Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ BjarnfríðurSímonardóttir, Benna, fæddist á Stokkseyri 26. des- ember 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi 11. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Símon Sturlaugsson út- vegsbóndi og for- maður á Kaðlastöð- um á Stokkseyri, f. 12.2. 1895 d, 26. 9. 1957, og Viktoría Kolfinna Ketils- dóttir húsfreyja, f. 18.1.1898, d. 19.10. 1993. Börn þeirra voru þrjú og var Benna þeirra yngst. Bræður hennar voru Ketill Hilm- ar, f. 5.7. 1919, d. 11.6. 1998, og Sturla, f. 14.8. 1920, d. 5.9. 1989. Hinn 25.12. 1948 giftist Benna Tómasi Karlssyni skipstjóra og útgerðarmanni, f. 20. nóv. 1923. Foreldrar hans voru Karl Frí- mann Magnússon skósmiður og útgerðarmaður á Stokkseyri, f. 4.10. 1886, d. 30.1. 1944, og Krist- ín Tómasdóttir húsfreyja, f. 4.6. 1888, d. 12.2. 1967. Benna og Tómas eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Viktor Símon, f. 10.8. 1948, maki Ásrún Sólveig Ás- geirsdóttir. Börn þeirra eru: a) Áslaug Júlía 10.9. 1974, maki Rúnar Þór Larssen. b) Sturla Símon, f. 16.9. 1977, maki Halla grétar Önnu Kristjánsdóttur er Arnar Már, f. 25.6. 1978, sam- býliskona Sara S. Jónsdóttir. Dætur Símonar og Fjólu Breið- fjörð Ægisdóttur eru: a) Benna, f. 23.12. 1983, sambýlismaður Einar Ingi Marteinsson. b) Íris Rán, f. 15.5. 1987, sambýlismaður Benja- mín Aage Birgisson. c) Álfheiður Björk, f. 29.10. 1990. 5) Hafsteinn, f. 1.11. 1960, d. 3.5. 2003. Sonur Hafsteins og Öldu Agnesar Sveinsdóttur er Stefán Ágúst, f. 23.11. 1981. Börn Hafsteins og Sóleyjar Margrétar Ármanns- dóttur eru: a) Fjóla Karen, f. 14.3. 1988, dóttir hennar er Thelma Karen b) Tómas Ármann, f. 30.6. 1994. Uppeldissonur Hafsteins og sonur Sóleyjar var Ingibergur Friðrik, f. 1.1. 1977, d. 24.3. 2002. Benna ólst upp á Kaðlastöðum hjá foreldrum sínum og vann þar almenn sveitastörf. Hún lauk fullnaðarprófi frá barnaskóla Stokkseyrar, og námi í kvenna- skóla Árnýjar í Hveragerði og á Laugarvatni. Hún vann á Hótel Stokkseyri og í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar fyrstu hjúskap- arárin, en þau Tómas fluttu fljót- lega að Hafsteini þar sem hún bjó honum og börnum þeirra gott heimili. Síðustu 5 árin dvaldi hún á dvalar og hjúkrunarheimilinu. Útför Bennu verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Rós Eiríksdóttir. Börn: Erika Árný og Viktoría Valný. Dóttir Höllu og upp- eldisdóttir Sturlu er Ólafía Gerður. c) Ás- geir, f. 1.7. 1985 unnusta Katla Sjöfn Hlöðversdóttir. d) Eyþór Bjarni, f. 12.3. 1990. 2) Karl Magn- ús, f. 28.12. 1952, maki Anna S. Páls- dóttir. Börn þeirra: a) Eygló Fríða, f. 10.4. 1973, maki Ein- ar Jónsson, börn: Þórey og Jón Karl. b) Tómas, f. 4.2. 1975, maki Heidi M. Karlsson, dætur Helena, Anna og Isabella. c) Svanur, f. 16.1. 1982. d) Viktoría Kolfinna, f. 20.6. 1987, dóttir hennar er Eygló Fríða. 3) Kristín, f. 29.11. 1954, maki Guðsteinn Frosti Her- mundsson. Börn þeirra: a) Mar- grét Harpa, f. 15.6. 1977, sam- býlismaður Guðmundur Ómar Helgason, barn Kolfinna Sjöfn. b) Hermundur, f. 10.12. 1980. c) Bjarnfríður Laufey, f. 24.3. 1982, sambýlismaður Ólafur Þór Jóns- son, barn Jón Finnur. d) Tómas Karl, f. 21.3. 1990. 4) Símon Ingv- ar f. 11.1. 1959, maki Þórdís Sól- mundardóttir. Barn þeirra: Sól- mundur Ingi., f. 13.12. 2005. Synir Þórdísar og uppeldissynir Símonar eru Magnús Bjarki og Eyþór. Sonur Símonar og Mar- Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Þegar ungt fólk byrjar búskap sinn skiptir miklu máli að eiga góða að. Þetta upplifði ég í mínum búskap með Símoni. Betri tengdamóður hefði ekki verið hægt að fá en Bennu sem allt vildi fyrir alla gera og ekki aumt mátti sjá. Með sinn hógværð og glaðværð hjálpaði hún okkur með börnin og allt annað sem maður þurfti hjálp með. Ávallt tilbúin að vera með stelpurnar þegar við þurft- um. Í mörg ár var heimilið í Hafsteini eins og barnaheimili, ekki fannst barnabörnunum heldur neitt leiðin- legt að vera hjá ömmu og afa, vildu helst vera þar öllum stundum í góðu yfirlæti. Síðustu ár hafa ekki verið létt fyrir þig Benna mín, þú hefur verið fangi í eigin líkama með þennan hræðilega sjúkdóm. En nú ertu frjáls, komin til himnaríkis umvafin öllu því fólki sem þú ert búin að sjá á eftir á þinni lífsleið og getur fylgst með þínu fólki hér á jarðríki. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Elsku Tómas og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Fjóla B. Ægisdóttir. Elsku Benna. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum, í þessi rúmlega 30 ár eða síðan ég kom inn á heimilið til ykkar Tómasar sem unnusta Viktors. Þið tókuð mér opnum örmum og varð ég fljótt eins og eitt af ykkar börnum. Við náðum mjög vel saman, hvort sem við vorum að baka þínar vinsælu Bennu ömmu kleinur eins og barna- börnin kölluðu þær eða þegar við vor- um í Hólmsteinsskúrnum í neta- skurði. Oft var þar mikill hamagangur því við vildum vera bún- ar þegar Tómas og Viktor kæmu að landi. Ég gæti haldið lengi áfram, því minningarnar eru svo margar og góðar sem ég geymi í hjarta mínu. Og vil ég aftur þakka þér, elsku Benna mín, megi Guð geyma þig og varð- veita. Þín tengdadóttir Ása. Nú hefur Benna amma loksins fengið hvíldina og minningar um stórkostlega konu fylla hugann. Við áttum margar góðar stundir saman og fyrir þær er ég þakklát. Göngu- túrarnir um fjöruna. Dagarnir í kirkjugarðinum að hirða um leiði ást- vina. Bennukleinurnar voru frægar, og því fleiri sem við Bennurnar vor- um við baksturinn, því betri voru kleinurnar. Þú dásamaðir æskuna og hafðir lag á að leyfa barninu í mér að blómstra, lag á að draga fram það besta í mér. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur krakkana. Hvort sem það var til að smakka drulluköku, skoða nýmálaðar myndir, sjá mig fara koll- hnís, eða hjálpa mér við heimalær- dóminn, gastu alltaf gefið af þér tíma. Þú varst aldrei of upptekin. Á sumrin eyddum við krakkarnir öllum stund- um í fjörunni fyrir neðan Hafstein. Stundum gekkstu upp á sjóvarnar- garðinn og blístraðir yfir fjöruna. Þá vissum við að komið væri kaffi, mat- ur, eða að mamma vildi fá okkur heim. Þegar gestir komu í Hafstein og þú kynntir mig, sagðir þú stund- um við gestina að þegar þessi unga stúlka væri á heimili, væri bara einn hlutur sem passa þyrfti upp á; að eiga alltaf til liti og auð blöð, því ég væri upprennandi listamaður. Ég man hvað ég var ánægð að heyra hvað þú værir stolt af mér. Margar vísur urðu til við eldhús- borðið í Hafsteini og var kveðskapur þar daglegt brauð. Amma leyndi á sér hvað varðaði að semja hnyttnar vísur við ýmis tilefni. Eitt sinn í bræði minni skeytti ég skapi á Andrésar Andar blaði og reif. Amma skammaði mig ekki, heldur settist niður með mér og skýrði fyrir mér af hverju svona hegðun væri ekki góð. Eftir að því var lokið og allir voru sáttir samdi amma: Nú er Benna amma æst, Ekki er nafna hrifin. Ekkert blað hjá ömmu fæst, því Andrés Önd er rifinn. Ég var nýbyrjuð að lesa, og las fyr- ir ömmu á gosflösku „Hi-Spot“. Amma áréttar við mig að þetta sé enska og framburðurinn sé „Hæ- Spott“. Ég var viss í minni sök og þrætti við ömmu. En amma gaf sig ekki. Það heitir bara hæ og spott hjartans elsku Benna mín. Mér finnst alltaf fjarska gott að fá að vera amma þín. Nú er þokunni létt og þú ratar heim í himnaríki, til Drottins og allra hinna sem á undan hafa farið. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gef- ið mér. Veganesti fyrir lífið. Þú kenndir mér að meta lífið og bera virðingu fyrir öllu lífi. Að sjá hið góða í öllu og öllum. Þú kenndir mér að hræðast ekki dauðann, heldur fagna því þegar Drottinn kallar. Ég veit að þú munt fylgja mér um ókomna tíð. Gleðjast með mér á góðum tímum og hugga mig á verri tímum. Ég kveð þig með þakklæti, söknuði og sátt. Hvíl í friði, elsku amma mín. Benna Símonardóttir. Mig langar í fáum orðum að minn- ast ömmu minnar Bennu. Sem ungur drengur dvaldi ég oft á sumrin hjá ömmu og afa á Stokkseyri og hafði þá hvað bestu kynnin af ömmu. Amma var sannkallaður dýrlingur í augum okkar barnabarnanna, við sóttum í að vera í kringum hana og ræða um allt milli himins og jarðar, er eiginlega ótrúlegt að hún skyldi hafa þolin- mæði til að svara öllum þeim spurn- ingum sem á henni buldu, hvað þá að hafa svör við þeim flestum. Oft vor- um við frændurnir eitthvað að bralla á Stokkseyri, ýmist í sjóvarnargarð- inum eða niðri í fjöru. Fjaran geymdi mörg spennnandi leyndarmál og var þar oft teflt á tæpasta vað, en innst inni vissi maður að öllu var óhætt því amma var á verði og vissi yfirleitt ná- kvæmlega hvað fram fór. Flestir dag- ar enduðu þó yfirleitt í kaffitíma hjá ömmu, þar sem við belgdum okkur út af kakói og marengsskúffuköku sem skorin var í tígla. Ég kveð hér merka konu með ljóði Ómars Ragnarssonar, Íslenska konan, sem mér finnst lýsa Bennu ömmu á hvað bestan hátt. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’ hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’ er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’ og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Hermundur. Elsku Benna amma nú er ljósið þitt bjarta slokknað, en ljós þitt mun ætíð lifa í minningu okkar. Nú vitum við að þú ert komin á góðan stað og laus við þá kvilla sem hafa hrjáð þig síðustu árin. Þær eru margar minn- ingarnar sem hafa rifjast upp síðustu dagana. Minningin um ömmu sem alltaf var brosandi og glöð og gott að koma til. Þær eru ófáar stundirnar sem við systkinin höfum átt hjá ykkur afa. Það er mikill kostur að hafa alist upp í svona mikilli nálægð við ykkur. Oft var komið við hjá ykkur afa með vin- ina og þá varst þú alltaf fljót að finna til eitthvað til að stinga að okkur, kleinur, lítill súkkulaðimoli, það var alltaf eitthvað. Við gætum endalaust haldið áfram að rifja upp, því að það eru svo margar góðar stundir og minningar sem við eigum með þér. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta elsku amma. Elsku afi, guð veiti þér styrk í sorginni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson.) Systkinin Eyjaseli 11. Mig langar til að minnast Bennu ömmu, en hún hefur nú endanlega kvatt þennan heim eftir margra ára baráttu við Alzheimer. Það var svo gaman að fá að vera hjá ömmu og afa á Stokkseyri og allt- af nóg að gera, enda hafði amma endalausan tíma fyrir okkur barna- börnin og mátti ýmislegt bralla heima í Hafsteini. Iðulega voru gerð- ar kleinur og vorum við Bennurnar oft þrjár saman í því, við kölluðum þær Bennukleinur. Það var svo gam- an að gera kleinur með ömmu því það var alveg sama hvernig kleinurnar litu út, amma sagði að þær væru ekki að fara í neina fegurðarsamkeppni. Svo var það morgunleikfimin í út- varpinu, þá reyndi nú á litla stelpu við að herma eftir ömmu sinni við æfing- arnar. Þegar afi var á sjónum var ofsa spennandi að sitja á rúmstokknum hjá ömmu og hlusta á þegar hún tal- aði við hann í talstöðina sem var á náttborðinu, þetta var sko merkilegt. Í fjörunni gátum við leikið okkur allan daginn, ýmis leynibú leyndust í klöppunum og svo var stórveiði af hornsílum, kröbbum og kræklingum og fengum við stundum lánuð eldhús- áhöldin hennar ömmu til þess. Þegar heim var komið sauð amma kræk- linginn en fjasaði aldrei yfir blautum sokkum og stígvélum. Amma kenndi mér margt og eitt af því var að róla, á meðan hún hengdi út á snúru sat ég í rólunni á snúr- ustaurnum og amma þuldi „inn og út“ og ég hreyfði fæturna eftir því og þannig fór ég að róla. Fermingarárið mitt fór ég að vinna í frystihúsinu á Stokkseyri og í fjögur ár flutti ég til ömmu og afa á vorin og bjó þar fram á haust, þetta var góður tími og tengdist ég þeim mjög vel og sá hversu einstakt samband ömmu og afa var. Síðustu ár sín dvaldi amma á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi þar sem ég vann og finnst mér það forréttindi að hafa fengið að hjálpa til Bjarnfríður Símonardóttir ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR PÉTURSDÓTTUR, Hraunvangi 3, (áður Þúfubarði 12), Hafnarfirði. Eygló Þorláksdóttir, Michael Mather, Erla Þorláksdóttir, Erling Ásgeirsson, Sigurður G. Þorláksson, Ragnhildur Harðardóttir, Petra Þorláksdóttir, Örn Arnarsson, Ægir Þorláksson, Sólveig Stefánsdóttir, Særún Þorláksdóttir, Guðjón B. Sverrisson, Vignir Þorláksson, Sigrún Vilhelmsdóttir, Anna María Þorláksdóttir, Rafn A. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu og veittu okkur ómetanlegan stuðning við andlát og útför HJÖRLEIFS H. JÓHANNSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Þorgerður Sveinbjarnardóttir, Helga G. Hjörleifsdóttir, Sveinbjörn Hjörleifsson, Elín Björk Unnarsdóttir, Björgvin Hjörleifsson, Preeya Kempornyib, Arnþór Hjörleifsson, Ásrún Ingvadóttir, Sigurbjörn Hjörleifsson, Kanokwan Srichaimun, Einar Hjörleifsson, Lilja Guðnadóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir, Sigursteinn Magnússon og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.