Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 42

Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 42
42 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jósef Tryggva-son fæddist á Akureyri 19. ágúst 1934. Hann lést á heimili sínu, Þrast- arhóli í Arnarnes- hreppi í Eyjafjarð- arsýslu laugardaginn 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Tryggvi Stef- ánsson, f. 14. nóv- ember 1893, d. 11. mars 1983, og kona hans Sigrún Jónína Trjámannsdóttir, f. 18. desember 1898, d. 23. júní 1965. Systkini Jós- efs eru Hörður Zóphaníasson, f. 25. apríl 1931, Stefán Trjámann, f. 2. júní 1933, d. 22. október 2001, Magnús Valsteinn, f. 5. febrúar 1936, og Sigríður Sigurrós, f. 27. nóvember 1938. Jósef kvæntist 6. september 1955 Vilborgu Pedersen, f. 29. júní 1934. Vilborg var fædd og uppalin í Reykjavík. Börn Jósefs og Vilborg- ar eru: a) Salvör, f. 19. febrúar 1955, giftist Sigurði Gíslasyni og eiga þau saman tvö börn. Þau skildu. Seinni eiginmaður hennar er Árni Ómar Jósteinsson og eiga þau þrjá syni. Salvör á fimm barna- börn. Salvör og Árni eru búsett í Reykjavík. b) Ingibjörg Valgerður, f. 24. júní 1956, gift Sigurði Svan Gestssyni og eiga þau saman tvo syni. Ingibjörg átti son áður en hún giftist. Fyrir átti Sigurður son. Ingibjörg á fjögur barnabörn. Ingi- björg og Sigurður eru búsett í Reykjavík. c) Óskar, f. 31. ágúst 1957, kvæntur Ingibjörgu Sverr- isdóttur og eiga þau þrjá syni. Þau eiga heima í Kópavogi. d) Har- aldur, f. 11. nóvember 1958. Hann á arhóli. Hann kvæntist Sigríði Krist- ínu Bjarkadóttur og eiga þau sam- an tvö börn. Þau eiga eitt barnabarn. Hreinn og Sigríður búa á Akureyri. Börn, barnabörn og barna- barnabörn þeirra Vilborgar og Jós- efs eru nú orðin 56 talsins. Tvítugur að aldri keypti Jósef jörðina Þrastarhól í Arnarnes- hreppi í félagi við Tryggva föður sinn og hófu þeir feðgar þar bú- skap. Að nokkrum árum liðnum eignaðist Jósef jörðina og bjó þar myndarbúi með konu sinni og börnum. Jósef var forkur dugleg- ur, ræktaði og bætti jörðina og byggði þar ágætt íbúðarhús eftir að hafa búið í „gamla bænum“ á Þrastarhóli í mörg ár. Vilborg er mikil garðræktarkona og þau hjón- in komu sér upp fallegum trjá- og blómagarði, fyrst við „gamla bæinn og síðar við nýja húsið. Jósef var glettinn og félagslyndur, hann var söngvinn, hafði góða söngrödd og söng með Karlakór Akureyrar- Geysi. Hann hafði mikla ánægju af kórstarfinu. Þar sem annars staðar þótti hann góður og velvirkur liðs- maður. Á Þrastarhóli hefur alltaf verið barnmargt í kringum þau Jósef og Vilborgu. Þar voru ekki aðeins börn þeirra og barnabörn, heldur dvöldu þar oftsinnis börn systra og bræðra þeirra og ýmissa vina. Fyr- ir nokkrum árum hættu þau hjónin búskap að mestu, förguðu kúm, kindum og hænsnum, en hestar þeirra hjóna, barna þeirra og tengdabarna áttu áfram góða vist á Þrastarhóli. Allt til þessa dags hafa hjónin haldið heimili á Þrastarhóli og tekið á móti vinum og vanda- mönnum. Fyrir ári greindist Jósef með krabbamein, sem leiddi hann til dauða. Útför Jósefs verður gerð frá Möðruvallaklausturskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. heima í Kópavogi. e) Sigrún, f. 7. ágúst 1961, giftist Karli Þormóðssyni og eiga þau tvo syni. Þau skildu. Eiginmaður hennar er Friðbjörn Hilmar Kristjánsson og eiga þau saman tvö börn. Sigrún og Friðbjörn eiga heima í Garðabæ. Sigrún á eitt barnabarn. f) Hildur, f. 27. febrúar 1965. Fyrri sambýlis- maður hennar var Jón Viðar Þórisson og eignuðust þau tvær dætur. Sambýlismaður Hildar er Guðmundur Örn Helga- son og eiga þau eina dóttur. Fyrir átti Guðmundur tvo syni. Þau eru búsett í Svíþjóð ásamt dætrunum. g) Níels Pétur, f. 10. desember 1966, sambýliskona Anna Jóna Vig- fúsdóttir og eiga þau saman þrjú börn. Fyrir sambúð átti Níels dótt- ur með Önnu Jónu Guðmunds- dóttur. Fyrir átti Anna Jóna Vig- fúsdóttir eina dóttur. Níels og fjölskylda eru búsett í Danmörku. h) Heiða Björk, f. 4. febrúar 1969. Fyrri sambýlismaður hennar var Þorsteinn Kristbjörnsson og eiga þau eina dóttur. Eiginmaður Heiðu er Ingi Rúnar Jónsson og eiga þau heima í Reykjavík. Þau eiga tvær dætur. i) Sigríður Hrefna, f. 2. apríl 1972, gift Ricky Carl Sørensen og eiga þau eina dóttur. Fjölskyldan er búsett í Danmörku. j) Ólöf Harpa, f. 27. september 1974, er gift Axel Grettissyni og eiga þau tvær dætur. Þau byggðu sér hús á Þrastarhóli og eiga þar heima. Vilborg átti son, Hrein Pálsson, áður en hún giftist Jósef og ólst hann upp hjá þeim hjónum á Þrast- Elsku pabbi minn, það er svo tóm- legt að koma í sveitina þegar þú ert ekki hér. Þegar ég frétti af andláti þínu til Danmerkur var ég svo ánægð með að hafa komið og verið hjá þér í byrjun febrúar. Þegar ég kvaddi þig hafði ég nú ekki trúað að þú ættir svo stuttan tíma eftir hér á jörðinni. Hugurinn reikar til baka og minn- ingarnar ylja mér um hjartarætur. Þú varst svo góður maður og vildir öllum svo gott gera. Orðið þakklæti er mér ofarlega í huga þegar ég hugsa til þín. Þú gafst mér svo gott veganesti út í lífið. Söknuðurinn er sár en ég vel að trúa því að Guð hafi þurft á þér að halda á æðri stöðum. Elsku hjartans pabbi minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spá- manninum.) Þín dóttir Sigríður Hrefna. Elsku pabbi minn. Það er svo ótrúlega sárt að kveðja þig en hjá þessu verður víst ekki komist frekar en svo mörgu öðru. Þegar ég sit hér og skrifa þetta er ég ennþá stödd svo langt í burtu frá þér og mér finnst það svo óskaplega erf- itt. Ég veit samt að þó að það sé erfitt að sætta sig við þessa hluti þá lagast þetta allt með tímanum og eftir standa dýrmætar minningar sem ég er svo óumræðilega þakklát fyrir. Minningar um góðan mann og svo margar góðar minningar um skemmtilegar stundir sem við höfum átt saman með ykkur mömmu. Eins og t.d. ferðalögin sem við fórum sam- an á síðustu árum til Danmerkur, Krítar, Spánar, Flórída og ekki síst man ég hversu heillaður þú varst af siglingunni um Karabíska hafið. Þangað ætluðum við alltaf aftur en til þess fengum við ekki tíma. Að fara í ferðalag er alltaf skemmtilegt en að geta rifjað þau upp aftur og aftur er ómetanlegt. Ég hef verið að hugsa mikið um þig síðustu daga og hvern mann þú hafðir að geyma. Þá mundi ég eftir dálitlu sem einn nágranni minn hér úti á Spáni sagði þegar hann var að spyrja hvernig þér heilsaðist: „Veistu það að ég held að ég hafi aldrei kynnst eins góðum manni um ævina og honum pabba þínum.“ Þessi fal- legu orð vil ég gera að mínum því þetta er það sem mér finnst og mér finnst ekki hægt að segja neitt fal- legra um neinn. Pabbi minn, þegar þú ert nú að fara í lokaferðalagið er svo margt sem mig langar að segja þér og þakka þér fyrir en þó er tvennt sem ég vil þakka þér sérstak- lega, það er að vera mér góður pabbi og börnunum mínum góður afi. Hvert sem núna leið þín liggur lýsir þú í brjóstið inn. Hugur minn er hjá þér tryggur hjartans elsku pabbi minn. Bless pabbi minn og góða ferð. Þín dóttir Ingibjörg. Elsku pabbi minn, núna ertu far- inn. Ennþá er það svo skrítið að tala um þig í þátíð, hálfóraunverulegt. Nú hellist yfir mann fullt af minningum og sem betur fer eru þær margar og skemmtilegar. Ég vil þakka þér fyrir þær allar og allt það góða veganesti sem þú hefur látið mér í té. Já- kvæðni, hjálpsemi, lífsgleði og rík réttlætiskennd var nokkuð af því sem þú lifðir eftir og mikið vona ég að ég eigi eftir að gera það líka. Lífið heldur áfram og öll eigum við eftir að sakna þín mikið. Kara þín og Bittan þín munu halda áfram að hlaupa niðureftir til ömmu og fá þar afakex. Þetta er skrítið án þín hérna hjá okkur, en við munum ylja okkur við allar góðu og skemmtilegu minn- ingarnar um þig. Ég er svo ham- ingjusöm og stolt af því að búa á Þrastarhóli, staðnum sem þú settir þitt mark á. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín Ólöf Harpa. Kæri pabbi, það er komið að lokum þeirrar samferðar sem við höfum haft, en samt ekki því ferðalagið heldur áfram, en aðeins í breyttri birtingarmynd. Í gegnum árin hefur þú leitt, kennt, stutt og hvatt okkur systkinin á allan hátt. Gert það sem í þínu valdi stóð til þess að skapa okk- ur sem bestar forsendur til að lifa hamingjusömu lífi og vera góðir ein- staklingar. Frá þér lærðum við að lífshamingj- an kemur innan frá og hana öðlast hver og einn sjálfur með atferli sínu, samskiptum við sína nánustu, sam- ferðafólk sitt og þeim verkefnum sem hver og einn tekur sér fyrir hendur. Hjálpsemi, sanngirni og heiðarleiki í samskiptum við náungann, trúin á að allir hlutir eru framkvæmanlegir og sigur næst ef viljinn er fyrir hendi voru þættir sem einkenndu þitt fas. Þú varst góður faðir að eiga og fyrir það er ég fullur þakklætis. En ferðin heldur áfram, þú kvadd- ir okkur frekar óvænt þar sem sjúk- dómslegan var stutt. Hins vegar var fljótt ljóst hvert stefndi en skipti engu, þú hélst þínum framtíðaráætl- unum fram til hins síðasta. Hver veit nema þú sért núna annars staðar, í öðru rými, að hrinda þeim í fram- kvæmd. Framkvæmdagleðin var þér í blóð borin, að klára hvert dagsverk, gleðjast yfir hverjum áfanga og setja morgundeginum fyrir ný verkefni. Þú komst flestum sem þér kynnt- ust fyrir sem hlédrægur og hógvær maður, enda varstu það. Alltaf var samt stutt í glens og glettni. Stríðni var þér í blóð borin, en alltaf á góðlát- legan og hlýjan hátt þannig að eng- inn varð sár. Þú leiddir okkur í gegn- um lífið með þessum eiginleikum, þ.e. að hafa gaman af því sem fyrir bar, kæta aðeins upp á ef þörf var á og vera alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd ef hægt var. Að fæða, klæða og ala upp 11 börn er ekki auðvelt verk og oft voru vinnudagar langir. Þetta gerðuð þið mamma á ykkar óeigingjarna hátt, hvert okkar fékk þann tíma sem þurfti, fyrst til að kunna okkar eigin fótum forráð og síðar til ráðs og dáðs fyrir barnabörnin og barnabarna- börnin. Allt gert undir formerkjum gleði og kátínu enda sóttu afabörnin til þín, til að fá smá afakex, smá spjall og til að láta gantast aðeins við sig. Lífið heldur áfram, stund sorgar- innar er sár enda er okkar missir mikill. Við höfum kvaðst að sinni en hittumst aftur fyrir hinum megin. Við höldum áfram á þeirri braut sem við lærðum af þér, þess vegna verður þú alltaf með okkur í minningunni og með þau leiðarljós sem þú kenndir okkur munum við móta líf okkar og framtíð. Þinn sonur og tengdadóttir Óskar og Ingibjörg. Minn elskulegi tengdapabbi, það er mikill söknuður í hjarta sem upp kemur þegar ég hugsa til þess að þú sért farinn fyrir fullt og allt. Þú varst svo góður maður og reyndist mér og mínum alltaf svo vel. Ég þakka fyrir það í dag að ég skuli hafa fengið að kynnast þér, því margt hef ég lært af þér og verður það mér gott veganesti á minni lífsleið. Fyrir mig var það mjög sérstakt að koma á Þrastarhól þegar ég var að kynnast dóttur þinni, þar sem að þú tókst strax mjög vel á móti mér. Mjög mannmargt var á Þrastarhóli þetta sumarið en allir voru bara með eitt markmið sem var að hjálpa þér að klára heyskapinn. Þarna sá ég hversu mikill kærleikur ríkir í þinni fjölskyldu og allir tilbúnir til að fórna öllu til að hjálpa þér. Þegar maður kynntist svo fjölskyldunni betur komst ég að því að svona hafði þetta alltaf verið og svona er þetta enn. Ég mun halda á lofti á mínu heimili þeim kærleika sem ég lærði af þér. Ég vona að mér takist eins vel til og þér tókst á þínu heimili. Kara Hildur hef- ur smááhyggjur af ömmu sinni í sveitinni þar sem þú ert ekki lengur hjá henni. Hún sagðist svo bara verða að vera dugleg að hjálpa ömmu sinni við hina ýmsu hluti og ætlar Birta Karen líka að hjálpa ömmu sinni í sveitinni. Þær munu sakna þín mikið þar sem þú varst alltaf svo góð- ur við þær. En þær munu líka verða mikill stuðningur við ömmu sína þeg- ar lengra dregur þar sem þær eru svo lífsglaðar. Eiga þær eftir að vera lyftistöng fyrir ömmu sína, t.d. í garðræktinni í vor. Við munum öll leggjast á eitt með það að hjálpa Vil- borgu þinni að komast í gegnum þennan erfiða tíma. Ég þakka þér Jósef minn fyrir allt og megir þú hvíla í friði. Þinn tengdasonur Axel Grettisson. Elsku tengdapabbi og afi. Það er svo erfitt að skilja að þú sért ekki hér meira. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur þegar við komum í sveitina til ykkar ömmu. Þú naust þess að fara í bíltúra og útilegur og höfum við farið í ófáar slíkar. Ida Marie á erfitt með að skilja af hverju þú ert ekki í sveitinni og er búin að leita húsið þvert og endilangt eftir afa sínum. Þrátt fyrir að þú hafir ekki getað talað mikla dönsku og ég ekki mikla íslensku gátum við skilið hvor annan ótrúlega vel. Elsku tengdapabbi og afi, við Ida Marie viljum þakka þér fyrir yndis- legan tíma saman, tíma sem við met- um mikils og er nú orðinn að dýr- mætum minningum. Ricky. Elsku tengdapabbi, nú er komið að kveðjustund. Margs er að minnast á rúmum 32 árum og þakka ég þér fyr- ir hverja stund sem við áttum saman. Þar sem þú hafðir svo gaman af vís- um og vildir alltaf að vísur væru bún- ar til við hvert tækifæri kveð ég þig með eftirfarandi vísum og svo sjáumst við síðar. Þegar eitthvað þakka má þér vil skrifa línu. Best er þá að byrja á beint frá hjarta sínu. Ást og hlýju frá þér fann framar öðru meta kann. Glaðværð þinni og glettni unni góðan mann sem sögur kunni. Glaður vil ég þakka þér þótt sorgin okkur hrjái um sinn. Kveðjustundin komin er kæri tengdapabbi minn. Sigurður Svan. Jæja afi minn ekki varst þú eilífur frekar en nokkur annar. Það er erfitt að ímynda sér framtíðina án þín því að einhvern veginn átti ég von á að þú myndir alltaf vera hérna hjá okkur. Ég hef verið að skoða myndir af þér og tek ég þá eftir því að ég hef aldrei áttað mig á því hvað þið amma eruð í raun búin að vera dugleg. Það að mæta á allt sem er að gerast hjá af- komendum ykkar, sem eru nú ansi mörg orðin, er nú ekkert lítið verk og hvað við höfum verið heppin að þið hafið haft heilsu til að mæta á þetta allt. Allar giftingar, allar skírnir og öll stórafmælin, þið hafið alltaf mætt og nú þegar ég er að fara eignast mitt fyrsta barn, á ég erfitt með að ímynda mér það að þið fáið ekki að kynnast og að þú verðir ekki á skírn- armyndinni. Þú varst alltaf svo hlýr, það var svo auðvelt að ná til þín, svo auðvelt að tala við þig og einfaldlega bara svo auðvelt að elska þig. Vil ég þakka þér fyrir allar okkar samverustundir, ég elska þig og mun ávallt gera og alltaf muntu eiga þér stað í mínu hjarta. Hrannar Már Sigurðsson. Kæri afi, nú ertu farinn og við eig- um eftir að sakna þín, þó við vitum að þú munt alltaf vera hjá okkur. Við minnumst þess hvað það var alltaf gott að koma og vera hjá ykkur ömmu í sveitinni og allra góðu minn- inganna sem við eigum um þig. Þó við hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur þá vitum við að þú ert á betri stað og þér líður betur. Við þökkum þér alla ástúð á umliðnu tímans safni. Við kveðjum með klökkum huga við kveðjum í drottins nafni. (HH) Afi minn var góður, ljósið hann var. Ekki var hann vondur en nú er hann farinn upp til guðs og líður vel þar. Mér fannst gott að knúsa hann á morgnana. Ástarkveðja, Dagný Elva, Ólöf Rún og Dalrós Inga Heiðudætur. Jósef Tryggvason, föðurbróðir minn, er einn þeirra sem segja má að maður hafi þekkt frá fæðingu. Árið sem ég fæddist hóf hann búskap á Þrastarhóli ásamt Tryggva, föður sínum og afa mínum, sem hafði verið skósmiður inni á Akureyri fram að þeim tíma. Fyrstu átta æviárin ólst ég að hálfu leyti upp á Þrastarhóli, í torfbænum hjá afa og ömmu, í nánu sambýli við Jósef og hans hríðvax- andi fjölskyldu. Alls komu þau Jósef og Vilborg 11 börnum til manns af mikilli þrautseigju og dugnaði. Þau elstu voru manni nánast sem systkini á þessum árum og hefur sú vinátta varað alla tíð. Flestar af mínum fyrstu minning- um tengjast Þrastarhóli og því blóm- lega mannlífi sem þar þreifst. Jósef var þar alltaf nálægur. Hann var mikill barnakarl en á þessum árum dvöldust á Þrastarhóli einatt miklu fleiri börn en hans eigin. Þrastarhóll á þessum tíma hefur eflaust litið út eins og meðalleikskóli í dag. Allt ið- andi af börnum, líf og fjör innan um skepnur og búskapinn. Þarna lærði maður að umgangast bæði skepnur og menn. Jósef var einstaklega hlýr og skemmtilegur maður. Aldrei minnist ég þess að hann hafi svo mikið sem hastað á mig einu orði á þessum ár- um þótt hann hafi agað sín eigin börn af mikilli festu. Sjálfsagt hefur hann talið Sigrúnu, móður sína og ömmu mína, fullfæra um að tukta mig þegar ástæða var til og það var sjálfsagt oftar en ekki. En stríðinn var Jósef. Oft mátti sjá stríðnisglampann í aug- unum á honum úr mílu fjarlægð. Í þá daga kallaði hann mig sjaldnast mínu eigin nafni heldur fann á mig hin að- skiljanlegustu nöfn eða ónefni. Það gilti um fleiri. En ekki minnist ég þess að ég hafi nokkru sinni reiðst Jósef eða sárnað stríðni hans enda ljómaði glettnin og góðmennskan úr augum hans. Hann var góður frændi og hafði góða nærveru. Síðan eru liðnir áratugir og mikið vatn runnið til sjávar. Litlu börnin á Þrastarhóli mörg hver orðin afar og ömmur og stór ættleggur kominn af hinum frjó- sömu foreldrum. Þegar ég hef átt leið Jósef Tryggvason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.