hafa verið póstlagt mánudag- inn 19. febrúar, viku eftir að aðal- meðferð í málinu hófst. Gestur lýsti vanþóknun sinni á efni bréfsins og aðferðinni sem beitt var við að koma því á framfæri, þ.e. að senda það til dómara í Hæstarétti, dóms- formannsins í þessu máli og fleiri aðila. Bréfið væri uppfullt af dylgj- um og staðreyndum væri þar snúið á haus. „Það sem er verst er að nafngreindir einstaklingar eru gerðir tortryggilegir í þessu bréfi með algjörlega ómaklegum hætti.“ Aðspurður hvað gerði það að verkum að þetta nafnlausa bréf væri svona sérstaklega alvarlegt sagði Gestur að það alvarlegasta í bréfinu væri að bréfritari héldi því fram að dómstólakerfið í landinu virkaði ekki á hlutlægan hátt held- ur réðu allt önnur sjónarmið. Þá sagði hann ekki hægt að líta fram hjá því að fjallað væri um hina lög- fræðilegu þætti málsins af sýnilegri þekkingu. Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sagði að bréfið væri ógeðfelld, „mér liggur við að segja ógeðsleg“ atlaga að réttarkerfinu í landinu. Það minnkaði á hinn bóg- inn hættuna af bréfinu að það væri skrifað af bleyðu í skjóli nafn- leyndar. Yfirgripsmikil vanþekking Eins og fyrr segir telur Gestur að ýmislegt bendi til að bréfið sé skrifað af manni með lögfræðiþekk- ingu. Jakob kvaðst ósammála því og sagði að þótt bréfritari þekkti gang málsins væri það ekki skrifað af lögfræðilegri þekkingu, þvert á móti, það sýndi yfirgripsmikla van- kunnáttu í lögfræði sem kæmi fram í því hvernig farið væri með lög- fræðileg hugtök og snúið út úr rök- stuðningi dómstóla. Þá væri ráðist á nafngreint fólk með ómaklegum og ómálefnalegum hætti. Að- spurður hvers vegna bréfið væri talið svo sérlega alvarlegt sagði hann að þeir fáu lögfræðingar sem hann hefði sýnt bréfið hefðu allir brugðist við á sama hátt og talið bréfið ógeðslegt. Það sem mönnum fyndist alvarlegast væri að það hefði verið sent til dómara í Hæsta- rétti og dómsformannsins í málinu. Hann þvertók fyrir að bréfið gæti haft áhrif á rekstur málsins. Ekki verður farið nákvæmlega út í efni þessa nafnlausa bréfs hér en rétt er að nefna nokkur atriði sem þar koma fram. Undir titli bréfsins, „Einnota réttarfar“, segir að það hafi vakið athygli lögfræðinga hversu úrlausnir Hæstaréttar Ís- lands hafi verið sakborningum hag- stæðar í þeim Baugsmálum sem hafi ratað til réttarins. Frávís- unardómur vegna fyrri ákærunnar hafi verið með eindæmum, gefið er í skyn að aðkoma Arngríms Ísberg, dómsformanns í málinu, sé tor- tryggileg og vegið er að nafn- greindum hæstaréttardómurum, m.a. með því að segja að persónu- leg afstaða þeirra og vinskapur við verjanda í málinu skipti máli. Undir lok bréfsins segir bréfritari að eng- inn lögfræðingur þori að tala um þetta opinberlega, til þess séu þeir of hræddir, bæði við að vera „út- hrópaðir í fjölmiðlum Baugs“ og við Hæstarétt. Til að undirstrika þetta tekur hann fram að hann þori ekki að láta nafn sitt kom fram, til þess sé hann of huglaus. Bað um fund eftir að hafa heyrt um bréfið Jakob Möller Sigurður Tómas Magnússon Gestur Jónsson Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TÖLUVERÐ spenna var í samskipt- um Jóns Geralds Sullenberger og Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, þegar þeim síð- arnefnda gafst færi á að spyrja Jón Gerald út í ákæruna, tilurð hennar og einstaka reikninga sem hún byggist á. „Það gengur ekkert upp það sem þú segir,“ sagði Gestur m.a. um skýr- ingar Jóns Geralds á bótakröfu sem Nordica lagði fram á hendur Baugi vegna vangoldins samnings. Áður en Gestur hóf að spyrja Jón Gerald út í ákæruliði 15 og 18 minnti hann á orð Jóns Geralds frá því á fimmtudag en þá skoraði Jón Gerald á ótilgreindan verjanda að biðja konu hans afsökunar á að hafa sagt að upp- haf málsins mætti rekja til „kvenna- mála“ en þau ummæli hefðu verið særandi og lýst kvenfyrirlitningu. Gestur sagðist ekki hafa tekið þessi ummæli til sín en í fréttum Ríkisút- varpsins um kvöldið hefði hann heyrt að þessum orðum hefði verið beint til sín og spurði hann Jón Gerald hvar hann gæti fundið þessum orðum stað. Jón Gerald sagði að það væri vegna yfirlýsinga þeirra og Gestur yrði að draga sínar eigin ályktanir. Gestur tók þá skýrt fram að hann hefði engin slík ummæli látið falla og spurði enn hvað Jón Gerald hefði átt við en hann vildi ekki svara spurn- ingum um þessi mál frekar. Mikillar kergju gætti milli Jóns Geralds og Gests meðan á þessum orðaskiptum stóð og gáfu þau tóninn fyrir það sem koma skyldi næsta klukkutímann eða þar til hlé var gert á skýrslutökunni. Svör Jóns Geralds voru stutt og oft vísaði hann einungis til fyrri svara. Í einu tilfelli nefndi hann eiginkonu Gests á nafn en var stöðvaður af öðr- um verjendum og dómara. Aðdragandinn að þeirri sennu var að Gestur spurði Jón Gerald hvort hann kannaðist við að hafa hótað Jóni Ásgeiri lífláti, í símtali við Jóhannes Jónsson sumarið 2002. Jón Gerald vísaði í fyrri svör og sagðist oft hafa svarað þessu. Gestur taldi svör ekki hafa komið fram en þá svaraði Jón Gerald með því að segja: „Gestur Jónsson, hvað myndir þú gera …“ og nafngreindi síðan eiginkonu Gests en var stöðvaður í miðri setningu af Jak- obi Möller, verjanda Tryggva, og jafnframt Arngrími Jónssyni dóms- formanni. Arngrímur minnti síðan Jón Gerald á að hann þyrfti ekki að svara spurningum en gæti einnig neitað að svara. Þegar hlé hafði verið gert á rétt- arhaldinu ítrekaði Gestur að hann hefði ekki notað orðið, þ.e. „kvenna- mál“ og sýndi Jóni Gerald endurrit af því sem fram fór í réttarhaldinu. Sagði ekki „fabrikkera“ Spurður af Gesti sagði Jón Gerald að það væri rétt eftir honum haft í lögregluskýrslu að hann hefði látið þung orð falla en síðan sagt að hann hefði ekki meint neitt með þeim orð- um og aldrei hafa ætlað sér að valda dauða Jóns Ásgeirs. Þá neitaði hann því að hafa látið þau ummæli falla að „fleiri gætu fabrikkerað“ gögn, líkt og Jóhannes Jónsson hefði haft eftir honum. Gestur varði töluverðum tíma í að spyrja um stefnu sem Nordica lagði fram á hendur Baugi hér á landi, eftir að Jón Gerald leitaði til lögreglu. Þar kæmi fram að tjón Nordica hefði ver- ið 825.000 Bandaríkjadalir fyrir að standa ekki við fyrirheit um að kaup Baugs af Nordica yrðu a.m.k. tvær milljónir Bandaríkjadala á ári frá og með miðju ári 1999. Gestur sagði að miðað við álagningu Nordica hefði tjón félagsins í mesta lagi getað verið 600.000 dalir og væri þá ekki tekið til- lit til þeirrar söluþóknunar sem fé- lagið hefði þó innheimt. Jón Gerald gaf m.a. þá skýringu að ekki hefði verið tekið tillit til annars kostnaðar en Gestur tók af honum orðið og sagði að gerð væri krafa um það á öðrum stað í stefnunni. Jón Gerald sagðist síðan litlu geta bætt við öðru en að þessar upplýsingar væru frá endurskoðanda Nordica en Gestur sagði að skýringarnar gengju alls ekki upp en var þá minntur á það af Arngrími að í dómnum ætti að spyrja og fá svör. Gestur spurði sömuleiðis ítarlega út í mánaðarlega reikninga Nordica til Baugs á árunum 2000–2002, fyrst upp á 8.000 dali en síðan yfirleitt upp á 12.000 dali. Jón Gerald hélt fast við fyrri framburð sinn að þetta væru endurgreiðslur vegna kostnaðar við Thee Viking. Gestur spurði þá að hvort kostnaður við rekstur bátsins á mánuði hefði virkilega alltaf komið út á sléttum tölum en Jón Gerald svar- aði því til að upphæðin byggðist á heildarkostnaði við rekstur og lán af bátnum sem hefðu árlega numið 144.000 dölum, um 9,6 milljónum króna samkvæmt núgildandi gengi. Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarfor- stjóra Baugs, spurði Jón Gerald einn- ig ítarlega út í færslur sem liggja að baki ákærunni. Hann benti m.a. á ósamræmi í framburði Jóns Geralds en hann sagði í lögregluskýrslu að Tryggvi hefði í undantekningartil- fellum óskað eftir sundurliðun á kreditkortareikningum en fyrir dómi hefði hann sagt að Tryggvi hefði aldr- ei gert það. Meðan á spurningum stóð um þetta atriði lýsti Arngrímur Ísberg áhyggjum yfir því að Jakob væri hugsanlega að rugla vitnið en því neitaði Jakob. „Vitnið er frekar að rugla mig,“ sagði hann. Benti Arn- grímur þá á, í léttum dúr, að spurn- ing væri hvort verjendur þyrftu ekki að fara í helgarfrí. Eins og áður sagði Jón Gerald að Tryggvi hefði óskað eftir því að reikningar vegna kreditkorts Nor- dica, sem Tryggvi hafði afnot af, yrðu sendir til Baugs með skýringunni ferðakostnaður. Þá ítrekaði hann þann framburð sinn að aldrei hefði komið til tals að Gaumur eignaðist hlut í bátnum heldur hefði ávallt hefði verið rætt um persónulegan eignar- hlut Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar. Þetta atriði í framburði Jóns Ger- alds varð til þess að Gestur og Jakob lögðu fram bókun þar sem þeir sögðu að fyrir lægi yfirlýsing Jóns Geralds, kærandans í málinu, um að aldrei hefði komið til tals að Gaumur ætti hlut í bátnum eða ætti að eiga hlut í bátnum. Í ákærunni væru Jón Ásgeir og Tryggvi á hinn bóginn sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé með því að láta Baug greiða reikninga vegna bátsins. Í ljósi framburðar Jóns Ger- alds skoruðu þeir á saksóknara að fella niður ákærulið 18. Við því varð saksóknarinn ekki og benti á að ákæran væri ekki að öllu leyti byggð á framburði Jóns Geralds heldur einnig á gögnum sem fyrir lægju í málinu. Spenna þegar kom að spurn- ingum verjanda Jóns Ásgeirs Morgunblaðið/ÞÖK Búinn Jón Gerald Sullenberger lauk í gær við að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á mánudaginn koma fyrstu vitnin fyrir dóminn en það eru þeir Hreinn Loftsson, Jóhannes Jónsson og Sigfús R. Sigfússon. Í HNOTSKURN Dagur 10 » Skýrslutöku af Jóni GeraldSullenberger lauk fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. » Mikil spenna og kergja var ísamskiptum hans við verj- anda Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar þegar hann var spurður um líflátshótanir í garð Jóns Ás- geirs. » Verjendur Jóns Ásgeirs ogTryggva Jónssonar óskuðu eftir að saksóknari félli frá ákærulið 18 sem fjallar um meintan frádrátt vegna Thee Viking enda hefði Jón Gerald sagt að Gaumur hefði aldrei átt bátinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.