Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 26
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Mér finnst svo gaman aðtaka myndir af fólkiog alls konar mannlífs-myndir,“ segir Borg- nesingurinn Birta Rán Björgvins- dóttir, sem er alveg harðákveðin í því hvað hún vill verða þegar hún verður stór. Líf og yndi Birtu Rán- ar snýst nefnilega um ljósmyndun og hún er nánast alltaf með mynda- vélina til taks ef hún kemst í tæri við gott mótíf. Myndavél í fermingargjöf Fyrir nokkrum dögum var hún með foreldrum sínum í New York þar sem hún fékk dálitla útrás fyr- ir ljósmyndadelluna og í gær brá hún sér í höfuðborgina frá Borg- arnesi til að upplifa öskudags- stemninguna. Hún er yngst fimm systkina, en ekkert þeirra er haldið þessari sömu „bakteríu“ og hún. „Pabbi minn hafði að vísu áhuga á myndavélum hér í eina tíð, er mér sagt, en hann er nú búinn að gefa mér gömlu filmuvélina sína. Ég fékk svo stafræna myndavél í ferm- ingargjöf, af gerðinni Canon 350D sem ég er ánægð með,“ segir Birta Rán, sem nú er í níunda bekk grunnskólans í Borgarnesi. Þegar Birta Rán er beðin um að skjóta á hvað hún eigi margar myndir nú þegar, svarar hún að safnið sitt sé að nálgast tíu þúsund myndir. „Ég stefni auðvitað að ljós- myndanámi við Iðnskólann í Reykjavík, en ef það gengur ekki upp, veit ég hreinlega ekki hvað ég geri. Þessi ljósmynda-baktería hófst fyrir alvöru árið 2003 þegar pabbi minn keypti litla stafræna myndavél. Það kveikti í mér þó ég hafi svo sem alltaf haft gaman af því að taka myndir á gömlu filmu- vélina okkar. Mér finnst ég vera búin að finna mína tröppu í lífinu. Það væri gaman að setja á stofn ljósmyndastofu seinna meir og það væri án efa líka gaman að mynda fyrir blöð og tímarit.“ Birta Rán er með myndirnar sín- ar inni á slóðinni www.flickr.com þar sem fjöldi atvinnu- og áhuga- ljósmyndara frá öllum heims- hornum hefur stofnað síður og sett inn myndir. Leggur hugsun í mótífin sín Fyrir utan króníska ljósmynda- dellu segist Birta Rán hafa gaman af því að vera með vinkonunum og hlusta á tónlist og séu Radiohead og Coldplay í uppáhaldi. Hún segir vinkonurnar þó ekki deila með sér ljósmyndaáhuganum því hún sé ein um hann. Fólk og mannlíf er í aðal- hlutverki í myndunum hennar Birtu Ránar og hún segist vilja setja list í myndirnar sínar. „Ég pæli þar af leiðandi mikið í mótíf- um og legg mikla hugsun í mynd- irnar mínar,“ segir þessi upprenn- andi, jákvæði og duglegi unglingur, sem stefnir að því að verða ljósmyndari. Morgunblaðið/Júlíus Ljósmyndarinn Birta Rán Björgvinsdóttir fékk alvöru myndavél í fermingargjöf sem hefur fylgt henni síðan. Lífið snýst um ljósmyndun www.flickr.com/photos/birtarnb Uppáhaldsmyndirnar Birta Rán hefur næmt auga fyrir fjölbreyttu myndefni og leggur mikla hugsun í myndirnar. þarf að fá tíma til að velta hlutum fyr- ir sér í einrúmi og melta þær upplýs- ingar sem það fær í hendur og koma svo með hugmyndir. Vefmiðillinn MSNBC er síðan með kosningu á Netinu samhliða þessum niðurstöðum könnunarinnar um gagnsemi funda. Þegar könnunin var skoðuð í gær höfðu um tvö þúsund og fimm hundruð gestir síðunnar greitt atkvæði. Niðurstaðan var að 82% taldi fundina sem þeir sátu alltof marga í viku hverri og rúmlega 60% þátttakenda töldu að sjaldan skiluðu þeir nokkru markverðu. FÓLK á í erfiðleikum með að finna nýjar og frumlegar lausnir þegar það situr fundi eða vinnur í hóp ef marka má niðurstöður rannsóknar sem gerð var við háskólann í Indiana og fjallað var nýlega um á vef MSNBC. Þátttakendur rannsóknarinnar fengu gosdrykk í hendur og síðan voru þeir beðnir um að nefna aðra gosdrykki. Þegar þátttakendur voru einir áttu þeir ekki í vanda með að nefna hina og þessa gosdrykki en ef fleiri voru saman komnir var fátt um svör. Niðurstöðurnar má að mati vís- indamannanna heimfæra á aðskilj- anlegustu fundi og hópvinnu í fyr- irtækjum. Að sögn H. Shanker Krishnan sem var í forsvari fyrir rannsóknina geta fundasetur verið vita gangslausar og komið í veg fyrir að góðar hugmyndir fæðist. Hvort sem það er heima eða í vinnunni þá kemur iðulega einn úr hópnum með hugmynd og tilhneig- ingin er að þá sé hún miðpunkturinn og jafnvel samþykkt án þess að fleiri hugmyndir komi upp. Aðstandendur rannsóknarinnar benda á að þegar hópur fólks fær í hendur upplýsingar þá sé venjan að af stað fari umræður um þær. Þegar einn úr hópnum kemur svo fljótlega með hugmynd þá verður erfiðara fyr- ir hina einstaklingana að kalla fram aðrar hugmyndir. Annað sem kann að hafa áhrif er að þátttakendur í hópvinnu hafa til- einkað sér mismunandi aðferðir við að taka á móti upplýsingum og leggja á minnið og læra. Í hópvinnu geta einstaklingarnir því þurft að hugsa um efnið öðruvísi en þeir myndu gera í einrúmi. Fólk Eru fundasetur forheimskandi ? Reuters Fundir Flestir töldu að þeir væru alltof oft á fundum. Þegar einn kemur með hugmynd verður erfiðara fyrir hina að kalla fram nýj- ar hugmyndir. |laugardagur|24. 2. 2007| mbl.is daglegtlíf Miðgarðsormurinn í MH vindur upp á sig, en tveir skaparar skepnunnar gáfu sig fram á dögunum. » 30 daglegt Áhugamálin setja svo sann- arlega svip sinn á herbergi ung- linganna, eins og Katrín Brynja Hermannsdóttir komst að. » 32 innlit Fjölbreytileikinn er mikill og hver framhaldsskólastúlka hef- ur sinn stíl þegar kemur að árshátíðarfötunum. » 28 tíska Vængjað brúðkaup Reuters Brúðarkjóll sem sýndur var á brúðkaupssýningu í Düsseldorf fyrir skömmu var óneitanlega að- eins öðruvísi en fólk á að venjast þegar brúður gengur inn kirkju- gólf. Það er ekki víst að allar konur kæri sig um að vera með vængi í brúðkaupinu sínu en þær myndu að minnsta kosti ná athygli allra viðstaddra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.