Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Orð eru dýr Orð eru dýr, það er alls ekki sama hvernig þau eru notuð. Í flestum tilvikum segir málkennd og málvenja til um notkun orða og ákvarðar samhengi þeirra. Sögnin að aðstoða krefst t.d. jafnan lif- andi geranda og því er óvenjulegt að segja: Talið er að óveðrið hafi aðstoðað við að eyða olíunni (14.1.07). Óveður getur valdið ýmsu en naumast aðstoðar það við eitt eða neitt. Menn geta haldið aftur af sér (‘gætt hófs’) um verðhækkanir (25.1.07) en orðasambandið halda (e-u) í sér merkir allt annað. Eft- irfarandi dæmi samræmist því ekki málvenju: Auðvitað hefði maður viljað að menn reyndu eins og þeir gætu að halda í sér og hagræða eins og mögulegt er (31.12.06). Það er talsverður munur á því að segja ósatt og bera ljúgvitni. Í eftirfarandi dæmum virðist ekki gerður munur á þessu tvennu: Ráðherra segir þingmann bera ljúgvitni (‘segja ósatt, fara með ósannindi’) (15.11.06) og Ungir stjórnmálamenn sem lenda í þeirri ógæfu að bera ljúgvitni og fara með rangt mál eiga einfald- lega að biðjast afsökunar (15.11.06). Orðasambandið e-ð veldur mis- skilningi er algengt og vel er hugsanlegt að tala um að kynda undir (Þeim) misskilningi og koma misskilningi (vísvitandi) af stað eða jafnvel breiða út mis- skilning. Umsjónarmaður hefur hins vegar aldrei heyrt talað um að dreifa misskilningi: Þá hefði það samt verið útsmoginn leikur af þjóðkirkjunni að dreifa þessum misskilningi til þess að letja fólk við að skrá sig utan trúfélaga (12.12.06). — Hér kann að gæta áhrifa frá ensku (spread). Að eða af Í flestum tilvikum er skýr merkingarmunur á forsetning- unum að og af, t.d. gaman er að e-u en hafa gaman af e-u og gagn er að e-u en hafa gagn af e-u. Í ofangreindum dæmum vísar for- setningin að til kyrrstöðu en for- setningin af hins vegar til hreyf- ingar (hvaðan). Þessi merkingarmunur er greinilegur í rituðum heimildum og ætla má að hann sé enn flestum augljós en í nútímamáli gætir þó nokkurrar óvissu í máli sumra. Þetta má sjá af dæmum þar sem vikið er frá málvenju, t.d.: Að mínu áliti er enginn skaði af [þ.e. að] því, slíkt er fjarri lagi (22.1.06); stjórn- arandstaðan [er] ófær um að leggja til málanna þannig að gagn sé af [þ.e. að] (20.10.06); að stjórn- endum safnsins þætti nokkur ami af [þ.e. að] þeim [myndum] (16.1.07) og en sagt að eftirsjá yrði af [þ.e. að] þeim (16.1.07). Í ofangreindum dæmum er for- setningin af notuð í stað að en reyndar gætir þess mjög í nútíma- máli að þessu sé öfugt farið, þ.e. forsetningin að virðist sækja mjög á. þetta má t.d. sjá í orða- sambandinu af hálfu e-s sem oft verður að hálfu e-s, sbr.: Eftir að borgarstjóri kallaði uppsetningu spilakassa yfirgang að hálfu Happdrættis H.Í. (11.1.07) og sorglegt að ekki hafi verið betur vandað til undirbúnings málsins að hálfu borgarstjóra (11.1.07). Annað dæmi um ofnotkun for- setningarinnar að varðar notkun hennar með nafnorðinu tillaga eða öðrum merkingarskyldum orðum. Algengt er að tala um að leggja fram tillögu til e- s/ breytingar eða bera upp tillögu um e-ð/dagskrá e-s. Umsjón- armaður telur sig muna það rétt að fyrir tveimur árum heyrði hann orðasambandið tillaga að e-u fyrst notað og það mun ekki vera að finna í traustum ritheimildum. Nú fer það hins vegar sem eldur í sinu á síðum fjölmiðla, t.d.: fjalla um tillögu að breytingum á reglum H.Í. (12.1.06); Tillaga að sátt um virkjanamál og nátt- úruvernd (14.10.06); tillaga hans að framboði ... var samþykkt með miklum meirihluta (17.12.06); til- laga að samstarfsaðila (9.1.07) og útbúa tillögu að nýju deiliskipu- lagi (5.1.07). Hér er á ferð nýmæli sem sumum kann að þykja mein- laust. Umsjónarmanni virðast dæmi sem þessi benda til óvissu um málnotkun, komið sé nokkurt los á hefðbundna notkun sumra forsetninga. Af sama toga eru ým- is önnur frávik, t.d.: Grundvöll- urinn að [undir, fyrir] ákvörðun Bandaríkjamanna er sá (9.9.06); Grundvöllurinn að [fyrir] vel- gengni íslenskra upplýsingatækni- fyrirtækja (21.9.06); undirbún- ingur að [fyrir] framboði áhugafólks um málefni aldraðra (25.1.07) og eiga heiðurinn að [af] kláfnum (19.8.06). Blása eitthvað eða blása einhverju Í síðasta pistli var vikið að því að fjölmargar sagnir stýra ýmist þolfalli (sópa stéttina) eða þágu- falli (sópa ruslinu) eftir merkingu. Þegar ný orðasambönd eru notuð í málinu getur það tekið þau nokk- urn tíma að skjóta rótum og festa sig í sessi. Nýja bragðið að þeim getur einnig komið fram í búningi. Sögnin að blása stýrir ýmist þolfalli (blása hárið, glerið) eða þágufalli (blása e-u burt). Þessi vitneskja krefst ekki neinnar mál- fræðikunnáttu, hún er sameign þeirra sem mæltir eru á tunguna. Orðasambandið blása/sópa e-u út af borðinu (e. wipe off the table) hefur naumast náð að festa sig í sessi en er þó allalgengt í nútíma- máli, t.d.: sagði Steingrímur J. Sigfússon að nú hefði Þeirri goð- sögn verið blásið út af borðinu (3.9.06) og Útvegsbændur í Vest- mannaeyjum telja nauðsynlegt að ljúka rannsóknum á jarðfræði áð- ur en hugmynd um göng er blásin út af borðinu (14.1.06). Í fyrra dæminu er notað þágufall (blása goðsögninni) í samræmi við reglur málsins og málkennd en í hinu síð- ara er notað þolfall (blása hug- myndina). Flestir munu finna að eitthvað er bogið við síðara dæm- ið, þess væri að vænta að sagt væri: Útvegsbændur í Vest- mannaeyjum telja nauðsynlegt að ljúka rannsóknum á jarðfræði áð- ur en hugmynd(um) um göng er blásið út af borðinu. Úr handraðanum Í orðasambandinu spyrjum að leikslokum vísar forsetningarlið- urinn að leikslokum upphaflega til tíma (‘Þegar leik er lokið’) en í síð- ari alda máli kann vísunin að hafa breyst í máli sumra (‘afla fregna af leikslokum’), sbr. viðbótina en ekki vopna(við)skiptum: spyrjum að leikslokum en ekki vopna(við) skiptum ‘spyrjum hvernig leikar fóru en ekki hvernig högg féllu’. Orðasambandið bíða leiksloka hefur allt aðra merkingu (‘bíða þess að leik ljúki’), þar er merk- ingin bein, og orðasambandið bíða að leikslokum mun ekki vera til í íslensku. Tveimur fyrstnefndu orðasamböndum má ekki rugla saman. Í desembermánuði fór fram prófkjör á vegum ónefnds stjórn- málaflokks. Kosningartölur voru birtar smám saman og leitað við- bragða frambjóðenda (vonbiðla) við þeim. Umsögn margra þeirra sem vegnaði ekki nógu vel var: Spyrjum að leikslokum í merking- unni ‘ekki er öll nótt úti enn’ en þrívegis heyrði umsjónarmaður sagt Við bíðum að leikslokum (11.11.06). jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 97. þáttur ÞAÐ olli mér vonbrigðum að lesa grein í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag þar sem vitnað var í Hall- dór Halldórsson, formann Sam- bands íslenskra sveit- arfélaga. Fyrirsögnin er svona „Sveit- arfélögin hafa lagt fram tillögur um framtíðarsýn í mál- efnum grunnskólans en kennarar vilja ekki ræða þær fyrr en búið er að leysa ágreining um endurskoðun gild- andi kjarasamninga.“ Fyrirsögnin olli ekki vonbrigðunum, ég er stolt af því að kenn- arar og forysta þeirra geti loks sett hags- muni stéttarinnar í forgrunn og vonandi sýnt með því að þeim sé alvara. Vonbrigðin fólust annars vegar í þeirri hugmynd að staða grunnskólans standi í vegi fyrir því að kennarar fái leið- réttingu á kjarasamn- ingi sínum og hins vegar því að það skuli talið ámælisvert að vera umhugaðra um eigin kjör en stefnu yfirvalda. Ég er núna að kenna minn tíunda vetur í grunnskóla, ég hef kennt öll- um árgöngum, verið umsjónarkenn- ari og sérgreinakennari. Frá fyrsta vetri hef ég sótt námskeið, fyr- irlestra og ráðstefnur um nýja sýn í skólamálum, breytta og bætta kennsluhætti og unnið í hópum um þróun og betrun grunnskólans. Yf- irmenn mínir hafa sömuleiðis mark- að skólanum stefnur, heimsótt önn- ur lönd í því skyni að ná betri árangri, setið ótal fundi með fræðsluyfirvöldum og reynt að miðla þekkingu sinni til kennara. Ég held ekki að þetta starf hafi haf- ist árið sem ég byrjaði í kennslu. Mér er nær að halda að skólaþróun hafi átt sér stað frá upphafi og haldi áfram svo lengi sem einhver fæst til þess að starfa í grunnskóla. Þess vegna koma orð Halldórs við kvik- una í mér og ég leyfi mér að halda því fram að sá maður viti ekki allt of margt um skólamál. Framtíðarsýn er afskaplega flott orð til þess að skella fram í blaðaviðtali en hvað er á bak við framtíðarsýn Halldórs og að hverju heldur hann að kennarar stefni? Framtíð grunnskólans er samofin gæðum kennslunnar og þar af leiðandi góðum kennurum. Ef kennsla er gerð eftirsóknarverð er ljóst að hver skóli hefur úr fleiri (þ.a.l. betri) kennurum að velja. Þetta held ég reyndar að Halldór viti og því get ég ekki annað en skil- ið ummæli hans sem fremur lúalegt áróðursbragð í þeirri baráttu sem kennarar eiga í við sveitarfélögin. Því er ekki hægt að neita að laun kennara eru gríðarlega stór hluti af rekstrarkostn- aði sveitarfélaga og eðlileg leiðrétting á kjarasamningi væri jafnvel of mikið fyrir sum sveitarfélög. Þá kemur að afskiptum ríkisins. Í verkfallinu haustið 2004 neitaði rík- istjórnin afskiptum allt þar til hún setti lög á verkfallið. Samning- urinn sem þá var settur í dóm kennara var naumlega samþykktur og þó lá að baki sú hót- un sem í lögunum fólst og að engar launa- breytingar yrðu þar til kæmi að úrskurði kjaradóms vorið 2005. Það hefði þýtt að kenn- arar hefðu verið samn- ingslausir í að minnsta kosti ár. Nú kveður við sama tón og rík- isstjórnin segir málið sér óskylt. Það mætti halda að ríkið væri að- skilið þjóðinni og þjónaði einungis eigin rassi en þó vita flestir að ríkið er þjóðin sjálf og á að þjóna hags- munum hennar. Er það ekki í hag þjóðarinnar að halda grunnskólum gangandi án þess að verkföll eða óeðlilega tíð kennaraskipti setji svip á skólagöngu nemenda? Í verkfallinu 2004 sagði Þorgerð- ur Katrín menntamálaráðherra að engu líkara væri en kennarar læsu kjarasamningana sína oftar en aðal- námskrá. Þrátt fyrir að þetta hafi verið afar illa ígrunduð samlíking og Þorgerður síðar beðið afsökunar þá skín í gegn sama hugmyndin og Halldór vildi koma áleiðis. Kenn- arar hugsa meira um sinn eigin hag en framtíð grunnskólans. Svo eng- inn velkist lengur í vafa lýsi ég því hér með yfir að þannig hugsa ég. Ef mér tekst ekki að skila öðru til nem- enda minna en að þeir séu sæmilega læsir á réttindi sín þá hef ég áorkað einhverju. Ekki er vanþörf á með ríkisstjórn sem hefur það að mark- miði að ganga eins nærri eigum þegna sinna og hún kemst upp með. Framtíð í kennslu? Eydís Hörn Hermannsdóttir fjallar um kjarabaráttu kenn- ara og gerir athugasemd við ummæli formanns Sambands ís- lenskra sveitarfélaga Eydís Hörn Hermannsdóttir »Er það ekki íhag þjóð- arinnar að halda grunnskólum gangandi án þess að verkföll eða óeðlilega tíð kennaraskipti setji svip á skólagöngu nemenda? Höfundur er kennari. GERA þarf allt sem má verða til þess að efla þekkingu og þjálfun í iðnaði. Sam- eining rekstrar Iðn- skólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans er spor í þessa átt og þarf að verða að veruleika. ÍSTAK, sem og önnur fyr- irtæki í bygginga- og mannvirkjagerð, reiða sig á kunnáttu og færni sérmenntaðs starfsfólks á flestum sviðum; í málm-, véltækni- og byggingariðnaði. Það er réttmætt að margir spyrji: Hvers vegna að sameina og breyta rekstrarfyrirkomulagi skól- anna? Það þarf að gefa iðn- og verkmenntaskólum tækifæri til þess að fylgja eftir hröðum breyt- ingum atvinnuhátta undanfarin ár. Breytt rekstrarfyrirkomulag, þar sem atvinnulífið kemur nálægt því að móta námsframboð einstakra sviða er ein leið til þess. Samtök iðnaðarins, Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, Lands- samband íslenskra út- vegsmanna, Samorka og Samband íslenskra kaupskipaútgerða eru reiðubúin til að verja 100 m.kr. til þróunar nýs samein- aðs skóla. Að auki er atvinnulífið reiðubúið til að leggja til vinnu við stefnumótun og stjórnun nýs skóla. Hagnaður atvinnulífsins af skólanum er öflugri verkþekking og betur menntað starfsfólk en ekki hækkun hlutabréfa. Aðild at- vinnulífsins, bæði með beinu fjár- framlagi og formlegu tengslaneti, lyftir náminu upp og færir því markvissari tilgang. Mikil umræða hefur verið und- anfarin ár um nauðsyn þess að gera iðn- og verknámi hærra und- ir höfði. Nýtt rekstrarfyr- irkomulag væri stórt skref í þessa átt; starfsemi sem mætir þörfum iðnaðarmanna fyrir bættri menntun, bæði á sviði meistaranáms og stjórnunar. Iðnskólinn í Reykjavík og fyr- irrennarar Fjöltækniskólans voru stofnaðir til að þjónusta at- vinnulífið. Þessir skólar hafa unnið gott verk en þeir búa yfir miklum ónýttum tækifærum til að þjóna atvinnulífinu enn betur og markvissar. Með fulltrúa at- vinnulífsins í yfirstjórn skólans og fulltrúum iðn- og starfsgreina í stjórnum einstakra deilda er líklegt að starfsemi sameinaðs skóla rími betur við vilja at- vinnulífsins. Með sameiningu Iðnskólans og Fjöltækniskólans yrði til öflugur starfsmenntaskóli með yfir 2.000 nemendur. Ávinningurinn yrði m.a.:  Öflugur skóli atvinnulífsins. Forsendur eru fyrir meira náms- framboði og kennsluaðferðum í samræmi við kröfur og þarfir nútímafyrirtækja.  Nemendum standa til boða fjölbreyttar námsleiðir innan sömu skólastofnunar, námsleiðir sem atvinnulífið hefur þörf fyrir að fá nemendur frá.  Sameining sambærilegra deilda og samþætting á ólíku námi. Nefna má sameiginlega vél- stjórnar- og málmtæknibraut og blöndu af málm- og rafiðn- aðarbraut, sk. „mekatronik“. Að auki má nefna að rekstr- arbreyting af þessu tagi gefur tækifæri til endurnýjunar hug- arfarsins. Áhugasamt starfsfólk fær tækifæri til að eiga hlutdeild í breytingum sem leiða til ávinn- ings fyrir nemendur, starfsfólk og atvinnulíf. Góðar hugmyndir fá brautargengi í breytingarferl- inu. Nú er lag til þess að gera iðn- og verkmenntun hærra undir höfði með því að búa til öflugan iðn- og verkmenntaskóla sem býr við stjórnskipulag sem svarar óskum nemenda og atvinnulífs hratt og vel. Það er því óskandi að umræðan um sameiningu Iðn- skólans og Fjöltækniskólans markist ekki af úrtölum og aft- urhaldi heldur taki hún mið af þeim tækifærum sem bjóðast. Lyftum iðn- og verknámi – Nú er lag Loftur Árnason fjallar um iðn- og verkmenntun » Gera þarf allt semmá verða til þess að efla þekkingu og þjálfun í iðnaði. Sameining Iðn- skólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans er spor í þessa átt. Loftur Árnason Höfundur er forstjóri ÍSTAKS og stjórnarmaður í Samtökum iðnaðar- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.