Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 53 Hvers konar samstarf? I. Bekkir / námshópar - Þátttakendur komi frá tveimur ríkjum eða sjálfstjórnarsvæðum á Norðurlöndum. Verkefnið hafi kennslufræðilegt gildi og byggi á námsskrá og starfsáætlun skólans. Öll fög eru gjaldgeng í verkefni. Ferðir / heimsóknir standi ekki skemur yfir en fimm daga. II. Kennarar - a. Kennaraskipti milli a.m.k. tveggja skóla í tveimur löndum. b. Farkennsla - Kennari ferðast á milli skóla í öðru landi og kennir grein sína. III. Nemendur - Þátttaka einstakra nemenda annaðhvort í starfsþjálfun iðngreina eða kennslu í framhaldsskólum. Norræna skólanetið www.nordskol.org er vettvangur skólasamskipta. Þar er hægt að skrá skóla og óska eftir samskiptum. Rafrænar umsóknir eru á slóðinni: www.ask.hi.is - leiðbeiningar um umsóknarferlið er á sömu slóð. Umsóknarfresturinn 15. mars gildir fyrir skólaárið 2007/2008. Landsskrifstofa NORDPLUS / Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins Neshaga16, 107 Reykjavík, www.ask.hi.is, netfang: aslaugj@hi.is, s. 525 4997 Nordplus Junior styrkir Nemendaskipti og ferðir kennara á grunn- og framhaldsskólastigi til Norðurlanda. Umsóknarfrestur er til 15. mars Evrópsk skólaverkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Samstarf a.m.k. þriggja skóla í Evrópu. Sótt er um verkefni til 2 ára, þau geta tengst öllum námsgreinum. Styrkir eru veittir til verkefnafunda kennara, verkefnavinnu og gagnkvæmra nemendaskipta. Einnig eru veittir styrkir til að sækja tengslaráðstefnur eða til undirbúningsheimsókna í Evrópu þar sem lagður er grunnur að skólaverkefni. Endurmenntunarnámskeið. Styrkir eru veittir til leik-, grunn- og framhaldsskólakennara til að sækja endur- menntunarnámskeið í sínu fagi í 1-4 vikur í Evrópu einhvern tíma á tímabilinu frá 1. 6. 2007 - 1. 10. 2007. Þrír umsóknarfrestir á ári. Evrópsk aðstoðarkennsla. Leik-, grunn- og framhaldsskólar geta sótt um að fá evrópskan aðstoðarkennara í 3-8 mánuði á næsta skólaári. Aðstoðarkennararnir eru styrktir frá sínu heimalandi. Aðstoðarkennsla í Evrópu. Íslenskir stúdentar sem lokið hafa a.m.k. 2 ára háskólanámi og stefna að kennslu geta dvalið í 3-8 mánuði í e-u ESB landi og starfað sem aðstoðarkennarar. Námskeið / námsgagnagerð. Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja stofnana frá ESB/EES löndum við að koma á fót endurmenntunarnámskeiðum fyrir kennara eða vinna við námsgagnagerð. Umsóknarfrestur er til 30. mars - umsóknir berist til Framkvæmdastjórnar ESB. Umsóknarfrestur 30. mars nk. í alla þætti Menntaáætlunar ESB. Eyðublöð og nánari upplýsingar eru á Landsskrifstofu Menntaáætlunar ESB / alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, www.lme.is, Neshaga 16, 107 Reykjavík, s. 525 4311, netföng: rz@hi.is, teva@hi.is Comeníus styrkir kennara og skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur 30. mars nk. Félagslíf Kevin White predikar á samkomu í kvöld kl. 20.30. Akurinn kristið félag, Núpalind 1, Kópavogi Samkoma sunnu- dag kl. 14.00 Ræðumaður Zacha- rias Zachariassen, trúboði frá Færeyjum. Á 45 ára ferli sínum hefur hann gefið út yfir 100 bókatitla. Allir hjartanlega velkomnir. 25.2. Selatangar - Húshólmi Brottf. frá BSÍ kl. 10:30. V. 2.600/3.000 kr. 2.-4.3. Landmannalaugar, jeppa- og gönguskíðaferð Brottför kl. 19:00. Skráningar í ferðir á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is Sjá nánar á www.utivist.is Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is FRÉTTIR STOFNFUNDUR félags umhverfisfræðinga verður haldinn í dag, laugardaginn 24. febr- úar. Fundurinn verður haldinn í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, og hefst kl. 15.30. Félaginu er ætlað að vera faglegur vett- vangur fyrir umhverfis- og auðlindafræðinga og aðra fræðimenn á sviði umhverfismála sem með starfa sínum eða öðru framlagi styrkja fé- lagið með þátttöku sinni. Á dagskrá stofnfundar er samþykkt laga fé- lagsins, ákvörðun félagsgjalda, kosning stjórn- ar og annarra embættismanna og önnur mál. Stofnfundur félags umhverfisfræðinga OPINN fundur og ársþing Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar verður á Hótel Loftleiðum í dag, laugardaginn 24. febrúar, undir yf- irskriftinni – Konur í baráttuhug. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir al- þingiskona og Helga Vala Helgadóttir laga- nemi hefja dagskrána á opnum fundi sem hefst kl. 17 og flytja stutt erindi um reynslu sína úr pólitík fyrr og nú. Síðar munu þær Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingiskona, Guðný Hrund Karlsdóttir við- skiptafræðingur, Kristrún Heimisdóttir lög- fræðingur og Valgerður B. Eggertsdóttir laganemi segja örsögur úr sínu pólitíska lífi og starfi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, rit- stjóri hins nýja vikublaðs Krónikunnar, flytur erindi á fundinum sem hún nefnir: Kynlegir fjölmiðlar. Fundurinn er öllum opinn. Á ársþinginu, sem hefst kl. 14 með setning- arræðu formanns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, verður m.a. kjörinn nýr formað- ur og ný stjórn, auk hefðbundinna ársþings- starfa. Opinn fundur Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar Rangt nafn RANGT var farið með nafn föður litlu stúlk- unnar, sem við sögðum frá í forsíðufrétt í blaðinu í gær. Rétt nafn er Jóhann Kristján Eyfells. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT BÍLABÚÐ Benna kynnir nýja kynslóð Porsche Cayenne-lúxusjeppa nú um helgina. „Þróun í útliti er ávallt ígrunduð af Porsche og aldrei róttæk, en í tæknihlutanum er breyt- ingin öflugri í öllu tilliti. Með nýrri tækni á stýr- ingar á beinni innsprautun inn í brunahólf (DFI), þá eykst afl og tog en eyðsla minnkar um allt að 15%,“ segir í frétt frá Bílabúð Benna. Slagrými vélanna hefur verið aukið og V8- vélarnar eru nú búnar Porsche VarioCam Plus- ventlastýribúnaði sem er nýjung. Hins vegar hefur hámarksafl Porsche Cayenne Turbo auk- ist í nákvæmlega 500 hö (368 kW). Nýr Porsche Cayenne verður frumsýndur á Vagnhöfða 23, opið verður frá klukkan 12–16 á laugardag og 13–16 á sunnudag. Ný kynslóð Porsche Cayenne KIA umboðið, Laugavegi 172 í Reykjavík, frumsýnir fjölskyldubílinn KIA cee’d um helgina. „KIA cee’d er nettur og rúmgóður fjöl- skyldubíll sem mætir ýtrustu kröfum mark- aðarins. Bíllinn er sérhannaður fyrir evrópskar aðstæður, enda framleiddur í bílaverksmiðjum KIA í Zilina í Slóveníu. KIA cee’d er hlaðinn staðalbúnaði,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Einnig verða til sýnis nýi fjölnotabíllinn KIA Carens og KIA Sorento-jeppinn. KIA umboðið, Laugavegi 172 í Reykjavík, Höldur á Akureyri og Söluumboð Heklu í Reykjanesbæ verða opin laugardag og sunnu- dag kl. 12–16. Bílasala Selfoss verður opin á laugardag kl. 11–16. Frumsýning á KIA cee’d um helgina BRIMBORG frumsýnir nú um helgina Ford S- MAX, nýjasta fjölnotabílinn frá Ford. Frum- sýningin verður í dag í húsakynnum Brim- borgar á Bíldshöfða 6 í Reykjavík og á Tryggvabraut 5 á Akureyri á milli klukkan 12 og 16 og eru allir boðnir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Eins og flestir fjölnotabílar rúmar Ford S- MAX allt að sjö farþega en hefur það fram yf- ir marga að mjög auðvelt er að leggja öll aft- ursætin niður og búa þannig til afar rúmgott farangursrými. Þetta byggir á tækni er nefn- ist FoldFlatSystem. Í nóvembermánuði hlaut Ford S-MAX titilinn Bíll ársins í Evrópu 2007 hjá samtökunum Car of the Year en að þeim standa sjö bílatímarit í jafnmörgum Evr- ópulöndum. Ford S-MAX frum- sýndur hjá Brimborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.