Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TRYGGINGAR OG RÉTTINDI Hversu langt mega trygginga-fyrirtæki ganga í að aflaupplýsinga um viðskipta- vini sína og þeirra nánustu? Þessi spurning vaknar þegar frumvarp um breytingu á lögum um vátrygg- ingasamninga, sem nú liggur fyrir Alþingi, er skoðað. Í frumvarpinu segir að á meðan tryggingafélag hafi ekki samþykkt að veita vá- tryggingu geti það óskað eftir upp- lýsingum, sem hafi þýðingu fyrir mat þess á áhættunni. „Í þeim til- gangi er félaginu heimilt að óska upplýsinga um sjúkdóma sem vá- tryggingataki eða vátryggður, for- eldri hans, barn eða systkini eru haldin eða hafa verið haldin,“ segir í frumvarpinu. „Slíkra upplýsinga skal aflað beint hjá vátryggingar- taka, eða eftir atvikum vátryggð- um, sem skal veita rétt og tæmandi svör við spurningum félagsins. Sé upplýsinganna aflað frá öðrum en vátryggingartaka eða vátryggðum skal, áður en þeirra er aflað, liggja fyrir skriflegt upplýst samþykki þess sem aflað er upplýsinga um.“ Læknafélag Íslands birti í fyrra- dag umsögn um frumvarpið og tel- ur að verði það óbreytt að lögum verði ekki annað séð en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis gangi erinda tryggingafélaganna og horfi til óskilgreindra viðskiptahags- muna á kostnað persónuverndar- sjónarmiða einstaklingsins. „Þetta er mannréttindabrot,“ segir Sigurbjörn Sveinsson, for- maður Læknafélags Íslands, í frétt í Morgunblaðinu í gær. „Í vísinda- heiminum dettur engum í hug að gera vísindarannsóknir með þess- um hætti eða skilyrðum. Í mínum huga minna þessi vinnubrögð einna helst á starfsaðferðir Stasi [austur- þýsku öryggislögreglunnar], þar sem borgararnir upplýsa um við- kvæm persónuleg mál annarra ein- staklinga í einhverja gagnagrunna, hvort sem það heitir tryggingafélag eða ekki.“ Sigurbjörn kveður fast að orði, en það er hins vegar full ástæða til að velta því fyrir sér hvað vaki fyr- ir höfundum frumvarpsins. Hægt er að afla upplýsinga hjá einstak- lingum um heilsufar þeirra, sem honum eru nákomnastir. Hvernig verður farið með þær upplýsingar? Með hvaða hætti verða þær geymd- ar, hve lengi og hverjir munu hafa aðgang að þeim? Hvers vegna ættu tryggingafélög að þurfa aðgang að upplýsingum um aðra en þá, sem leita eftir tryggingu? Læknafélagið kallar þetta tilraun til að skipta þjóðinni í hinn „hreina kynstofn“ og „hina“. Löggjafinn verður að gæta sín þegar kemur að löggjöf um meðferð upplýsinga um einstaklinga. Friðhelgi einkalífsins og persónuvernd á að hafa forgang, ekki hagsmunir vátryggingafélaga. KLASASPRENGJUR OG ALÞJÓÐALÖG Klasasprengjur hafa lengi verið um-deilt vopn í hernaði, rétt eins og jarðsprengjur. Ástæðan er ekki sízt sú, að notagildi þeirra í bardögum virðist oft takmarkað, en þeim mun meira manntjóni og örkumlum valda þær meðal óbreyttra borgara, oft löngu eft- ir að vopnuðum átökum lýkur. Klasasprengjur innihalda margar smásprengjur, sem dreifast yfir stórt svæði þegar aðalsprengjan springur. Oft springa smásprengjurnar ekki strax. Þær eru í skærum litum og börn halda stundum að þær séu leikföng. Ótal börn á stríðshrjáðum svæðum hafa farizt eða örkumlazt vegna klasa- sprengna. Þær valda óöryggi hjá al- mennum borgurum mörgum árum eft- ir að friður hefur formlega komizt á – raunar má segja að þær dragi stríðið á langinn. Sú mikla athygli, sem alþjóðlegir fjölmiðlar veittu stríðinu í Suður-Líb- anon í fyrra, hefur ekki sízt orðið til þess að þessi ógeðfelldu vopn eru nú mikið til umræðu. Talið er að um millj- ón smásprengjur liggi ósprungnar í Líbanon eftir árásir Ísraela á landið. Það tekur alþjóðlega friðargæzluliðið líklega um hálft annað ár að hreinsa upp sprengjurnar. Íslenzkir sprengju- sérfræðingar taka nú meðal annars þátt í því starfi. Það er að sjálfsögðu göfugt starf og mikið mannúðarverk. Hins vegar eru mörg önnur lönd, ekki sízt í Asíu og Afríku, þar sem ósprungnar sprengjur ógna öryggi al- mennra borgara eftir stríðsátök fyrri ára og lítið sem ekkert hefur verið að- hafzt til að fjarlægja þær. Belgía varð fyrsta landið til að banna klasasprengjur eftir að skað- semi þeirra fyrir saklausan almenning varð ljós. Austurríkismenn hafa einn- ig beitt sér fyrir banni við þessum skaðræðistólum og nú í vikunni efndi norska ríkisstjórnin til ráðstefnu, þar sem 46 ríki, Ísland þeirra á meðal, lýstu því yfir að grípa yrði til tafar- lausra aðgerða gegn þessum vopnum. Ríkin stefna að því að gera á næsta ári alþjóðlegan samning um bann við notkun, framleiðslu, sölu og varðveizlu klasasprengna. „Ætlunin er að samn- ingurinn feli einnig í sér áætlun um að- stoð við fórnarlömb klasasprengna, hreinsun á svæðum þar sem klasa- sprengjur er að finna og eyðingu birgða,“ segir í tilkynningu, sem utan- ríkisráðuneytið sendi frá sér í gær. Þetta er auðvitað mikilsvert frum- kvæði. Hitt er svo annað mál að 46 ríki eru aðeins um fjórðungur af ríkjum heims. Þrjú ríki á ráðstefnunni skrif- uðu ekki undir yfirlýsinguna og ríki, sem eiga og beita klasasprengjum, þar með talin Bandaríkin og Ísrael, mættu ekki til fundarins. Fjarvera Banda- ríkjanna stingur í augu í þessu máli eins og svo alltof mörgum öðrum. Fyrir nokkrum árum var gerður al- þjóðlegur samningur um bann við notkun jarðsprengna. Engu að síður halda ellefu ríki áfram framleiðslu þeirra, þar á meðal Indland og Rúss- land. Ætla verður að það sama verði uppi á teningnum hvað klasasprengj- ur varðar. Alþjóðasamningar, sem banna slík vopn eru engu að síður skref í áttina og skapa aukinn þrýsting á ríki, sem halda uppteknum hætti. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það er bullandi stemning fyrirþví í samfélaginu að fella rík-isstjórnina. Þjóðin vill breyt-ingar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, við upphaf landsfundar flokksins. Steingrímur sagði að menn ættu hins vegar að átta sig á því að það yrði engin breyting nema tækist að fella ríkisstjórnina. Stjórnarflokkarnir væru samgrónir og myndu halda áfram samstarfi þótt meirihlutinn yrði tæpur. Það væri „eins víst og að tvisvar tveir eru fjórir“. Skoðanakannanir hafa sýnt aukið fylgi við VG og Steingrímur ræddi þetta í upphafi ræðu sinnar og sagði að flokk- urinn hefði „aldrei verið fjölmennari, betur skipulagður og kröftugri en nú“. Hann vék að góðum sigri VG í sveit- arstjórnarkosningum í vor og sagði að þær kosningar hefðu afsannað kenn- inguna um að Framsóknarflokkurinn ynni alltaf kosningabaráttuna. „Bestu auglýsingastofur landsins og þótt víðar væri leitað dugðu Framsókn ekki að þessu sinni frekar en þær munu gera í kosningunum til Alþingis nú í vor.“ Steingrímur sagðist vilja vekja sér- staka athygli á sterkri útkomu kvenna á framboðslistum VG. Það væri ljóst að hlutfall kynja yrði alltaf í jafnvægi í þingflokki VG hvort sem flokkurinn fengi átta, tíu, tólf eða fjórtán þingmenn í kosningunum í vor. Steingrímur sagði að það væru hins vegar vonbrigði hversu rýr og minnkandi hlutur kvenna væri hjá hinum flokkunum, að Fram- sóknarflokknum undanskildum. Hann sá ástæðu til að hrósa framsókn- armönnum hvað þetta varðar. „Höfum alltaf staðið vaktina í umhverfismálum“ „Þjóðin veit að við erum einörð í okk- ar baráttu gegn stóriðju- og virkjanaæði ríkisstjórnarinnar, veit að við höfum staðið þar vaktina – alltaf. Líka þegar það var sem erfiðast. Líka þegar vind- urinn blés á móti eins og hann gerði svo sannarlega fyrir fjórum, hvað þá fyrir átta árum. Þá hvorki bognuðum við né brotnuðum, heldur brutum vindinn og nú hefur hann snúist, er orðinn að með- byr og þá hyggjast margir sigla. Það er án nokkurs vafa mikil vitundarvakning orðin í umhverfismálum með þjóðinni og sú vakning og gengi Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs eru nátengd og það með gagnvirkum hætti. Þeir sem vilja róttæka og einbeitta umhverf- isverndarbaráttu, baráttu sem líka er til staðar þegar á móti blæs og þegar hún er einmitt brýnust, þeir vita hvar þeir hafa okkur. Róttækni okkar er í þessu samhengi ekki þröskuldur heldur kostur í augum þeirra sem á annað borð vilja forgangsraða í þágu umhverfisins í komandi kosningum,“ sagði Stein- grímur. Steingrímur sagði að það kraumaði undir óánægja í samfélaginu með mál- efni aldraðra og öryrkja og með vaxandi misskiptingu almennt. „Það ríkir megn óánægja með óþolandi árangursleysi og stöðnun í jafnréttisbaráttu kynjanna þar sem kynbun heldur en hitt. R vegna frammistö sviði utanríkism lega stuðning við bætist við ef Ísla hugsanlegan str an. Undarlegrar hálfu ríkisstjórn slíku fyrirfram, verið með öllu óf með formlegum Íraksstríðið.“ Áskorun fyrir að taka völdin Steingrímur s ríkisstjórnina bæ að líta á það sem saman ríkisstjór inu. Þannig gæfi um umskiptum. best. Steingrímu stjórnarandstöð haust og fylgt he hefði verið „mik „Það er bullandi st samfélaginu að fel Steingrímur J. Sigfússon sagði á landsfundi VG að flok Nýja ríkisstjórn „Eins og útlitið sem sagt er um þessar mun stjórnina og að mynda nýja og betri ríkisstjórn með okkar a » „Sigur okkar er alvegskýr skilaboð, rauða spjaldið á helmingaskipta- flokkana sem úthlutuðu sér einum banka hvor, út af með þá og kjósendur veita um leið brautargengi okkar róttæku áherslum.“ STEINGRÍMUR J. Sigfússon setti fram tuttugu atriði sem hann sagði að ættu að verða fyrstu verkefni nýrrar ríkisstjórnar sem VG ætti aðild að. Þetta væru verkefni sem ætti að vinna fyrstu 90–120 dagana sem „við verðum við völd“.  „Ég mæli með því að við myndum í fyrsta lagi bjóða heildarsamtökum aldraðra og öryrkja til samráðsfunda um hvernig umbótum í þeirra málum verði hrint í framkvæmd. […] Viðbót- arfjármunir af stærðargráðunni 7 milljarðar króna á ársgrundvelli myndu renna til mála- flokksins og stórbæta kjör þessa hóps.“  „Við myndum í öðru lagi gefa út yfirlýsingu um stóriðjustopp, kalla orkufyrirtækin og iðnfyr- irtæki sem hafa haft framkvæmdir í undirbún- ingi tafarlaust til viðræðna um breytta stöðu þeirra mála. […] Stóriðjustoppið væri liður í að- gerðum til að endurheimta efnahagslegan stöð- ugleika og gefa vinnumarkaðinum færi á að leita jafnvægis á nýjan leik um leið og náttúru Ís- lands væru gefin grið.“  „Í þriðja lagi og í beinu framhaldi myndum við hrinda af stað víðtækri friðlýsingaráætlun þar sem vatnsföll og háhitasvæði yrðu friðlýst hvert á fætur öðru og verndun þeirra og annars konar nýting en til orkuframleiðslu þannig tryggð um aldur og ævi.“  „Í fjórða lagi myndum við leggja grunn að nýj- um fjárlögum og breyttum útfærslum í ríkisfjár- málum og skattamálum. Við myndum byrja að vinda ofan af þeirri tilfærslu skattbyrðarinnar sem verið hefur í gangi að undanförnu frá há- tekjufólki, efnamönnum og gróðafyrirtækjum y ir á almennt launafólk og þar fyrst og fremst á lægri laun. Þessu myndum við breyta til hags- bóta fyrir hinn almenna launamann með hækku skattleysismarka, með breyttri útfærslu fjár- magnstekjuskatts, með því að gera þeim sem hafa tugi og hundruð milljóna í fjármagnstekju skylt að reikna sér hæfileg laun eða endurgjald þannig að þeir borgi sanngjarnan hlut til sam- félagsins eins og aðrir og með fleiri ráðstöfunu sem við höfum lagt til og barist fyrir á und- anförnum árum. Við erum ekki í sjálfu sér þar með að boða skattahækkanir í heild, heldur til- færslur, enda ekki þörf á slíku miðað við afkom ríkissjóðs eins og hún er í dag.“  „Við myndum í fimmta lagi boða sveitarfélög í landinu til viðræðna. Einn helsti veikleiki vel- ferðarsamfélagsins og dragbítur á atvinnu- og byggðarþróun í landinu er óviðunandi afkoma sveitarfélaganna.“  „Í sjötta lagi myndum við bjóða út strandsigl ingar. Það myndum við gera sem lið í því að ná niður flutningskostnaði, í þágu umhverfisvernd og umferðaröryggis á vegum. Slíkt útboð gæti, að mínu mati, farið fram þegar síðsumars.“  „Í sjöunda lagi myndum við tafarlaust lýsa þ yfir að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefði verið mistök.“ Nítján atriði á 90–120 daga ve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.