Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is FYRST er greint opinberlega frá fyrirhugaðri kaupstefnu klám- framleiðenda í Reykjavík í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins að kvöldi fimmtudagsins 15. febrúar. Þar kem- ur fram að tæplega 150 stærstu netk- lámframleiðendur heims ætli að halda kaupstefnu í Reykjavík dagana 7.–11. mars undir yfirskriftinni SnowGathering 2007, en skipuleggj- endur séu eigendur hollenskrar klámsíðu. Í samtali við Sigríði Hagalín Björnsdóttur, fréttakonu hjá Rík- isútvarpinu, upplýsir Cristina Ponga, skipuleggjandi kaupstefnunnar, að fjórar þekktar klámstjörnur og stærstu framleiðendur í geiranum hafi boðað komu sína og að til standi að taka klámmyndir hérlendis á af- viknum stað í tengslum við kaup- stefnuna. Fram kemur í fréttinni að ráðstefnugestir muni dvelja á Hótel Sögu, þ.e. Radisson SAS í Reykjavík. Fréttina um kaupstefnuna mátti hins vegar fyrst lesa í netheimum, þar á meðal á spjallsíðunni malefnin.com. Raunar hafði Guðbjörg Hildur Kol- beins þegar miðvikudaginn 14. febr- úar fjallað um fyrirhugaða komu klámframleiðenda á bloggi sínu kol- beins.blog.is. Borgarstjóri bregst hratt við Daginn eftir senda Stígamót rík- isstjórn, þingmönnum, borgarstjórn, Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðis og Ríkislögreglustjóra bréf þar sem hvatt er til að ráðamenn og lögregla taki höndum saman og komi í veg fyrir að ráðstefna netklámframleið- enda fari fram hér á landi. Samtökin benda á að á vef ráðstefnunnar, snowgathering.com, sé að finna tengla yfir á vefsíður þátttakenda þar sem finna megi gróft klámefni með vísarnir í barnaklám. Þessir tenglar eru síðar fjarlægðir af vef ráðstefnunnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri sendir frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að það sé yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Lög- regluyfirvöld skoða hvort boðuð klámráðstefna stangist á við lög, en samkvæmt 210. gr. almennra hegn- ingarlaga er framleiðsla, innflutn- ingur, sala og dreifing á klámi bönn- uð. Mótmæli berast víða að Næstu daga berast mótmæli víða að og í Morgunblaðinu mánudaginn 19. febrúar er greint frá því að Bisk- up Íslands og formaður Prestafélags Íslands hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harmi fyrirhugaða klámkaupstefnu. Hvetja þeir þjóðina til að standa saman gegn því að land- ið verði „leiksvið klámmynda“. Jafn- framt skora Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Ís- lands og Kvenréttindafélag Íslands á ríkisstjórnina að koma í veg fyrir „kaupstefnu klámkónga“. Stjórn Ungra vinstri grænna og Ungir jafn- aðarmenn í Hafnarfirði harma einnig fyrirhugað klámþing. Á fundi sínum þriðjudaginn 20. febrúar samþykkir borgarstjórn ein- róma ályktun þess efnis að þátttak- endur ráðstefnu klámframleiðenda séu óvelkomnir gestir í borginni. Í ályktun sinni harmar borgarstjórn að Reykjavíkurborg verði vett- vangur ráðstefnu framleiðenda klámefnis fyrir netmiðla og hugs- anlega jafnframt vettvangur athæfis sem bannað er með íslenskum lög- um. Borgarstjórn ítrekar óskir borg- arstjóra um að lögregluembættið rannsaki hvort þátttakendur í hópi ráðstefnugesta kunni að vera fram- leiðendur barnakláms, auk annars ólögmæts klámefnis, ef það megi verða til þess að koma í veg fyrir dvöl meintra kynferðisbrotamanna hér á landi eða til þess að upplýsa um ólög- mæta starfsemi. Á morgunverðarfundi sem kvennahreyfingin á Íslandi efnir til undir yfirskriftinni „Stefnumót við stjórnmálaflokka – kynbundið of- beldi“, miðvikudaginn 21. febrúar, lýsa fulltrúar allra stjórnmálaflokk- anna því yfir að þeir ætli að beita sér fyrir því í sínum þingflokkum að samþykkt verði ályktun gegn klám- ráðstefnunni í sama anda og borg- arstjórn gerði kvöldið áður. Daginn eftir, fimmtudaginn 22. febrúar, senda þingflokkar Alþingis frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir harma að Reykjavík verði vettvangur ráðstefnu framleiðenda klámefnis og segja slíka ráðstefnu hérlendis haldna í mikilli óþökk þingflokkanna. Á svipuðum tíma lýs- ir stjórn Bændasamtaka Íslands, sem eru eigendur Hótels Sögu eða Radisson SAS í Reykjavík, því yfir að umræddum hópi fólks hafi verið synjað um gistingu á hótelinu. Bent er á að ákvörðunin sé studd af Rezi- dor Hotel Group sem er rekstraraðili Radisson SAS-hótelkeðjunnar. Í fréttatilkynningu sem Bænda- samtökin senda frá sér með þessari ákvörðun vilja samtökin „lýsa van- þóknun sinni á starfsemi þeirri sem ofangreindur hópur tengist. Hótelið hefur ekki farið varhluta af sterkum viðbrögðum almennings undanfarna daga og í fyrradag lýstu borgaryf- irvöld þennan hóp óvelkominn í Reykjavík“, segir m.a. í tilkynningu. Segja aldrei hafa staðið til að brjóta lög hér á landi Í framhaldinu tilkynna skipuleggj- endur ráðstefnunnar að hætt verði við að halda klámkaupstefnuna hér- lendis þar sem ólíklegt sé að annað hótel muni vilja hýsa ráðstefnugesti. Cristina Ponga, skipuleggjandi kaupstefnunnar, segist furða sig á viðbrögðum Íslendinga og telur þau til marks um hræsni þjóðarinnar í málaflokknum. Tekur hún fram að þátttakendur hafi aldrei haft í hyggju að brjóta lög hérlendis. Skipuleggjendur kaupstefnunnar lýsa því yfir að þeir hyggist leita sér lögfræðiaðstoðar vegna þess fjár- hagslega tjóns sem þeir hafi orðið fyrir vegna afbókunar Hótels Sögu með svo skömmum fyrirvara. Samtök ferðaþjónustunnar senda svo í gær frá sér yfirlýsingu vegna mikillar fjölmiðlaumræðu um klám- ráðstefnuna og þeirrar ákvörðunar eigenda Hótels Sögu að vísa þátttak- endum frá. Í yfirlýsingunni er tekið fram að vandséð sé hvernig ferða- þjónustufyrirtæki geti meinað fólki, sem stundi löglega starfsemi í heimalandi sínu, sem sé hins vegar bönnuð á Íslandi, að koma í skemmtiferð til Íslands. Boðuð klámkaupstefna mátti víkja fyrir almenningsálitinu Morgunblaðið/Golli Kaupstefna netklám- framleiðenda hérlendis í marsbyrjun komst í há- mæli fyrir rétt rúmri viku. Sl. fimmtudag ákváðu eigendur Hótels Sögu að hýsa ekki þátt- takendur og í framhald- inu var stefnan slegin af. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ GERIST kannski ekkert ef við erum að tala um næstu vikur eða fram á vor en það væri best upp á að auðvelda allan frágang, ef þessum framkvæmdum myndi ljúka fyrir vorið. Að hægt væri að ganga frá í vor eða fyrri hluta sumars,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkur, um framkvæmdir vegna lagningar vatnsleiðslu um Heiðmörk. Skóg- rækt ríkisins lagði á fimmtudag fram kæru vegna röskunar á skóglendi en áður höfðu Náttúruverndarsamtök Íslands kært. Framkvæmdir voru sem kunnugt er stöðv- aðar föstudaginn 9. febrúar, þegar í ljós kom að skipulagsráð Reykjavíkur hafði ekki veitt framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni. Enn er beðið eftir umsögn frá umhverfissviði borg- arinnar sem væntanleg er eftir helgi. Þórólfur segir m.a. að ef svo óheppilega vilji til að jarðvegshrúgur á skurðbakkanum muni liggja þar í allt sumar, væri ljóst að svörðurinn undir yrði meira og minna ónýtur. „Ef hægt væri að ganga frá í vor gæti svörðurinn hugs- anlega tekið við sér aftur. Hann ætti að skemmast tiltölulega lítið ef hægt er að taka jarðefnin ofan af snyrtilega, þ.e. án þess að grafa allt í sundur. Síðan þarf auðvitað að laga skurðstæðið sjálft, með trjáplöntun, sáningu og jafnvel væri hægt að nota torfur,“ segir Þór- ólfur og bætir við að hann hafi séð að gróð- urtorfur hafi verið fjarlægðar með það í huga að nýta aftur. „Í alla staði væri best að frágang- urinn yrði sem fyrst, þar sem eftir að frágang- ur dregst tekur lengri tíma að laga þetta aftur.“ Eðlilegt að samráð sé haft Skógrækt ríkisins hefur kært framkvæmd- irnar á þeim forsendum að brotnar séu 6. og 7. gr. skógræktarlaga. Þar segir m.a.: „Ekkert svæði má rjóðurfella nema með samþykki skógræktarstjóra, og þó því aðeins að sá, sem heggur, skuldbindi sig til þess að breyta land- inu í tún eða græða upp skóg að nýju á öðru jafnstóru svæði og hafa byrjað á því innan tveggja ára“, og einnig að „Bannað [sé] að stinga upp og flytja á brott tré og hvers konar ungviði án leyfis skógræktarstjóra eða skóg- arvarða.“ Segir skógræktin að samþykki skógræktar- stjóra hafi ekki legið fyrir í þessu tilfelli og að í nútíma stjórnsýslu sé eðlilegt að samráð sé haft við skógræktina á skipulagsstigi fyrir fram- kvæmdir sem hafa í för með sér skógareyðingu. „Hvorki Kópavogsbær né Reykjavíkurborg höfðu fyrir því að leita samþykkis skógrækt- arstjóra á skipulagsstigi vatnsveitulagnarinnar í Heiðmörk,“ segir í tilkynningu frá Skógrækt ríkisins. Best væri ef frágangur yrði sem fyrst Skógrækt ríkisins hefur lagt fram kæru vegna framkvæmda í Heiðmörk  Garðyrkjustjóri Reykja- víkur telur að eftir því sem framkvæmdir tefjist lengur verði erfiðara að bæta tjón vegna jarðrasks Morgunblaðið/Ómar Jarðrask Áhrif framkvæmda við lagningu vatnsleiðslu fyrir Kópavogsbæ eru greinileg og sést vel hvernig fjölmörg tré voru flutt burtu vegna leiðslunnar, án samþykkis Skógræktar ríkisins. Í UMRÆÐUNNI síðustu daga hafa ólík orð verið notuð til að lýsa fyrirhug- aðri ferð klámframleiðenda hingað til lands í marsbyrjun. Í fyrstu fréttum af komu þeirra var ferðinni lýst sem kaupstefnu, síðan var farið að tala um viðskiptastefnu og ráðstefnu. Orðræðan í fjölmiðlum og í netheimum fór síðan að snúast um að hér væri um að ræða hvataferð. Í framhaldinu fóru einhverjir að lýsa ferðinni sem skemmtiferð og að lokum var vísað til ferð- arinnar sem vetrarfrís umræddra einstaklinga. Hvernig kaupstefna varð að skemmtiferð í vetrarfríi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.