Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 55 Peugeot 1,6XT árg. '01, ek. 58.000 km. Peugeot 1,6XT árg. ´01, ekinn 59 þús., beinskiptur, sumar+vetrardekk á felgum. Ásett verð 870 þús. Sími 848 8382. Opel árg. '02, ek. 84 þús km. Opel Astra 1600 árgerð 2002, ekinn 84 þ. km. Fæst með yfirtöku á láni 700 þ., afborgun 22 þ. á mánuði. Upplýsingar í síma 663 5941. Mercedes Benz 280C. Benz Sport Edition árgerð 1995. Mint condition og Custom rims. 850 þús. Endilega hringið í síma 892 2659. Honda Civic 1500 V-Tech árg. '99. Bíllinn er mjög vel með farinn bæði innan og utan. Lakkið mjög gott. Nýtt púst, ný kraftsía. Ekinn 89.000, ál- felgur. Verð 600.000. Sími 847 1057. Ford Transit 1983. Mjög góður hús- bíll til sölu, fullgerður að innan, ek. 52.320 km. Einnig með Dodge 1989, ófullgerður að innan, en lítið ekinn. Uppl. í síma 892 9064/565 0264. Dodge RAM 1500, árg. 2003, ek. 85 þús.,, næsta skoðun 2007. Skráður 6 manna. HEMI Magnum V8 5.7 ltr, 345 hestöfl. Heilsársdekk á 20” krómfelgum, pallhús og vetrardekk á 17” felgum fylgja. Verð 2.640 þ.kr. Ath. skipti á 38" jeppa. Nánari upplýsingar: Nýja Bílahöllin, s. 567-2277 Til sölu: JEEP CHEROKEE Limited 4X4 blár árg. 2001, ek. 66.000 km. 6 cyl. 4 l, sjálfsk. 16” heilsársdekk - ABS hemlar - álfelgur - dráttarbeisli/ kúla, fjarstýrðar samlæsingar, geisla- spilari/útvarp - líknarbelgir - hiti í sætum -innspýting - rafdrifin sæti/ rúður/speglar - veltistýri - vökvastýri - smurbók - reyklaust ökutæki. Verð kr. 1.490.000. Uppl. í síma 669 1458. hofdabilar.is Höfðabílar, Fosshálsi 27 S. 577 4747. Aldrei betra verð! Verðhrun á dollar og þú gerir reyfara- kaup: 2006-2007 bílar: Jeep Grand Cherokee frá 2.600, Ford Explorer frá 2.690, Porsche Cayenne frá 5.990, Toyota Tacoma frá 1.990, Ford F150 frá 1.750, F350/RAM3500 dísel 4x4 frá 3190, Toyota Fjcruiser torfærujeppi frá 3.390. Benz ML350 frá 4.190. Nýr 2007 Benz ML320 Dísel! Þú finnur hvergi lægra verð. Nýjir og nýlegir bílar frá USA og Evrópu allt að 30% undir mar- kaðsverði. 30 ára traust innflutnings- fyrirtæki. Íslensk Ábyrgð. Bílalán. Fáðu betra tilboð í síma 552 2000 eða á www.islandus.com Bílar Toyota Yaris árg. 2004, 5 dyra. Ljósblár. Sumardekk á felgum fylgja. Vel með farinn bíll. Þjónustubók. Uppl. í síma 892 6855 og 564 1114. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Kristófer Kristófersson BMW 861 3790 Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06 822 4166. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 892 4449/557 2940. Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Góður í vetrarakstur. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Fellihýsi Óska eftir fellihýsi. Óska eftir að kaupa snyrtilegt og vel með farið fellihýsi á 300.000-500.000 stgr. Upplýsingar í síma 840 1433. Toyota Landcruiser árg. '99, ek. 160 þ. km. 38"breyttur, aukatankur, ný dekk, nýjar felgur, mikið endur- nýjaður bíll. Áhv. 2.050 þús. Verð 2.690 stgr. Uppl. í síma 866 3170. Subaru árg. '99, ek. 130 km. Subaru Legacy Station '99, ek. 130 þús. km, bsk., 4x4, dráttarkrókur, fullkominn fjölskyldubíll. Mjög vel með farinn. Fæst á 700 þús. á sama stað BMW 730IA '89 á 150 þús. S. 823 3175. 2004 GMC Envoy XUV ek. 35 þ. km sjálfsk., 6 cyl. vél, leðursæti, 17” stálfelgur, dráttarkr. Hlaðinn aukabúnaði. Verð 3.790 þ. Bílalán getur fylgt. S. 892 2030. www.gmc.com Vinnuvélar Til sölu múrbrotstæki. Til sölu Brokk robot 180 á beltum með fjar- stýringu, sagir, brotvélar og kjarna- borsvélar. Lítill flutningabíll með lyftu. Einnig mini-grafa ásamt kerru. Uppl. í síma 893 2963. Flatvagn með krana og flaghefill. Til sölu flatvagn (rúlluvagn) frá H.Haukssyni með krana, einnig flag- hefill. Upplýsingar í síma 893 0104. Þjónustuauglýsingar 5691100 Vörubílar Scania til sölu. Scania 124 400 árg. ‘97, ek. 535.000 km og malarvagn árg. 2000. Verð 5,5+vsk. Uppl. í gsm 898 2883. SIGURBJÖRN Björnsson náði ekki að fylgja eftir fimm sigrum í upphafsumferðum Meistaramóts Hellis sem lauk sl. miðvikudags- kvöld. Hann gerði jafntefli við Davíð Ólafsson í sjöttu umferð mótsins sem gerði það að verkum að sexfaldur meistari Hellis, Björn Þorfinnsson, gat komist upp fyrir hann með sigri í hreinu úrslita- uppgjöri í lokaumferðinni. Þessari skák var beðið með mikilli eft- irvæntingu því vitað var að Björn myndi ekki gefa titilinn eftir bar- áttulaust. Á efstu borðum voru eftir far- andi viðureignir á dagskrá: Björn Þorfinnsson – Sigurbjörn Björnsson Bragi Þorfinnsson – Snorri Bergsson Davíð Ólafsson – Ingvar Þ. Jóhannesson. Það bar strax til tíðinda að þeg- ar hinn ágæti skákmaður Snorri Bergsson var að skrá helstu upp- lýsingar á skorblað sitt að farsími hanns hringdi og dómarinn Gunn- ar Björnsson úrskurðaði að Snorri tapaði þar með skákinni og fékk Bragi því vinninginn án þess leika einum einasta leik. Af þessu geta Hellismenn auðvitað dregið þann lærdóm að það borgar sig að skilja símann eftir heima. Ingvar Þ. Jó- hannesson vann Davíð Ólafsson en augu allra beindust að skák Björns og Sigurbjörns. Björn Þorfinnsson – Sigurbjörn Björns- son Trompovsky-byrjun Að venju dró Björn Tromp- ovsky-byrjun upp úr pússi sínu og þótt sú leikaðferð gefi í sjálfu sér ekki neitt var ljóst að Sigurbjörn var ekki alveg með á nótunum. Vendipunkturinn er í 17. leik þeg- ar Björn leikur hinum stór- skemmtilega 17. Db2! og 18. d5. Skiptamunsfórnin er öðrum þræði stöðulegs eðlis því riddarinn lamar athafnafrelsi svarts og 24. Re2 og 25. g4 er ætlað að styrkja hann í sessi. Sigurbjörn missir hinsvegar af 26. … Bf5! í stað 26. … Dg5 sem hefði snúið taflinu við. Sigurbjörn gat reynt 27. … Bf5 en eftir 28. Rxe8 Hxe8 28. Dxf7 strandar 28. … Bxd3 á 29. Df8+! Hxf8 30. Hxf8 mát. 27. h3 er góður varnarleikur og einnig 28. Dc7. Á þessum punkti var Sigurbjörn kominn í tímahrak og hann missti af hinum bráðsnjalla leik 30. h4! sem færir Birni unnið tafl. Skemmtileg úr- slitaskák: 1. d4 Rf6 2. Bg5 d5 3. Bxf6 exf6 4. e3 Bd6 5. Bd3 0-0 6. Re2 He8 7. b3 Rd7 8. c4 dxc4 9. bxc4 c6 10. Rbc3 Rf8 11. 0-0 f5 12. Dc2 g6 13. Had1 Re6 14. Hfe1 Bd7 15. Rc1 f4 16. Re4 Bb4 Sjá stöðumynd. 17. Db2 Bxe1 18. d5 Bxf2+ 19. Kxf2 fxe3+ 20. Kg1 Rg7 21. Rf6+ Kh8 22. Hf1 cxd5 23. cxd5 De7 24. Re2 Had8 25. g4 De5 26. Dxb7 Dg5 27. h3 He7 28. Dc7 Bxg4 29. Dxd8+ He8 30. h4 Dxh4 31. Dc7 Bxe2 32. Bxe2 Dg5+ 33. Kh1 He5 34. Rg4 Hxd5 35. Dxf7 Dh4+ 36. Kg2 h5 37. Dxd5 Rf5 – og Sigurbjörn gafst upp um leið. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Björn Þorfinnsson 6 v. 2.–4. Sigurbjörn Björnsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Bragi Þorfinnsson 5½ v. 5.–11. Snorri G. Bergsson, Ingvar Ás- björnsson, Helgi Brynjarsson, Davíð Ólafsson, Gísli Hólmar Jóhannesson, Hrannar Baldursson og Hjörvar Steinn Grétarsson 4½ v. Björn Þorfinnsson hefur staðið nokkuð í skugganum á bróður sín- um Braga. Hann hefur skemmti- legan skákstíl og hikar ekki við að hleypa öllu í bál og brand. Veik- leikar hans eru á sviði byrjana en þar gæti hann lært ýmislegt af bróður sínum sem að sama skapi gæti tekið ýmislegt sem Björn ger- ir sér til fyrirmyndar. Ungu skák- mennirnir Ingvar Ásbjörnsson og Helgi Brynjarsson stóðu sig vel. Ingvar sýndi gott handbragð og hefur náð að þroska með sér traustan og öruggan stíl og Helgi hefur mikinn baráttuvilja sem skil- aði sér. Hjörvar Steinn Grétarsson átti erfitt uppdráttar framan af en hristi af sér slenið á lokasprett- inum. Árangur hans á NM ung- menna á dögunum var vitaskuld frábær. Alls voru keppendur 36 talsins. Magnús Carlsen efstur á Morelia/Linares-mótinu Ofurmótið sem oftast er kennt við smábæinn Linares á Spáni, en þessi árin er skipt á milli Morelia í Mexíkó og Linares, er nú næstum því hálfnað. Eftir fimm umferðir hefur Norðmaðurinn Magnús Carl- sen óvænt náð efsta sæti en hann vann Topalov í fimmtu umferð en svo virðist sem Búlgarinn hafi gef- ist upp í jafnteflisstöðu. Anand tapaði hinsvegar fyrir Aronian og missti þar með frá sér toppstöðuna sem er þessi: 1. Magnús Carlsen 3½ v. 2.–3. Wisvanathan Anand og Lev Aroni- an 3 v. 4.–6. Vasilij Ivanchuk, Pet- er Svidler, Peter Leko 2½ v. 7.–8. Venselin Topalov og Alexander Morozevich 1½ v. Björn Þorfinnsson Hellismeistari í sjöunda sinn Skák Meistaramót Hellis 6.–21. febrúar 2007 Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Sigurvegari Björn Þorfinnsson vann Meistaramót Hellis í sjöunda sinn. FRÉTTIR SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla – landssamtök foreldra, um örugga netnotkun barna og unglinga á Íslandi, harmar það að hinn al- menni borgari skuli taka lögin í sínar eigin hendur og gera út tálbeitur fyr- ir barnaníðinga á Netinu. Í tilkynningu frá SAFT er vísað í viðtal við tvo 15 ára drengi úr Hafn- arfirði, á Bylgjunni í vikunni þar sem fram kom að það virðist vera algengt að unglingar geri út tálbeitur á Net- inu í þeim tilgangi að veiða barnaníð- inga í gildru, taka af þeim myndir og jafnvel hafa af þeim fjármuni. Fram kom að viðmælendur hefðu ekki vitneskju um að lögreglan hefði var- að við því að fólk tæki lögin í sínar hendur með þessum hætti. Þó að við- mælendur segðust hafa látið af þess- um aðgerðum þá hefðu þeir vitn- eskju um að aðrir unglingar væru enn við þessa iðju. Að gefnu tilefni vill SAFT beina þeim tilmælum til foreldra og skólayfirvalda að taka þetta mál til umfjöllunar þar sem við á og tryggja þannig að börn og ung- lingar taki ekki þátt í aðgerðum af þessu tagi, sem geta verið bæði ólög- legar og hættulegar. Þá hvetur SAFT þá þjónustuaðila, sem bera ábyrgð á þeim síðum sem notaðar hafa verið fyrir tálbeitur, sbr. einkamal.is, til þess að sinna innra eftirliti með ábyrgum hætti og gæta þess að notendur séu á þeim aldri sem ætlast er til, segir í til- kynningu frá SAFT. Vara við að almenning- ur geri út tálbeitur Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.